Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að eru klassísk sann- indi að ekki megi sparka í liggjandi mann. Þess vegna þykir nú ekki tiltöku- mál að hent sé gaman að körlum, veikleikum þeirra og meintri heimsku, og jafnvel að þetta sé notað til að vega upp hlutskipti kvenna og draga fram verald- arvisku þeirra. Karlar eru nefnilega enn það kynið sem almennt telst vera ofan á í lífinu – þeirra eru forstjóra- stöðurnar, þingmennskan og hærri launin. Konurnar aftur á móti eru enn hinir liggjandi menn sem ekki má sparka í. Karlarnir – vegna meints yfirburðahlutskiptis síns í samfélaginu – eru því leyfi- legir skotspænir háðs og góðlát- legrar lítils- virðingar. Þessa nú- tíma- hlutskiptis karla má sjá stað í menn- ingunni til dæmis í auglýsingum (þar sem konur verða að sjálf- stæðum einstaklingum með því að losa sig við karla) og í bók- menntum. Þannig var vinsæl bók og kvikmynd á Íslandi á síðasta ári, Mávahlátur, ágætt dæmi um þetta. Bókin og myndin voru hvort tveggja fín verk, nema hvað í þeim voru karlpersónur heldur fátæklega gerðar, og að því er virtist ekki til annars ætlaðar en að draga fram styrk kvenpersóna. Þetta er auðvitað út af fyrir sig allt í lagi – þetta var kvennabók, um konur og fyrir konur – og ekki hægt að banna mönnum að skrifa svoleiðis bækur. Samt vaknar sú spurning hvort þeim stelpum sem lesa svona bækur eða sjá svona kvikmyndir sé mikill greiði gerð- ur með því að vera sýnd svona einfölduð og innantóm mynd af körlum. Í Mávahlátri voru dregnar upp nokkrar vel kunnar staðalmyndir (steríótýpur) af körlum. Fyrst ber náttúrlega að telja heilalausa bimbóið (lögguna), sem djúpa og dularfulla sjálfstæða konan lék sér að; í öðru lagi var þarna kar- akterlausi vinnuhesturinn (sjó- maðurinn) sem ekki er fær um annað tal en pólitískt argaþras, svo að í samanburði við hann urðu konurnar að yfirveguðum lífs- spekingum; og í þriðja lagi var svo þarna auðvitað freki og síngjarni forstjórinn (verkfræðingurinn) sem konurnar notuðu á endanum til þess að sýna hina algeru yf- irburði sína. Allt er þetta auðvitað fyrst og fremst til marks um að Mávahlát- ur sé fremur froðukennd bók og ekki mikið listaverk. Það er ekk- ert athugavert við slíkt, svoleiðis bækur eru oft mjög skemmtileg afþreying. En Mávahlátur er líka ágætt, íslenskt dæmi um ákveðin sam- félagsviðhorf til karla er greina má í menningu samtímans. Er- lend dæmi um þetta eru fjölmörg. Nærtækt að minnast upphlaups skáldkonunnar Doris Lessing í fyrra, þegar hún sagðist verða sí- fellt hneykslaðri á „hugs- unarlausri og sjálfvirkri lítilsvirð- ingu á körlum, sem er nú orðin svo sjálfsagður hluti af menningu okkar að við tökum varla eftir því.“ Í jólahefti breska tímaritsins The Economist í fyrra er fjallað um hlutskipti karla í byrjun nýrr- ar aldar, og meðal annars vitnað í geðlækninn Anthony Clare, sem skrifaði bókina Um karla (On Men). Hann segir: „Í byrjun 21. aldarinnar er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að karlmenn séu í alvarlegri kreppu.“ Clare bendir svo á, að í flestu því, sem er að í samfélaginu – ofbeldi, kynferðislegri misnotk- un á börnum, fíkniefnaneyslu, áfengismisnotkun, áhættuhegðun og almennum uppsteyt – vinni karlarnir gullið. En niðurstaða þeirra hjá The Economist er nú samt sú, að þrátt fyrir allt séu karlarnir ofan á – þeir ráða og fá hærra kaup. Þess vegna má sparka í þá. Greinin í The Economist um „hlutskipti karla“ er vond. Hún er lítið annað en upptugga á rykföllnum stað- almyndum af körlum, og svo í endann er dregin fram niður- staðan sem er óhætt að komast að og mun engan móðga: Karlarnir eru enn þá sá sem má sparka í. Þetta er hin