Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 26
MENNTUN 26 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚNA í janúar hófst út-gáfa á nýju tímariti umuppeldis- og menntamálá vegum Kennarahá- skóla Íslands. Tímaritið er veftíma- rit og öllum aðgengilegt á slóðinni http://netla.khi.is/. Það heitir NETLA og í því birtast fræðigrein- ar, frásagnir af þróunarstarfi, um- ræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl og ritdómar. Í NETLU geta höfundar jafn- framt birt efnið sitt með hljóðdæm- um, myndskeiðum og krækjum. Lesendur geta svo brugðist við og sent inn athugasemdir eða umræð- ur út frá greinunum. Undir heitinu Sprotar birtast stuttar greinar, frá- sagnir eða kynningar á góðum hug- myndum. Eins og heitið ber með sér eiga heima í þeim hluta ferskar og nýstárlegar hugmyndir sem gætu vaxið og dafnað ef að þeim er hlúð. Ekki verður um fastan út- gáfutíma að ræða heldur birtast greinar um leið og þær eru tilbún- ar. Meðal efnis í fyrsta „tölublaði“ má nefna grein eftir Heimi Pálsson dósent við Kennaraháskólann sem hann nefnir Aravef og fjallar um Ís- lendingabók Ara fróða. Sigríður Pálmadóttir lektor við Kennarahá- skólann skrifar grein um rannsókn sína á barnagælum og þulum í flutningi Ásu Ketilsdóttur kvæða- konu og fylgja greininni nótur og tóndæmi. Jörgen Pind, prófessor við Háskóla Íslands, skrifar grein- ina Hverju breyta nýlegar heila- rannsóknir fyrir kennara? Þar lýsir hann nýlegum heilarannsóknum með tilliti til náms og beinir athygli að lestrarnámi og lesblindu. Aðstandendur stefna að því að NETLA verði vettvangur lifandi umræðu um uppeldis- og mennta- mál og er ritinu ætlað að höfða til allra sem láta sig þau mál varða. Í ritstjórn NETLU eru Ingvar Sig- urgeirsson prófessor, Sólveig Jak- obsdóttir dósent, Torfi Hjartarson, lektor, Þórunn Blöndal lektor og Þuríður Jóhannsdóttir verkefnis- stjóri hjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskólans en stofnunin er bakhjarl útgáfunnar. Náttúrufræði þarf tíma Hér verður skyggnst í eina af greinum NETLU, þar sem Þor- valdur Örn Árnason líffræðingur og kennari setur fram harða gagnrýni á hvernig staðið er að undirbúningi fyrsta samræmda prófsins í nátt- úrufræðum í grunnskólum, en það verður í 10. bekk í apríl 2002. Bein- ist gagnrýnin einkum að prófatriða- lista sem Námsmatsstofnun gaf út sumarið 2001 og könnun sem gerð var í grunnskólum í des. 2000. Höf- undur telur könnunina og listann hvorki taka nægilegt mið af nám- skránni né viðleitni skóla til að nálgast markmið hennar. Þorvaldur spyr hvort það breyti einhverju þótt gefin sé út ný nám- skrá. „Geta menn ekki sleppt því að fara eftir henni líkt og hægt var með fyrri námskrá?“ Hann dregur það í efa, því það hefur fleira breyst en komið hafi út ný bók, og skrifar: 1. Samræmd próf í náttúrufræði munu (vonandi) miðast við nám- skrána. Hvaða skóli vill ekki að nemendur hans skori sem flest mörk á samræmdu prófi? Ég held að skólastjórar séu nú að átta sig á að náttúrufræði er eitt af því sem þarf að vanda til, gefa góðan tíma og góða kennara. 