Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 54
Sjálfhæðni smekkleysu- sérfræðingsins Cecil B. Demented Gamanmynd Bandaríkin 2000. Bergvík VHS. Bönnuð innan 16 ára. (87 mín.) Leikstjórn og handrit John Waters. Aðalhlutverk Steph- en Dorff, Melanie Griffith. HÁÐFUGLINN hárbeitta John Waters þarf vart að kynna fyrir ann- áluðum bíófíklum. Í nær fjóra áratugi hefur þessi svarti sauður Baltimore búið til myndir sem fólk annaðhvort hatar eða elskar, myndir sem eru al- veg sér á báti í ger- vallri kvikmynda- sögunni. Smekk- leysan er hans aðal og er kannski ýkt- asta dæmið „lykt- armyndin“ Polyest- er sem sýnd var árla níunda áratugar í Borgarbíói í Kópavogi. Eða hét það þá Bíóbær? Eða Bíó? Allavega var Bíó lokaútgáfan því hún breyttist á endanum í Ríó þegar bíóinu varð að skemmtistað. (Augljós nafnabreyt- ing í ljósi þess að neonskilti eru dýr.) Ekta John Waters saga þar og dag- sönn í þokkabót ef minnið svíkur ekki. En Polyester þessi varð fræg að endemum því lyktarmynd sú gekk út á að fólk fékk spjald við innganginn með númeruðum reitum sem það átti síðan að krafsa í með nöglinni skv. fyrirmælum myndarinnar og þefa vel af. Þannig gat áhorfandinn fundið viðeigandi fnyk er einhver seldi upp, gerði stórt eða eitthvað þaðan af ógeðfelldara fyrir þefskynið. Og bíó- gestir ku hafa þefað af í gríð og erg þrátt fyrir að vita hvað í vændum væri (fá sem mest fyrir bíómiðann auðvitað). En þetta er uppfinning hins uppátækjasama Waters, sem reyndar hefur dannast aðeins með árunum. Maðurinn er stríðnari en flestir aðrir kvikmyndagerðarmenn núlif- andi og í sinni síðustu mynd Cecil B. Demented gerir hann stólpagrín að Hollywood, bíóborginni sem hann hefur aldrei getað þrifist í sjálfur. Og tilraunin heppnast ágætlega. Skotin eru föst. Ekki einasta á heila- daufa fjöldaframleiðslu drauma- smiðjunnar heldur, mesta furða, eru einnig nokkuð býsna föst látin rata í átt að þeim sem snobba niður á við í þessum bransa, þeim sem fyrirlíta allt sem kostar pening og kemur frá Hollywood en tilbiðja hitt, sama hversu ómerkilegt og andlaust það er. Og þótt nokkrir smellnir fjúki um Hollywood-heimskuna, eins og ímynduð gerð Forrest Gump 2, þá eru sterkustu punktarnir þessi aug- ljósa sjálfhæðni Waters. Leikaraliðið er skrautlegt eins og vera ber í Waters-mynd. Sumir fara á kostum á meðan aðrir kunna ekki að leika. Dorff og Griffith er þunga- vigtarliðið og skilar sínu en þó engu nýju, allra síst Griffith sem segja má að sé að endurtaka netta blöndu af rullum sínum í Something Wild og Born Yesterday. Er ekki kominn tími á aðra lyktarmynd Waters?  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd FÓLK Í FRÉTTUM 54 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lord of the Rings: The Fellowship of the Rings/ Hringadróttinssaga Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Christopher Lee, Cate Blanchett. Þessi fyrsti hluti kvikmyndaútgáfu Ný-Sjálend- ingsins Peters Jacksons á Hringadróttinssögu JRR Tolkiens er hrein völundarsmíð. Aðrar æv- intýra- og tæknibrellumyndir fölna í saman- burði og hvergi er slegið af kröfunum við miðl- un hins merka bókmenntaverks Tolkiens yfir í kvikmyndaform. Smárabíó, Laugarásbíó, Stjörnubíó, Borgar- bíó, Akureyri. Moulin Rouge Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ew- an McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Stórfengleg afþreying sem er allt í senn: Dans- og söngvamynd, poppópera, gleðileikur, harmleikur … nefndu það. Baz Luhrman er einn athyglisverðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans sem sættir sig ekki við neinar málamiðlanir og uppsker eins og hann sáir; fullt hús stiga. Regnboginn. Amélie Frönsk 2001. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Aðalleikendur: Audrey Tautou, Mathieu Kass- ovitz, Yolande Moreau, Dominique Pinon. Yndislega hjartahlý og falleg kvikmynd um það að þora að njóta lífsins. Stórkostlegur leikur, frábær kvikmyndataka og sterk leikstjórn Jeunet gera myndina að góðri og öðruvísi skemmtun en við flest erum vön. Háskólabíó. The Man Who Wasn’t There/ Maðurinn sem reykti of mikið Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joel Coen. Aðal- leikendur: Billy Bob Thornton, Frances McDormand, James Gandolfini, Tony Shaloub. Billy Bob fer hamförum sem keðjureykjandi undirtylla á rakarastofu sem hefnir sín á þeim sem hafa hann undir að öllu jöfnu. Sér ekki fyrir afleiðingarnar. Coenbræður í fágaðri og meinfyndinni, s/h film noir-sveiflu með af- burðaleikhópi. Stjörnubíó. Elling Noregur 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal- leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nordin, Pia Jacobsen. Norsk mynd um tvo létt geðfatlaða náunga sem fá íbúð saman og þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir aðalpersónunum.  Háskólabíó. Harry Potter og viskusteinn- inn/Harry Potter and the Sorcerer’s Stone Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Chris Columbus. Aðalleikendur: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Robbie Coltrane, John Cleese. Aðlögun hinnar lifandi sögu J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter yfir í kvikmynda- handrit tekst hér vel. Útkoman er ekki hnökra- laus en bráðskemmtileg ævintýramynd engu að síður.  Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Há- skólabíó. K-PAX Bandarísk. 2001. Undarlegur náungi lendir á geðspítala, segist geimvera. Binst vinabönd- um við lækninn sinn sem reynir allt til að fá botn í málin. Slakar aðeins á undir lokin, en athyglisverð, vel skrifuð og forkunnarvel leikin.  Sambíóin, Reykjavík, Akureyri. Háskólabíó. Mávahlátur Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmundsson- ar byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leikstjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi og hefur náð sterkum tökum á kvikmyndalegum frá- sagnarmáta. Frammistaða Margrétar Vil- hjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur er frábær.  Háskólabíó, Sambíóin. The Pledge/Skuldbindingin Leikstjóri: Sean Penn. Aðalleikendur: Jack Nicholson, Robin Wright Penn, Aaron Eckhart. Nicholson hefur ekki verið betri í háa herrans tíð en sem lögga með þráhyggju. Áhorfandinn finnur að undir niðri er kengur í hegðun þessa góða manns, sem loks virðist búinn að finna tilgang og hamingju í heldur aumu lífi, en hættir öllu, heilsu og fjölskyldu, vegna skuld- bindingar. Penn firrir okkur hinum ófrávíkjan- lega, hamingjusamlega endi, hrindir okkur þess í stað út á eyðimörk geðveiki og rústaðra persóna. Athyglisverð, seiðmögnuð.  Sambíóin. Regína Íslensk. 2001. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Aðalleikendur: Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, Benedikt Clausen, Baltasar Kormákur, Hall- dóra Geirharðsdóttir. Fyrsta íslenska dans- og söngvamyndin. Bráð- skemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa, vel skrifuð og uppfull af ferskum listrænum vídd- um.  Háskólabíó, Sambíóin. Bandits /Rænt og ruplað Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Barry Levinson. Aðalleikendur: Bruce Willis, Billy Bob Thorn- ton, Cate Blanchett. Gamansöm spennumynd um farsæla banka- ræningja, þar sem ástamál koma jafnframt sterklega við sögu. Myndin nær á köflum mikl- um hæðum í gamansemi og fer Thornton þar á kostum.  Smárabíó, Laugarásbíó. Ljós heimsins Íslensk heimildarmynd. 