Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 27 Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433 Blússur kr. 1.000 Pils kr. 1.000 FORVARNIR sjúk- dóma miða að því að hinn almenni borgari öðlist betri vitund um leiðir til að bæta heilsu sína og lífslík- ur. Hann þarf að eiga kost á vönduðum upp- lýsingum um sérstaka áhættuþætti, hvaða breytingar hann geti gert á lífsstíl sínum sér til heilsubótar og hvernig megi fylgjast með heilsufarsástandi á markvissan hátt og greina heilsufarsvand- ann áður en í óefni er komið. Það hefur reynst þrautin þyngri að fjármagna forvarnaraðgerðir. Áherslan í heilbrigðiskerfinu er gjarnan á afleiðingar sjúkdóma, ekki orsakir eða varnir gegn þeim. Þó eru mörg góð dæmi um öflugt starf að forvörnum og greiningu sjúkdóma á forstigum en upphaf þeirra má ávallt rekja til frum- kvæðis frá frjálsum félagasamtök- um en ekki hinnar ríkisreknu heil- brigðisþjónustu. Má nefna sem dæmi frum- kvöðulsstarf SÍBS, Krabbameins- félags Íslands, Hjartaverndar, SÁÁ, slysavarnarfélaga og margra annarra félagasamtaka. Þessi félög hafa líka öll sótt hvatningu og stuðning til samtaka og stuðnings- hópa þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á sjúkdómum. Gleðilegt er að sjá hvernig það fólk hefur lagt mikið og óeigingjarnt starf af mörkum til að aðstoða þá sem glíma við sjúkdóma hverju sinni með því að deila með þeim reynslu sinni, styrk og vonum og um leið að vísa veginn fram á við og benda á leiðir til úrbóta. Tölulegar stað- reyndir Á hverju ári grein- ast um 112 Íslending- ar að meðaltali með krabbamein í ristli og endaþarmi og árlega deyja um 40 af völd- um þeirra. Þetta er þriðja algengasta krabbamein hér á landi. Þessar staðreyndir eru sérstaklega íhug- unarverðar þar sem talið er að í þremur af hverjum fjórum tilvik- um megi ná góðum bata með markvissri meðferð ef sjúkdómur- inn er greindur á forstigum. Krabbamein í ristli og enda- þarmi hefur eins og legháls- krabbamein góðkynja forstig sem sumir ganga með í allt að 10 ár áð- ur en forstigið, sem er slímhúð- arsepi (kirtilæxli), verður að krabbameini. Úr þessum góðkynja forstigum blæðir stundum og finnst þá blóð í hægðum. Þá er gerð ristilspeglun og er unnt að fjarlægja sepann með snörun og koma þannig í veg fyrir myndun raunverulegs ristilkrabbameins. Talið er að um fjórðungur ein- staklinga um og yfir fimmtugt hafi góðkynja slímhúðarsepa sem eru taldir forstig nær allra krabba- meina í ristli og endaþarmi, en sennilega verða 5–10% af þeim ill- kynja ef þau ná að vaxa. Þannig er unnt að stórbæta horfur fólks með skipulegri hópleit þar sem ætla má að mörg jákvæð sýni komi vegna góðkynja kirtilæxla. Rannsóknir Rannsóknir á orsökum og þróun krabbameins eru í mikilli sókn hér á landi sem erlendis. Endanlegur tilgangur slíkra rannsókna er að þróa aðferðir til að bæta forvarnir, greiningu og meðferð sjúkdóms- ins. Unnið er að umfangsmiklum rannsóknum, m.a. hjá Íslenskum krabbameinsrannsóknum ehf. og Íslenska krabbameinsverkefninu með aðild Krabbameinsfélags Ís- lands. Á sviði meltingarsjúkdóma er merkilegt starf unnið á meltingar- sjúkdómadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, m.a. með gerð rist- ilsepaskrár, sem auðveldar skrán- ingu og tryggir öruggt eftirlit sem er ein af forsendum fyrir öflugu leitarstarfi að krabbameinum í ristli og endaþarmi. Einnig hafa rannsóknaraðferðir við mælingar á árangri (outcomes research) og kostnaðar-/ávinningshlutfalli (cost/ benefit ratio) verið þróaðar og öðl- ast meira vægi við mat og ákvörð- un um forgang hinna ýmsu við- fangsefna. Á árunum 1985 og 1987 var gerð tilraun á vegum Krabbameinsfélag Íslands, undir umsjá Ásgeirs Theódórs læknis, sem miðaði að því að kanna notagildi hópleitar að krabbameinum í ristli og enda- þarmi með skimun á blóði í hægð- um. Tekið var slembiúrtak 6.000 einstaklinga, jafnmargra af hvoru kyni, og var sent boðsbréf um þátttöku og spjöld fyrir hægða- sýni. Fyrra árið, 1985, skiluðu 40% þátttakenda