Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 49 Útsala Útsala SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-16.00 Nú er tækifæri til að gera góð kaup 50% afsláttur af öllum skóm Útsala Hverfisgötu 6 101 Reykjavík STÓR hluti þjóðarinnar er undir svo- kölluðum lögaldri og yfir 67 ára sem nefndur er eftirlaunaaldur, og þegar með er talið fólk sem er öryrkjar af völdum sjúkdóma slysa eða erfðagalla er það vafalaust fullur helmingur þjóðarinnar. Þeir sem fullvinnandi eru, leggja mikið af mörkum til að hlynna að þessu fólki, en það er ekki til neitt sér- stakt stjórnmálaafl sem beitir sér fyr- ir hagsmunum þess. Þótt þetta fólk hafi með ævistarfi sínu byggt upp það sem unga fólkið lifir á, þá er nú litið á það gamla sem gustukalið sem þó sé rétt að veita einhverja ölmusu, en það hefur engan rétt til að semja um kjör sín. Þótt margt af þessu fólki sé fullt af baráttuvilja og hafi auk þess mikla lífs- reynslu og gáfur sem það örugglega vildi nýta þjóðinni til gagns eftir getu sinni þá hafa fæstir heilsu til að setjast á þing heilt kjörtímabil og gæta þar hagsmuna umbjóðenda sinna. Ég tel að þessi stóri hópur ætti að stofna stjórnmálaflokk. Til þess að hann geti starfað af fullum krafti þarf hann að fá lögleidda heimild til að ráða starfsfólk úr röðum fullvinnandi fólks til að taka sæti á þingi með full- um kosningarétti fyrir flokkinn . Full- trúaráð flokksins hefði heimild til að víkja þeim frá störfum og ráða nýja, ef þeir störfuðu ekki í anda umbjóð- enda sinna. Konur eru oftar en ekki misskiptar með laun, samanborið við karlmenn. Þær hafa um langa fortíð haft það hlutskipti að hjúkra og hlúa að öðrum, svo og að halda við stofninum, á með- an karlarnir hafa barist hver við ann- an um konurnar og aflað fjölskyldum sínum fæðu, í mörgum tilfellum með drápum og ránum. Því hafa þeir í gegnum tíðina fengið meiri líkams- krafta og orðið harðskeyttari í við- skiptum en konur. Þess vegna eru oft- ast boðin í þá hærri laun. Mér dettur í hug að margar konur mundu skipa sér í þennan nýja flokk, því hann mun gangast fyrir, auk jafnra launa og karlmenn, að þær fengju sérstakar heiðursbætur til að jafna sakir sínar við karlmenn vegna fortíðarinnar. Yngsta fólkið þarf að fá sína full- trúa á Alþingi.Til þess þarf það að fá kosningarétt. Foreldrar eða aðrir lög- ráðendur færu með atkvæði barna sinna þangað til þau fá skilning og vilja til að kjósa sjálf, þá fengju þau strax að kjósa. Auðvitað eru börnin hvert fyrir sig sjálfstæðir einstakling- ar sem eiga að fá að velja sér framtíð að eigin þörfum með aðstoð sinna leið- toga og hafa áhrif á kjör sín með hjálp sinna umbjóðenda. Það er sanngjörn krafa foreldra að hafa aukin áhrif á landsmálin, á meðan þeir eru með börn á framfæri.Við verðum að hafa það að leiðarljósi að landið er eign allrar þjóðarinnar og laun aldraðra og öryrkja er arður af því og á að miðast við þjóðartekjur. Helst að miðast við meðallaun fullvinnandi manna. Að lokum vísa ég til draga að stefnuskrá fyrir hugsanlegan nýjan flokk, en hún var birt í bréfi til blaðs- ins fyrir nokkru. En nú er komin hreyfing hjá for- ustumönnum eldri borgara og ör- yrkja um að hasla sér völl í stjórnmál- unum og bjóða fram fólk til alþingis. Óska eg þeim góðs gengis, og vona að þeir hafi þessar hugrenningar til hlið- sjónar. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON frá Húsafelli. Nýtt afl í stjórnmálin Frá Kristleifi Þorsteinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.