Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 11 ÞENGILL Oddsson, sem vikið hefur verið tímabundið úr starfi trúnaðar- læknis Flugmálastjórnar, kveðst mjög undrandi á bréfi samgönguráðu- neytisins til Jóns Þórs Sverrissonar fluglæknis, sem nú er að skoða heilbrigði Árna G. Sigurðssonar. Í bréfinu sé ráðu- neytið að víkja til hliðar svokallaðri 1% reglu sem sé viðurkennd al- þjóðleg viðmiðun- arregla, sem ís- lenskir fluglæknar hafi unnið eftir sl. 10 ár. Þengill sagði að í kringum 1980 hefðu menn komið sér saman um að nota þessa 1% reglu sem áhættuvið- mið bæði fyrir flugvélarnar sjálfar og flugmenn. „Þetta þýðir að það verða að vera minni en 1% líkur á ári á að flugmaður fái sjúkdóm sem er hættu- legur í flugi, t.d. hjartasjúkdóm eða heila- eða taugasjúkdóm.“ „Þessi regla er almennt viðurkennd í heiminum, bæði af flugmálastjórn- um og af flugmönnum. Reyndar ber að geta þess að Kanadamenn hafa miðað við 2% og það var þess vegna sem ég sendi fyrirspurn til þeirra. Þar sem þeir voru með rýmri reglu mátti vera ljóst að ef Kanadamenn teldu að hann hefði ekki staðist þeirra kröfur væri nokkuð ljóst að hann gæti ekki staðist JAA-reglurnar [reglur Flug- öryggissamtaka Evrópu]. Kanada- menn töldu hins vegar að flugmaður með sjúkrasögu Árna stæðist ekki þær heilbrigðiskröfur sem þeir gera.“ Í bréfi samgönguráðuneytisins til Jóns Þórs Sverrissonar er minnst á grein 3.210 í reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn. Þengill sagði að í þessari grein væri vísað í viðbæti sem er á íslensku og hann hefði því væntanlega gildi hér á landi. „Það er rétt að viðbætirinn komi lika fram enda gefur hann fluglæknum möguleika á að veita flugmanni heil- brigðisvottorð þrátt fyrir að hann standist ekki þær kröfur sem koma fram í reglugerðinni, að uppfylltum vissum skilyrðum.“ Í viðbætinum seg- ir: „Sjúkdómur í taugakerfi sem kann að ágerast eða er óbreyttur veldur vanhæfi. Heilbrigðisskor getur samt sem áður talið minni háttar starfræna skerðingu, sem tengist stöðugum sjúkdómi, ásættanlega að loknu full- komnu mati.“ Ekki allar vinnureglur flugvirkja í reglugerð Þengill sagði að 1% reglan væri óvíða ákveðin í reglugerð eða lögum. Hún væri m.a. ekki í flugreglum Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar en JAA hefðu ákveðið að fara eftir henni, enda væri sú regla almennt notuð í heim- inum þar sem krafist væri hámarks- öryggis. Flugmálayfirvöld í Bretlandi og Þýskalandi, sem eru aðilar að JAA, yrðu að geta treyst því að við útgáfu skírteina á Íslandi væri fylgt sömu viðmiðunarreglum og farið væri eftir í öðrum aðildarríkjum JAA. Þengill benti á að sumar vinnuregl- ur sem flugvirkjar færu eftir dags- daglega í störfum sínum væru ekki lögleiddar eða skrifaðar í reglugerð. Engum dytti hins vegar annað í hug en að það ætti að fara eftir þeim í einu og öllu. Varðandi fullyrðingu Atla Gísla- sonar lögmanns, sem fram kemur í viðtali við Morgunblaðið um að Sig- urlaug Sveinbjörnsdóttir taugasér- fræðingur hafi eingöngu byggt mat sitt á rannsóknum á blökkumönnum í Miðríkjum Bandaríkjanna, segir Þengill rétt að taka fram að Sigur- laug, sem sé virtur sérfræðingur í taugasjúkdómum, hafi byggt niður- stöður sínar á fjölda rannsókna. „Það er einnig nauðsynlegt að komi fram að það er enginn málefnaágrein- ingur milli mín og kærunefndarinnar sem fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að Árni væri hæfur til að fljúga. Ég túlkaði niðurstöðu nefndarinnar fluglæknisfræðilega og setti takmarkanir í skírteinið sem eðlilegt mátti teljast. Það er ekki lög- fræðinga að túlka niðurstöðu lækna heldur læknanna sjálfra. Ráðuneytinu bar að fá nefndina til að túlka niður- stöðuna ef einhver vafi lék á um hvernig bæri að túlka hana.