Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ólafur F. Magnússon kvað sér hafa borist til eyrna fréttir um að steypu- framkvæmdir ættu að hefjast með vorinu og spurði borgarstjóra hvort rétt væri. Kvað hann betra að gefa borgarbúum tækifæri til að segja álit sitt á málinu. Spurði hann jafnframt hvort borgin gæti orðið skaðabóta- skyld gagnvart framkvæmdaaðilum ef breyta þyrfti fram komnum hug- myndum um byggingar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði sér ekki kunnugt um steypuframkvæmdir. Hins vegar væri ljóst að framkvæmdir myndu ekki hefjast fyrr en með samþykkt deiliskipulags. Ekkert mannvirki yrði reist nema í samræmi við það og ætti það við um þessar framkvæmdir einnig. Borgarstjóri sagði hins vegar enga launung á því að framkvæmda- aðilar vildu hefjast handa sem fyrst. Þá sagði borgarstjóri að málið hefði farið þannig af stað að áhuga- menn um byggingu hótels hefðu lýst þeim áhuga sínum og væri miðað við að byggingin tæki mið af gömlu Reykjavík. Því hefði verið óskað eftir aðild Minjaverndar. Borgarstjóri sagði að væru menn þeirrar skoð- unar að ekki skyldi byggja á lóðinni yrði að fara yfir málið á ný, því búið væri að fjárfesta talsvert í ýmsum undirbúningi. Taldi hún líklegt að borgin yrði að greiða kostnað sem af hugsanlegum breytingum leiddi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ræddi einnig fyrirhugaðar framkvæmdir. Hann fagnaði því að hætt hefði verið við að grafa fyrir bílastæði á þessu horni og kvað sér hafa líkað margt vel í þeirri stefnu sem málið hefði síðan tekið, að gera fornminjarnar þar að nokkrum miðpunkti og að þeim yrði sýnd tilhlýðileg virðing. Borgarfulltrúinn sagði skipulag reitsins mikið í umræðunni og sagði þá tillögu sem nú væri til skoðunar að mörgu leyti vænlega og athygl- isverða. Athuga mætti þó ýmislegt, t.d. að fátt minnti á að þarna væru merkar fornminjar frá landsnáms- tíð. Menn yrðu ekki varir við forn- minjar í jörðu og sæju ekki frá gang- stéttinni að þar væri eitthvað að skoða. Sagði hann inngang frá Vík- urgarði ekki vekja nægilega athygli á þessum merka stað og kvaðst vilja sjá fleiri tillögur um aðrar leiðir og kannski fleiri en eina. Hann sagði að gera yrði ráð fyrir því í kostnaðar- og framkvæmdaáætlun að upp gætu komið fornminjar í Víkurkirkjugarði þegar framkvæmdir hæfust. Taldi hann áætlun um 380 milljóna króna kostnað sem sett hefði verið fram of nauma. Vandasamt verkefni Guðrún Pétursdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hér standa frammi fyrir vandaverki, að vernda einar merk- ustu fornminjar landsins. Því mætti ekki rasa um ráð fram þótt kosn- ingaár væri. Hún sagði aðeins eina tillögu liggja fyrir og hefði hún í för með sér talsvert rask í Víkurkirkju- garði og lýsti eftir fleiri tillögum og mættu þær gjarna koma erlendis frá líka. Fornminjarnar sæjust ekki frá götunni og gert væri ráð fyrir 500 kr. aðgangseyri til að skoða þær. Kvað hún þarna vera tækifæri til að láta fornminjarnar hafa meira að segja í götumyndinni til að þær nytu sín betur. Þær byggju yfir upplýsingum sem við hefðum ekki tækni til að lesa úr í dag en það myndi koma að því. Þess vegna væri skylda okkar að varðveita minjarnar fyrir komandi kynslóðir. Sagði hún mikilvægt að gera svæðið allt að einni heild og taka Víkurkirkjugarð með í hönnun og undirbúning. Tók hún undir með Júlíusi Vífli að gera yrði ráð fyrir því í kostnaðaráætlun að fleiri fornminj- ar fyndust og því væri núverandi áætlun of lág. Guðrún kynnti tillögu frá sjálf- stæðismönnum þess efnis að leitað yrði fleiri hugmynda um hvernig standa mætti að varðveislu og sýn- ingu fornminjanna. Telja þeir óvið- unandi að