Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ofbeldisverkum. Segjast jafnvel margir meira en reiðubúnir til að fórna eigin persónufrelsi ef það mætti verða til að veita þeim ör- yggiskenndina að nýju. „Í tíð talibana gastu gengið um stræti borgarinnar hvort heldur var dagur eða nótt. Núna verðum við að sofa með byssu undir kodd- anum vegna þess að á okkur gætu ráðist ræningjar fyrirvaralaust,“ segir Abdul Haddi, sem er 35 ára bílasali. „Við höfum endurheimt réttinn til að hlusta á tónlist og það er enginn að angra okkur fyrir að skerða skegg okkar. En tónlistin tryggir ekki salt í graut- inn. Við kjósum frekar öfgar en óstöðugleika.“ Aldrei upplifað stöðugleika nema á tímum talibana Undir þetta taka námsstúlkur og kennarar þeirra við hjúkr- unarskóla í borginni. Segjast stúlkurnar óttast mjög að verða fórnarlömb níðinga og þær hafa farið fram á að skólinn sjái þeim fyrir akstri til og frá skóla, svo að þær þurfi ekki að ganga götur borgarinnar. Skóli þessi fékk sérstakt starfs- leyfi frá talibanastjórninni gegn því að reglum íslam væri hlýtt til hins ítrasta, þ.e. að engum körl- um væri heimilaður aðgangur að vistarverum skólans, aldrei yrðu haldnar veislur eða tónlist leikin og að sérstök rúta sæi um að keyra stúlkurnar, sem að sjálf- sögðu áttu að bera búrku til að hylja ásjónu sína í skólanum. Andrúmsloftið innan skólans er mun afslappaðra eftir að talib- anar fóru frá en aðstæður utan skólabyggingarinnar eru hins vegar varasamari, að sögn stúlkn- anna. „Við erum ringlaðar og ótta- slegnar. Það eru byssumenn hvar- vetna á ferli og alger ringulreið ríkir,“ segir Khatira, sem er átján ára. „Ég hef ímugust á byssum og langar bara til að fá að læra í friði. Ég fæddist á tímum átaka og hef aldrei upplifað samfélags- legan stöðugleika nema á tímum talibana. Á tímum róttækni í trú- málum gat ég lært án þess að þurfa að óttast um líf mitt. Nú get ég það ekki.“ Telja margir að ef bráðabirgða- stjórn Hamids Karzai takist ekki að tryggja frið og ró muni talib- anahreyfingin auðveldlega geta komið aftur fram á sjónarsviðið. „Margir þora ekki að segja sann- leikann en það eru ekkert allir múslimir hér ánægðir með breyt- inguna,“ sagði Mohammed Halim, sem er 19 ára. „Talibanar voru ekki allir glæpa- eða hryðju- verkamenn; þeir voru fólk eins og við hin og þeir eru enn til staðar. Ef stjórnin stendur sig ekki í stykkinu geta þeir komið saman á ný og náð Kandahar á sitt vald á örfáum dögum,“ sagði hann. EKKI fagna allir Afganar falli talibanastjórnarinnar í Afganist- an. Margir íbúar borgarinnar Kandahar í suðurhluta landsins líta t.d. með eftirsjá til stjórn- artíðar talibana og segjast frekar kjósa öfgar í trúmálum en póli- tískan óstöðugleika eins og þann sem svo lengi einkenndi Afganist- an, og sem þeir telja nú að ráði ríkjum að nýju. Á hverjum degi laumar hópur fólks sér inn í grafreit talibana í útjaðri Kandahar, sem var höf- uðborg talibanastjórnarinnar er hún var og hét. Þar rétta menn hljóðlega við fallna legsteina og virða fyrir sér áletranir, sem oft- ar en ekki rekja nákvæmlega þátt viðkomandi stríðsmanns í heilögu stríði talibana gegn „hinum van- trúuðu“. Annars staðar í Kandahar hef- ur verið lagður nýr grafreitur og hafa 74 erlendir liðsmenn talib- ana og al-Qaeda hryðjuverka- samtakanna