Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 37 ✝ Alie Rita Ísólfs-son fæddist í Kaupmannahöfn 30. september 1917. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 8. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Emma Kristine Emi- lie Skatholm, f. 24. júní 1894, d. 28. mars 1984, og Hans Christian Hansen, f. 15. ágúst 1893, d. 22. nóvember 1926. Alie var ein sex systra, alsystir: Gurli Britta, f. 1916, látin. Hálfsystur, sammæðra: Amy Vally, f. 1919, látin. Conny Helen, f. 1931, látin. Kätchen Evelyn, f. 1929, og Mirzza Irma, f. 1932. Alie giftist 22. febrúar 1940 Ís- ólfi Ísólfssyni, hljóðfærasmið, f. í Reykjavík 21. desember 1913, d. 23. júlí 1946. Foreldrar hans voru Ísólfur Pálsson, org- anisti og tónskáld, f. 11. mars 1871, d. 17. febrúar 1941, og Þuríður Bjarnadótt- ir, f. 2. júlí 1872, d. 22. mars 1957. Dótt- ir Alie og Ísólfs er Þuríður, f. 29. júní 1943, gift Ásmundi Eyjólfssyni, f. 20. apríl 1941, börn þeirra: a) Hjördís f. 26. desember 1968, sambýlismaður Ágúst Sigurðsson, f. 21. júní 1968, dóttir þeirra Rebekka, f. 20. júlí 2001. b) Ríta Kristín, f. 6. maí 1972. Dóttir hennar og Björns Más Bollasonar, f. 18. janúar 1970, er Kristín Birna, f. 13. nóvember 1996. c) Ís- ólfur f. 6. júní 1975. Útför Alie fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Alie Rita Ís- ólfsson, kvaddi þennan heim að morgni 8. þ.m. Andlát hennar var ekki með öllu óvænt eins og komið var heilsu hennar, þótt alltaf vekti vonin um að hún hlyti heilsubót og þrek að nýju. Sjálf horfði hún við því sem verða vildi af sömu hugprýði og hún hafði mætt kröfum daga sinna. Eftir sig lætur hún mikinn fjársjóð minninga sem við sem fengum að njóta lífsverks hennar erum auðugri fyrir. Alie kom fyrst hingað til lands í vetrarbyrjun árið 1939 með unnusta sínum, Ísólfi Ísólfssyni hljóðfæra- smið, en þau höfðu kynnst í Kaup- mannahöfn. Það voru mikil viðbrigði fyrir hina ungu Kaupmannahafnar- stúlku að koma hingað, en, eins og hún sagði síðar, hún ung og ástfang- in og þá reynist margt auðvelt. Gengu þau Ísólfur í hjónaband í febrúar 1940 og bjuggu þau hér í borg. Skömmu eftir styrjaldarlok héldu ungu hjónin með dóttur sína utan til Kaupmannahafnar til að vitja ætt- ingja Alie og Ísólfur öðrum þræði til að leita sér lækninga og þar lést Ís- ólfur einungis þrjátíu og þriggja ára að aldri. Þegar sá harmur var að Alie kveðinn var einkadóttir þeirra hjóna, Þuríður, þriggja ára. Næstu árin áttu þær mæðgurnar heima hjá mágkonu Alie, Margréti Ísólfsdóttur og Haraldi Ólafssyni, manni hennar, en þau áttu eina dótt- ur, Þuríði, sem er litlu yngri nöfnu sinni Ísólfsdóttur. Þar bjó einnig amma þeirra og nafna Þuríður Bjarnadóttir og Eyjólfur Guðni, mágur Alie og með henni og vensla- fólkinu var ávallt mjög hlýtt og inni- legt vinfengi. Þegar Þuríður dóttir hennar var komin undir fermingu, hóf Alie að starfa að afgreiðslu í verslun og vann jafnframt því að ræstingum, rækti ætíð hvert það verk sem henni var falið af stakri trúmennsku og naut mikils trausts enda að upplagi at- gerviskona, stórvel verki farin og vel gerð til munns og handa. Árið 1962 héldu þær mæðgurnar til dvalar í Danmörku, en samband Alie við fjölskyldu sína ytra var ávallt mjög náið. Vann Alie að versl- unarstörfum í Kaupmannahöfn uns hún flutti hingað heim að nýju, sum- arið 1967, litlu áður en við Þuríður dóttir hennar gengum í hjónaband. Tíu árum síðar flutti hún í íbúð sína í Hléskógum 26, þar sem hún bjó síð- an undir sama þaki og við Þuríður og börnin okkar. Aldrei verður það að fullu metið né fullþakkað hvers þau nutu af ástríki ömmu sinnar í bernsku og svo á æskuárum. Alie var þeim ekki bara kærleiksrík amma heldur einnig raungóður og ráðholl- ur vinur. Þess nutu líka vinir barna- barnanna, en ungt fólk laðaðist alla tíð að henni, Alie alltaf ung í anda, létt í undirtektum og lundljúf og óvenju örlát á uppörvun en umfram allt skilningsrík og