Morgunblaðið - 18.01.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 18.01.2002, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁRIÐ 2000 var gerð hérlendis 231 réttarkrufning, 205 í Reykjavík og 26 á Akureyri. Sé litið á skiptingu or- saka þeirra sem krufðir voru í Reykjavík létust 100 af sjúkdómum, voveifleg dauðsföll voru 102 og í þremur tilvikum var orsök óþekkt. Sjálfsvíg voru 45 árið 2000 en þau hafa mörg síðustu ár verið á bilinu 25 til 30. 12,6% látinna krufðir réttarkrufningu Gunnlaugur Geirsson, prófessor og forstöðumaður rannsóknastofu í meinafræði og réttarlæknisfræði, ræddi um óvænt dauðsföll á lækna- dögum sem nú standa yfir. Kom fram að árið 2000 létust 1.823 á land- inu, 906 karlar og 917 konur. Voru 12,6% hinna látnu krufðir réttar- krufningu, alls 231 og 205 í Reykja- vík. Annaðist Þóra Stephensen flest- ar krufningarnar. Af þeim 100 sem létust vegna sjúkdóma voru hjarta- og æðasjúk- dómar orsökin hjá 75 manns. Níu lét- ust vegna lungnasjúkdóma, 9 vegna heilasjúkdóma, 5 vegna meltingar- færasjúkdóma og tveir vegna krabbameins. Þrjú tilvik óútskýrð Voveiflegan dauðdaga hlutu 102. Þar af voru fjögur morð, 45 sjálfsvíg og 53 létust vegna slysa, svo sem um- ferðarslysa, flugslysa og vinnuslysa. Gunnlaugur sagði fjölda sjálfsvíga óvenju mikinn en yfirleitt væru þau á bilinu 25 til 30 og hefði sjálfsvígstil- vikum aftur fækkað á síðasta ári. Kvað hann enga skýringu á þessari fjölgun. Ekki fannst dánarorsök í þremur tilvikum en eitt tilvikið er vegna vöggudauða sem Gunnlaugur sagði ekki unnt að útskýra. Gunnlaugur Geirsson sagði til- gang réttarkrufninga meðal annars þann að upplýsa um óvænt og voveif- leg dauðsföll en einnig til að halda mætti sem nákvæmasta skrá um dánarmein. Þær væru einnig í þágu ættingja og sagði Gunnlaugur ætt- ingja í 80 til 90% tilvika þiggja boð lækna um að ræða niðurstöður krufninga og fá nánari upplýsingar. Slíkt væri mikilvægur liður í upp- gjöri ættingjanna eftir óvænt dauðs- fall. Unnið er að samantekt um niður- stöður síðasta árs en þar sem ekki er lokið öllum málum segir Gunnlaugur nokkuð í að þær verði birtar. 231 réttarkrufning var framkvæmd hér á landi árið 2000 Sjálfsvíg voru 45 og 53 létust vegna slysa  Síaukinn/30 HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 25 ára mann, Davíð Inga Þorsteins- son, í þriggja ára fangelsi fyrir tvö rán og tvær ránstilraunir. Brot hans þóttu hættuleg og fólskuleg, sérstaklega þegar hann ógnaði af- greiðslumanni með sprautu. Í sprautunálinni var blóð úr honum, en hann er smitaður af lifrarbólgu- veiru C. Brotin framdi maðurinn á fjór- um dögum í maí sl. Á miðvikudegi ógnaði hann afgreiðslumanni í bókabúð við Laugaveg með því að taka hann hálstaki og reka odd- hvassan hlut í hnakka hans. Þann- ig neyddi hann manninn til að af- henda sér um 21 þúsund krónur úr afgreiðslukassa. Síðar sama dag fór hann vopn- aður lítilli sög inn í verslun við Óð- insgötu, hótaði afgreiðslustúlku með söginni og réðst á hana. Hann hörfaði af vettvangi þegar eigin- maður hennar kom