Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ sitja í kaffistofunni í Skaft- felli á Seyðisfirði og horfa yfir fjörðinn á svart-hvíta snævi drifna fjallshlíðina á móti þar sem steinar og klettar stinga sér upp úr snjón- um er eins og að horfa á teikningu eftir Birgi Andrésson. Sýnin er á mörkum tvívíddar og þrívíddar og rammíslensk. Á sýningunni Fossar í firði hafa þeir ruglað saman reitum, Birgir og ljósmyndarinn Magnús Reynir Jónsson. Magnús hefur myndað fossana í Fjarðaránni sem rennur ofan af heiðinni og niður í Seyð- isfjörð og Birgir teiknar allná- kvæmar eftirmyndir ljósmyndanna, speglaðar. Þannig horfum við á það hvernig unnið er úr raunveruleik- anum, líkt og hann blasir við út um gluggann á Skaftfelli, og hann svo endurunninn eftir eftirmyndinni. Sýninguna má flokka sem „site specific“ eða staðbundna þar sem listamennirnir gera sér mat úr ná- grenni sýningarstaðarins. Gestir gætu nokkuð auðveldlega skoðað fyrirmyndirnar fyrst og svo sýn- inguna eða fyrst sýninguna og farið svo í göngutúr upp með ánni til að sjá fyrirmyndirnar. Í sýningarskrá gerir Gunnar J. Árnason speglunina að umtalsefni og spyr hvort spegilmynd sé í raun mynd og segir jafnframt réttilega að spegilmyndir og samhverfur séu sambærileg fyrirbæri. Á sýning- unni eru hver ljósmynd og sam- svarandi teikning hengdar upp hlið við hlið eins og samhverfur enda væri hægt að leggja þær hvora of- aná aðra og allt félli saman. Sam- hverfur eru þekkt fyrirbæri í list- um, manngerðum hlutum almennt og í náttúrunni eins og Gunnar kemur inn á í texta sínum, en sá listamaður sem helst hefur unnið með samhverfuna á síðustu árum er Hrafnkell Sigurðsson en hann hefur gert verk sem beinlíns eru landslag speglað í miðju. Ég man ekki til þess að Birgir hafi áður unnið með speglunina sem ákveðið þema eða þá að hann hafi unnið jafnnáið með öðrum listamanni og hann gerir hér. Hing- að til hefur Birgir verið þekktastur fyrir að vinna með Ísland, íslenska menningu og þjóðarþel. Í þeirri vinnu hafa bæði komið við sögu lýs- ingar í texta á mönnum, staðhátt- um og náttúrufyrirbærum sem og litir sem hann hefur kallað ís- lenska. Þó að hér sé Birgir í raun að halda áfram að fjalla um íslensk- an veruleika og handverkið er um áherslumun að ræða og niðurstað- an er áhugaverð. Listamenn eru gjarnan sagðir endurspegla sam- tíma sinn og umhverfi í verkum sín- um og það gerir Birgir hér á tvo vegu. Birgir hefur talað um teikn- inguna sem nokkurskonar hand- verk, óð til þessa handgerða, að fyrir honum sé sú athöfn að strita við að gera eftirmynd einhvers á pappír, aðferð til að komast í snert- ingu við viðfangsefnið. Í þessum nýju teikningum er hann að mínu mati kominn frá þeim áherslu- punkti og nær því sem kallast hrein teiknilist. Ljósmyndir Magnúsar eru fal- legar og njóta sín vel. Í þeim er skerpa og kraftur sem beislaður hefur verið. Með ljósmyndavélinni frystir hann dropana í loftinu, líkt og Ólafur Elíasson myndlistarmað- ur hefur gert í innsetningum þar sem hann notar rennandi vatn og blikkljós, svokallað „strope“ ljós. Skiljanlega eru ljósmyndirnar skýrari en teikningarnar og í þeim er meiri dýpt og fleiri birtustig. Teikningarnar eru hins vegar frá- bærlega gerðar enda er það ekki heiglum hent að gera blýantsmynd- ir af rennandi og frussandi vatni. MYNDLIST Menningarmiðstöðin Skaftfell Sýningunni er lokið LJÓSMYNDIR OG TEIKNINGAR BIRGIR ANDRÉSSON OG MAGNÚS REYN- IR JÓNSSON Spegil- myndir Foss í Fjarðará, ljósmynd og spegluð teikning. Þóroddur Bjarnason KÍNA er eitt af elstu menning- arríkjum heims og fyrr á öldum hafði tónlist mikla þýðingu, ekki að- eins til skemmtunar heldur var hún einnig talin nauðsynleg í tengslum við pólitískar ákvarðanir og varða miklu um allt jafnvægi þjóðlífsins. Meginmunurinn á kínverskri tónlist og þeirri vestrænu er tónstiginn, fimm