2. Verið er að auka náttúrufræði- kennslu í grunnskóla á sama tíma og dregið er úr henni í almennum kjarna í framhaldsskóla. Gerðar eru kröfur um að allmargir náms- þættir sem kenndir voru í fram- haldsskóla verði afgreiddir í grunn- skóla fyrir fullt og allt. [...] 3. Samkvæmt aðalnámskránni á kennslutími í náttúrufræði að aukast nokkuð, hlutfallslega meira en í öðrum greinum. [...]. 4. Nú er loks til meira en nóg af góðum námsbókum fyrir elstu ár- ganga grunnskóla þó enn skorti handhæg gögn fyrir þau yngstu. Flest þessi námsgögn eru samin með hliðsjón af eldri námskrá og passar efnisval í þeim ekki sem skyldi við þrepamarkmið þeirrar núgildandi. Allt þetta kostar verulega upp- stokkun í grunnskólunum. Þar þarf að færa nánast allt námsefni til milli ára. Nú verður þess krafist af miklum fjölda almennra bekkjar- kennara að kenna ýmislegt sem þeir hafa aldrei lært og skilja mjög takmarkað. Ég held að grunnskólarnir standi frammi fyrir miklu átaki til að koma náttúrufræðikennslunni á góðan skrið í sæmilegu samræmi við námskrána.“ Að skilja flókið samhengi Fáir virðast hafa hingað til gefið sér tíma til að skoða nýju aðal- námskrána með gagnrýnum huga. Rúmlega tvö ár eru liðin frá út- komu hennar, en það var fyrst í haust sem t.d. Þorvaldur Örn segist hafa fengið tíma til að rýna veru- lega í hana. „Ég fann mér t.d. ekki tíma til að móta mér skoðun á plagginu í heild fyrr en nú, eftir að ég hef neyðst til að hjakka tvisvar í gegnum það lið fyrir lið vegna samningar og endurskoðunar skóla- námskrár skólans sem ég kenni við. [...] Nú er framundan samræmt próf í náttúrufræði, það fyrsta í rúma 2 áratugi. Þá reynir á aðal- námskrána og menn hljóta að fara að rýna í hana af fullri alvöru. “ Hann segir kosti og galla á nám- skrá um náttúrufræði. „Á nokkrum stöðum finnst mér of mikil krafa til ungra nemenda um að skilja flókið samhengi og að yfirfæra þekkingu. Ég byggi þá skoðun mína ekki á rannsóknum heldur á reynslu, ég hef reynt að kenna eldri nemendum þessi eða mjög svipuð atriði og þeim hefur reynst erfitt að læra þau. Mér finnst ekki sanngjarnt að krefjast þess:  að nemandi í 4. bekk geri sér grein fyrir að kraftur kemur ávallt við sögu þegar breyting verður á hreyfingu (bls. 20).  að sami nemandi þekki að jörðin er byggð upp af nokkrum lögum og geti ályktað um hitastig og þrýsting þegar innar dregur (bls.22).  að hugtakið ljósár sé á 3. þrepi (bls.31), áður en nemendur hafa almennilega skilið hvað km/klst. þýðir.  að nemandi á 1. þrepi þjálfist í að flokka lífverur eftir skyldleika (bls.28).  að nemandi við lok 7. bekkjar geri sér grein fyrir að vísindaleg þekking felst í alhæfingum út frá takmörkuðum staðreyndum og því geti hún aldrei orðið algildur sannleikur (bls.38).  að nemandi í 8. bekk geti skil- greint hugtökin massatala og samsæta (bls.68).  að nemendur í 10. bekk geti beitt hugtakinu endurröðun gena (bls.63); gert greinarmun á flæði og osmósu (bls.64); gert sér grein fyrir „hverju mögulegt er að leita svara við innan náttúruvísind- anna“ (bls.64); eða „geta flokkað upplýsingar eftir gerð og vægi og metið áreiðanleika þeirra sam- kvæmt því“ (bls.66). Mér finnst sem sagt skotið yfir markið á nokkrum stöðum, en á all- flestum stöðum ætti boltinn að geta legið laglega í markinu eftir mikið og markvisst puð kennara og nem- enda.