Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 25
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 25 Lokaumsóknarfrestur Nýsköpunaráætlunar ESB er 15. mars n.k. Kallað er eftir verkefnaumsóknum sem innihalda tækniyfirfærslu og áherslur á almenn atriði sem eru til þess fallin að greiða fyrir frumlegum tækniyfirfærslum. Sjálfbær þróun og þekkingarstjórnun eru þættir sem tekið verður tillit til en mikilvægast er að verkefnin skapi þekkingu og getu til að styðja við nýsköpun til lengri tíma. Hægt er að sækja um allt að 50% af kostnaði verkefnis. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, háskólar, rannsóknastofnanir, svæðisbundnar stuðningsstofnanir, samtök og fl. Umsóknargögn og upplýsingar er að finna á vefsíðu ESB: http://www.cordis.lu/innovation-smes/calls/200102.htm RANNÍS býður upp á styrki til undirbúnings verkefnaumsókna í Nýsköpunaráæltun ESB (sjá: http://www.rannis.is/althjodasamstarf.htm) Nánari upplýsingar og aðstoð: Dagana 15. - 25. janúar veita Þorvaldur Finnbjörnsson, stjórnarnefndarfulltrúi Íslands í Nýsköpunaráætlun ESB thorvald@rannis.is og Hjördís Hendriksdóttir forstöðumaður alþjóðasviðs RANNÍS hjordis@rannis.is upplýsingar og aðstoð við væntanlega umsækjendur, sem geta pantað tíma í síma 515 5800. Laugavegi 13, 101 Reykjavik, sími: 515 5800, fax: 5529814, netfang: rannis@rannis.is, www.rannis.is Nýsköpunaráætlun ESB Umsóknarfrestur er 15. mars n.k. KALLAÐ EFTIR VERK EFNAUM SÓKNUM H N O T S K Ó G U R R Í 5 0 0 -0 2 ÞESSI kvikmynd er afskaplega klaufaleg á margan hátt, og lítur út fyrir að vera skólamynd, gerð af ungum strákum. Alla vega fjallar hún um áhugamál þeirra og áhyggj- ur: ungar konur, og hversu erfiðar þær geta nú verið. Max og Henry eru nemendur í há- skóla og vinna við klónunarvél sem Max hefur að mestu hannað, þótt að kennarinn hans vilji helst taka allan heiðurinn. Af miklum mistökum klónar Max hinn aðlaðandi blaða- mann Kötu sem er að skrifa grein um vélina. Klónaða Kata er einsog nýfætt barn, sem ekkert kann og ekkert veit, og Henry kemur með þá „frábæru“ hugmynd að móta hana að þeirra smekk, svo hún vilji helst bara drekka bjór, borða pizzu, stunda kynlíf og horfa á hafnabolta. Og þannig verður hún blessunin. Drengirnir munu þó fljótlega kom- ast því að það er ástæða fyrir því að kynin dragast að hvort öðru og að mismunurinn á þeim skapar visst jafnvægi. Já, alltaf er nú unga fólkið að læra eitthvað um samskipti kynjanna, og það er boðskapur myndarinnar. Þessi mynd er afskaplega mikið bull, bjánalegur farsi með léttum klámbröndurnum, sem reyndar eru nokkrir ágætir. En það er næstum því það eina góða við myndina. Leik- ararnir eru næstum alveg hræðileg- ir. Eugene Levy er vinsæll eftir að hafa leikið í American Pie-myndun- um en frammistaða hans er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Svona í stíl við allt annað. Dáðadrengir og dónar KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Frank Longo. Handrit: Stuart Gibbs og Russ Ryan. Kvikmyndataka: Al- an Caso. Aðalhlutverk: Ali Landry, James Roday, Desmond Askew, Todd Robert Anderson og Eugene Levy. USA. Fusion Int. Sales 2001. REPLI-KATE / KLÓNAÐA KATA Hildur Loftsdóttir Í GEGNUM tíðina hafa menn velt fáum hugtökum jafn mikið fyrir sér og fegurðinni. Heimspekingar, skáld, guðfræðingar