Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 43 Hagstæð skíðafargjöld með Flugleiðum og SAS á bestu skíðasvæði Evrópu ÍTALÍA Mílanó 41.875 kr.* • Madonna di Campiglio • Val di Fassa • Selva Val Gardena FRAKKLAND Genf 42.125 kr.* • Val d´Isère / Tignes • Dalirnir þrír (Méribel, Courcheval og Val Thorens) • Chamonix AUSTURRÍKI München 42.365 kr.* • Kitzbühel / Kirchberg • Zell am See • Lech / St. Anton SVISS Zürich 42.555 kr.* • St. Moritz • Cranz Montana • Davos Skíða-ævintýri FRANKFURT – flug og bíll 47.990 kr.** m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku. PARÍS – flug og bíll 47.800 kr.** m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku. Snjórinn færir okkur nær hvert öðru… * Verð með flugvallarsköttum og þjónustugjaldi. Flogið er í gegnum Kaupmannahöfn og áfram með SAS. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 5. jan. til 20. mars (síðasti heim komudagur er 27. mars). Bókunarfyrirvari er 7 dagar. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 21 dagur. ** Verð með flugvallarsköttum og þjónustugjaldi. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 26. nóv. til 31. mars (síðasti heimkomu dagur er 21. apríl). Enginn bókunarfyrirvari. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 21 dagur. */** 2ja–11 ára börn greiða 67% og yngri en 2ja ára greiða 10% af fargjaldi. Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða Fjarsölu Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud.–föstud. kl. 8–20, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. frá kl. 10–16). Nýi skíða- bæklingurinn liggur frammi á öllum söluskrifstofum okkar. Náðu þér í eintak. www.icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 16 01 2 0 1/ 20 02 HÉRAÐSDÓMUR Austurlands framlengdi á miðvikudag greiðslu- stöðvun Skjávarpsins en í Morg- unblaðinu laugardaginn 12. janúar sl. var ranglega greint frá því að það hefði þá þegar verið gert. Línubrengl í verðkönnun Í töflu sem fylgdi verðkönnun í blaðinu í gær á algengum neyslu- vörum á Íslandi og í fimm evru- löndum varð línubrengl í þeim dálki þar sem verð í Hollandi er tekið saman í íslenskum krónum, án sölu- skatts. Rétt verð kemur fram í evr- um og ísl. krónum með söluskatti í töflunni þannig að brenglið hefur ekki áhrif á niðurstöður könnunar- innar. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Ingimundar Þ. Guðnasonar, vara- oddvita Gerðahrepps, í frétt á Suð- urnesjasíðu blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT DREGIÐ var úr lukkupotti Alþjóða- líftryggingafélagsins 23. des. síð- astliðinn. Á myndinni er Ólafur Bragason tryggingaráðgjafi að af- henda Sveini Ómari Ólafssyni vinn- inginn, gjafakort frá ferðaskrifstof- unni Terra Nova hf. Einnig voru dregnir út 35 auka- vinningar, segir í fréttatilkynn- ingu. Dregið úr lukkupotti MANNELDISRÁÐ hefur gefið út nýjan bækling, Tekið í taumana – stuðningur og ábendingar fyrir þá sem vilja grennast. Eins og nafnið bendir til er hann ætlaður þeim sem eru heldur þyngri en þeim er hollt og vilja gjarnan gera eitthvað til að snúa þróuninni við. Í bæklingnum er fjallað á ein- faldan hátt um þátt hreyfingar, mataræðis og ekki síst hugarfars við að halda þyngdinni í skefjum og sýnd dæmi um smávægilegar breytingar á lífsstíl sem geta gert gæfumuninn þegar þyngdin er annars vegar. Þar er líka að finna ýmis sjálfspróf og tillögur að mat- seðlum. Ritið er myndskreytt af Brian Pilkington. Hægt er að skoða og panta bæklinginn á heimasíðu Manneldisráðs, www.- manneldi.is. Eins verður hægt að kaupa ritið á heilsugæslustöðvum og víðar. Nýr bæklingur frá Manneldisráði Tekið í taumana FÉLAGAR Vinstri-grænna í Grund- arfirði stofnuðu sérstaka félagsdeild sunnudaginn 13. janúar. Á fundinum var samþykkt að stefna að framboði á vegum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Grundarfirði við sveitarstjórnarkosningarnar á vori komanda. Stjórn Vinstri-grænna í Grundar- firði skipa: Emil Sigurðsson vél- stjóri, formaður, og meðstjórnendur Matthildur S. Guðmundsdóttir leik- skólakennari og Helena María Jóns- dóttir verslunarmaður. Gestir fundarins voru alþingis- mennirnir Jón Bjarnason og Kol- brún Halldórsdóttir og Sigurður Helgason, Hraunholtum, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs á Vesturlandi, segir í frétt frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Grundarfirði. Félagsdeild VG stofnuð í Grundarfirði SKIPULAGSSTOFNUN hefur í úr- skurði um mat á umhverfisáhrifum fallist á lagningu Snæfellsnesvegar í Eyrarsveit og Helgafellssveit um Kolgrafarfjörð samkvæmt leiðum 1, 2 og 3 eins og þeim er lýst í gögnum framkvæmdaraðila, segir í fréttatil- kynningu. Það skilyrði er sett að tryggt verði að því sem næst full vatns- skipti verði í Kolgrafarfirði að loknum framkvæmdum. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úr- skurðinn er einnig að finna á heima- síðu Skipulagsstofnunar: www.skipu- lag.is. Úrskurð Skipulagstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 20. febrúar 2002. Fallist á veg um KolgrafarfjörðHINN 16. janúar sl. á milli kl. 17.30 og 21 var ekið á vinstri afturhurð bif- reiðarinnar TD-337, sem er grá Ren- ault-fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus á bifreiðastæði við Ingólfsstræti 19. Sá sem það gerði fór hins vegar af vettvangi án þess að tilkynna það hlutaðeigandi eða lög- reglu. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að hafa samband við lögreglu. Þá var hinn 16. janúar sl. á milli kl. 10 og 11.30 ekið á bifreiðina OZ-299, sem er rauð Daewoo-fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus við Gaukshóla 2. Tjónvaldur yfirgaf vettvang án þess að tilkynna tjónið. Hann eða aðrir sem geta gefið frek- ari upplýsingar snúi sér til lögregl- unnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.