Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HINN 1. febrúar 2001 samþykkti bæjar- stjórn Ísafjarðarbæjar að halda Landsmót UMFÍ árið 2004. Hún samþykkti að tryggja að þau mannvirki sem mótshaldið útheimti yrðu til staðar. Að vísu voru hafðir fyrirvarar af hálfu bæjarstjórnar um að bæði kæmi til álitlegur styrkur úr ríkissjóði og að bænum tækist að fjármagna þá lágmarksaðstöðu sem mótshaldið krefðist. Umræðan í bæjar- stjórn og meðal bæjar- búa snerist í nær heilt ár um stað- setningu mannvirkja: leikvang fyrir frjálsíþróttir og knattspyrnu (knatt- spyrnuvöllurinn á Torfnesi er ónot- hæfur) og 25 m sundlaugar (sem þó var hægt í neyð að bjarga á annan hátt), en þessi mannvirki þarf til við- bótar þeim sem fyrir eru. Auk þess hefðu áhorfendasvæði og tjaldsvæði þurft lagfæringar við til að geta tekið á móti þeim 1.500–2.000 keppendum og 10–15 þúsund gestum sem áætlað er að hefðu heimsótt Vestfirði af þessu tilefni. Í því sambandi má benda á þau margfeldisáhrif sem fylgt hefðu jákvæðri umræðu í þjóð- félaginu og kynningu á svæðinu fyrir ferðaþjónustu, mannlíf og atvinnu- vegi ef staðið hefði verið við fyrir- heitin. Alltaf lá ljóst fyrir að fjárlaga- nefnd veitti einungis fé til byggingar frjálsíþróttavallar með bundnu slit- lagi (tartan) en enginn slíkur er til í fjórðungnum. Bærinn þarf hvort sem er að laga knattspyrnuvöllinn og áhorfendasvæðið en nýlegt og gott vallarhús með búningsaðstöðu er á Torfnesinu. Við enda vallarins stend- ur hið stórglæsilega íþróttahús bæj- arins. Stærstu mistök bæjarstjórnar og embættismanna á bæjarskrifstof- unni voru að láta ekki gera kostn- aðaráætlun vegna byggingar mann- virkja fyrir Landsmót fljótlega eftir að samþykktin var gerð og ákveða staðsetningu mannvirkja. Heldur var rokið til eftir borgarafundinn sem UMFÍ stóð fyrir á Hótel Ísafirði í byrjun desember 2001 tæpu ári eft- ir að bæjarstjórn samþykkti nær samhljóða að tryggja mannvirkja- gerð til mótshaldsins. Það segir alla söguna um frammistöðu bæjar- stjórnar Ísafjarðarbæjar vegna und- irbúnings landsmóts 2004. Því miður kom fram á borgara- fundinum að enn voru bæjarfulltrúar ekki búnir að ákveða staðarval fyrir vallarframkvæmdir eða sundlaugar- byggingu og forseti bæjarstjórnar kvað bæjarfulltrúa hafa vonast til að nota mætti annars ágætan malarvöll á Þingeyri fyrir frjáls- íþróttakeppnina og væntanlega þá viljað nýta fjárframlag ríkis- ins til annarra mann- virkja. Það var alltaf skilyrt að ríkið kostaði aðeins frjálsíþróttavöll með bundnu slitlagi, bæjarfélagið sæi um aðrar framkvæmdir. Ef bygging sund- laugar var of stór biti fyrir 2004 var hægt að gera áætlun til lengri tíma um að ljúka bygg- ingu hennar en bjarga sundkeppninni á landsmótinu með 25 m bráðabirgðalaug utanhúss eða að fá undanþágu og nýta stærstu sundlaugina í nágrenninu. Meira þurfti ekki til í stórum dráttum og auðvelt hefði verið að fá hundruð sjálfboðaliða til að tyrfa fót- boltavöllinn og aðstoða við gróður- setningu og lagfæringu áhorfenda- svæða og annars undirbúnings sem til þurfti, s.s. tjaldstæða o.fl. Bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar fengu sem sagt kostnaðaráætlunina fyrst í hendur í byrjun janúar 2002 