“ Skriflegt svar eða krossar? Þorvaldur fjallar um væntanlegt samræmt próf í náttúrufræði, og leiðir að því rök að áherslur í próf- inu verði að líkindum í óþarflega litlu samræmi við aðalnámskrána, en þó í betra samræmi við náms- bækur. Ályktun sína byggir hann á könnun Námsmatsstofnunar og kynningu hennar á vefnum: Svo spyr hann hvernig verður prófið? Verður t.d. kannað hvort nemendur geti „komið frá sér á vandaðan hátt og vel ígrunduðum greinargerðum … skriflega með tölum og orðum ... eða … mynd- rænt með líkönum og teikningum“? (Aðalnámskrá bls. 67). „Ætli sú verði raunin?“ spyr hann. „Nei, því miður. Á vefsíðu Námsmatsstofn- unar segir nefnilega: „Stefnt er að því að prófið samanstandi af 40–60 fjölvalsspurningum“.“ Fjölvals- eða krossapróf eru ágæt sem þáttur í prófi en „að taka krossapróf er eins og að versla í kjörbúð,“ skrifar Þorvaldur Örn. „Maður þarf bara að velja úr því sem aðrir hafa búið til og sett í hill- urnar. Maður þarf ekki að búa neitt til sjálfur eða muna eftir neinu sem ekki er fyrir augunum. Spurningin er hvort við ætlum einungis að þjálfa hæfileika nemenda til að velja úr því sem aðrir hafa stillt upp fyrir framan þá – og kalla það vís- indi!“ Hver er staðan í raun? Þorvaldi sýnist að það hafi verið kastað til höndum við samningu spurningalista (könnunin) Náms- matsstofnunar með þeim slæmu af- leiðingum að samræmda prófið verði í allt of litlu samræmi við að- alnámskrá. Sú ákvörðun að ætla að prófa með fjölvalsspurningum finnst honum bæta gráu ofan á svart. „Af framansögðu er ljóst að nauðsynlegt er að stofnunin geri sem fyrst könnun á því hvar grunn- skólarnir á landinu eru staddir í viðleitni sinni til að sníða náttúru- fræðikennsluna að aðalnámskrá,“ segir Þorvaldur Örn að lokum. Hér hefur verið sagt frá ákveðnum þáttum í grein Þorvaldar Arnar, en á Netlu, http:// netla.khi.is/, má skoða greiningu hans nákvæmlega og töflur, og í framhaldi af því ítarlega greinar- gerð á vef Námsmatsstofnunar um samræmdu prófin 2002, http:// www.namsmat.is, þar á meðal um náttúrufræðiprófið. NETLA/Nýtt tímarit um uppeldis- og menntamál er gefið út á Netinu. Það er á vegum Kennaraháskóla Íslands og er öllum aðgengilegt. Gunnar Hersveinn las tímaritið og segir hér frá grein um væntanlega frumraun í samræmdu prófi í náttúrufræði í apríl 2002. Samræmt próf í nátt- úrufræði Morgunblaðið/Jim Smart Náttúrufræði er öflug námsgrein, næsta vor verður í fyrsta sinn sam- ræmt próf í greininni í 10. bekk. Hér leita nemendur jurta í teblöndu.  NETLA á að vera tímarit handa fag- og áhugamönnum.  Meiri náttúrufræði í grunnskóla, minni í framhaldsskóla. AF VEF Námsmatsstofnunar: „Samræmt próf í náttúrufræði samanstendur af 40 til 60 spurn- ingum sem spanna námsmarkmið Aðalnámskrár í náttúrufræði. Bent er á áfangamarkmið bls. 58 til 67 og nánari útfærslu á þeim í formi þrepamarkmiða á bls. 68 til 76. Ennfremur hafa verið skil- greindir áhersluflokkar fyrir þá útfærslu á námsmarkmiðum í náttúrufræði eins og fram kemur á bls. 68 til 76 í Aðalnámsskrá grunnskóla. Áhersluflokkar eru útskýrðir hér að neðan. Stefnt er að því að prófið samanstandi af 40 til 60 fjölvalsspurningum. Vægi námsþátta er ákvarðað út frá áhersluatriðum aðalnámsskrár og niðurstöðum könnunar á kennslu í náttúrufræði.