Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG ER oft að velta því fyrir mér hversu margir bæði viljandi og óviljandi þjóna frekar því vonda en góða og ég hefi líka hugsað til þess hversu hið góða á erfiða leið gegn- um lífið og tilveruna. Það er sama hvað er predikað yfir fólkinu, það er eins og orð spámannsins séu allt- af í sama gildi en þau eru: Það góða sem ég vil geri ég ekki en hið illa sem ég vil ekki það geri ég. Þetta kemur nú sérstaklega upp í hugann þar sem ég er að lesa bók Péturs Péturssonar um Einar í Betel. Hann var mér kær og sérstaklega fyrir hversu hann var einlægur og sannur boðberi gilda lífsins fyrir einstaklinginn. Ég man hann svo vel og hann var mér og minni fjöl- skyldu kær. Ég man hversu hann var skýr og skorinorður þegar hann talaði og varaði áheyrendur við áfengisneyslu og sagði: Varið ykkur á djöflinum. Hann er alls staðar á hælunum á ykkur til að fella ykkur og eyðileggja líf ykkar, og hans besta vopn er brennivínið. Fleira sagði hann í þessum dúr. Ég var ekki fyrir löngu að ræða við kunnan lækni um vímuna og sérstaklega þessi eiturefni sem nú ógna æskunni og framtíð hennar. Hann var ekki í vafa um hverjar væru uppsprettur þessa ægilega böls. Hann sagði: Þetta byrjar á bjór og léttum vínum og svo eykst þetta og endar oft með því að sterk- ari vímuefni ná yfirtökunum og þá er ekki að spyrja að leikslokum. Hann sagði meira: Eftir því sem fullorðnir og valdhafar koma þessu nær fólkinu verða vandræðin meiri og þá duga vímuvarnir lítið, enda byrja þær oftast á afleiðingunum en ekki uppsprettunni. Það er eins og að moka sandi í botnlausa tunnu og allir vita hve sú tilhögun er lítils virði. Og meira að segja nú vill hjörð þingmanna koma áfenginu sem allra næst fólkinu og láta selja það í öllum matvörubúðum lands- ins. Þannig eru þeirra vímuvarnir. Ég hefi margbent á það að hver slökun á áfengislögunum hefur dregið dilk á eftir sér, svo ekki sé meira sagt. Mér fannst ömurlegt að sjá myndina af biðröðinni á aðfangadag fyrir utan ÁTVR. Hún var ekki svona mikil á góðgerðarstofnanir landsins fyrir jólin. En áfengisauð- valdið hefir alltaf séð um sig og fundvíst á leiðir til að eitra mann- lífið. Aldrei hefir verið betra að lifa á þessu indæla landi en nú og þess vegna er það sárt þegar lífið er eitr- að af skaðlegum efnum. Ég hefi alltaf sagt og endurtek það enn að eftir því sem bindindismönnum vegnar betur í sínum boðskap og fleiri bætast í þann hóp, þá blessast þjóðlífið okkar og færri slys og óheilindi verða á leið okkar. Það er vissulega gaman að lifa og sérstak- lega þegar við lútum leiðsögn hins góða. Eflum bindindi og það borgar sig. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Lútum leiðsögn hins góða Frá Árna Helgasyni: NÚ ÞEGAR þeir RÚV-menn hafa gefið frá sér aumingjalega yfirlýs- ingu þess efnis, að HM verði ekki á þeirra boðstólum í sumar, þá lang- ar mig til þess að vita hvernig Í.Ú. miðar í þeim málum? Það vita allir að vandlega auglýst yfirlýsing RÚV-manna var einungis dulbúið hróp á hjálp, en er það virkilega rétt aðferð? Hefðu þeir ekki frekar átt að semja bak við tjöldin og stæra sig síðan seinna af lausninni? Því þessi HM-umræða hefur aðeins ýtt undir hatur manna á hinum sí- óvinsælu afnotagjöldum, sem virð- ast missa tilverurétt sinn með hverjum liðnum degi, sem nær dregur HM. Og þó svo að efna- hagsleg lægð sé hjá ýmsum fyr- irtækjum, þá hefur enginn efni á því að auglýsa ekki. Þó svo að tímamismunur sé okkur í óhag varðandi útsendingartíma, þá er vel hægt að sýna leikina á hent- ugum tíma, þó ekki verði það í beinni útsendingu. Einnig gætu raftækjaverslanir farið af stað með átak, þar sem myndbandstækjaeigendum er kennt að stilla á upptöku fram í tímann. En eitt er víst, að HM verður sýnt beint í íslensku sjónvarpi í sumar. Annað gæti raskað jafn- vægi því sem þjóðin notar sem við- miðun velsæmis og siðferðislegra samskipta hvers við annan, öðru nafni bylting. TRAUSTI SALVAR KRISTJÁNSSON, knattspyrnuáhugamaður, Hrauntungu 97, Kópavogi. HM í knattspyrnu Frá Trausta Salvari Kristjánssyni: Reuters Greinarhöfundur óttast bylt- ingu, verði ekki sýnt frá HM í fótbolta í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.