henni líka vel til vina meðal granna og í hópi vina okk- ar hjónanna. Árið 1984 lét Alie af störfum í Bókabúð Helgafells þar sem hún hafði unnið í um áratug. Nokkru áð- ur hafði heilsa hennar sætt verulegri áraun af völdum meins við hjarta en stór aðgerð í London lánast vel og henni gefið að hljóta all góða heilsu. Að því stuðlaði án vafa og því hve vel hún hélt sér, hversu annt hún lét sér um heilsuna og hollustusamlegt líf- erni. Hún naut ríkulega áranna í helgum steini, var virk í félagsstarfi aldraðra, bæði í kórstarfi, sem hún hafði mikið yndi af, sem og af ferða- lögum innan lands og utan og hún hin besti félagi og jafnan glöð í góð- um hópi. Fyrir um fjórum árum flutti Alie í Furgerði 1. Þótt heilsu hennar væri þá tekið að hraka, lét hún lítið yfir því sem amaði, létt í spori sem endranær og glöð í bragði og var sýnt um að rækja sambandi við vini sína og ástvini. Í Furugerði var Alie skjótt til vina, eins og hvarvetna þar sem hún fór. Hún naut þess að blanda geði við aðra, ræðin og átti miklu að miðla, svo mörgu sem hún bjó að, minnið traust og hún víða heima. Henni var eins og áður umhugað um reisn sína og útlit, einnig er fram í sótti og erf- iðar varð eftir að fram á sumarið í fyrra kom. Dýrmæt reyndist henni ræktar- semi og tryggð vina sinna og ástvina og hlýja heimamanna í Furugerði og starfsliðsins þar og hjálpsemi þess góða fólks okkur Þuríði einlægt þakkarefni, sem og umhyggja hjúkr- unarliðs í Landspítala í Fossvogi, þar sem Alie dvaldi með hléum síðan í fyrrasumar. En þótt þungt væri orðið fyrir fæti hennar og margt sporið þrautasamt þegar sumri hall- aði mun vart neinn hafa verið glaðari en Alie á síðasta afmælisdegi henn- ar, 30. september, þegar langömmu- barn hennar var borið til skírnar, litla telpan langömmu sinni mikill gleðigjafi eins og sólargeislinn henn- ar, langömmuhnátan hin, sem aldrei gleymist ástúð langömmu sinnar, fremur en að ömmubörnunum gleymist það sem Alie reyndist þeim og var þeim allt þar til yfir lauk. Fyr- ir það allt vil ég þakka henni sem og alla velgjörð Alie við mig allt frá fyrstu kynnum og bið ég Guð að blessa minningu hennar og launa henni allan kærleika hennar í minn garð. Ásmundur Eyjólfsson. Elsku amma mín er farin og er hennar sárt saknað. Það er ekki ann- að hægt en að brosa þegar ég hugsa um hana, alltaf svo hressa og káta. Ég á margar góðar minningar sem rifjast upp þegar ég skrifa þetta. Þegar ég var sex ára flutti hún til okkar og vorum við systkinin svo heppin að fá að alast upp með henni í tuttugu ár, það voru forréttindi. Þær eru ófáar stundirnar sem við sátum og töluðum um lífið og til- veruna, það var svo gott að koma til hennar og auðvelt að ræða við hana og miðlaði hún af reynslu sinni og gaf mér mörg góð ráð sem ég hef nýtt mér og mun gera áfram í lífinu. Í mínum augum er hún duglegasta og merkilegasta konan í öllum heim- inum. Átti hún einstakt líf og þurfti oft mikið fyrir því að hafa, en aldrei heyrði nokkur maður hana kvarta. Hún tók öllu með jafnaðargeði, var lífsglöð, kát og alveg einstaklega skemmtileg kona. Við fjölskyldan höfum átt margar skemmtilegar stundir, þar sem hún var hrókur alls fagnaðar, og mikið er búið að hlæja, hún var með ekta danskan húmor eins og hún kallaði það sjálf. Amma var stolt af heimalandi sínu og við systkinin fengum að koma með henni til að heimsækja ættingja okkar þar og fjölskylduna hennar. Minnisstætt er þegar hún hélt upp á sjötugsafmælið sitt í Danmörku og við fjölskyldan mættum öll og fögn- uðum með henni. Við höfum oft hleg- ið að því að sumt fólk, sem ekki þekkti til, átti erfitt með að bera nafnið hennar fram og var hún búin að fá margar útgáfur á gluggapóst- inn, – sú besta var Api Ísólfsson. Tók hún því vel eins og öllu og hló manna mest að þessum misskilningi. Ég brallaði margt niðri hjá henni, m.a. leyfði hún mér að halda að ég gæti ungað út hænueggjum á ofn- inum í eldhúsinu hjá