Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar KristinnJósteinsson fæddist á Stokkseyri 21. nóvember 1927. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. jan- úar síðastliðinn. Gunnar var næst- yngstur sjö systkina. Hin eru Guðrún, f. 1918, Jón, f. 1919,0 Kristján, f. 1921, lát- inn 1994, Einar, f. 1923, Björgvin, f. 1925, og Kristín, f. 1932. Foreldrar þeirra voru hjónin Jósteinn Kristjánsson, kaupmað- ur á Stokkseyri, f. 7. júní 1887, d. 31. janúar 1964, og Ingibjörg Ein- arsdóttir, f. 1. september 1891, d. 13. júní 1976. Gunnar ólst upp á Stokkseyri, lauk barnaskóla- göngu sinni þar og fór sem ung- lingur að vinna ýmis störf. Um miðjan sjötta áratuginn flyst hann til Reykjavíkur, um líkt leyti og foreldrar hans. Hann starfaði lengst af hjá Ríkisspítulunum eða í hartnær þrjátíu ár en hann lét af störf- um 1996. Eiginkonu sinni, Þóru Abigael Þor- varðardóttur, f. 20. ágúst 1922, kvæntist hann 26. desember 1962. Þau eignuðust eina dóttur, Hafdísi Abigael, f. 18. októ- ber 1961. Eiginmað- ur hennar er Garðar Smári Gunnarsson, f. 4. apríl 1959. Þau eiga þrjú börn, Kristin Þór, f. 31. júlí 1983, Ágúst Bjarna, f. 29. septem- ber 1987, og Þóru Björgu, f. 10. nóvember 1994. Áður átti Þóra Hafstein Viðar Halldórsson, f. 9. nóvember 1948, kvæntan Erlu S. Engilbertsdóttur, f. 21. október 1948. Þau eiga þrjú börn, Önnu Maríu, Halldór Viðar og Engil- bert, ásamt fimm barnabörnum. Útför Gunnars fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveð ég tengdaföður minn, það eru um tuttugu ár síðan ég kom fyrst inn á heimili Gunnars og Þóru tengdaforeldra minna á Hringbraut- inni í Hafnarfirði. Allt frá fyrstu tíð var einlæg vinátta og trúnaður á milli okkar sem aldrei bar skugga á. Gunnari var umhugað um velferð fjölskyldu sinnar og nutu börn okk- ar Hafdísar einkadóttur hans þess í ríkum mæli, enda var hann mættur ef eitthvað þurfti og gilti þá einu hvort það var akstur, pössun eða kaup á einhverju sem þau þurftu nauðsynlega með. Gunnar var trú- rækinn og mótaðist viðhorf hans til manna og málefna mjög af því. Hann hallmælti engum þótt hann væri ósammála heldur sagði að hver um sig hefði sína eigin skoðun og teldi sig eflaust trúan eigin sannfær- ingu. Breyting varð á högum tengda- foreldra minna er Gunnar veiktist alvarlega haustið 1997 og svo aftur sl. haust er hann greindist með krabbamein og við tók erfið barátta. Í þeirri baráttu naut hann sérlega góðrar aðhlynningar starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði og erum við fjölskylda hans þakklát öllu því ágæta fólki er annaðist hann þar. Desembermánuður var Gunnari mjög erfiður. Mikið var af honum dregið, en þrátt fyrir það tókst okk- ur að eiga stutta samverustund á heimili okkar á öðrum sunnudegi að- ventu. Segja má að þá hafi fjölskyld- an haldið sín eigin jól. Við sátum í stofunni og ræddum um helgi jólanna og hlustuðum á jólalögin. Ó, helga nótt var hans uppáhaldsjóla- lag og mátti sjá hversu mikið hann naut þess á þessari stuttu samveru- stund okkar að hlusta á það og láta þannig helgi jólanna ná til sín. Þessi samverustund var síðasta heimsókn hans á heimili okkar. Við tók erfið sjúkralega þar sem hann var um- kringdur fjölskyldu sinni. Hinn 11. janúar sl. lauk þrautum Gunnars þegar hann lést í faðmi eig- inkonu sinnar og dóttur, sem varla viku frá honum síðustu vikurnar. Að lokum vil ég þakka Gunnari samferðina þau ár er við gengum saman og bið algóðan Guð að blessa minningu hans. Garðar Smári. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Það er skrýtið að heyra ekkert í þér lengur, afi, þú sem hringdir næstum daglega í okkur til að spjalla um námið okkar, fótbolta og öll okkar áhugamál, velferð okkar var þér efst í huga, við söknum þín sárt. Þú varst besti afi og við vonum að þú hafir hlotið besta stað í himna- ríki. Þínir Kristinn Þór og Ágúst Bjarni. Elsku afi. Alltaf þegar ég hef beð- ið bænirnar mínar á kvöldin hef ég beðið Guð um að láta þér batna til að þú getir verið hjá mér, en ég skil ekki af hverju hann gat það ekki. Mamma segir að nú sé þér batnað og þú sért engill á himnum hjá hon- um og munir vaka yfir mér. Ég heimsótti þig síðast á aðfangadags- kvöld og þú brostir út í annað þegar þú sást mig og strákana, mamma hafði ekki séð þig brosa svona í marga daga. Þú borðaðir smá af jólaísnum okkar sem þér þótti alltaf bestur. En ég gat ekki heimsótt þig oftar, mér leið illa að sjá þig svona veikan, ég teiknaði bara mynd og sendi þér og fær ein að hvíla hjá þér. Nú bið ég Guð á kvöldin að hann passi þig vel fyrir mig og mamma segir að ég megi vera viss um að hann geri það. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín afastelpa, Þóra Björg. Í dag kveð ég stjúpa minn, Gunn- ar Kristin Jósteinsson. Þegar hann er fallinn frá koma margar góðar minningar upp í hugann. Efst í huga eru þó minningar um góðan mann, sem reyndist mér og síðar konu minni og börnum ávallt vel. Gunnar var ætíð reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd og kærleikurinn, sem hann bar til fjölskyldu sinnar, var mikill. Kynni okkur hófust þegar ég var ellefu ára, en þá hófu Gunnar og móðir mín sambúð á Ölduslóð 34. Ári seinna kom augasteinninn hans, hún Hafdís, í heiminn. Við bjuggum um tvö ár á Ölduslóðinni en þá var flutt á Hringbraut 70. Í millitíðinni bjó ég í rúmt ár hjá ömmu minni, eftir að hún varð ekkja, en þá veikt- ist hún og það varð úr að við fluttum bæði á Hringbraut 70. Stjúpi var allt í einu kominn með fimm manna fjöl- skyldu og orðið fremur þröngt á heimilinu, en þetta var ekkert mál, ekkert var sjálfsagðara. Gunnar var heimakær, hann var ekkert að leggjast í ferðalög til út- landa, hann fór ekki upp í flugvél þessi rúm fjörutíu ár sem við þekkt- umst. Það var farið í stuttar ferðir innanlands í fríum, að öðrum kosti var þeim varið í tiltektir heima við. Stjúpi fylgdist vel með þjóðmál- um en var ekkert að velta sér upp úr hlutabréfum, ef hann átti nóg fyrir sig og sína var hann ánægður. Hann hafði gaman af að tefla og tefldi oft á sunnudögum við svila sinn og hafði gaman af. Mér er minnisstætt, og það lýsir stjúpa vel, að ef hann hafði betur þá tjáði hann mér eftir á, að andstæðingurinn hefði ekki verið upplagður. Þegar stjúpi ákvað að hætta að vinna tæplega sjötugur, nýbúinn að endurnýja bílinn og ætlaði að fara að gera meira fyrir sjálfan sig, fór að blæða inn á heilann. Í framhaldi af því gat hann ekki ekið meira og nokkrum árum seinna var hann kominn á Hrafnistu í Hafnarfirði í dagvist þrisvar í viku. Þar undi hann hag sínum vel, var kominn í kór, með góðum kórstjóra, sem á þakkir skilið, en stjúpi var söngelskur og kunni mörg ljóð og sálma og hann var kirkjurækinn. Það blæddi síðan smátt og smátt og sl. haust kom reiðarslagið þegar hann greindist með krabba. Síðustu vikurnar voru stjúpa erfiðar og nokkrum dögum fyrir andlátið hafði hann ekki tjáð sig í nokkra daga en þá vorum við móðir mín stödd hjá honum og hún byrjar að syngja eftirfarandi ljóð og hann tók undir. Þetta ljóð ætla ég að láta vera mín lokaorð um leið og ég þakka þér, elsku stjúpi, fyrir það, sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Blessuð sé minning þín. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Hafsteinn Viðar Halldórsson. GUNNAR KRISTINN JÓSTEINSSON ✝ Helgi Guðmunds-son, síðast til heimilis í Furugerði 1 hér í borg, fæddist í Reykjavík hinn 18. janúar 1926 .Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi að morgni 11. janúar. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Jónsson og Jóna Ólafsdóttir og eru þau bæði látin. Helgi átti þrjá bræður, Ólaf og Ellert, sem báðir eru látnir, og Jón, sem lifir bræður sína. Hinn 18. september 1948 kvæntist Helgi Katrínu Gunnars- dóttur, f. 13.4. 1927, d. 27.12. 1997. Foreldrar hennar voru Gunnar Bjarnason og Margrét Magnúsdóttir, esm bæði eru látin. Dætur Helga og Katrínar eru: 1) Margrét, f. 6.2. 