Morgunblaðið - 18.01.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.01.2002, Qupperneq 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVERS vegna borða ísbirnir aldrei mörgæsir? Nú, vegna þess að ísbirnir lifa á norðurpólnum en mörgæsir eiga heima á suð- urpólnum! En þessi gamli brandari virðist vera úreltur ef marka má þessa mynd, sem tekin var í dýragarð- inum í München í Þýskalandi í gær. Á meðan hitastig er undir frostmarki er farið daglega með mörgæsirnar í gönguferð um dýragarðinn. Þess er þó vænt- anlega vel gætt að þær lendi ekki í klónum á ísbjörnum eða öðrum dýrum garðsins. AP Mörgæsir í gönguferð COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við leið- toga bráðabirgðastjórnarinnar í Afg- anistan en ráðherrann er á ferð um Asíulönd. Hét hann „umtalsverðri“ aðstoð við uppbyggingu landsins en fjallað verður um alþjóðlega efna- hagsaðstoð við Afgana á ráðstefnu í Japan á mánudag. Sagðist hann í sjónvarpsviðtali ekki vilja tilgreina neina fjárhæð þar sem enn væri ver- ið að ræða þessi mál í Washington. „Við munum standa með ykkur á þessum erfiðleikatímum og framveg- is,“ sagði Powell. Hann átti fund með Hamid Karzai, leiðtoga stjórnarinn- ar, í Kabúl í gær og heldur síðan til Indlands en fyrsti áfangastaðurinn var Pakistan. Bandarískir hermenn hafa fengið litla aðstoð hjá íbúum austurhéraða Afganistan í leit sinni að liðsmönnum al-Qaeda og talibana. Óttast er að hinir síðarnefndu séu að endurskipu- leggja varnir sínar á þessum slóðum en margir talibanar flýðu til fjalla er aðalvígi þeirra, Kandahar, féll. Stjórn Karzais hefur ekki tekist að ná tökum á allstóru svæði í fjalllend- inu austast í landinu, að sögn fulltrúa Karzais í París, Mehrabuddin Mast- an. Abdullah Abdullah, utanríkisráð- herra Afganistans, sagði málið hafa verið rætt á fundinum með Powell. Bandaríkjamenn hafa sent her- menn, þar á meðal sérsveitir, til Fil- ippseyja til að veita tæknilega ráð- gjöf í baráttu við sveitir herskárra múslíma í suðurhluta landsins. Er búist við að alls verði bandarísku hermennirnir orðnir um 700 um miðjan febrúar. Samtök á eyjunum Jolo og Basilan, sem kennd eru við Abu Sayyaf og munu hafa tengsl við al-Qaeda, hafa tvo bandaríska trú- boða í gíslingu og filippseyskan hjúkrunarfræðing. Bandaríkjahermennirnir munu einkum aðstoða við þjálfun og upp- lýsingaöflun en ekki taka beinan þátt í bardögum. Að sögn filippeyskra embættismanna munu þeir þó verj- ast af fullri hörku ef ráðist verður á þá. Powell heitir aðstoð við Afganistan    !"            !"!#$ "%& !'("&)   *  "&%% +& "& ," "& & % "!% !( " !- &# $ % &'( '" ""& ' ')' ('*+, -" ./'0 ")(" "12 23 2"  ")     4'5'' -  %6' ', )' "'7 2%320 2   7 -0 "8 '  0'" ' 3 "+&" 55 ,  7  "    9:   " ;  .. /0 1          2&+" ) 3 * !'&$ & 04 4*    *    ! < & 2      "  #   Bandaríkjahermenn aðstoða Filipps- eyinga í baráttu gegn Abu Sayyaf Kabúl. AFP, AP. JEAN-Claude Gayssot, sam- gönguráðherra Frakklands, sagði í gær, að Mont Blanc- göngin milli Frakklands og Ítalíu yrðu opnuð um miðjan næsta mánuð ef allar öryggis- prófanir gengju vel. Gayssot sagði í frönsku öld- ungadeildinni, að hann biði þess, að fransk-ítalska örygg- isnefndin staðfesti, að allur öryggisbúnaður virkaði eins og til væri ætlast. „Öryggið verður haft í fyrirrúmi, hvað sem það kostar,“ sagði Gayss- ot. Göngin hafa verið lokuð frá því í mars 1999 en þá týndu 39 manns lífi eftir að eldur kom upp í vöruflutningabíl inni í þeim. Brann eldurinn í tvo daga áður en björgunar- menn komust á vettvang. Mont Blanc- göngin brátt opnuð París. AP. Peter Odighizuma, nemandi sem vikið hafði verið úr Appalachian- lagaskólanum í Grundy í Virginíu í annað sinn, myrti á miðvikudags- kvöld rektor skólans, prófessor og nemanda með skammbyssu áður en hann var yfirbugaður. Þrír að auki særðust illa. Rektorinn hét L. Anthony