Morgunblaðið - 18.01.2002, Page 2

Morgunblaðið - 18.01.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Arnór Guðjohnsen hættur með Stjörnuna / C1 Ísland hefur ekki tapað í Danmörku í 11 ár / C4 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM ÞANNIG komu tveir nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík svo skemmtilega fyrir sjónir Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem brá sér um stund í hlutverk „glugga- gægis“. Enginn skyldi halda að nemendurnir eigi skilið núll í ein- kunn fyrir verk sín, enda er það stórt O en ekki núll sem er fyrir ofan gluggann á gamla JL-húsinu við Hringbraut. Morgunblaðið/RAX Guðað á glugga Lögreglumaðurinn bað í febrúar árið 2000 um sumarfrí á tímabilinu 28. júní til 14. júlí og var sú beiðni rit- uð athugasemdalaust í bækur. Síðar fékk yfirmaður hans boð um að bann- að væri að veita orlof 1.–2. júlí vegna kristnihátíðar sem halda átti þá daga á Þingvöllum. Lögreglumaðurinn kveðst þá hafa reynt að flýta fjöl- skylduferð til Spánar þannig að hann yrði kominn aftur til landsins 27. júní en án árangurs. Sagði upp vegna óánægju Á lista sem settur var fram 5. júní 2000 yfir þá sem áttu að vinna á Þing- völlum var nafn lögreglumannsins. Vegna óánægju með að ekki hafði verið tekið tillit til óska hans fór lög- reglumaðurinn fram á að láta af störf- um 18. ágúst sama ár en hann hafði þá starfað hjá embættinu í um 11 ár. Taldist honum til að síðasti starfsdag- ur sinn yrði 21. júní að teknu tilliti til frídaga sem hann hefði átt inni. Fór lögreglumaðurinn í sumarleyf- isferðina og mætti því ekki til starfa á Þingvöllum dagana 1.–2. júlí eins og fyrir hann hafði verið lagt. Sýslumað- ur veitti honum í ágúst skriflega áminningu fyrir að „virða ekki löglegt boð yfirmanns um að taka ekki orlof dagana 1. og 2. júlí sl. er kristnihátíð var haldin“. Lögreglumaðurinn höfðaði mál til að fá áminningunni hnekkt og féllst dómurinn á að ekki hefðu verið laga- leg skilyrði fyrir því að veita honum áminningu. Í dómnum kemur fram að fyrir- mæli um að fara ekki í orlof fyrr- greinda daga voru ekki innan þess sem lög um orlof kveða á um. Þá höfðu engar skýringar fengist á því hvers vegna sýslumaður eða aðrir yfirmenn embættisins brugðust ekki við óskum lögreglumannsins fyrr, en sýslumaður hafði með löngum fyrir- vara fengið fyrirmæli ríkislögreglu- stjóra um að skipuleggja sumarfrí þannig að lögreglumenn yrðu ekki í orlofi 1. og 2. júlí. Héraðsdómur féllst þó ekki á bóta- kröfu lögreglumannsins. Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn, Stefán Árni Auðólfsson sótti málið en Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. var til varnar. Áminning yfir lögreglumanni felld úr gildi Mátti fara í frí meðan á kristnihátíð stóð HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi áminningu sýslu- mannsins í Keflavík sem hann veitti lögreglumanni sumarið 2000 fyrir að óhlýðnast því að mæta til starfa helgina sem kristnihátíð fór fram á Þing- völlum. Var embættið dæmt til að greiða lögreglumanninum 200.000 kr. í málskostnað. VINNUMÁLASTOFNUN hefur synjað umsóknum um atvinnuleyfi fyrir dansmeyjar sem hyggjast starfa á nektarstaðnum Vegas í Reykjavík í kjölfar þess að í ljós kom að forsvarsmenn staðarins höfðu gert samninga við nektardansmeyj- ar sem voru ekki í samræmi við þá samninga sem Vinnumálastofnun hafði veitt atvinnuleyfi út á. Atvinnuleyfi sem nú eru í gildi hafa þó ekki verið afturkölluð. Forsaga málsins er sú að yfirvöld- um barst í hendur samningur við nektardansmey hjá Vegas sem var talsvert frábrugðinn þeim samning- um sem forsvarsmenn staðarins höfðu framvísað þegar sótt var um leyfi fyrir dansmeyjarnar. „Við sjáum ekki annað en það hafi verið byggt á allt öðrum samningi heldur en Vinnumálastofnun veitti leyfi út á,“ segir Heiða Gestsdóttir. Með umsóknum um dvalar- og atvinnuleyfi á að fylgja ráðningar- samningur sem tryggir ákveðin rétt- indi samkvæmt íslenskum lögum. „Þessi samningur sem okkur barst í hendur gerir það ekki.