Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 21 286.- 3 litir af filtteppi Dökkblár, grár og dökkdrapp. Verð nú: 286 kr. m2 Verð áður: 440 kr. eða 395 kr. stgr. 35% afsláttur Til á lager: 1400 fermetrar V E R Ð D Æ M I B Emotion plastparket Sliþoltsflokkur 23. Mynstur: Ljós hlynur H1040. Verð nú: 998 kr. m2 Verð áður: 1.695 kr. eða 1.610.- stgr. 40% afsláttur Til á lager: 550 fermetrar 998.- V E R Ð D Æ M I A Nú göngum við endanlega frá lagernum ~ hvað sem það kostar! Það vill brenna við að á lagerum fyrirtækja safnist fyrir ýmislegt sem menn gefasér ekki tíma til að koma í verð. Þar eru umframbirgðir ýmiskonar – afgangar og mistök í innkaupum. Þess vegna ætlum við að efna til stórbrotinnar lagersölu á fjölbreyttu úrvali gólfefna af öllu tagi: Gólfdúkar, gólfteppi, viðargólf (parket), plastparket, dreglar o.s.frv. Lagersalan stendur aðeinsí 3 daga – Laugardaginn 19. janúar, mánudaginn 21. janúar og þriðjudaginn 22. janúar. Verðdæmin hér að neðan eru aðeins brot af því sem þér stendur til boða. Auglýst verð miðast við staðgreiðslu. Komdu því sem fyrst og gerðu verulega hagstæð kaup... Hellingur af gólfefnum af öllu tagi á skítaprís 19., 21. og 22. janúar Reykjavík • Fákafeni 9 • 108 Reykjavík • Sími 515 9800 Reykjanesbær • Hafnargötu 90 • 230 Reykjanesbæ Opið laugardag frá kl. 10 - 16 1.851.- Gott stofuteppi Smámynstrað,efnismikið, uppúrklippt. Verð nú: 1.851 kr. m2 Verð áður: 3.085 kr. eða 2.777.- stgr. 40% afsláttur Til á lager: 140 fermetrar V E R Ð D Æ M I C 2.877.- Viðargólf – Parket Frá Karelia, Finnlandi Beyki Polar Light – ljóst beyki, 1. flokkur. Verð nú: 2.877 kr. m2 Verð áður: 4.110 kr. eða 3.494.- stgr. 30% afsláttur Til á lager: 320 fermetrar. V E R Ð D Æ M I D NORSKA blaðið Fiskaren sagði í leiðara í netútgáfu sinni á mánudag að best væri að Norðmenn og Ís- lendingar hefðu samráð um að sækja um inngöngu í Evrópusam- bandið ef til þess kæmi. Norðmenn felldu í nóvember 1994 samning um aðild er hann borinn undir þjóð- aratkvæði. „Ef Íslendingar ákveða að sækja um teljum við að Norð- menn ættu að gera slíkt hið sama,“ segir blaðið. Vaxandi umræður eru nú um hugsanlega aðild Noregs meðal manna í norskum sjávarútvegi og segir Svein Ludvigsen sjávarút- vegsmálaráðherra, sem er hlynntur aðild, að ummæli manna hjá Sam- bandi fiskveiðiútgerða og Norges Fiskarlag, heildarsamtaka hags- munaaðila í sjávarútvegi, bendi til þess að sjómenn séu orðnir hlynnt- ari aðild. Andstaðan við aðildina í Noregi hefur verið mjög öflug með- al sjómanna, einkum í Norður-Nor- egi. Sigurd Teige, stjórnarformaður Sambands fiskveiðiútgerða, sagði nýlega í ræðu á fulltrúaráðsfundi sambandsins í Álasundi að Norð- menn ættu að ganga í ESB og fá þannig úrslitaáhrif á stefnu sam- bandsins í fiskveiðistjórnun og jafn- framt á nýtingu sameiginlegra veiðistofna. Skilyrði fyrir aðild væri að breytingar yrðu á fiskveiðistefnu ESB. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Teige, sem var andvígur samningnum 1994, hvað hefði breyst. „Flestir voru á móti 1994 vegna þess að samningurinn var svo léleg- ur, mönnum fannst norsku samn- ingamennirnir ekki hafa staðið sig sem skyldi. Mér finnst að sjómenn verði að vera þátttakendur í um- ræðunni um aðild að ESB. Það eru að sjálfsögðu sterk rök fyrir aðild að þá tryggjum við okkur aðild að mörkuðum. Ef við fáum núna í gegn tilslökun af hálfu sambandsins varð- andi skiptingu og nýtingu auðlind- anna, sem við fengum ekki þegar við fórum að semja 1994, lausn á óleystum deilum um makríl, síld og kolmunna, þá væri gott að við yrð- um aðilar að ESB.