“ Lagði málið hlutlaust fyrir Í viðtalinu sakar Atli Þengil um að hafa ekki lagt málið hlutlaust fyrir þá erlendu sérfræðinga sem hann leitaði til. Þengill vísar þessu algerlega á bug. Hann sagðist t.d. hafa sent upp- lýsingar til sérfræðings í Bretlandi í samráði við Árna. Í bréfinu, sem Atli Gíslason afhenti Morgunblaðinu, er sjúkdómi Árna lýst og þeim prófunum sem hann hef- ur gengist undir. Fram kemur að blóðsykur flugmannsins sé eðlilegur og blóðþrýstingur hafi verið eðlilegur í alllangan tíma. Í lok bréfsins segir: „Árni hefur gert róttækar breytingar á sínum lífsháttum. Hann hefur hugs- að vel um heilsuna, kolesterol er eðli- legt og blóðþrýstingur er 124/83. Hann er 179 cm á hæð og vegur 86 kíló. ... Eins og stendur er hann hæfur til að fljúga og möguleiki á vanhæfi er lítill.“ Þengill sagði að þetta bréf sýndi að hann hefði alls ekki reynt að hafa áhrif á mat þessara erlendu sérfræðinga. Þengill sagði að Bretar væru mjög ráðandi í flugmálum í Evrópu og þess vegna hefði verið talinn ávinningur af því að fá álit breskra sérfræðinga. Niðurstaða þeirra hefði verið sú að Árni fullnægði ekki þeim kröfum sem gerðar væru til flugmanna í Bretlandi. „Í bréfi frá Bretum þar sem þeir hugleiða gildi 1% reglunnar á Íslandi segja Bretarnir á sinn kurteisa hátt: „Finnst íslenskum stjórnvöldum ekk- ert athugavert við það að á Íslandi séu gerðar minni kröfur til atvinnuflug- manna en gerðar eru til atvinnubíl- stjóra í Bretlandi?“ Síðar í bréfinu er spurt hvort ís- lensk flugmálayfirvöld hafi hugleitt hvað tryggingafélög muni gera ef það verði slys undir stjórn flugmanns með þessa sjúkrasögu. Tryggingafélagið mundi vilja vita hvernig komist hefði verið að þeirri niðurstöðu að hann mætti fljúga og ef félagið kæmist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið farið eftir alþjóðlegum viðmiðunar- reglum léki vafi á því hvort það borg- aði tryggingabætur,“ sagði Þengill. Þengill sagði fullyrðingar Atla Gíslasonar um að hann hefði kært málið til Flugmálastjórnar Kanada til að koma höggi á Árna barnalegar. „Ef þetta er rétt væri ég um leið að kæra sjálfan mig vegna þess að ég skrifaði heilbrigðisvottorðið sem Árni flaug á í sumar og ég einn bar faglega ábyrgð á því. Það var því ég sem hefði þurft að svara til saka ef þetta hefði farið lengra.“ Bar að láta vita um takmarkanir í skírteini Atli segir í viðtalinu að Árni hafi gengist undir læknisskoðanir um mánaðamótin nóvember/desember og staðist þær allar. Þengill segist hafa sagt sig frá málinu 26. nóvember sl. og geti þar af leiðandi ekki tjáð sig um þessar fullyrðingar lögmannsins. Atli segir í viðtalinu að þær takmarkanir sem Þengill setti í það heilbrigðisvott- orð sem hann gaf út hefðu í reynd þýtt það að Árni hefði ekki fengið leyfi til að fljúga. Þengill sagði að þegar settar væru takmarkanir í vottorðið bæri að til- kynna það flugmálayfirvöldum þess lands sem fljúga ætti til og afla leyfis fyrir flugmanninn. Það væri sjálfsögð kurteisi og í samræmi við reglur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Slík bréf bærust stundum Flugmálastjórn Íslands erlendis frá og yfirleitt væri tekið vel í málaleitan viðkomandi flugmanns. Flugmála- stjórnirnar gætu neitað að leyfa flug- mönnum sem væru með takmarkanir í skírteini að fljúga inn fyrir sína loft- helgi. „Það sem mér finnst alvarlegt við þessar yfirlýsingar Atla Gíslasonar er að þær koma fram á þeim tíma þegar verið er að vinna í þessu máli, en Jón Þór Sverrisson fluglæknir, sem er að skoða Árna, hefur óskað eftir því að fá að vinna þetta í friði.“ Þengill sagðist ekkert hafa á móti Árna G. Sigurðs- syni og hefði aldrei haft. Þetta mál væri ekki persónulegt eins og Atli hefði reynt að halda fram. Þengill sagðist hafa lagt sig fram um að leysa úr málinu í samræmi við lög og þær alþjóðlegu viðmiðunarreglur sem al- mennt væri farið eftir í fluglæknis- fræði. Þengill Oddsson segist undrandi á bréfi samgönguráðuneytisins Verið að víkja frá alþjóðlegri viðmiðunarreglu Þengill Oddsson, sem vikið var tímabundið frá störfum trúnaðarlæknis Flug- málastjórnar, segir að ef íslensk flugmálayfirvöld ætli sér ekki að fara eftir al- þjóðlegum viðmiðunarreglum sem viðurkenndar séu