inn í versl- unina. Næsta laugardag fór hann inn í gistiheimili við Flókagötu, vopn- aður brotinni flösku. Hann hótaði afgreiðslumanni og neyddi hann til að afhenda sér fimm þúsund krón- ur úr peningakassa. Um nóttina fór hann inn á hótel við Rauðarárstíg, réðst að af- greiðslumanni og hótaði honum með sprautu. Þeir lentu í átökum og afgreiðslumanninum tókst að losa sprautuna úr hendi hans og halda honum þar til lögregla kom á vettvang. Um þessa árás segir Hæstiréttur að hún hafi verið sér- staklega ófyrirleitin og hættuleg. Þriggja ára fangelsi fyrir rán „Ófyrirleitin og hættuleg“ atlaga með sprautu KARLAR hafa tilhneigingu til að láta hár sitt vaxa og „mjúkar línur“ eru í vaxandi mæli að ryðja sér til rúms. Hárgreiðslan er mismunandi; toppar eru greiddir fram á ennið eða til hliðar, sumir vilja hafa hárið dá- lítið loðnara í vöngum og menn velta því fyrir sér hvort hár- greiðslan, sem Bítlarnir voru með þegar þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið, eigi eftir að ryðja sér aftur til rúms. Hárskerar og hárgreiðslumeist- Mjúkar línur og loðið í vangann Dálítið villtur, en snyrti- mennskan þó í fyrirrúmi. Stutt, sítt/B 1 arar telja poppara og íþrótta- stjörnur hafa meiri áhrif á hár- tísku karla, en tískukónga úti í heimi. Dæmi um það er snoð- klipping í anda fótboltakappans David Beckhams, sem enn er feikivinsæl en virðist þó heldur vera á undanhaldi. Frelsið sem einkenndi hártísku karla síðasta áratuginn verður enn við lýði, en útfærslur aðeins með öðrum blæ. Morgunblaðið/Golli GLUGGAÞVOTTUR er iðja sem kaupmenn taka sér gjarnan fyrir hendur þegar færi gefst, enda mikilvægt að viðskiptavinir njóti sem best að horfa inn í verslunina. Í gær var kústinum strok- ið yfir glugga Gallerís Foldar og svo virðist sem listagyðjan hafi náð tökum á hreingerning- armanninum, sem dreifir löðrinu með listrænum strokum yfir rúðuna á meðan hann virðir fyrir sér listaverkin innandyra. Listrænn gluggaþvottur Steinullarverksmiðjan Tilboð í hlutabréf Skaga- fjarðar BYGGÐARÁÐ Skagafjarðar fjallaði á fundi sínum í gær um tilboð sem borist hefur í hlutabréf sveitarfé- lagsins í Steinullarverksmiðjunni. Um er að ræða hlut upp á tæp 24%. Tilboðið er sameiginlegt frá Kaup- félagi Skagfirðinga, BYKO og Húsa- smiðjunni, sem öll eiga fyrir hlut í verksmiðjunni. Kaupfélagið á tæp 5% og BYKO og Húsasmiðjan sameiginlega í gegnum eignarhalds- félög rúm 12%. Byggðaráð samþykkti að gera gagntilboð Samþykkti meirihluti byggðaráðs að fela Jóni Gauta Jónssyni sveitar- stjóra að gera þessum aðilum gagn- tilboð í samráði við annan meðeig- anda, finnska fyrirtækið Paroc, sem á tæp 28%. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í minnihluta ráðsins greiddu þeirri tillögu ekki atkvæði að gera gagntilboð heldur sátu þeir hjá. Stærsti eigandi verksmiðjunnar er ríkissjóður með 30,1% eignarhlut. Nafnverð hlutafjár í fyrirtækinu er 275,5 milljónir króna og eigið fé þess um síðustu áramót var 518 milljónir. Tveir léttir! Nýjun g

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.