verið greftraðir þar en þeir féllu í sprengjuárásum Bandaríkjanna í október og nóv- ember. Koma fjöldamargir Afg- anir á hverjum degi til að heiðra minningu þessara manna, gjarnan sjúkt fólk sem leitar blessunar hinna dauðu en þeir sem gerst hafa píslarvottar í þágu íslam eru taldir búa yfir sérstökum kröft- um. Ungir menn heimsækja líka grafreitinn og henda í reiði sinni grjóti í útlendinga sem gera sig líklega til að skoða áletranir á grafsteinunum. „Þessir drengir dóu einir, fjarri heimabyggðum sínum. Þeir voru trúbræður okkar og við fellum tár í minningu þeirra,“ segir Sher Mohammed, sem er 65 ára. „Það er skylda hvers múslíma að tryggja að þessir menn fái þá greftrun sem þeir eiga skilið.“ Búa nú við stöðugan ótta Fólkið í Kandahar leggur allt annað mat á fall talibana en aðrir íbúar Afganistan. Í Kandahar voru höfuðstöðvar talibanastjórn- arinnar, sem réð ríkjum í 5 ár, og íbúar borgarinnar eru af sömu þjóð og leiðtogar talibana, þ.e. af þjóð Pastúna. Nú þegar bráðabirgðastjórn, sem hefur að geyma fulltrúa allra þjóðanna sem byggja Afganistan, hefur tekið við völdum syrgja margir íbúar Kandahar talibana, en þeir segja stjórnartíð þeirra hafa fært sjö ár friðar, stöð- ugleika og sátta milli þjóðarbrot- anna. Segja sumir íbúanna að þeir búi nú við stöðugan ótta við vopnaða illvirkja, þrátt fyrir að meira en þrjú þúsund bandarískir hermenn séu í Kandahar í því skyni að tryggja friðinn. Vilja margir að Bandaríkjamennirnir taki á of- beldisseggjum í stað þess að eyða kröftum sínum í leitina að þeim liðsmönnum al-Qaeda sem enn þrjóskast við. Íbúarnir lýsa miklu vantrausti á hinn nýja héraðshöfðingja, Gul Agha Shirzai, sem gegndi sama starfi snemma á síðasta áratug síðustu aldar við lítinn orðstír. Og þó að ekki hafi endilega all- ir verið hlynntir því, hversu strangt talibanar túlkuðu ýmis lög og reglur íslamstrúar, þá lýsa allir söknuði eftir ströngum við- urlögum talibana við glæpum og „Kjósum frek- ar öfgar en óstöðugleika“ The Washington Post/Pamela Constable Afganskar konur syrgja fallna talibana í Kandahar. Borgin var höfuðvígi talibanastjórnarinnar. Margir íbúar Kandahar syrgja fallna talibana og heiðra grafir þeirra Kandahar. The Washington Post. ’ Talibanar voruekki allir glæpa- eða hryðjuverkamenn; þeir voru fólk eins og við hin og þeir eru enn til staðar. Ef stjórnin stendur ekki í stykkinu geta þeir komið saman á ný og náð Kandahar á sitt vald á örfáum dögum. ‘ ÁHRIFAMIKLIR Pastúnar, þeirra á meðal nokkrir ráðherrar í bráðabirgðastjórninni í Afganistan, hafa gert múllanum Mohammed Omar, leiðtoga talibana, kleift að komast hjá handtöku, að sögn virts fréttaskýranda í Kabúl. Faizullah Jalal, kennari í stjórn- málafræði við Kabúl-háskóla, segir að nokkrir hópar Pastúna í suður- hluta Afganistan hafi skotið skjóls- húsi yfir Mohammed Omar og vilji ekki að hann verði handtekinn. Jalal telur að Hamid Karzai, leið- togi bráðabirgðastjórnarinnar, hafi ekki gert upp hug sinn um hvort handtaka eigi Omar. „Hann mun ekki greiða fyrir því að Omar flýi en vilji hann flýja mun enginn reyna að hindra það.