í flugheiminum séu þau að skrifa sig út úr Flugöryggissamtökum Evrópu. Þengill Odds- son yfirlæknir á Heilsugæslu- stöð Mosfells- umdæmis. KARL V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki hafi verið mótuð stefna hins opinbera varð- andi eldi á þorski eða þorskseiðum. Hann hefur í tví- gang lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þorskeldi þar sem sjávarút- vegsráðherra verður falið að hlutast til um að skipulegar rann- sóknir á þorskeldi frá klaki til slátr- unar verði hafnar, svo og að fjarða- og kvíaeldi á þorski verði eflt og stutt, með það að markmiði að Ís- lendingar geti framleitt eldisþorsk til útflutnings innan fárra ára. Karl hyggst beita sér fyrir því að þingsályktunartillagan, sem hann flytur ásamt fimm öðrum þingmönn- um Samfylkingarinnar, verði tekin á dagskrá þegar í upphafi þingstarfa en þingið kemur saman eftir jóla- leyfi eftir helgi. „Fái þessi tillaga já- kvæða umfjöllun í þinginu getur það haft jákvæð áhrif úti í samfélaginu á þann veg að af hálfu löggjafans sé fyrir hendi vilji til þess að byggja upp og skapa og auka þannig tekjur þjóðarinnar,“ segir hann. Áhuginn vaknaði á Tálknafirði Karl er þingmaður Vestfirðinga og hefur starfað í fjórðungnum sem prestur um langt árabil. Hann segir kveikjuna að áhuga sínum á þorsk- eldi mega rekja til þess er hann var prestur á Tálknafirði og kynntist þar tilraunum manna á þessu sviði. „Þar voru menn farnir aðeins að þreifa fyrir sér með þorskeldi. Níels Ársælsson útgerðarmaður og Magn- ús Guðmundsson í Tungu fóru þá stundum út í kvíar að gefa þorski og ég fékk oft að slást í hópinn í slíkum ferðum. Ég heillaðist alveg af hug- myndinni og hef oft síðan velt því fyrir mér hvers vegna við Íslend- ingar ættum ekki að geta hellt okk- ur af fullum krafti út í þorskeldi rétt eins og Norðmenn hafa gert í lax- eldinu.“ Hann segir að öll verkþekking og reynsla sé fyrir hendi hér á landi; hér þekki menn markaðinn, og kunni að verka þorsk og selja hann. Tækin séu þannig fyrir hendi og ekkert því til fyrirstöðu að efla eldi og auka þannig útflutningsverðmæt- in. Í greinargerð með tillögu Karls er bent á að fiskeldi sé sú grein mat- vælaiðnaðarins sem vex nú hvað hraðast, skv. tölum FAO, Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þannig hafi fiskeldi annað heildar- aukningu á fiskneyslu heimsins á ár- unum 1990–97, aukningu sem nam um 20 milljónum tonna. „Frændur okkar Norðmenn hafa lagt fyrir sig laxeldi með góðum ár- angri og er nú svo komið að verð- mæti framleiðslu þeirra á eldislaxi er orðið meira en sem nemur verð- mæti útflutnings okkar Íslendinga á þorski, ýsu, ufsa og karfa. Ótaldar eru þó tekjurnar sem þeir hafa af útflutningi þekkingar og tækni sem tengist fiskeldi.“ Þorskurinn stendur okkur næst Bent er á minnkandi þorskafla í Atlantshafi sem hefur leitt til hækk- aðs verðs á þorskafurðum. „Eðlilegt má því telja að Íslendingar horfi til eldis og er óhætt að segja að þorsk- urinn standi okkur næst, enda sam- legðaráhrif þorskeldis og sjávarút- vegs á Íslandi nokkuð augljós og augljósari en t.d. laxeldis og sjávar- útvegs. Ræður þar mestu þekking á vinnslu og mörkuðum og markaðs- staða íslenska þorsksins. Aðstæður til þorskeldis eru á margan hátt hagstæðar hér við land. Eldistil- raunir hafa hingað til lofað góðu og nokkuð góður vöxtur hefur náðst í þeim. Einnig má benda á að við ýmsa fiskvinnslu á Íslandi fellur til mikið af aukaafurðum sem nýta mætti til að fóðra eldisfisk. Hinar miklu væntingar sem gerðar voru til laxeldis á áttunda áratugnum brugðust. Ástæðurnar voru ef til vill einkum skortur á þekkingu, rann- sóknum og þróun. Mikilvægt er að læra af reynslunni og standa betur að undirbúningi nýrrar atvinnu- greinar nú,“ segir ennfremur í greinargerð með þingsályktunartil- lögunni. Þingsályktunartillaga um rannsóknir á þorskeldi Markmiðið að framleiða eldisþorsk til útflutnings Karl V. Matthíasson alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.