aðeins sé boðinn einn val- kostur í þessum efnum. Segir að þeir leggi áherslu á að fela þær ekki held- ur verði þær gerðar hluti af götu- mynd Aðalstrætis og öllum sýnilegar sem þar ættu leið um. Fornminjum fullur sómi sýndur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði málið vera í frestun í borgarráði. Sagði hún borgarfulltrúa ekki und- irbúna til umræðna um tillögu sjálf- stæðismanna. Hún sagði málið einn- ig til umfjöllunar ennþá í skipulags- nefnd. Hún kvaðst hafa hnotið um þau orð Guðrúnar Pétursdóttur að rasa ekki um ráð fram fyrir kosn- ingar. Fannst henni það koma úr hörðustu átt þar sem sér hefði þótt kosningablær vera á málflutningi sjálfstæðismanna. Sagði borgar- stjóri þegar hafa orðið umtalsverða seinkum á framkvæmdum miðað við hugmyndir væntanlegra hótelbyggj- enda. Hún sagði ætlunina að land- námsminjum og sögu Innrétting- anna í Reykjavík yrði til skila haldið í tengslum við framkvæmdirnar. Borgarstjóri sagði vitað að mann- vistarleifar væru í Víkurkirkjugarð- inum og sagði undirbúning fram- kvæmda miðast við að fornminjarn- ar yrðu aðgengilegar, útbúa yrði kynningarrými og gera minjarnar lifandi. Ætlunin væri að þeim yrði fullur sómi sýndur. Forseti borgarstjórnar samþykkti að leita afbrigða hjá borgarfulltrúum um hvort heimila ætti að taka tillögu sjálfstæðismanna á dagskrá. Var það samþykkt með 6 atkvæðum gegn tveimur en tilskilið er að tvo þriðju hluta atkvæða allra borgarfulltrúa þurfi fyrir samþykki slíks afbrigðis. Var tillagan því ekki tekin á dagskrá. Fornminjar verði hluti af götumynd Aðalstrætis og öllum sýnilegar Vilja fleiri tillögur um varðveislu fornminja GRUNNNÁMSKEIÐ í björgun á sjó, sem haldin eru í skólaskipinu Sæbjörgu, eru vinsæl meðal sjó- manna og segir Hilmar Al- marsson, yfirleiðbeinandi, að uppbókað sé á öll grunnnámskeið fram í október á þessu ári. Sam- kvæmt alþjóðlegum reglum er hámark þátttakenda á hverju námskeiði 16 manns, en nám- skeiðin standa í fimm daga og eru sótt af sjómönnum víðsvegar af landinu. Á myndinni má sjá þátttakendur á námskeiði sem staðið hefur yfir þessa vikuna, en þarna var verið að kenna þeim að vera í flotbjörgunarbúningum auk þess sem farið var yfir grunnatriði í því að komast um borð í björgunarbáta. Læra að bjarga sér á sjó Morgunblaðið/RAX ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi utan flokka, hóf á borgar- stjórnarfundi í gær umræðu um lóðina við Aðalstræti 14 til 18. Þar er fyrirhugað að reisa hótel og jafnframt varðveita fornminjar sem taldar eru frá landnámstíð sem þar eru. Lýsti hann áhyggjum vegna fyrirhug- aðra framkvæmda. Tillögur um hvernig varðveita megi fornminjarnar og sýna eru nú til umræðu í borgarkerfinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins lýstu á fundinum eftir fleiri tillögum um varðveislu fornminj- anna og óskuðu eftir að leggja fram tillögu þess efnis. Var leitað af- brigða til að taka mætti tillöguna á dagskrá en því var hafnað. YFIR helmingur þeirra, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun DV, nefndu Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sem sigurstranglegasta leið- toga D-lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, eða rúm 54%. Næst kom Inga Jóna Þórðardóttir, núverandi oddviti listans, með 22,3%, Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi var nefndur af 14,4% þeirra sem afstöðu tóku og 9% nefndu Eyþór Arnalds, sem hefur líkt og Inga Jóna gefið kost á sér til forystu fyrir borgar- stjórnarflokk sjálfstæðismanna. Í könnuninni var spurt: „Hver eft- irtalinna telur þú að sé sigurstrang- legastur sem leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum?“ Voru síðan lesin upp fyrrnefnd fjögur nöfn. Af 600 manna úrtaki í Reykjavík tóku 86,7% af- stöðu. Í heild nefndu 47% Björn Bjarnason, 19,3% nefndu Ingu Jónu, 12,5% Júlíus Vífil og 7,7% Eyþór. Þeir sem ekki tóku afstöðu eða neituðu að svara voru 5,7%. Samkvæmt könnuninni hefur Björn Bjarnason sömu yfirburði þeirra sem sögðust ætla að kjósa D- listann í næstu borgarstjórnarkosn- ingum, eða 51% af þeim sem tóku af- stöðu. Ingu Jónu nefndu 23,8%, 14,9% nefndu Júlíus Vífil og 10,4% Eyþór. Skoðanakönnun DV um leiðtogaefni Björn talinn sigur- stranglegastur FLUGMÁLASTJÓRN og flugum- ferðarstjórar eru ekki á einu máli um hvernig standa skuli að undanþágum frá yfirvinnubanni flugumferðar- stjóra, en flugmálastjórn segir flug- umferðarstjóra á vakt í flugturni Ak- ureyrarflugvallar hafa gengið gegn tilmælum flugmálastjórnar með því að hætta vinnu í turninum áður en vakt hans lauk. Flugvöllurinn á Ak- ureyri lokaðist þar með og komu þar með fram fyrstu áhrifin af yfirvinnu- banni flugumferðarstjóra. Þegar Fé- lagsdómur úrskurðaði að yfirvinnu- bannið væri löglegt fór flugumferðarstjórinn af vaktinni, í trássi við tilmæli yfirmanna sinna, eftir að hafa ráðfært sig við Félag flugumferðarstjóra. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, sagði það skilning stofnunarinnar að fjór- ar stöður á Akureyrarflugvelli skyldu mannaðar án tillits til þess um hvaða einstaklinga ræddi. Það væru stöðugildin sem réðu ferðinni. Farið væri eftir undanþágulista, sem lagður var fram með úrskurði Fé- lagsdóms árið 1998 enda væri enginn annar listi til um hvaða stöður skyldu mannaðar í verkfalli. Loftur Jóhannesson, formaður Félags flugumferðarstjóra, sagði að nauðsynlegasta öryggisþjónusta yrði tryggð með því að 32 flugum- ferðarstjórar á undanþágulistanum færu ekki í verkfall. „Það þýðir þó ekki að þeir eigi að vinna yfirvinnu,“ sagði Loftur. „Ef menn á undanþágulistanum forfallast myndast skarð og enginn kemur sjálfkrafa í staðinn. Til þess þarf sérstakt leyfi. Flugmálastjórn telur að hún geti notað mennina á undanþágulistanum eins og henni sýnist, sem er ekki rétt.“ Hann sagði að leyfi hefði verið veitt til að breyta vaktaskrá eins flugumferðarstjóra á Akureyri og þar með hefðu engar truflanir orðið af hálfu flugumferðarstjóra á flug- umferðarstjórn um völlinn í gær. Ósammála um undanþágur frá yf- irvinnubanni flugumferðarstjóra Skrifstofustjóri sam- gönguráðuneytisins Heimilt að nota 1% regluna með skilyrðum RAGNHILDUR Hjaltadóttir, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, vill árétta vegna fyrirsagnar í Morg- unblaðinu í gær að fluglæknum sé heimilt að nota svokallaða 1% reglun nema ef tilgangi reglugerðarinnar verði ekki náð. Ragnhildur sagðist ekki gera neinar athugasemdir við efni fréttar- innar en í fyrirsögn segði „Óheimilt að leggja 1% regluna til grundvallar niðurstöðu“. Ragnhildur segir þetta villandi því 1% reglan hafi áunnið sér hefð hér á landi og fluglæknum sé heimilt að nota hana, „nema ef til- gangi reglugerðarinnar yrði ekki náð“. Í reglugerðinni segir: „Umsækj- andi um eða handhafi 1. flokks heil- brigðisvottorðs skal ekki hafa stað- festa sjúkrasögu eða klíníska greiningu á taugasjúkdómi sem lík- legt er að komi í veg fyrir að hann geti neytt réttinda viðeigandi skír- teina með öruggum hætti.“ Orðrétt segir í bréfi samgöngu- ráðuneytisins til Jóns Þórs Sverris- sonar fluglæknis. „Síðari spurningu yðar verður því að svara á þann hátt að fluglæknum yrði óheimilt að leggja sk. 1% verklagsreglu til grundvallar læknisfræðilegu mati ef það leiddi til annarrar niðurstöðu en ákvæði gildandi skírteinareglugerð- ar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.