en samþykktu viku síðar að hætta við allar framkvæmdir fyrir Lands- mót án þess að hafa ákveðið stað- setningu einstakra mannvirkja fyrir Landsmótshaldið. Engin tilraun var gerð til að ná samstöðu með íþróttahreyfingunni um lágmarksframkvæmdir svo mót- ið gæti farið fram í Ísafjarðarbæ sumarið 2004. Engin slík vinna var unnin allt árið og engar viðræður áttu sér stað milli bæjarfulltrúa og íþróttahreyfingar- innar um hagkvæmari lausnir og aðrar leiðir og hugmyndir. Enginn virtist vilja eða hafa haft hugsun á að setja af stað faglega og skipulega undirbúningsvinnu. Samkvæmt greinargerð bæjar- stjórnar 10. jan. sl. nam loforð um framlag frá ríkinu 45 millj. kr. til framkvæmda vegna Landsmóts 2004. Sú upphæð hefði nægt og vel það fyrir byggingu frjálsíþróttavall- ar. Kostnaðaráætlun tæknideildar Ísafjarðarbæjar frá 4. janúar 2002 gerir ráð fyrir að: Hlaupabrautir, undirlag og afmörkun kosti 14,4 millj. kr. Hlaupabrautir, yfirborð, kosti: 17,8 millj. kr. Aðrar brautir og gryfjur kosti 3,0 millj. kr. Samtals 35,2 millj. kr. Eftir standa 9,8 millj. kr. Samkvæmt upplýsingum frá Aust- ur-Héraði nam allur kostnaður við frjálsíþróttavöllinn á Egilsstöðum með knattspyrnuvellinum inniföld- um kr. 70–80 milljónum. Næsta Landsmót sem stendur til boða verð- ur að öllum líkindum árið 2012. Æska Ísafjarðarbæjar, sú sem nú vex úr grasi, upplifir ekki Lands- mótshald né fær að njóta þeirrar að- stöðu sem Landsmótshaldið hefði skilað þeim. Undirritaður tók þátt í því að und- irbúa þátttöku HSV í Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum sl. sumar. Það tókst góð samstaða meðal íþrótta- félaganna um að senda yfir endilangt landið rúmlega eitt hundrað manna lið sem náði þeim frábæra árangri að lenda í 5. sæti í heildarstigakeppn- inni. Framganga og árangur HSV- fólks á Egilsstöðum varð til þess að vinna traust forystufólks og íþrótta- fólks annarra héraðssambanda. Þegar Landsmóti lauk kvöddust þátttakendur með þessum orðum: „Sjáumst í Ísafjarðarbæ 2004.“ Ýms- ir hafa verið farnir að skipuleggja ferðalag til Vestfjarða á Landsmótið 2004, sem ekki verður, það hörmum við margir bæjarbúar. Ákvörðunin bæjarstjórnar um að hætta við landsmótshaldið var tekin á þeim forsendum að kostnaður bæj- arins yrði á milli 200 og 300 milljónir króna fyrir Landsmótið 2004. Eins og sýnt er fram á í greininni var ákvörðunin tekin á röngum for- sendum. Því skora ég undirritaður á bæj- arfulltrúa að endurskoða samþykkt- ina frá 10. janúar í ljósi fyrrnefndra upplýsinga. Einnig hvet ég bæjarbúa sem vilja sjá Landsmótið verða að veruleika í Ísafjarðarbæ 2004 til að láta í sér heyra. Næsti stjórnarfundur hjá UMFÍ verður 8.–9. febrúar nk. Bæjar- fulltrúar Ísafjarðarbæjar hafa því svigrúm fram að þeim tíma, vilji þeir endurskoða afstöðu sína. Landsmót UMFÍ ekki á Ísafirði? Hermann Níelsson Íþróttamót Bæjarstjórn Ísafjarð- arbæjar afþakkaði 45 milljóna króna boð til byggingar frjálsíþrótta- leikvangs, segir Hermann Níelsson. Er það endanlegt, eða er enn von? Höfundur er íþróttakennari við Menntaskólann á Ísafirði og verk- efnisstjóri vegna undirbúnings fyrir þátttöku HSV á Landsmóti UMFÍ í júlí sl. á Egilsstöðum. UM FÁTT er meira rætt meðal