Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 19 ÞRÓUN á peningamarkaði bendir til að vextir þar hafi farið stighækkandi þvert á væntingar um lækkandi vexti og í Morgunkorni Íslandsbanka ný- verið segir að ekki verði annað ráðið af þessu en að lausafjárstaða í banka- kerfinu sé mjög erfið um þessar mundir. Fram kemur í Morgunkorni að bil- ið hefur gliðnað mjög milli REIBOR- vaxta til eins mánaðar og stýrivaxta Seðlabankans (vextir í endurhverf- um viðskiptum til tveggja vikna), en það bendir til þess að mikil eftirspurn sé eftir fjármunum til skamms tíma. Aukning í endurhverfum viðskipt- um lánastofnana við Seðlabankann staðfestir þetta einnig, en slík við- skipti virka í raun sem skammtíma- fjármögnun fyrir lánastofnanir. Úti- standandi fjárhæð slíkra viðskipta er nú 81,5 milljarðar króna, en var til samanburðar 46 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. „Segja má að meginástæða þess- arar þróunar sé framvindan á gjald- eyrismarkaði síðustu misseri, en inn- grip Seðlabankans draga úr framboði á krónum. Frá því um mitt ár 2000 nema inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði 35 ma.kr. Í des- embermánuði seldi Seðlabankinn gjaldeyri (keypti krónur) fyrir 5 ma.kr. og gerði gjaldmiðlaskipta- samning á móti fyrir 4 ma.kr. Með því að gera slíkan samning má sam- hliða minnka áhrif inngripa (eða kaupa Seðlabanka á krónum) á fram- boð á krónum. Slík ráðstöfun við nú- verandi aðstæður verður að teljast jákvæð,“ segir í Morgunkorni Ís- landsbanka. Lausafjárstaða í bankakerfinu erfið SPÁNSK-ÍSLENSKA verslunar- ráðið efnir til málþings um viðskipti milli Spánar og Íslands, í dag, föstu- daginn 18. janúar, kl. 14-16:30 í fund- arsal Verslunarráðs Íslands, 7. hæð í Húsi verslunarinnar. Á málþinginu mun Linda Jó- hannsdóttir framkvæmdastjóri á sérvörusviði Baugs hf. kynna rekst- ur verslana Zöru og lýsa um leið hvernig samskiptum íslensks fyrir- tækis við stóra spænska vöru- merkjakeðju hefur gengið. Hús- gagnaverslunin Exó hefur lengi flutt inn húsgögn frá Spáni og skipt við ýmiss konar þarlenda aðila. Ingi Þór Jakobsson er framkvæmdastjóri Exó og hann mun segja frá reynslu sinni í þessum efnum. Hampiðjan hefur um árabil verið í miklum út- flutningi til Spánar. Atli Jósafatsson er sviðs- og sölustjóri hjá Hampiðj- unni og hann mun lýsa þessari sölu- starfsemi með tilliti til tæknilegra atriða í viðskiptum við Spán. Páll Þór Ármann, markaðs- og sölustjóri Ferðaskrifstofu Íslands Úrvals-Út- sýnar, mun að lokum lýsa áratug- areynslu íslenskrar ferðaskrifstofu af samskiptum við ferðaiðnaðinn á Spáni. Málþing um viðskipti milli Spánar og Íslands HEILDARAFLI Íslendinga í des- embermánuði síðastliðnum var um 91.500 tonn, sem er mun meiri afli en var í desember 2000. Þá var heildar- aflinn um 57.000 tonn. Afli er nú meiri af bolfiski, mun meiri af upp- sjávarfiski og nokkru meiri af skel- fiski. Botnfiskfiskaflinn í desember síð- astliðnum var 33.200 tonn á móti 29.400 tonnum árið áður. Mestu munar þar um aukinn þorskafla, en nú veiddust 19.200 tonn en 16.000 ár- ið 2000. Þá hefur karfaafli aukizt og var hann nú 3.300 tonn, sem er um 500 tonnum meira en í desember 2000. 55.000 tonn af uppsjávarfiski Alls veiddust tæplega 55.000 tonn af uppsjávarfiski í desember í fyrra en tæplega 25.000 tonn árið áður. Munurinn liggur að mestu í loðnu því núveiddust 15.700 tonn, en ekkert í desember árið 2000. Nú veiddust 11.200 tonn af kolmunna, um tvöfalt meira en árið áður og af síld bárust 28.000 tonn á land nú en 19.400 í des- ember 2000. Skelfiskafli varð nú 3.300 tonn sem er tæplega 500 tonnum meira en árið áður og munar mest um aukinn afla úthafsrækju. Hins vegar veidd- ist nú minna af rækju á Flæmska hattinum. Aukinn afli í des- ember             !  "#$$$     %&"''% ('"))%                       !"  #  #    "#$$' Fer›atæki me› geislaspilara, útvarpi og segulbandi. Nicam stereo 6 hausa myndbandstæki me› longplay, NTSC-afspilun, 2x scart- tengjum og RCA-tengjum a› framan. Fer›atæki me› geislaspilara, útvarpi me› stö›vaminni, segulbandi og fjarst‡ringu. 28" litasjónvarp me› textavarpi, Nicam stereo hljó›kerfi, öllum a›ger›um á skjá, textavarpi, 2x scart-tengjum, RCA-tengjum a› framan og ‡msu ö›ru. Sambyggt 20" litasjónvarp og myndbandstæki me› textavarpi og NTSC-afspilun. DVD-spilari sem getur spila› diska af öllum svæ›um, auk margra möguleika. Kolster TVC285 ver› á›ur 54.990 kr. Tilbo› 39.990 k r. Tilbo› 44.990 k r. Tilbo› 4.990 kr. Tilbo› 19.990 k r. Tilbo› 19.990 k r. Tilbo› 12.990 k r. United TVC1141 ver› á›ur 49.990 kr. Grundig RR770 ver› á›ur 16.990 kr. United DVD1151 ver› á›ur 26.990 kr. United VCR1130 ver› á›ur 23.990 kr. United RCD2353 ver› á›ur 6.990 kr. Smáralind Ver›sprengja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.