2001. Höfundur: Ragnar Halldórsson. Fjallar um stjörnu í nýju hlutverki; frú Vigdísi Finnbogadóttur eftir Bessastaði. Forvitnileg en vantar skarpari fók- us.  Regnboginn. Ocean’s Eleven/ Ellefu menn Oceans Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Soder- bergh. Aðalleikendur: George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Julia Roberts. Soderbergh setur á svið meiriháttar útspekúl- erað rán í spilavítum LasVegas. Myndin er stórum stjörnum prýdd, og meira en laglega gerð en nær aldrei að verða nógu spennandi.  Sambíóin. Glass House/ Í glerhúsi Bandarísk. 2001. Leikstjóri: David Sackheim. Aðalleikendur: Leelee Sobieski, Stellan Skars- gård, Diane Lane. Glerþunn flétta drepur niður væntingar um hrollvekjandi spennu í þokkalega leikinni mynd um skelfd systkini hjá vafasömum stjúp- foreldrum Smárabíó, Stjörnubíó. Atlantis: Týnda borgin/ Atlantis: The Lost Empire Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John McHarris. Teiknimynd með enskri og íslenskri talsetn- ingu. Af þessari teiknimynd um týndu borgina Atlantis má sjá að Disney-risinn færist sífellt nær hinni stöðluðu Hollywood-spennumynd í teiknimyndagerð sinni. Myndin er víða bráð- fyndin en heildin er óttaleg samsuða. Sambíóin, Háskólabíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Íslenska dans- og söngvamyndin Regína er „[b]ráðskemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa, vel skrifuð og uppfull af ferskum listrænum víddum“. Lest lífsins (Train de vie) Drama/gaman Belgía/Frakkland/Ísrael/Holland, 1998. Skífan VHS. (103 mín). Leikstjórn: Radu Mihaileanu. Aðalhlutverk: Lionel Abelanski, Rufus og Clement Harari. ÍTALSKA myndin Lífið er fallegt, sem vann hug og hjörtu kvikmynda- unnenda 1997, vakti um leið áleitnar siðferðilegar og sagnfræðilegar spurningar, þ.e. hvort réttlætanlegt væri að draga upp gamansama mynd af veru gyðinga í útrýmingarbúðum nasista. Þó svo myndin hafi fyrst og fremst sett fram hugmyndir um leiðir til að halda velli í lífinu, m.a. með ást og húmor, þótti mörgum full brengluð mynd dregin upp af þeim veruleika útrým- ingarbúðanna sem fjölmargir eftirlif- endur hafa lýst í frásögnum. Lest lífsins skipar sér beint í þessa umræðu, en þar segir frá íbúum gyðingaþorps í Frakklandi, sem ákveða að reyna að flýja ofsóknir nasista eftir að Þjóðverjar hernema Frakkland í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir ákveða að nota handverkskunn- áttu sína og útsjónarsemi og smíða eftirlíkingu af flutningalestum þeim er nasistar notuðu til að flytja gyðinga og aðra óæskilega hópa í fangabúðir. Hér er eiginlega á ferð enn óraun- særri og kannski lakari útgáfa af fyrr- nefndri Lífið er fallegt. Lokaatriðið gefur þó heildinni nýja vídd, sem styrkir hana til muna, þ.e. gefur í skyn að frásögnin af flóttanum tákni vonina um líf og drauminn um frelsi sem verið hefur eina leið fórnarlamba helfararinnar til að lifa af – að minnsta kosti í einn dag í viðbót.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Draumur- inn um líf SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isÍ I - .s ara i .is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Sýnd 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd í LÚXUS kl. 6 og 10. B.i. 12 ára Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Ævintýrið lifnar viði i li i Sýnd kl. 8 og 10.30. B.I.16 ára.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com  HK. DV Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Gwyneth Paltrow Jack Black FRUMSÝNING Sýnd kl. 4 og 6. Frá höfundum „There´s Something About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gamanmynd allra tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.