Hafnfirðinga þessa dagana en fram- tíðarbyggingaráform á norðurbakkanum í bænum. Á dögunum var kynnt sam- komulag sem bæjar- yfirvöld hafa gert við aðra eigendur fast- eigna á svæðinu varð- andi fyrirhugaða upp- byggingu og fjár- mögnun hennar. Í kjölfarið fór af stað umræða sem að mínu mati byggist að stórum hluta á mis- skilningi. Þegar samkomulagið var kynnt sýndu forsvarsmenn líkan nokk- urt sem átti að gefa til kynna hvað um yrði að ræða. Misskiln- ingurinn liggur í því að íbúar telja að um raunhæft líkan sé að ræða. Það er alrangt því eiginleg skipu- lagsvinna vegna svæðisins er ekki hafin. Fyrir dyrum stendur að efna til samkeppni meðal hönnuða um skipulag svæðisins. Eftir er að velja úr þessum tillögum og hefja svo skipulagsvinnu á grundvelli þeirra. Í skipulagslögum kveður skýrt á um frest sem almenningur hefur til að gera athugasemdir við skipulagstillögur og þegar um svo stórt verkefni er að ræða er alveg ljóst að halda verður opna kynn- ingarfundi til að tryggja að raddir íbúa fái að heyrast. Ekki dýrari leið Annað sem fólki virðist svíða er kostnaðurinn sem bærinn skuld- bindur sig til að fara í til að gera svæðið byggingarhæft. Segjum að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að fara hefðbundnar leiðir við upp- byggingu svæðisins; án þátttöku þeirra sem nú eru í samstarfi við þá. Allir voru sammála um nauðsyn þess að endurskipuleggja norðurbakkann og losna við þær fasteignir sem þar standa nú. All- ir hljóta þá að vera sammála um að eitthvað þurfi að koma í stað- inn. Ljóst er að bærinn þarf alltaf að gera lóðir byggingarhæfar áð- ur en þeim er úthlutað og því hefði þurft að byrja á að leysa til sín allar þær fasteignir sem fyrir eru. Eins og við vitum hækka fasteignir sem standa í vegi fyrir skipulagi alltaf í verði. Uppfyll- inguna hefði bærinn vitaskuld líka þurft að greiða. Greiðslur fyrir hönnunarsamkeppn- ina og aðra skipulags- vinnu hefði bærinn líka þurft að inna af hendi. Reiknings- dæmið er tiltölulega einfalt. Hefðbundna leiðin hefði ekki verið ódýrari fyrir bæinn en sú leið sem valin hefur verið. Kosturinn við þá leið sem valin var er sú að auknar líkur eru á að vandað verði til hönnunar og þeirra bygginga sem þarna koma þegar fjársterkir aðilar koma að málum. Andlitslyfting og framfaraskref Ég vona að menn komi nú niður á jörðina og skoði þetta mál með raunsæjum augum. Þeir þurfa að sjá þvílík andlitslyfting það verður fyrir bæinn að fá fallegar bygg- ingar nálægt miðbænum sem falla vel að umhverfi sínu. Framundan eru sveitarstjórna- kosningar og undirbúningur vegna þeirra er hafinn. Það þarf bæði kjark og þor til að koma fram með svo djarfar hugmyndir á þessum tíma en segir það ekki alla söguna um þann meirihluta sem nú fer með völd í Hafnarfirði. Hann hefur sýnt það á fleiri en einn hátt að hann er ekki hrædd- ur við að fara óhefðbundnar leiðir og ávallt staðið uppréttur þrátt fyrir úrtöluhjal öfundarmanna. Hann mun líka standa uppréttur eftir að sýnt hefur verið fram á hversu stórt framfaraskref er um að ræða. Vilborg Gunnarsdóttir Sveitarstjórn Fyrir dyrum stendur, segir Vilborg Gunn- arsdóttir, að efna til samkeppni meðal hönnuða um skipulag svæðisins. Höfundur er