og vísindamenn hafa verið ötulir þátttakendur í eilífri umræðunni um hinar margflóknu hliðar hennar og dulúð. Sumir finna hana úti í náttúrunni, aðrir í einu dul- arfullu brosi. Þeir eru til sem flengst hafa um heiminn þveran og endi- langan til að leita hennar. Hal Larsen (Jack Black), er með eindæmum hrekklaus og grunn- hygginn piltur. Leitar fegurðarinnar eingöngu í ofurfyrirsætum og mið- opnugellum í karlablöðum. Það fyrsta sem vekur athygli hans í fari kvenmanns er útlitið. Það hvarflar ekki að honum að spá í annað kven- fólk en það sem uppfyllir ströngustu kröfur hans hvað snertir útlínur, barmstærð, háralit, o.s.frv. Óundirbúin dáleiðsla hjá Tony Robbins, sjálfskipuðum hjálpar- kokki mannssálarinnar, umturnar fastmótuðum skoðunum Hals í garð kvenna. Að lokinni meðferð snýst allt um innri fegurðina: Nú skiptir ekkert máli annað en það sem býr innra með persónunni, hvað svo sem útlitinu líður. Til sögunnar kemur Rosemary (Gwyneth Paltrow), spikfeitur bold- angskvenmaður, sjálfboðaliði hjá friðarsveitunum. Uppfullur af ný- uppgötvuðum stórasannleik innri fegurðar sér Hal ekkert annað en innri mann stúlkunnar sem er fullur heiðarleika, hlýju og mannkærleika. Hal sér ekki sólina fyrir slíkum manngæðum og rómantíkin blómstr- ar. Að því kemur að sannleikurinn op- inberast fyrir Hal sem verður að fást við sannleikann sem er þyngsta próf- ið í lífi hans til þessa. Höfundar Shallow Hal, Farrelly- bræður, eru einhverjir vinsælustu kvikmyndaleikstjórar/handritshöf- undar Hollywood. Jafnframt þeir fyndnustu því þeir hafa einbeitt sér til þessa að „öðruvísi“ gamanmynd- um, tekið fyrir umfjöllunarefni úti á jaðrinum. Heimskuna í Dumb and Dumber, geðklofann í Me, Myself and Irene, nú er það offituvandamál- ið. Leikarar: Gwyneth Paltrow (Shake- speare in Love, Emma, Seven) Jack Black (High Fidelity, Bob Roberts, Evil Woman); Jason Alexander (Brighton Beach Memories, White Palace, Pretty Woman). Leikstjórar: Bobby og Peter Farrely (Kingpin, There’s Something About Mary.). Jack Black í gamanmyndinni Shallow Hal. Útlit/innlit Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri frumsýna Shallow Hal með Jack Black og Gwyneth Paltrow. ÞAÐ fór lengri tími í að fullgera kvikmyndina Enigma – Dulmál, frá því að framleiðendur keyptu kvik- myndaréttinn til síðustu aðgerðanna í klippiborðinu, en bandamenn að knýja fram sigur í síðari heimsstyrj- öldinni. Að röskum sex árum liðnum var kvikmyndagerð metsölubókar Roberts Harris tilbúin til sýningar á tjaldinu. Enigma er stílfærður sannleikur, aukinn og dramatíseraður sannleik- urinn á bak við Bletchley Park, aðal- aðsetur dulmálslykilsaðgerða í seinna stríði. Þar vann hópur snjallra fagmanna sleitulítið að því að komast að leyndarmálum óvinar- ins og varð oftar en ekki vel ágengt. Sjónarhornið er að vísu óvenjulegt í Enigma, þar sem Bretar eiga í úti- stöðum við Bandaríkjamenn – með aðstoð Þjóðverja. Seinnastríðsmyndin Enigma er sú fyrsta sem kemur frá nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki Micks Jaggers. Efnið þótti alltof „breskt“, fyrir kvikmyndaverin í Hollywood, sem vísuðu hugmyndinni á dyr. Það er sannarlega kaldhæðnislegt að það voru að lokum tvenn þýsk fram- leiðslufyrirtæki, Intermedia og Senator Films, sem útveguðu Jagg- er þær 14 milljónir punda sem