henni og vorum við komnar með ansi gott kerfi til þess og margar voru tilraunirnar. Elsku amma mín, ég á margar góðar minningar og helst vildi ég skrifa heila bók um þig. Það er skrýt- ið að hugsa til þess að þetta sé liðin tíð, en ég er þakklát fyrir að Kristín Birna fékk að hafa langömmu sína hjá sér í fimm ár og ég mun segja henni margar sögur af langömmu sinni, henni þykir svo vænt um ömmu Alie. Eins og þú sagðir sjálf munum við öll hittast aftur og nú ertu búin að hitta afa, ég veit að þið vakið yfir okkur. Takk fyrir allt, elsku amma mín, og Guð geymi þig. Ríta Kristín. Í dag er borin til grafar Alie Rita Ísólfsson. Alie kynntist ég ung að ár- um en hún var móðuramma fyrstu vinkonu minnar, Rítu. Ekki man ég öðruvísi efir heimilishaldinu í Hlé- skógunum en að Alie byggi þar í kjallaranum. Þegar við Ríta vorum litlar vann Alie í bókabúð á Njáls- götu og fannst okkur mjög gaman að fá að heimsækja hana í bókabúðina og lesa Andrés. Eftir að Alie hætti að vinna var hún mjög virk í félagsstarfi aldraðra og var lengi meðlimur í kór aldraðra í Gerðubergi. Alie var mjög dugleg kona og sjaldan féll henni verk úr hendi. Fyrir nokkrum árum rættist loks langþráður draumur hennar en þá fékk hún íbúð fyrir aldraða í Furu- gerði. Hún undi hag sínum þar vel og bjó þar til dauðadags. Alie var dönsk en bjó stóran hluta ævi sinnar á Ís- landi. Flest sumur pakkaði hún niður í tösku og fór í frí til Kaupmanna- hafnar til að heimsækja systur sínar og fjölskyldu. Ég var svo heppin að hafa tækifæri að heimsækja hana tvisvar sinnum í Kaupmannahöfn. Þar tóku hún og systir hennar á móti mér á Valbylanggade og svignaði borðið undan kræsingum. Við spjöll- uðum dágóða stund og þær voru al- veg yndislegar. Alie talaði dönsku við mig og íslensku við systur sína og mikið var hlegið. Þegar að brottför kom var ég leyst út með poka af góð- gæti því ekki mátti ég verða svöng! Síðan fóru þær systur út í glugga og vinkuðu mér þegar ég hjólaði í burt. Nú hefur Alie vinkað í síðasta sinn. Hvíl í friði. Elsku Ríta, Kristín Birna, Þura, Ísólfur, Ási, Hjödda og aðrir að- standendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Kveðja. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir. Oft myndast traust vináttubönd milli samstarfsmanna. Sú varð raun- in á um starfsfólkið í Bókabúð Helgafells á Laugavegi 100 á vel- mektardögum hennar. Þar unnu all- margir undir stjórn Ingólfs Jónsson- ar, aðallega konur, nema helst dagana fyrir jólin. Sex okkar héldu talsvert hópinn. Unnur, ein úr hópn- um, dó fyrir nokkrum árum og nú er Alie einnig horfin yfir móðuna miklu. Hún var mjög þægilegur samstarfs- maður, glaðlynd og skemmtileg og mjög örugg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Alie var dönsk og gerði óspart grín að baráttu sinni við ís- lenskuna sem hún hafði þó náð góð- um tökum á. Bókabúð Helgafells hætti rekstri fyrir allmörgum árum og hópurinn tvístraðist. Við sexmenningarnir héldum þó áfram að hittast og höfum haldið þeim sið. Farið hefur verið á kaffihús eða á heimili einhvers úr hópnum. Þar eru rifjaðar upp minn- ingar frá Laugavegi 100 og við orn- um okkur við þær. Þetta voru skemmtilegar stundir. Nú hefur Alie kvatt hópinn. Við þökkum henni öll notalegheitin og fjölmargar ánægjulegar samveru- stundir og flytjum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Erla K., Erla O., Guðbjörg og Hrefna. ALIE RITA ÍSÓLFSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. $         367 *8 14 1( "(( '       #           , -     .   )## /        %   0   * 0    , -  9+6+&""((" " !  %(4"(+  ''(" "  $   0      367 $ 2:6 ;    )          1         ""#  ' 6+" '+"((" ." '+"(+ < %%(""(("  '0" '+"(+ 3 " #9+(("# $        2 :2  =$>$; +  2     *""  +%(""(+  "" " " (("  ""*"" " ((" * ?  " (("# $    03    6  *2 2 :; 14' "34' $'(   @@           4(    !     ""# 5( %-      6!"60 (+#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.