Morgunblaðið - 18.01.2002, Page 45

Morgunblaðið - 18.01.2002, Page 45
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 45 S M Á R A L I N D ÚTSALA AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM GENGIÐ hefur verið frá samn- ingi um kynningarátak á íslenska hestinum í Dillsburg í Pennsylv- aníu í Bandaríkjunum í maí í vor. Það er hópurinn sem stendur að The Great Icelandic Horse Fair sem sér um kynninguna en þessi hópur hélt ámóta kynningu og reiðnámskeið í Nýju-Mexíkó síð- astliðið haust. Þá var þegar áhugi á að standa að öðru slíku verkefni í austur- hluta Bandaríkjanna. Í frétta- tilkynningu frá Birni Ólafssyni á Þúfu í Kjós sem er markaðs- og kynningarfulltrúi hópsins ásamt konu sinni, Guðríði Gunn- arsdóttur, kemur fram að hóp- urinn og samstarfsaðilar í Banda- ríkjunum hafi þegar unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir þetta verkefni. Markmið hópsins sé að kynna á faglegan hátt íslenska hestinn og íslenska reiðmennsku auk landsins sjálfs. Hann hvetur þá sem áhuga hafa á samstarfi að hafa samband við sig. Aðrir sem ákveðið er að taki þátt í verkefninu eru tamn- ingameistararnir Eyjólfur Ísólfs- son og Reynir Aðalsteinsson og hestavöruverslunin Ástund auk járningameistaranna Sigurðar Torfa Sigurðssonar og Stefáns Steinþórssonar og aðstoðarmann- anna Idu Thellufsen og Soffíu Reynisdóttur, Einars Reynissonar og Hauks Þorvaldssonar. Nýtt kynn- ingarátak TGIHF í Banda- ríkjunum Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Guðríður Gunnarsdóttir t.v. og Björn Ólafsson t.h. ásamt bandarískum skipuleggjendum kynningarátaks TGIHF í Nýju Mexíkó sl. haust. INNLENT RÚMLEGA þriðjungur grunn- skólanemenda hér á landi tók þátt í norræna skólahlaupinu í sept.- des. sl. og var það í 17. sinn sem skólahlaup þetta fór fram. Alls hlupu 14.436 nemendur úr 70 grunnskólum og 4 framhalds- skólum og lögðu samtals að baki 66.209,5 km. Til samanburðar má geta þess að þessi vegalengd, sem nemendurnir hlupu samtals, sam- svarar því að hlaupið hafi verið rúmlega 42 sinnum kringum landið á hringveginum. Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur, kennara og annað starfslið skól- anna til þess að æfa hlaup og auka við hreyfingu sína. Lögð er áhersla á að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig og reyna á líkama sinn á ýms- an hátt og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Keppt er að því að sem flestir, helst allir, verði með í hlaupinu í hverjum skóla og að þessu sinni hlupu allir nemendur 17 skóla. All- ir þátttakendur fengu sérstaka viðurkenningu og skólarnir hver fyrir sig viðurkenningarskjal, sem Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins veitti. Umsjón með norræna skóla- hlaupinu hefur íþrótta- og æsku- lýðsdeild menntamálaráðuneytis- ins í samvinnu við Íþróttakennarafélag Íslands. 14.436 tóku þátt í skóla- hlaupinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.