Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁRIÐ 2000 var gerð hérlendis 231 réttarkrufning, 205 í Reykjavík og 26 á Akureyri. Sé litið á skiptingu or- saka þeirra sem krufðir voru í Reykjavík létust 100 af sjúkdómum, voveifleg dauðsföll voru 102 og í þremur tilvikum var orsök óþekkt. Sjálfsvíg voru 45 árið 2000 en þau hafa mörg síðustu ár verið á bilinu 25 til 30. 12,6% látinna krufðir réttarkrufningu Gunnlaugur Geirsson, prófessor og forstöðumaður rannsóknastofu í meinafræði og réttarlæknisfræði, ræddi um óvænt dauðsföll á lækna- dögum sem nú standa yfir. Kom fram að árið 2000 létust 1.823 á land- inu, 906 karlar og 917 konur. Voru 12,6% hinna látnu krufðir réttar- krufningu, alls 231 og 205 í Reykja- vík. Annaðist Þóra Stephensen flest- ar krufningarnar. Af þeim 100 sem létust vegna sjúkdóma voru hjarta- og æðasjúk- dómar orsökin hjá 75 manns. Níu lét- ust vegna lungnasjúkdóma, 9 vegna heilasjúkdóma, 5 vegna meltingar- færasjúkdóma og tveir vegna krabbameins. Þrjú tilvik óútskýrð Voveiflegan dauðdaga hlutu 102. Þar af voru fjögur morð, 45 sjálfsvíg og 53 létust vegna slysa, svo sem um- ferðarslysa, flugslysa og vinnuslysa. Gunnlaugur sagði fjölda sjálfsvíga óvenju mikinn en yfirleitt væru þau á bilinu 25 til 30 og hefði sjálfsvígstil- vikum aftur fækkað á síðasta ári. Kvað hann enga skýringu á þessari fjölgun. Ekki fannst dánarorsök í þremur tilvikum en eitt tilvikið er vegna vöggudauða sem Gunnlaugur sagði ekki unnt að útskýra. Gunnlaugur Geirsson sagði til- gang réttarkrufninga meðal annars þann að upplýsa um óvænt og voveif- leg dauðsföll en einnig til að halda mætti sem nákvæmasta skrá um dánarmein. Þær væru einnig í þágu ættingja og sagði Gunnlaugur ætt- ingja í 80 til 90% tilvika þiggja boð lækna um að ræða niðurstöður krufninga og fá nánari upplýsingar. Slíkt væri mikilvægur liður í upp- gjöri ættingjanna eftir óvænt dauðs- fall. Unnið er að samantekt um niður- stöður síðasta árs en þar sem ekki er lokið öllum málum segir Gunnlaugur nokkuð í að þær verði birtar. 231 réttarkrufning var framkvæmd hér á landi árið 2000 Sjálfsvíg voru 45 og 53 létust vegna slysa  Síaukinn/30 HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 25 ára mann, Davíð Inga Þorsteins- son, í þriggja ára fangelsi fyrir tvö rán og tvær ránstilraunir. Brot hans þóttu hættuleg og fólskuleg, sérstaklega þegar hann ógnaði af- greiðslumanni með sprautu. Í sprautunálinni var blóð úr honum, en hann er smitaður af lifrarbólgu- veiru C. Brotin framdi maðurinn á fjór- um dögum í maí sl. Á miðvikudegi ógnaði hann afgreiðslumanni í bókabúð við Laugaveg með því að taka hann hálstaki og reka odd- hvassan hlut í hnakka hans. Þann- ig neyddi hann manninn til að af- henda sér um 21 þúsund krónur úr afgreiðslukassa. Síðar sama dag fór hann vopn- aður lítilli sög inn í verslun við Óð- insgötu, hótaði afgreiðslustúlku með söginni og réðst á hana. Hann hörfaði af vettvangi þegar eigin- maður hennar kom inn í versl- unina. Næsta laugardag fór hann inn í gistiheimili við Flókagötu, vopn- aður brotinni flösku. Hann hótaði afgreiðslumanni og neyddi hann til að afhenda sér fimm þúsund krón- ur úr peningakassa. Um nóttina fór hann inn á hótel við Rauðarárstíg, réðst að af- greiðslumanni og hótaði honum með sprautu. Þeir lentu í átökum og afgreiðslumanninum tókst að losa sprautuna úr hendi hans og halda honum þar til lögregla kom á vettvang. Um þessa árás segir Hæstiréttur að hún hafi verið sér- staklega ófyrirleitin og hættuleg. Þriggja ára fangelsi fyrir rán „Ófyrirleitin og hættuleg“ atlaga með sprautu KARLAR hafa tilhneigingu til að láta hár sitt vaxa og „mjúkar línur“ eru í vaxandi mæli að ryðja sér til rúms. Hárgreiðslan er mismunandi; toppar eru greiddir fram á ennið eða til hliðar, sumir vilja hafa hárið dá- lítið loðnara í vöngum og menn velta því fyrir sér hvort hár- greiðslan, sem Bítlarnir voru með þegar þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið, eigi eftir að ryðja sér aftur til rúms. Hárskerar og hárgreiðslumeist- Mjúkar línur og loðið í vangann Dálítið villtur, en snyrti- mennskan þó í fyrirrúmi. Stutt, sítt/B 1 arar telja poppara og íþrótta- stjörnur hafa meiri áhrif á hár- tísku karla, en tískukónga úti í heimi. Dæmi um það er snoð- klipping í anda fótboltakappans David Beckhams, sem enn er feikivinsæl en virðist þó heldur vera á undanhaldi. Frelsið sem einkenndi hártísku karla síðasta áratuginn verður enn við lýði, en útfærslur aðeins með öðrum blæ. Morgunblaðið/Golli GLUGGAÞVOTTUR er iðja sem kaupmenn taka sér gjarnan fyrir hendur þegar færi gefst, enda mikilvægt að viðskiptavinir njóti sem best að horfa inn í verslunina. Í gær var kústinum strok- ið yfir glugga Gallerís Foldar og svo virðist sem listagyðjan hafi náð tökum á hreingerning- armanninum, sem dreifir löðrinu með listrænum strokum yfir rúðuna á meðan hann virðir fyrir sér listaverkin innandyra. Listrænn gluggaþvottur Steinullarverksmiðjan Tilboð í hlutabréf Skaga- fjarðar BYGGÐARÁÐ Skagafjarðar fjallaði á fundi sínum í gær um tilboð sem borist hefur í hlutabréf sveitarfé- lagsins í Steinullarverksmiðjunni. Um er að ræða hlut upp á tæp 24%. Tilboðið er sameiginlegt frá Kaup- félagi Skagfirðinga, BYKO og Húsa- smiðjunni, sem öll eiga fyrir hlut í verksmiðjunni. Kaupfélagið á tæp 5% og BYKO og Húsasmiðjan sameiginlega í gegnum eignarhalds- félög rúm 12%. Byggðaráð samþykkti að gera gagntilboð Samþykkti meirihluti byggðaráðs að fela Jóni Gauta Jónssyni sveitar- stjóra að gera þessum aðilum gagn- tilboð í samráði við annan meðeig- anda, finnska fyrirtækið Paroc, sem á tæp 28%. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í minnihluta ráðsins greiddu þeirri tillögu ekki atkvæði að gera gagntilboð heldur sátu þeir hjá. Stærsti eigandi verksmiðjunnar er ríkissjóður með 30,1% eignarhlut. Nafnverð hlutafjár í fyrirtækinu er 275,5 milljónir króna og eigið fé þess um síðustu áramót var 518 milljónir. Tveir léttir! Nýjun g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.