til þurfti. Myndin gerist 1943, á fæðing- arári rokkarans (kannske hefur það ráðið úrslitum!). Söguhetjan í Enigma er Jericho (Scott), bráðsnjall dulmálssérfræð- ingur sem rambar á barmi tauga- áfalls eftir slysalegt sambandsrof hans og Claire (Burrows), annars sérfræðings í Bletchley Park. Jer- icho er látinn hætta störfum í fram- haldinu, en fljótlega endurráðinn þegar nasistar koma með nýtt, óárennilegt dulmál. Málin gerast enn flóknari er grunur beinist að því að Claire sé njósnari fyrir Möndul- veldin. Til að komast til botns í þess- um ráðgátum öllum fær Jericho vin- konu Claire og herbergisfélaga, Hester (Winslet), sér til aðstoðar. Á meðan líður tíminn, ráðning nýja dulmálsins getur ráðið úrslitum í hernaðinum. Leikarar: Dougray Scott (Deep Impact, Mission Impossible 2); Kate Winslet (Quills, Titanic); Saffron Burrows (Deep Blue Sea, Miss Julie) Jeremy Northam (The Golden Bowl, The Winslow Boy). Leikstjóri: Michael Apted (Nell, Gor- illa’s In the Mist, The World Is Not Enough). Ástir og njósnir Sambíóin frumsýna Enigma, með Dougray Scott, Kate Winslet, Jeremy Northam og Saffron Burrows. Atriði úr kvikmyndinni Enigma. FRANK Morrison (John Travolta). býr ekki lengur með Susan (Teri Polo), fyrverandi konu sinni, og Danny (Matt O’Leary), syni þeirra hjóna. Susan og Danny búa með Rick Barnes (Vince Vaughn), verðandi eig- inmanni Susan. Danny hefur fengið á sig orð fyrir að vera lyginn, hefur m.a. sakað stjúpföður sinn um morð. Enginn trúir honum annar en Frank, sem reynir að gera allt sem hann get- ur fyrir son sinn. Barnes er nýkominn til borgarinn- ar, það þekkir hann enginn en hann hefur orð á sér fyrir að vera maður vellauðugur, örlátur á fé til góðgerð- armála. Hann hefur efni á að gefa Danny hluti sem ekki voru á færi Franks. Ekki líður á löngu uns Danny fer að segja föður sínum ljótar sögur af Barnes, og veit hann ekki hverju hann á að trúa þar sem dreng- urinn þykir skröksamur. Þegar morðsagan kemur upp finnst Frank óráðlegt að halda lengur að sér hönd- um og fer að rannsaka málinm, og ýmislegt gruggugt kemur í ljós. Leikstjórinn, Harold Becker, er velþekktur fagmaður sem vakti tals- verða athygli með frumrauninni, The Ragman’s Daughter (’72), sem vann til verðlauna á Feneyjahátíðinni. Þá var hann vel þekktur ljósmyndari í New York, en ákvað að skipta um hlutverk og helga sig kvikmyndunum frekar en ljósmyndun. Næsta mynd, Laukakurinn – The Onion Field, með James Woods, vakti óhemju athygli. Jafnvel enn betri viðtökur fékk næsta mynd hans, Taps, með Sean Penn og Tom Cruise, og gerist í hinum fræga herskóla í West Point. Þekktasta mynd leikstjórans til þessa er þó hin víðfræga háspennumynd, Sea of Love, með Al Pacino og Ellen Barkin. Leikarar: John Travolta (Grease, Sat- urday Night Fever, Pulp Fiction, Primary Colors); Teri Polo (Meet the Parents, Felicity); Vince Vaughn (Swingers, Psycho, The Cell); Steve Buscemi (Myst- ery Train, Miller’s Crossing, Fargo, The Big Lebowski, Con Air, Armageddon)). Leikstjóri: Harold Becker. Grunsamlegur stjúpi Háskólabíó og Sambíóin Reykjavík og Akureyri frumsýna Domestic Disturb- ance, með John Travolta, Vince Vaughn, Teri Polo og Steve Buscemi. Matthew O’Leary og John Travolta í myndinni Domestic Disturbance.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.