tóna tónstiginn, þar sem fjórða og sjöunda tóni hins vestræna dúr- tónstiga er sleppt. Þá er ekki að finna í gamalli kínverskri tónlist sama skilning á hljómum og sam- skipan þeirra, þ.e. að svonefnd nið- urlög, sem halda saman setninga- skipan tónhendinga á Vestur- löndum, er ekki að finna í gamalli kínverskri tónlist. Þá er merkilegt, að sterk tengsl eru á milli málhljóða kínverskunnar og aðferða við tón- myndun hljóðfæris og að í stað þess að túlka tilfinningar er tónlist oftast notuð til að segja sögu eða líkja eftir atburðum, eins og gerist í svonefndri hermitónlist. Tónverkin heita því nöfnum eins og Útsprungin blóm í mánaskini, Hinn gullni Fönix laðast að lóninu, Úlfaldabjöllur á silkiveg- inum, Fasani sýnir fjaðrir sínar og Fyrirsát á alla vegu, sem lýsir bar- daga, vagnskrölti, vopnagný og gneggi stríðshesta. Til að skilja þessi verk til fullnustu þarf vestrænn hlustandi að þekkja kínverskan lát- bragðsleik, því milli þessara list- greina, látbragðsleiks og tónlistar, er atferlislega og tónrænt jafnmikill skyldleiki og er varðandi blæmótun hljóðanna og tungumálsins. Hljóðfærin sem leikið var á nefn- ast; Ruan, þriggja (fjögurra) strengja lúta, Yang chin, „útlendur sítar“ eða dúlsimer, sem talinn er kominn til Kína á 18. öld, og munn- orgelið Scheng, sem fyrst er getið í kínverskum heimildum fyrir um það bil 3000 árum en er þekkt víða í Asíu í ótrúlega margvíslegum gerðum. Munnorgelið er að því leyti til merkilegt, að það er ekki fyrr en 250 fyrir Krists burð sem Grikki (Ktes- ibios) leysir vandamálið með pípu- orgelið, Hydraulis. Alls konar lútur eru til með allt frá tveimur strengj- um til 21 strengs. Hér var leikið á fjögurra strengja lútu, er nefnist Pipa, og á 21 strengs hljóðfæri, sem í efnisskrá er nefnt Guzheng. Tveggja (og eins) strengja fiðla er til í mörg- um gerðum víða um heim en sú kín- verska nefnist Erhu og önnur gerð hennar er nefnd Hu ch’in. Þverflaut- an kínverska er í efnisskrá nefnd Bawn en einnig er til að hún sé nefnd Ti-tzu, en á þessa fallegu flautu var leikið lagið Söngur fiskimannsins. Tvö fyrstu lögin sem hljómsveitin lék, Útsprungin blóm í mánaskini og Dans frá Xinjiang, bera merki vest- rænnar hljómskipunar. Einleikur Sheng um fuglinn Fönix var skemmtilega útfærður, með miklu víbrató, sem sjálfsagt á að tákna arnsúginn í flugi þessa stóra fugls. Á Ruan var leikið verkið Úlfaldabjöll- ur á silkiveginum og er þarna líklega átt við hina fornu verslunarleið á milli Austurlanda nær og Kína. Ein- leikur á Pipa var hreint út sagt stór- kostlegur, þar sem lýst var bardaga með miklum tilþrifum. Eftir hlé voru leikin þrjú tilbrigði um plómutré á munnorgelið Sheng. Skipun hershöfðingjans var leikin á Yang shin með miklum tilþrifum og á tveggja strengja fiðluna var leikið fallegt tónverk eftir Hua Yanqun (1893–1950) er nefnist Máninn speglast í tjörninni. Tónleikunum lauk með flutningi tveggja íslenskra laga og var það fyrra Vestmanna- eyjar eftir Arnþór Helgason, eitt af vinsælli lögum hans, og Ég leitaði blárra blóma eftir Gylfa Þ. Gíslason. Þrátt fyrir ágætan leik hljómsveit- arinnar var svolítið sérkennilegt að heyra þessi lög í kínverskri útfærslu. Í heild voru þetta bæði skemmtilegir og sérstæðir tónleikar og flutningur allra verkanna frábærlega útfærður. Til Íslands kemur hljómsveitin til að halda upp á 30 ára stjórnmálatengsl Kína og Íslands og einnig vegna væntanlegrar vörusýningar sem haldin verður um næstu helgi í Laugardalshöllinni. Sérstæðir tónleikar TÓNLIST Salurinn Sextett úr kínversku kvikmynda- hljómsveitinni flutti nýja og gamla kín- verska tónlist og tvö íslensk sönglög, út- sett fyrir kínversk hljóðfæri. Þriðjudaginn 15. janúar. KÍNVERSKIR KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson ÆFINGAR á nýrri leikgerð af sög- unni um Rauðhettu eftir Charlotte Bøving