inn prófum og árið 1987 var sama úrtaki sent prófið og þá skiluðu 44% inn prófunum. Allir sem voru með blóð í hægðum fengu boð um að koma í ristil- speglun og í fyrri skoðuninni fund- ust þrjú krabbamein, tvö á byrj- unarstigi en einn þátttakandi greindist með meinvörp til ann- arra líffæra. Síðan fundust allmörg góðkynja kirtilæxli hjá um 25% þeirra sem höfðu blóð í hægðum. Ekki var talið gerlegt að halda leitinni áfram eða gera hana víð- tækari enda þótt vel væri farið af stað og þátttaka í raun mjög góð þar sem ekki var ítrekuð innköllun ef sýnum var ekki skilað. Það var ekki fagleg samstaða um fýsileika slíkrar hópleitar (skimunar) á þeim tíma en nú, um 15 árum síð- ar, liggja fyrir niðurstöður fjöl- margra rannsókna, þ. á m. þriggja stórra rannsókna í Danmörku, Englandi og Bandaríkjunum sem gerðar voru á tugum þúsunda fólks á aldrinum 45–80 ára. Nið- urstöður þessara rannsókna benda til þess að með skipulegri leit að blóði í hægðum og eftirfylgd megi auka lífslíkur svo að um munar. Lokaorð Á Alþingi er nú til meðferðar til- laga til þingsályktunar um aukn- ingu forvarna gegn krabbameins- sjúkdómum í meltingarvegi og öðrum sjúkdómum þeim tengdum – flutt af Árna Ragnari Árnasyni og 17 öðrum þingmönnum úr öll- um þingflokkum. Það er fagnaðar- efni að slíkt frumkvæði komi frá þingmönnum og vonandi að tillag- an fái vandaða meðferð og af- greiðslu á yfirstandandi löggjaf- arþingi. Það yrði glæsileg nýárs- gjöf til þjóðarinnar. Svo er að hefjast handa og finna einföldustu leið til að ná árangri með forvörnum og greiningu á þessum sjúkdómi á forstigum. Við- fangsefnið er að bjarga manns- lífum og bæta líðan einstaklinga. Krabbamein í ristli og endaþarmi Almar Grímsson Forvarnir Talið er að í þremur af hverjum fjórum tilvikum megi ná góðum bata með markvissri meðferð, segir Almar Grímsson, ef sjúkdómurinn er greindur á forstigum. Höfundur er lyfjafræðingur og á sæti í heiðursráði Krabbameins- félags Íslands. VEGNA brotthvarfs Ólafs F. Magnússonar læknis úr Sjálfstæðis- flokknum er olíu og smurningi bætt á rógs- vélina í Valhöll. Er Ólafur talinn óalandi, óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum vegna slita vistar- bandsins. Flokkseig- endurnir fullyrða, að menn, sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum það sem af er ævinni, og forfeður þeirra í marga ættliði, hljóti að vera meira en lítið brenglaðir, þegar þeir taka upp á að yfirgefa sinn ærup- rýdda flokk, sem staðið hafi í sömu ístöðum sjálfstæðis og frelsis til orða og æðis einstaklingsins frá upphafi vega. Sömu orð voru höfð uppi þegar undirritaður yfirgaf flokkinn og þess minnzt af og til með hrollkaldri undrun og ógleði. Til þess arna hljóta að liggja annarlegar hvatir, myndu þeir í Valhöll segja hver við annan ef mæla mættu fyrir siðferðis sakir. Það er þessvegna mál til komið að gera sér grein fyrir muninum á þeim Sjálfstæðisflokki, sem þeir Ólafur og undirritaður unnu af ein- urð um áratugi, og þeim flokki hins- vegar, sem þeir yfirgáfu. Sjálfstæðisflokkur Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímsson- ar er genginn fyrir ætternisstapann en nýr tekinn við, sem á fátt sam- eiginlegt með hinum gamla nema nafnið. Hinum gömlu gildum flokks- ins hefir verið varpað fyrir ofurborð. Flokkur Ólafs og Bjarna hafði í heiðri grundvallarstefnu flokksins um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Flokkur Davíðs og Hann- esar Hólmsteins ráðstafar takmark- aðri aðalauðlind þjóð- arinnar til örfárra vildarvina að gjöf og bindur hendur einstak- linganna í höfuðat- vinnugreinum landsins fyrir aftan bak svo þeir mega sig hvergi hræra. Flokkur Jóhanns Hafstein og Gunnars Thoroddsen beitti sér einarðlega fyrir frelsi orðsins, prentfrelsi og málfrelsi. Flokkur Davíðs og Hannesar ritskoðar ríkisfjölmiðlana af kostgæfni og beitir miskunnarlausri atvinnukúgun til að beygja fjölmiðlamenn undir vilja sinn og gefa lítið eftir höfðingjum þriðja ríkisins í vinnubrögðum sín- um. Flokkur