Sutin og vann á sínum tíma fyrir landsnefnd bandaríska demókrataflokksins. Myndin er af Odighizuma sem er upprunninn í Nígeríu og hafði átt í erfiðleikum í náminu en taldi að sér væri mis- munað. Þrír myrtir í lagaskóla í Virginíu AP Peter Odighizuma. GLAFCOS Klerides, forseti Kýpur, og Rauf Denktash, leiðtogi tyrkneska minnihlutans á norðurhluta eyjunnar, hafa ákveðið að hittast framvegis þrisvar sinnum í viku í því skyni að ræða leiðir til að binda enda á deilur um skiptingu landsins. Fer fyrsti fundurinn fram nk. mánudag á griða- svæði sem lýtur stjórn Sameinuðu þjóðanna á miðju eyjunnar. Klerides ræddi ekki við blaðamenn eftir fundinn en Denktash sagði við- ræðurnar hafa verið „afar gagnlegar, afar góðar“. Meðal mála sem munu reynast erf- ið úrlausnar eru deilur um skiptingu eyjunnar, en tyrkneskar hersveitir réðust inn í landið árið 1974 og lögðu þriðjung þess undir sig. Vill Denktash að tyrkneski hlutinn fái viðurkenn- ingu sem sjálfstætt ríki en Klerides hefur hins vegar stutt hugmyndir um sambandsríki eininganna tveggja. Viðræðurnar nú tengjast líklegri inngöngu Kýpur í Evrópusambandið en stjórnvöldum í Tyrklandi hefur verið gerð grein fyrir því að leggi þau ekki sín lóð á vogarskálarnar geti far- ið svo að þeirra eigin aðildarumsókn verði stungið undir stól. Viðræður af stað á Kýpur Nicosia. AFP. FULLTRÚAR frá alþjóðaráði Rauða krossins heimsóttu í gær fangana sem Bandaríkjamenn hafa í varðhaldi í herstöð sinni við Guant- anamo-flóa á Kúbu. Hugðust þeir kanna aðbúnað fanganna áttatíu, sem þangað voru fluttir nýverið frá Afganistan, og sannreyna að vel með sé þá farið en Bandaríkjastjórn hef- ur mátt sæta gagnrýni fyrir meðferð sína á mönnunum. Fulltrúar alþjóðaráðs Rauða krossins áttu að koma til Kúbu um kl. tíu í gærkvöldi, að sögn Victoriu Clarke, talsmanns bandaríska varn- armálaráðuneytisins. Um var að ræða lækni og tungumálasérfræð- inga. Sagði Clarke fangana fá „afar, af- ar góða meðferð“ og kvaðst sann- færð um að það yrði líka niðurstaða fulltrúa Rauða krossins. Talsmenn Bandaríkjastjórnar segjast alltaf hafa ráðgert að fulltrú- ar Rauða krossins fengju að hitta fangana, en það er eitt af helstu hlut- verkum alþjóðaráðsins í stríðsátök- um að kanna aðbúnað fanga. Menn- irnir áttatíu eru undir strangri gæslu í svonefndum Röntgenbúðum í Guantanamo-herstöðinni. Dúsa þeir í einföldum, opnum klefum og hefur það valdið áhyggjum ýmissa mannréttindasamtaka. Alþjóðleg mannréttindasamtök og erlendir stjórnarleiðtogar hafa einn- ig keppst um að lýsa áhyggjum af þeirri ákvörðun Bandaríkjamanna að neita að skilgreina mennina átta- tíu sem stríðsfanga en sem slíkir nytu þeir ákvæða Genfar-sáttmálans um mannúðlega meðferð stríðs- fanga. Hefur Mary Robinson, fram- kvæmdastjóri Mannréttindastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, sagt að menn legðu að veði þau gildi, sem barist hefur verið fyrir því að fá við- urkennd, ef mönnunum yrði ekki veittur lagalegur réttur stríðsfanga. Fullyrt er að á milli þrír og tíu mannanna séu breskir ríkisborgarar og einnig er um Frakka að ræða sem hefur mjög aukið umfjöllun um mál- ið í vestrænum fjölmiðlum. Sumir þeirra ku vera Sádí-Arabar og a.m.k. einn er sagður ástralskur en annars hafa Bandaríkjamenn lítið viljað láta uppi um fangana, sem allir börðust með talibönum og al-Qaeda- hryðjuverkasamtökunum í Afganist- an. Bandaríkjastjórn blæs hins vegar á alla gagnrýni. „Ég hef ekki minnstu áhyggjur af aðbúnaði þess- ara manna,“ sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í samtali við BBC. „Það er komið mun betur fram við þá heldur en þeir hafa komið fram við aðra.“ Kanna aðbúnað fanga í Guantanamo Reuters Rútur biðu þegar C-141 flutningavél Bandaríkjahers kom með fangana. Washington, London. AFP, Washington Post.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.