í þýðingu Þórarins Eldjárns eru nýhafnar í Hafnarfjarðarleik- húsinu. Frumsýningin er fyrir- huguð fimmtudaginn 14. febrúar. Charlotte Bøving er jafnframt leikstjóri Rauðhettu auk þess sem hún hefur samið söngva sem eru fjölmargir í sýningunni. Charlotte er danskættuð leikkona sem getið hefur sér gott orð í heimalandi sínu og 1996 hlaut hún m.a. hin eft- irsóttu Henkel-verðlaun. Meðal þekktra leikkvenna sem fengið hafa Henkel verðlaunin eru Ghita Nörby og Bodil Udsen. Charlotte hefur verið búsett á Íslandi und- anfarin tvö ár og tekst nú á við fyrsta stóra verkefnið sitt hér- lendis. Leikarar eru Þórunn Erna Clausen, Björgvin Franz Gíslason, Björk Jakobsdóttir og Jóhanna Jón- as. Leikmynd er eftir Erling Jó- hannesson. Leikgervi og búninga gerir Ásta Hafþórsdóttir og lýsingu annast Björn Kristjánsson. Morgunblaðið/Þorkell Charlotte Bøving, Þórunn Clausen og Björk Jakobsdóttir æfa Rauðhettu. Rauðhetta lifnar í Hafnarfirði LEIKSTJÓRINN og handrits- höfundurinn Bruno Podalydès hefur vakið athygli fyrir kvikmyndagerð sína undanfarin ár. Gamanmyndin Guð einn sér mig er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd og vann hún til César-verðlaunanna frönsku sem besta leikstjórnarfrumraunin. Þessi rómantíska gamanmynd er vel að þeim verðlaunum kominn, enda feiknavel skrifuð kómedía, með til- vistarkrepptum undirtóni. Leikarinn Denis Podalydès fer þar með aðal- hlutverk indæls ungs manns, sem verður fyrir a.m.k. þremur örvum Erosar í kringum störf sín sem kvik- myndagerðarmaður kosningaher- ferðar fyrir bæjarstjórakosningar í Toulouse. Sjálfur hefur hann ekkert allt of sterka sjálfsmynd, og er þetta skeið margfalds tilhugalífs því mjög átakamikið fyrir hann. Aðal þessarar gamansömu og léttu ástarsögu er frábærar samtalssenur sem taka til ýmissa þátta í frönsku samfélagi og skemmtilega ofin atburðarás sem leiðir aðalpersónuna og áhorfandann sífellt inn á óvæntar brautir. Af þess- ari kvikmynd að dæma virðist sem samstarf Filmundar og Alliance Francaise hafi skilað hér mjög verð- ugu markmiði, þ.e. að gefa íslensk- um bíógestum sýnishorn af vandaðri samtímakvikmyndagerð í Frakk- landi. Óvæntar brautir KVIKMYNDIR Háskólabíó, Filmundur/Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjórn og handrit: Bruno Podalydès. Leikarar: Denis Podalydès, Anna Isabelle Candeiler, Cécile Bouillot og Jean-Noël Brouté. Sýningartími: 120 mín. Frakk- land, 1998. DIEU SEUL ME VOIT (GUÐ EINN SÉR MIG)  Heiða Jóhannsdóttir SÝNING á verkum norsku veflist- arkonunnar Annette Holdensen verður opnuð í anddyri Norræna hússins í dag og er viðfangsefni hennar bátar. Annette er búsett í Óðinsvéum. Hún hefur notað bátsformið sem viðfangsefni í allmargar sýningar, sem hún hefur haldið í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og nú síðast í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Efniviðurinn sem Annette notar í bátana er mjög fjölbreyttur; grindin er oftast gerð úr trélistum, en hún formar líka grindina með því að binda hana saman, líma eða flétta úr pílviðargreinum. Nokkrir bátanna eru steyptir yfir form úr pappír, gips, grisju, léreft og svo framvegis. Líkanið er síðan klætt með efnum af ýmsum toga og má m.a. nefna fílt, þakrör, þang, lauf- blöð, trjábörk, álaroð, fjaðrir, þarma, kindavambir, leður og svo mætti lengi telja. Upphaflega voru bátslíkönin 71, og voru þau fyrst til sýnis 1994 í nýjum sýningarsal, Filosoffen í Óð- insvéum. Á sýningunni í Norræna húsinu verður sýnt úrval af þessum bátslíkönum. Guðrún Gunnarsdóttir, textíl- hönnuður og myndlistarmaður, sá um uppsetningu sýningarinnar. Sýningin verður opin daglega kl. 8–17 mánudaga til laugardaga, sunnudaga kl. 12–17 fram til sunnudagsins 17. febrúar. Aðgang- ur er ókeypis. Bátsform í anddyri Nor- ræna hússins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.