Geirs Hallgrímssonar fór fram með strangasta heiðarleika í öllu starfi og stjórn. Flokkur Davíðs og Hannesar veit ekki einu sinni hvað hugtakið merk- ir. Flokkur Bjarna Benediktssonar krafðist ýtrustu aðgæzlu í fram- kvæmd laga, svo í engu mátti halla neinu til, nema samræmdist lögum í einu og öllu. Flokkur Davíðs og Hannesar virðir lögin á borð við skítinn undir skónum sínum þegar þeim býður svo við að horfa og setja spilafélaga sína niður við að snúa útúr dómum hins æðsta réttar, og gera síðan út- úrsnúninginn að lögum, sbr. dóma Hæstaréttar í fiskveiðimálum og í málefnum öryrkja. Ef ríkisstjórn Bjarna Benedikts- sonar hefði þurft að ná inn auknum tekjum hefði hún áreiðanlega ekki sótt þær til sjúklinga eða náms- manna, né heldur tekið ránshendi fjármuni kirkna og safnaða, eins og núverandi ríkisstjórn lét sér sæma á hausti liðnu. Enginn formaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir daga Þorsteins Páls- sonar hefði látið sér til hugar koma að setja skattalög, sem eingöngu er ætlað að þjóna hinum efnameiri um leið og níðst er á hinum efnaminni með auknum álögum og sviknum loforðum um launabætur eins og stjórn Davíðs og Hannesar gerir. Það er ótrúleg sluddmennska að hækka skattleysismörk á hátekju- manni, eins og þeim, sem hér heldur á penna, en neita hinum lægstlaun- uðu og öryrkjum og öldruðum um úrbætur í þeim efnum, þrátt fyrir gömul loforð þar um, s.s. afnám tekjutengingar og hækkun skatt- leysismarka. Ný stétt hefir náð völdum á Ís- landi, stétt hins miskunnarlausa auðvalds, sem Sjálstæðisflokkurinn nýi þjónar alveg. Með slíkum öflum eiga undirritaður og Ólafur læknir ekki samleið. Og þann dag, sem hinum almenna flokksmanni hins nýja flokks verður ljóst undir hvaða öfl hann þjónar með atkvæði sínu, mun fækka um dyrahlað Valhallar en ,,í góðsemi vegur þar hver annan“ nú um stundir framboðsmála. Hin nýja stétt Sverrir Hermannsson Stjórnmál Flokkur Ólafs og Bjarna, segir Sverrir Hermannsson, hafði í heiðri grundvallar- stefnu flokksins um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins. ÉG HORFÐI eitt kvöldið á Kastljós í Ríkissjónvarpinu og sat eftir með nokkurn spurnarsvip á andlit- inu. Þar var dálítið sagt sem ég kem ekki al- veg heim og saman. Umræðuefnið var komandi borgar- stjórnarkosningar og það umrót sem þær kunna að valda innan raða Sjálfstæðisflokks og R-lista. Í þættinum voru einn sjálfstæðismaður sem greinilega var hlynntur Birni Bjarnasyni, okkar ágæta mennta- málaráðherra, einn R-listamaður, ritstjóri og þáttarstjórnandi. Þeir ræddu saman á léttum nót- um með alvarlegum undirtóni á stundum. Læt ég nú vera allt þeirra tal um framboðsmálin sem slík – það sem vakti undrun mína var sú útlistun eins þeirra að Björn Bjarnason hefði í huga að gerast arftaki Davíðs Oddssonar sem formaður Sjálf- stæðisflokksins og hinir mótmæltu ekki. Mér fannst það orka nokkuð tvímælis að gera Birni það upp að hann hyggi á for- mennsku Sjálfstæðis- flokksins meðan því starfi gegnir yngri maður sem engan bil- bug er að sjá á. „Er Davíð að hætta?“ hugsaði ég, meðan fjór- menningarnir létu gamminn geisa áfram. „Getur verið að Davíð, – farsæll sem hann hefur verið í starfi, ætli senn að draga sig í hlé?“ Ég er enn að reyna að koma því heim og saman hvernig stjórnand- inn fær þessa útkomu þegar hann skoðar annars vegar Davíð Odds- son og hins vegar Björn Bjarnason í pólitísku samhengi. Fróðlegt þætti mér að vita hvort þarna var orðuð skoðun margra sjálfstæðismanna og þá hvernig hún er rökstudd. Davíð Oddsson hefur verið ein helsta söguhetja íslenskrar stjórn- málasögu um langt árabil en er þó ekki nema rösklega fimmtugur. Hvað veldur því að menn telja sig sjá á honum fararsnið? Er Davíð að hætta? Guðrún Guðlaugsdóttir Höfundur er blaðamaður. Kosningar Fróðlegt þætti mér að vita, segir Guðrún Guð- laugsdóttir, hvort þarna var orðuð skoðun margra sjálfstæðis- manna og þá hvernig hún er rökstudd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.