hefðbundna nið- urstaða í hefðbundinni umfjöllun um „hlutskipti karla“; niðurstaða sem engum kemur á óvart og eng- inn mun kippa sér upp við. Önnur hefðbundin staðalmynd, sem bæði höfundur Mávahláturs (Kristín Marja Baldursdóttir) og höfundur áðurnefndrar greinar í The Economist (ónafngreindur) draga upp og allir geta gengist inn á án þess að móðgast, er myndin af körlum sem „ólæsum á tilfinningar“ (The Economist). Al- veg er sama hvernig rýnt er í þessa klisju, það er illmögulegt að finna nokkra eiginlega merkingu í henni. En það er aftur á móti auð- velt að koma auga á af hverju hún er svo lífseig sem raun ber vitni. Að karlar séu „ólæsir á tilfinn- ingar“ er nefnilega ekki ósvipuð kenning og kenning Freuds um afneitun – ef maður hreyfir mót- bárum við henni má túlka það sem svo, að maður sé orðinn dæmi um það sem kenningin kveður á um. Ef maður afneitar því að maður sé „í afneitun“, er það náttúrlega bara staðfesting þess að maður sé í afneitun. Eins með tilfinn- ingaólæsið; ef maður neitar því að vera ólæs á tilfinningar er það náttúrlega glöggt dæmi um hvað maður er mikill eintrjáningur og hversu algerlega mann skortir skilning á manns eigin tilfinn- ingum og annarra. Svona festir klisjan sig í sessi, líkt og tölvuvírus sem er til þess hannaður að gera tölvuvírusvarn- arforrit óvirk. Alveg er sama þótt maður rýni í klisjuna og sjái þar enga eiginlega merkingu, það er á einhvern dularfullan hátt ekki hægt að neita henni. Þess vegna er einfaldast að brosa bara og segja já, um leið og maður veit af merkingarleysinu. En þetta er jú einmitt það sem „tilfinningalega ólæsir“ karlar eru alltaf að gera, ekki satt? Það er því greinilega hárrétt að „þessar elskur“ séu tilfinningalega ólæs- ar. Og nú er komin sú niðurstaða sem óhætt er að komast að, og enginn mun kippa sér upp við. Tómir menn Ef maður neitar því að vera ólæs á tilfinningar er það náttúrlega glöggt dæmi um hvað maður er mikill eintrjáningur. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Breyting í umhverfi fyrirtækja Ákvörðun stjórn- valda á síðasta áratug um þátttöku í evrópska efnahagssvæðinu markaði þáttaskil í ís- lenskri efnahagssögu. Gjörbreyting hefur orðið í því landslagi sem snýr að íslenskum fyrirtækjum; réttur til frjálsra flutninga fólks, fjármagns og fyrir- tækja milli landa hefur verið staðfestur og al- þjóðavæðingin hefur knúið á dyr. Öll löggjöf sem lýtur að viðskiptum og fjármál- um fyrirtækja og fjármálastofnana hefur sætt eða sætir endurskoðun. Ný lög hafa verið sett um banka- og verðbréfastarfsemi og starfsemi líf- eyrissjóða, verðbréfaþingi hefur verið komið á fót, við höfum fengið ný lög um hlutafélög og ákvæði laga um samvinnufélög hafa verið aðlög- uð nýjum þörfum. Allflestar þessara breytinga hafa tekið mið af alþjóð- legum kröfum og stöðlum og á mörgum sviðum hefur þannig til tekist að til fyrirmyndar er hvar sem er í heiminum. Í kjölfarið hafa fylgt nýjar kröfur til menntunar og þekkingar í atvinnulífinu sem svar- að hefur verið með vaxandi fram- boði sérhæfðs náms á viðskipta- og fjármálasviði. Þessi nýja viðskipta- og fjármálakunnátta getur nýst hvar sem er í fjármálaheiminum, óháð landamærum og fjármála- hömlum. Ýmsir nýir vaxtasprotar í íslensku atvinnulífi á undanförnum misserum eru jákvæður vottur um þá þróun sem hér er að eiga sér stað og munu geta skotið nýjum stoðum undir efnahagslífið í næstu framtíð, sé rétt haldið á spöðunum. Ný skattalöggjöf Skattalöggjöfin hefur ekki farið varhluta af þeim breytingum sem orðið hafa á fjármálaumhvefinu. Breytingin frá söluskatti yfir í virð- isaukaskatt helgaðist ekki síst af sjónarmiðum um samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja gangvart er- lendum og sama gilti um brotthvarf- ið frá aðstöðugjaldi fyrirtækja, sem var séríslenskur skattur. Lækkun eignarskatta er af sama toga ásamt breytingum á skattlagningarkerfi félaga. Þá hefur afnám verðbólgu- reikningsskila og heimild til færslu og uppgjör bókhalds í erlendum gjaldeyri verið nauðsynleg vegna vaxandi umsvifa íslenskra fyrir- tækja erlendis og erlendra fyrir- tækja á Íslandi. Íslendingar fylgdu þeirri þróun sem upphófst á níunda áratugnum með breikkun gjald- stofna og lækkun skatthlutfalla lög- aðila, en hafa nú skipað sér í forystu með lækkun almenns tekjuskatts- hlutfalls félaga niður í 18% með viljayfirlýsingum til enn frekari lækkunar. Þá hefur markvisst verið unnið að því að þétta það net tví- sköttunarsamninga sem Ísland er aðili að auk þess sem við höfum gerst aðilar að aðstoðarsamningum um skattaupplýsingar og innheimtu milli landa. Á sviði skattafram- kvæmdar eru merkustu nýmælin innleiðsla bindandi álita í skattamál- um þar sem stigið hefur verið þýð- ingarmikið skref til styrktar rétt- aröryggis og samræmingar, auk þess sem gagnsæi kerfisins á að vera tryggt með birtingu þeirra álita sem megin þýðingu hafa. Með fáum, en mikilvægum, viðbótar- breytingum varðandi skattlagningu arðs og þóknana milli landa, og sölu- hagnaðar, verður íslenska skatta- kerfið í röð þeirra allra fremstu varðandi nú- tímalegar aðferðir og viðhorf við skattlagn- ingu fyrirtækja og eig- enda þeirra. Þessum breytingum hefur verið vel tekið af íslenskum fjölþjóða- fyrirtækjum sem starfa bæði hérlendis og erlendis og hafa forráðamenn þeirra lýst því hvernig lög- festing þeirrra hefur breytt áformum þeirra um að flytja rekstur- inn úr landi eða fengið þá til að ákveða að taka fleiri þætti rekstrarins inn í landið aftur. Þá hafa erlendir fjár- festar sýnt áhuga sinn á því að koma auknum hluta sinna fjárfestinga og reksturs fyrir á Íslandi og tekið þessar breytingar sem skilaboð um að þeir séu velkomnir hér á landi með félög sín og starfsemi. Alþjóðleg skilaboð Alþjóðavæðingin er tvíeggjað sverð og hlýtur að kalla á endurmat á viðhorfi manna til skattamála og þess sem er mögulegt og ómögulegt í þeim efnum. Við Íslendingar þekkjum úr sögunni möguleikann á að komast undan sköttum með því að nota fæturna, eða öllu heldur ár- arnar. Þegar við flúðum Harald hár- fagra, urðum við að skilja óðul okkar eftir og láta nægja að taka með klafa, kýr og krakka. Í dag getur hinn venjulegi Íslendingur, með smáheppni flutt allar eignir sínar utan á einni viku, og sama gildir um vaxandi fjölda fyirtækja í atvinnu- rekstri, ekki síst þann hluta sem byggist á þekkingu og hugviti og fel- ur í sér vaxtarbroddinn í atvinnulífi framtíðarinnar. Við þessar aðstæð- ur skiptir skattabyrðin hérlendis ekki einungis máli varðandi atvinnu- greinar sem háðar eru aðstæðum í samkeppnislöndum okkar, heldur er hún ákvarðandi um það hvort fólk og fyrirtæki á þekkingarsviði fái þrifist hér yfirleitt. Þessu hafa stjórnvöld sýnt skilning með lækk- un skatthlutfalls í félagarekstri, sem hlýtur að vera fylgt eftir með lækk- un skattlagningar rekstrarhagnaðar hjá einstaklingum. Það fer ekki hjá því að þessi þró- un hérlendis hafi vakið athygli er- lendra aðila, sem reyndar fengu ákveðið heimboð fyrir nokkrum ár- um þegar ákvæði laga um alþjóðleg viðskiptafélög voru samþykkt, þar sem boðið er upp á 5% tekjuskatt og algera undanþágu frá eignarskatti og stimpilgjaldi. Að vísu gleymdist að tryggja aðilum möguleikann á því að ná fjárfestingu sinni til baka, en skilaboðin voru þarna. Menn skyldu þó hafa í huga að í augum erlendra fjárfesta hefur það meiri