“ Sjávarútvegurinn útundan – En hvers vegna ætti að vera auðveldara að fá aðra niðurstöðu núna en 1994? Er meiri skilningur á sjónarmiðum ykkar í Brussel? „Við verðum ekki aðilar ef Evr- ópusambandið sér ekki kostina við að gera umbætur á fiskveiðistjórn- uninni og jafnframt að semja um þá stofna sem ekki hefur náðst sam- komulag um. Ég vona að það gerist. Norðmenn eiga mikil viðskipti við ESB á mörgum sviðum og hafa þurft að sýna sambandinu ýmiss konar tillitssemi. Sjávarútvegurinn hefur orðið útundan vegna þess að menn hafa lagt áherslu á að ró og friður ríkti í öðrum málum. Við höf- um ekki slegið í borðið og áhrifa- miklir menn í norskum stjórnmál- um hafa ekki haft nægilegan áhuga á sjávarútveginum. En vegna fisk- veiðimálanna hef- ur Noregur ekki gengið í sam- bandið og Evr- ópusambandið hefur því einnig goldið þess að ekki skyldu tak- ast samningar um mikilvæga þætti sjávarútvegsmál- anna.“ Hann segir að samkvæmt reglum ESB ættu Norð- menn að fá stærri hluta af heildar- afla á kolmunna og fleiri tegundum sameiginlegra stofna en þeir hafa nú en deilur hafa staðið um hlut- fallslega skiptingu milli þjóðanna við Norður-Atlantshaf. Evrópusam- bandið verði að koma til móts við þá sem hafi alla atvinnu sína af sjávar- útvegi og samþykkja að íbúar strandhéraðanna hafi lokaorðið um nýtingu auðlindanna, það megi ekki krefjast þess að ráða öllu sjálft. – Ein helsta röksemd andstæð- inga aðildar var að Norðmenn hefðu aðeins fengið ákveðinn aðlögunar- tíma, síðar myndi Brussel taka allar ákvarðanir um fiskveiðimálin. „Ég kom inn á þessi mál í ræð- unni og sagði meðal annars að við gengjum út frá því að stefnu ESB yrði breytt og grundvallaratriðin í fiskveiðistjórnun sem notuð eru í Noregi yrðu í framtíðinni notuð við mótun stefnu Evrópusambandsins. Þá á ég til dæmis við atriði eins og reglur um brottkast og þess háttar. Við setjum fáein grundvallarskilyrði fyrir inngöngu en ef menn vilja gera eitthvað í málinu verða þeir að hefja umræður,“ sagði Sigurd Teige. Stefna Norges Fiskarlag óbreytt Í frétt Aftenposten af ræðu Teige segir að meðal viðstaddra hafi verið Reidar Nilsen, formaður Norges Fiskarlag. Samtökin voru andvíg samningnum við ESB sem felldur var í þjóðaratkvæðinu 1994. Fullyrt er í grein blaðsins að Nilsen sé sam- mála Tiege um að viðhorf hafi breyst en í samtali við Morgunblað- ið segir Nilsen að um nokkra rang- túlkun Aftenposten sé að ræða. „Við setjum mikilvæg skilyrði fyrir því að menn velti þessu yf- irleitt fyrir sér í al- vöru og þau hafa ekki breyst,“ sagði Nilsen. „Norðmenn verða að hafa fullan umráðarétt yfir eig- in auðlindum í lög- sögu sinni, á sama hátt og við ráðum yfir olíunni. Ég tel ónauðsynlegt fyrir norsk stjórnvöld að sækja um aðild fyrr en búið er að leysa þessi mál og álít ekki að breyting hafi orðið á afstöðu Norges Fiskarlag. Þegar áðurnefnt skilyrði hefur verið uppfyllt horfir málið allt öðru vísi við.“ Hann segir samtökin ekki hafa efnt á ný til umræðu um aðildarmál- in, það hafi verið Teige sem bent hafi á að hægt væri að leysa mörg vandamál með því að vera í Evrópu- sambandinu. Nilsen segist hafa tek- ið undir það en þar sem ekki hafi tekist að leysa deiluna um umráða- réttinn sé málið ekki á dagskrá. En telur Nilsen að líkurnar á að ESB breyti stefnu sinni séu meiri núna en 1994? „Það veit ég vissulega ekki en mér finnst að sambandið ætti að skilja að það gæti aldrei gengið fyr- ir norska sjómenn að láta af hendi auðlindirnar sem þeir hafa nú til umráða. Þegar upp er staðið eru það þær sem við verðum að lifa á þegar olían er búin. þetta ættu menn að skilja í Brussel. Þessi þröskuldur var fyrir hendi 1972 og einnig 1994, hann verður það áfram,“ sagði Reidar Nilsen. Vilja að Norðmenn slái í borðið í Brussel Skilyrði norskra sjómanna fyrir ESB-aðild enn sem fyrr að þjóðin ráði yfir fiskimiðum sínum ’ Við setjum fáeingrundvallarskilyrði fyrir inngöngu en ef menn vilja gera eitthvað í málinu verða þeir að hefja umræður ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.