fyrrverandi bæjar- fulltrúi og formaður nefndar um skipulags- og byggingarmál á Ak- ureyri og hyggur á þátttöku í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arfirði vegna komandi sveitar- stjórnarkosninga. Framfaraskref á norðurbakkan- um í Hafnarfirði STAÐA Íslands í Evrópu er eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmál- anna á komandi misserum. Fram að þessu hefur Sjálfstæðisflokkn- um tekist að þegja málið að mestu í hel og ekki er séð fyrir endann á því hvað andvaraleysið hefur kost- að íslenskan almenning. Evrópu- sambandið stækkar í austur og tekin er upp sameiginleg mynt. Lítið hefur verið gert til að kanna áhrif þess á viðskiptahagsmuni Ís- lendinga í gegnum EES-samning- inn. Stjórnvöld hafa sofið á verð- inum. Yfirráð yfir auðlindinni Fjölda spurninga þarf að leita svara við til að komast að nið- urstöðu um hvernig samskiptum okkar við álfuna verður háttað í framtíðinni. Samfylkingin fékk fjölda sérfræðinga til liðs við sig á liðnu ári til að skil- greina hugsanleg samningsmarkmið og á næstu mánuðum verða þau rædd á fundum vítt og breitt um landið. Mikilvægasta og yf- irgripsmesta atriðið lýtur að sjávarútveg- inum. Aðild að Evr- ópusambandinu kemur aldrei til greina nema að því tilskildu að við höldum fullum yfirráð- um yfir landhelginni og auðlind sjávar. Í því ljósi er fróðlegt að benda á að í skýrslu Evrópuúttektar Samfylkingarinnar er lýtur að sjávarútvegsmálum kemur fram að ESB-aðild myndi styrkja íslenskan sjávarútveg á ýmsa lund. Jafnframt yrðu yfirráð okkar yf- ir auðlindinni algjör sökum veiðireynslu okkar og þess hve at- vinnuvegurinn er stór hluti þjóðartekna okk- ar. Til frekari upplýs- ingar vísa ég í skýrslu þeirra Ágústs Ólafs Ágústssonar og Katr- ínar Júlíusdóttur um sjávarútvegsmál í bókinni Ísland í Evr- ópu. Fullveldið endurheimt Þá brennur á mörg- um hvernig komið verði fyrir full- veldi Íslands ef til aðildar að ESB kemur. Kjarni málsins er sá að við fulla aðild myndum við endur- heimta að hluta það fullveldi og stjórn á eigin málum sem glataðist við gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Síðan þá höfum við tekið við 80% af löggjöf okkar frá ESB án þess að hafa neitt um þá lagasetningu að segja. Við inn- göngu í sambandið fengjum við okkar fulltrúa á Evrópuþingið og í stofnanir bandalagsins. Hefðum bæði rödd og áhrif. Í þessu ljósi hljómar hræðsluáróður á þjóðern- islegum fullveldisforsendum ansi undarlega. Trúlega hefur ekkert land í heiminum hagnýtt sér sérkenni og undur eigin menningar einsog Írar á síðustu áratugum. Þeir gengu í ESB árið 1973 og enginn heldur því fram að þeir séu minni Írar nú en þá. Ekki einatt hefur landið ris- ið úr öskustó fátæktar og eymdar á þessum tíma vegna aðildar að ESB, heldur hafa Írar hagnýtt sér með framúrskarandi hætti menn- ingu sína og sérkenni. Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Fullveldi Kjarni málsins er sá, segir Björgvin G. Sigurðsson, að við fulla aðild myndum við endurheimta að hluta það fullveldi og stjórn á eigin málum sem glat- aðist við gerð samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópa, fullveldi og fiskur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.