Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 45
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 45 S M Á R A L I N D ÚTSALA AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM GENGIÐ hefur verið frá samn- ingi um kynningarátak á íslenska hestinum í Dillsburg í Pennsylv- aníu í Bandaríkjunum í maí í vor. Það er hópurinn sem stendur að The Great Icelandic Horse Fair sem sér um kynninguna en þessi hópur hélt ámóta kynningu og reiðnámskeið í Nýju-Mexíkó síð- astliðið haust. Þá var þegar áhugi á að standa að öðru slíku verkefni í austur- hluta Bandaríkjanna. Í frétta- tilkynningu frá Birni Ólafssyni á Þúfu í Kjós sem er markaðs- og kynningarfulltrúi hópsins ásamt konu sinni, Guðríði Gunn- arsdóttur, kemur fram að hóp- urinn og samstarfsaðilar í Banda- ríkjunum hafi þegar unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir þetta verkefni. Markmið hópsins sé að kynna á faglegan hátt íslenska hestinn og íslenska reiðmennsku auk landsins sjálfs. Hann hvetur þá sem áhuga hafa á samstarfi að hafa samband við sig. Aðrir sem ákveðið er að taki þátt í verkefninu eru tamn- ingameistararnir Eyjólfur Ísólfs- son og Reynir Aðalsteinsson og hestavöruverslunin Ástund auk járningameistaranna Sigurðar Torfa Sigurðssonar og Stefáns Steinþórssonar og aðstoðarmann- anna Idu Thellufsen og Soffíu Reynisdóttur, Einars Reynissonar og Hauks Þorvaldssonar. Nýtt kynn- ingarátak TGIHF í Banda- ríkjunum Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Guðríður Gunnarsdóttir t.v. og Björn Ólafsson t.h. ásamt bandarískum skipuleggjendum kynningarátaks TGIHF í Nýju Mexíkó sl. haust. INNLENT RÚMLEGA þriðjungur grunn- skólanemenda hér á landi tók þátt í norræna skólahlaupinu í sept.- des. sl. og var það í 17. sinn sem skólahlaup þetta fór fram. Alls hlupu 14.436 nemendur úr 70 grunnskólum og 4 framhalds- skólum og lögðu samtals að baki 66.209,5 km. Til samanburðar má geta þess að þessi vegalengd, sem nemendurnir hlupu samtals, sam- svarar því að hlaupið hafi verið rúmlega 42 sinnum kringum landið á hringveginum. Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur, kennara og annað starfslið skól- anna til þess að æfa hlaup og auka við hreyfingu sína. Lögð er áhersla á að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig og reyna á líkama sinn á ýms- an hátt og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Keppt er að því að sem flestir, helst allir, verði með í hlaupinu í hverjum skóla og að þessu sinni hlupu allir nemendur 17 skóla. All- ir þátttakendur fengu sérstaka viðurkenningu og skólarnir hver fyrir sig viðurkenningarskjal, sem Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins veitti. Umsjón með norræna skóla- hlaupinu hefur íþrótta- og æsku- lýðsdeild menntamálaráðuneytis- ins í samvinnu við Íþróttakennarafélag Íslands. 14.436 tóku þátt í skóla- hlaupinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.