1949, starfsmaður Orkuveitunnar. Dóttir hennar er Katrín Eva Erlars- dóttir, f. 13.8. 1975, lögreglumaður. 2) Guðný, f. 27.11. 1954, starfsmaður Landsbankans. Hennar synir eru Os- wald Heilmann Dav- íðsson, f. 6.1. 1986, nemi; og Jón Helgi Davíðsson, f. 26.8. 1987, nemi. 3) Jóna, f 3.6. 1957, d. 29.9. 1983. Helgi ólst upp í Reykjavík. Hann vann í 35 ár sem vörubifreiðarsjóri og rak sinn eig- in vörubíl. Síðar vann hann sem verkstjóri hjá Reykjavíkurborg þangað til hann lét af störfum 58 ára gamall sökum heilsubrests. Útför Helga fer fram frá Krists- kirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag verður elskulegur afi minn, Helgi Guðmundsson, borinn til hinstu hvílu eftir erfið veikindi. Í hjarta okkar sem eftir lifum ríkir mikil sorg en jafnframt þakklæti, þakklæti fyrir það að nú ertu laus frá þínum kvölum og frjáls í faðmi ömmu sem fór rúmum fjórum árum á undan þér. Þú varst góður maður og ég mun sakna þín sárt, en eftir lifir minn- ingin um þig og mun það hjálpa mér í því að hafa þig ekki lengur hjá mér. Elsku afi, ég þakka þér fyrir að hafa verið alltaf til staðar þegar ég þarfnaðist þín, þú varst alltaf boð- inn og búinn að gera allt og stund- um meira en það. Þú varst alltaf svo stoltur af öllu sem ég tók mér fyrir hendur og fylgdist grannt með því sem var að gerast í mínu lífi. Alveg sama hvað það var þá ljómaðir þú alltaf þegar ég ákvað að taka mér eitthvað nýtt fyrir hendur, hvort sem það var að vinna á bensínstöð eða þegar ég fór í háskólanám. Alltaf hafðir þú líka fulla trú á að ég gæti allt sem ég stefndi að og hjálpaði það mér mjög mikið. Ekki síst þegar ég ákvað að ganga í lögregluna og er mér mjög minnisstætt þegar ég leit á þig á út- skriftinni minni. Þú varst bókstaf- lega að springa úr stolti og ég man hvað ég varð ánægð yfir að geta glatt þig svona. Ófáar voru líka heimsóknirnar heim til mín og var þá oft rætt um lögreglustarfið, þú hafðir svo gaman af því. Minnis- stæðir eru líka allir bíltúrarnir sem við fórum í, hvort sem það var hér innanbæjar eða aðeins skroppið út fyrir borgarmörkin. Allar mínar bernskuminningar eru tengdar þér þar sem ég bjó hjá ykkur ömmu fyrstu árin og eftir að ég flutti þá var ég samt alltaf hjá ykkur. Það var svo gott að vera hjá þér, það var gaman að ræða við þig um hin ýmsu málefni, hvort sem það var nýi bíllinn sem þú varst að kaupa, hlusta á þig segja sögur um það þegar þú varst að alast upp, já, eða bara að fara með þér í Hagkaup. Alveg fram á fullorðinsár leit ég alltaf á heimili ykkar ömmu sem mitt heimili, þó að ég ætti heima annars staðar. Þið voruð yndisleg hjón og báruð velferð dætra ykkar og barnabarna ætíð fyrir brjósti og fylgdist þú grannt með hvað allir voru að gera. Ég þakka fyrir það að hafa náð að kveðja þig almennilega, en það var kvöldið áður en þú fórst. Þá töluðum við saman í stutta stund. Ég náði að kyssa þig bless og sagðist kíkja til þín daginn eftir en nú verð ég að fresta því um óákveðinn tíma, en ég veit að einhvern tíma seinna munum við hittast og þá verða fagnaðar- fundir. Síðustu ár varstu mikið með bróð- ur þínum Jóni (Dedda) og áttuð þið margar góðar stundir saman. Ég veit að hann á erfitt núna og votta ég honum alla mína samúð. Elsku mamma, Guðný, Oswald og Helgi, ykkur votta ég alla mína samúð en við stöndum saman á þessum erfiðu tímum. Elsku afi, ég kveð þig með sökn- uði en ég hef tekið frá stað í hjarta mínu og það er tileinkað öllum mín- um minningum sem ég á um þig. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns. Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Khalil Gibran.) Katrín Eva Erlarsdóttir. HELGI GUÐMUNDSSON                                  !     ""#          ! ""# $                   $%     &' ( ))   %     &  *""!  (+ +" &,-&("( " .( (+ /    " %(""(("  '0"$+1(+ +(((" !"! " "  ! "  " "  ! "# '(   23$  14*   4' !0(  '&55      %      !   )           *    +        )##   (""#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.