þýðingu að framkvæmd skattamála sé einsleit og fyrirsjáanleg og stjórnarfarið traust, en að skatthlutfallið sé undir einhverri ákveðinni prósentu. Þá gáfu lögin um bindandi álit er- lendum sem innlendum aðilum ákveðnar vonir um jafnræði milli að- ila og gagnsæja og skilvirka fram- kvæmd. Þetta hefur í aðalatriðum gengið eftir, með nokkrum alvarleg- um undantekningum þó. Viðhorfsbreyting Að því er erlenda aðila varðar sér- staklega er það vandamál, við þess- ar nýju aðstæður, hve erfitt er að nálgast upplýsingar um íslenska skattkerfið á erlendum málum og hve litlu fé og mannafla er varið til þess af hálfu opinberra aðila að gefa almennar upplýsingar þeim aðilum sem sýna áhuga á starfsemi hér á landi. Stór hluti af þessari kynningu hefur því lent á ráðgjafarfyrirtækj- um innan skattageirans. Þá er eins og skýr vilji stjórnvalda um þátt- töku í alþjóðavæðingunni hafi varla komist út úr stjórnarráðinu til skattyfirvalda. Það er hins vegar reynslan af þeim skattkerfisbreyt- ingum sem áður hafa verið fram- kvæmdar hér á landi, að nauðsyn- legt er að gott samband sé haft við fyrirtæki og ráðgjafa þeirra, til þess að breytingarnar nái tilgangi sínum. Þetta kann að stafa af nokkuð fljót- færnislegu framtaki OECD fyrir nokkrum árum, þar sem nánast allri skattasamkeppni var úthýst sem skaðlegri. OECD hefur þó náð átt- um, og er nú viðurkennt af forsvars- mönnum OECD að samkeppni um skatthlutföll sé almennt af hinu góða, enda sé það þýðingarmest að upplýsingar milli landa séu öflugar og virkar og allar reglur sem gagn- sæjastar. Þessi breytti tónn hefur þó enn ekki verið endurómaður af forsvarsmönnum skattyfirvalda hér á landi, heldur hafa sumir þeirra ítrekað lagst gegn framþróun á þessu sviði og hefur jafnvel verið reynt að gera starfsemi skattaráð- gjafa, sem sinna þessum málum fyr- ir umbjóðendur sínar, tortryggi- lega. Það er mál að þarna verði breyt- ing á viðhorfi. Stjórnvöld geta ekki samþykkt tilboð og skattalaga- breytingar til handa fyrirtækjum, sem skattyfirvöld taka síðan með fyrirvörum og ólund. Hvað sem ein- stökum forsvarsmönnum þeirra kann að finnast um þá byltingu sem orðið hefur í fjármálaumhvefinu og á skattasviðinu á undanförnum ár- um, verða þeir að sjáfsögðu að fram- kvæma lögin eins og þau eru sam- þykkt. Stjórnvöld eiga heldur ekki að láta gjaldendur og umboðsmenn þeirra eina um um að rexa í skatt- yfirvöldum um þá þjónustu sem þeir eiga rétt á í samræmi við ný lög og viðhorf. Þær umbyltingar sem orðið hafa í fjármálum og skattamálum, og hér hefur stuttlega verið drepið á, eru með þeim merkari sem fram hafa komið um langan aldur. Það er þess vegna nauðsynlegt að þeim verði fylgt eftir af hálfu stjórnvalda með hreinskilnislegri umræðu við framkvæmdaraðila og öflugri kynn- ingu, til þess að tryggt sé að tilgangi þeirra verði náð. Þá er einnig brýnt að lokið verði hið fyrsta þeirri endurskoðun skattalaga sem lýtur að flutningi fjár til og frá landinu, en þar eru efst á blaði ákvæði um skattlagn- ingu söluhagnaðar hlutabréfa og staðgreiðslu af arði af hlutafé. Slík- ar breytingar munu efla enn þá vænlegu stöðu sem Ísland hefur þegar skipað sér varðandi skatt- lagningu félaga og mun enn frekar laða til sín nýja starfsemi hér á landi í atvinnurekstri almennt og ekki síð- ur á alþjóðlegu fjármálasviði. ALÞJÓÐAVÆÐING FJÁRMÁLA Garðar Valdimarsson Þær umbyltingar sem orðið hafa í fjármálum og skattamálum, segir Garðar Valdimarsson, eru með þeim merkari sem fram hafa komið um langan aldur. Höfundur er starfandi sem hæsta- réttarlögmaður og löggiltur endur- skoðandi, en hann gegndi áður stöð- um skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.