“ Heiða segir þónokkur atriði í samningnum óeðlileg auk þess sem þau gögn sem nektarstaðurinn lagði fram hafi verið ófullnægjandi. Stað- urinn hafi einfaldlega ekki staðist þær kröfur sem gerðar eru við veit- ingu atvinnuleyfa. Heiða vildi þó ekki tjá sig efnis- lega um innihald samningsins. Atvinnuleyfi til nektardansmeyja utan EES er yfirleitt veitt til þriggja mánaða en þeir sem búa innan EES þurfa ekki atvinnuleyfi. Synjar nektar- staðnum Vegas um atvinnuleyfi BROTIST var inn í húsnæði Ölgerð- arinnar Egils Skallagrímssonar á Grjóthálsi í Reykjavík um eittleytið í fyrrinótt. Hurð var spennt upp til þess að komast inn í húsið, en örygg- iskerfi fór strax í gang og er talið að það hafi stökkt þjófum á flótta. Lögregla telur að þjófarnir hafi ekki haft á brott með sér verðmæti. Brutust inn en var stökkt á flótta KONA á fimmtugsaldri var í gær dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi en hún játaði að hafa kveikt í nælonúlpu sem lá ofan á hjónarúmi í einbýlishúsi í Hafnarfirði og bera eld að púða í stofusófa með þeim afleið- ingum að mikið brunatjón varð í hús- inu sem og skemmdir vegna reyks, hita og vatns. Talsverðar skemmdir urðu einnig á innbúi sem var óvá- tryggt. Konan samþykkti bótakröfu Vá- tryggingafélags Íslands upp á tæp- lega fjórar milljónir en kvaðst þó ekki geta greitt kröfuna. Ástæðan fyrir því að konan kveikti í mun tengjast ástarmálum og af- brýðisemi. Héraðsdómur Reykja- ness taldi konunni til málsbóta að hún hefði gengið úr skugga um að engum væri hætta búin af verkinu og hleypti hún m.a. heimilishundinum út áður en hún bar eld að húsinu. Þá játaði hún brot sitt greiðlega. Á hinn bóginn yrði að líta til þess að brota- vilji hennar var einbeittur. Haldi konan almennt skilorð fellur refsingin niður að þremur árum liðn- um. Henni var gert að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Brynjars Níelssonar hrl., 30.000 krónur. Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði, sótti málið. Hleypti hundin- um út og kveikti í ♦ ♦ ♦ Í OKTÓBER 2001 voru alls 32.747 nemendur við nám í framhaldsskólum og háskólum hér á landi, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan hefur tekið saman. Þetta er fjölgun um 2.343 nemendur frá sama tíma árið 2000, eða 7,7%. Fjölgunin er meiri en hún hefur áður verið á milli ára síðan byrjað var að taka saman bráðabirgðatölur haustið 1997. Íslandsbanki sagði í Morgunkorni sínu í gær að túlka mætti fjölgun nemenda sem afleiðingu af auknum slaka á vinnumarkaði. Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað ár frá ári. Haustið 2001 stunduðu 12.422 nám á háskóla- stigi, sem er 18,4% aukning frá fyrra ári, og nem- endum fjölgaði í öllum háskólum landsins frá árinu 2000. Alls hefur nemendum í fjarnámi í háskólum fjölgað um 40% á milli ára. 20.325 nemendur sóttu skóla á framhaldsskóla- stigi haustið 2001, sem er 2,1% aukning frá árinu áður. Hlutfallslega mest aukning er í sérskólum á framhaldsskólastigi, eða rúm 30%, en þar fjölgaði um 111 nemendur. Nemendum í fjölbrautaskólum fjölgaði um 2,8% (397 nemendur) og einnig fjölgaði um 1,4% (71 nemanda) í menntaskólum eftir sam- fellda fækkun frá 1997. Nemendum í öldunga- deildum hefur fjölgað um rúm 5% frá árinu áður eftir samfellda fækkun frá haustinu 1997. Nemendum í fjarnámi hefur fjölgað ört síðustu ár og haustið 2001 voru alls 2.128 nemendur skráðir í fjarnám, sem er rúmlega 46% aukning frá haust- inu 2000. Nú stunda 11% nemenda í háskólum nám í fjarnámi og rúm 5% nemenda í fjölbrautaskólum. Í Háskóla Íslands voru rúmlega sjö þúsund nem- endur haustið 2001 og í tveimur framhaldsskólum eru fleiri en tvö þúsund nemendur, Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og Iðnskólanum í Reykjavík. Framhalds- og háskólanemum fjölgaði um 7,7% milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.