“ Sjá: http://www.namsmat.is/ samrprof/ Samræmt próf í náttúrufræði verður föstudaginn 26. apríl kl. 9:00 – 12:00. www.namsmat.is CEDEFOP árið 2002 CEDEFOP, miðstöð Evrópusam- bandsins um þróun starfsmennt- unar, hefur sent frá sér verkáætlun fyrir starfs- árið 2002. Þar koma fram helstu áherslur CEDEFOP á árinu, upp- lýsingar um fyrirhugaðar útgáfur og rannsóknir stofnunarinnar á sviði starfsmenntamála, svo og um ráðstefnur og viðburði ásamt fleiru. Mennt – samstarfsvett- vangur atvinnulífs og skóla er ís- lenskur tengiliður við starfsemi CEDEFOP og má nálgast stytta út- gáfu af verkáætlun CEDEFOP 2002 á vefsíðu Menntar: http:// www.mennt.net á ensku og ís- lensku. Nánari uppl. um CEDEFOP fást á skrifstofu Menntar í síma 511 2660 eða í netfangi alla@mennt.is Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur í Starfs- menntaáætlun Evrópusambands- ins, Leonardo da Vinci er til 18. jan- úar nk. Meginmarkmið Leonardó- áætlunarinnar er að efla starfs- þjálfun og endurmenntun í Evrópu þannig að sem flestir Evrópubúar eigi kost á starfsmenntun, starfs- þjálfun og símenntun í samræmi við þarfir atvinnulífsins og starfsmann- anna sjálfra á hverjum tíma. Áætl- unin tekur til allra þátta og stiga starfsmenntunar, hefðbundinnar starfsþjálfunar, endurmenntunar og starfsþjálfunar á háskólastigi. Nánari upplýsingar hjá Lands- skrifstofu Leonardo í síma 525 49 00 og á heimasíðu Rannsóknaþjón- ustu Háskóla Íslands http:// www.rthj.hi.is. Sjötta rammaáætlun Verið er að undirbúa 6. ramma- áætlun ESB, sem taka á gildi í árs- byrjun 2003. Nú þegar er kominn ramminn að áætluninni og eru tals- verðar breytingar frá fyrri áætl- unum. Fyrir þá sem vilja kynna sér áætlunina eins og hún liggur fyrir núna bendum við á Commission’s modified proposal for a Decision of the European Parliament and of the Council concerning the 6th Framework Programme (56 síður) sem er að finna á vefsíðu ESB: http://www.cordis.lu/rtd2002/. Menntaáætlun ESB – styrkir Endurmenntun kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til skemmri dvalar í e-u þátttökulandi Sókratesar.  Evrópsk sam- starfsverkefni a.m.k. þriggja skóla á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi.  Nemendaskipti hópa 14 ára og eldri – tungumálaverkefni.  Skólaþróunarverkefni – sam- starf a.m.k. 3 skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.  Gerð námsgagna og endur- menntunarnámskeiða fyrir kenn- ara.  Starfsþjálfun verðandi tungu- málakennara í 3–8 mánuði í Evr- ópu.  Námsgagnagerð.  Útvegar skólum hér á landi að- stoðarkennara í tungumála- kennslu í grunn- og framhalds- skólum í 3–8 mánuði. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars. Upplýsingar hjá Landsskrifstofu SÓKRATESAR, í síma 525 4311, með tölvupósti: rz@hi.is og kat- ei@hi.is og á heimasíðu: www.ask.hi.is. Fastanefndin Á vef fastanefndar framkvæmda- stjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg, www.esb.is, er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um ESB og samstarf Íslands við það. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.