“ Karzai er Pastúni frá suðurhluta Afganistans eins og Omar og áhrifamikill meðal ættflokkanna þar. Hreyfingar í Pakistan, sem studdu talibana til valda árið 1996, eru einnig sagðar hafa veruleg áhrif á ættflokkana. „Siglir milli skers og báru“ „Karzai getur ekki gert upp við sig hvað gera eigi við talibanaleið- togana sem hafa verið handteknir,“ sagði Jalal. „Hann vill að þeir verði látnir lausir svo hann geti haldið nánum tengslum sínum við ætt- bálkana í suðurhluta Afganistans. Hann telur einnig að áhrif þeirra minnki verði þeir leystir úr haldi.“ Karzai er hins vegar milli steins og sleggju því Bandaríkjastjórn leggur fast að honum að framselja talibanaleiðtogana til að hægt verði að draga þá fyrir rétt. „Flestir Afganar vilja að Omar verði leiddur fyrir alþjóðlegan dómstól, líkt og Slobodan Milosevic [fyrrverandi forseti Júgóslavíu],“ sagði Jalal. „En fámennur hópur manna vill hins vegar ekki að hann verði handtekinn.“ Jalal kvaðst ekki geta neitað því að í þessum hópi væru nokkrir ráð- herrar í bráðabirgðastjórninni en taldi ekki að Karzai væri einn af þeim. Hann sagði að Karzai sigldi milli skers og báru, vildi halda Bandaríkjamönnum ánægðum án þess að ergja áhrifamikla hópa í suðurhluta Afganistans. „Þar sem stjórn hans verður að- eins við völd í hálft ár þarf hann að hugsa um framamöguleika sína til lengri tíma litið í Kandahar-hér- aði.“ Áhrifamiklir Pastúnar sagðir vernda Omar Kabúl. AFP. YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa birt níu ákærur á hendur Bretanum Richard Reid, sem grunaður er um að hafa ætlað að sprengja bandaríska farþegaþotu í loft upp með sprengju sem fannst í skó hans 22. desember. John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Reid hefði meðal annars verið ákærður fyrir tilraun til mann- dráps og ætti allt að fimm lífstíð- arfangelsisdóma yfir höfði sér. Reid var m.a. ákærður fyrir til- raun til að drepa bandaríska borgara og fólk í flugvél, tilraun til að eyðileggja flugvél og beita henni sem gereyðingarvopni, og fyrir að lauma sprengju í flugvél. Varað við frekari árásum hryðjuverkamanna Fimm af ákærunum geta varð- að lífstíðarfangelsi. Áður hafði Reid verið ákærður fyrir að trufla áhöfn farþegaþotunnar og ógna henni. Ashcroft sagði að samtök Osama bin Ladens, al-Qaeda, hefðu þjálfað Reid í hryðjuverk- um. „Ákærurnar á hendur Reid sýna, svo ekki verður um villst, að hætta er á að al-Qaeda geri aftur árás í Bandaríkjunum. Við verð- um að vera á varðbergi. Hryðju- verkamenn, sem al-Qaeda hefur þjálfað, geta gert árásir af eigin rammleik eða sem félagar í hryðjuverkasamtökunum. Við verðum að gera ráð fyrir því að þeir grípi til aðgerða.“ Ashcroft lauk lofsorði á áhöfn- ina og farþega sem yfirbuguðu Reid þegar hann reyndi að kveikja í sprengiþræði í skó sín- um á leiðinni frá París til Miami í Bandaríkjunum 22. september. Reid er nú í fangelsi í Boston. Reid, 28 ára múslími, gekk í sömu mosku í London og Zac- arias Moussaoui, eini maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að- ild að hryðjuverkunum í Banda- ríkjunum 11. september. Breska leyniþjónustan er sögð hafa hler- að símasamtöl þeirra og hermt er að Reid hafi verið þjálfaður í hryðjuverkum í sömu þjálfunar- búðum al-Qaeda og Moussaoui. „Skósprengjumaðurinn“ ákærður í Bandaríkjunum Á fimm lífstíðarfang- elsisdóma yfir höfði sér Washington. AFP. Reuters Richard Reid Mun hafa fengið þjálfun í hryðjuverkum hjá al-Qaeda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.