Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 326 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4. Vit 328 1/2 Kvikmyndir.com strik.is 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit 320 Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 319 Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. ísl tal. Vit 325 Sýnd kl. 4. Enskt. tal. Vit 307 1/2 RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is Tvöfaldur Óskarsverðlaunaha fi í magnaðri mynd sem þú verður að sjá og munt tala um. KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES HJ MBL ÓHT Rás 2 DV „Leikararnir standa sig einstaklega vel, ekki aðeins stórleikararnir Spacey og hinn óviðjafnanlegi Bridges, heldur er valið af slíkri kostgæfni í hvert og einasta aukahlutverk, að minnir á Gaushreiðrið.“ SV MBL Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 327Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 333. B.i. 14 ára Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 329 Rafmögnuð spennumynd þar sem allt er lagt undir Hann mun gera allt til að verja fjölskylduna. Frá leikstjóra Sea of Love kemur fyrsta spennumynd ársins. Með töffaranum, John Travolta (Swordfish, Face/Off), Teri Polo (Meet the Parents), Vince Vaughn (The Cell, Swingers) og Steve Buscemi (Armageddon, The Big Lebowski). FRUMSÝNING 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Allur heimurinn mun þekkja nafn hans strik.is  ÓHT Rás 2  MBL1/2 RadíóX Sýnd kl. 5 og 10. Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12 á miðnætti. B.i 14 ára Ó.H.T Rás2 Strik.is 4 evrópsk kvikmyndaverðlaun . M.a. Besta mynd Evrópu, Besta leikstjórn og Besta kvikmyndataka. Kvikmyndir.com Ein persóna getur breytt lífi þínu að eilífu. Frá leikstjóra Delicatessen SG. DV HL:. MBL 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.30. Tvöfaldur Óskarsverðlauna- hafi í magnaðri mynd sem þú verður að sjá og munt tala um. f l r r r l - fi í ri r r j t t l . „Leikararnir standa sig einstaklega vel, ekki aðeins stórleikararnir Spacey og hinn óviðjafnanlegi Bridges, heldur er valið af slíkri kostgæfni í hvert og einasta aukahlutverk, að minnir á Gaushreiðrið.“ SV MBL KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 6. Dieu seul voit kl. 6. Jeanne et le garçon formidable kl. 10. Hann mun gera allt til að verja fjölskylduna. Frá leikstjóra Sea of Love kemur fyrsta spennumynd ársins. Með töffaranum, John Travolta (Swordfish, Face/Off), Teri Polo (Meet the Parents), Vince Vaughn (The Cell, Swingers) og Steve Buscemi (Armageddon, The Big Lebowski). FRUMSÝNING ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2  HL Mbl  SG DV Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8.  HJ Mbl ÓHT RÚV Edduverðlaun6 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Powersýning kl. 12 á miðnætti. i l. i i. HÚN er sannarlega ern í anda, tón- listarmaðurinn Sigríður Níelsdóttir. Þrátt fyrir að vera komin á áttræð- isaldur er hún búin að gefa út níu geisladiska með frumsömdu efni, og einn þeirra er meira að segja tvöfald- ur. Segist hún svo eiga efni í annað eins! Tónlistina leikur Sigríður á raforgel en fyrsti diskurinn kom út síðasta vor og svo hefur hver rekið annan. Hver diskur er þematengdur, t.d heitir frumburðurinn Sveitasæla og svo eru þarna verk eins og Hin dag- legu störf, Stjörnubókin (sem inni- heldur jólalög), Það er ungt og leikur sér (tileinkað unglingum), Barna- diskurinn og Úr bók sálmanna svo eitthvað sé nefnt. Ég átti fund með Sigríði á heimili hennar í Þingholtunum, sem er um leið miðstöð þessarar tónlistarfram- leiðslu og sagði hún mér góðfúslega upp og ofan af þessu ævintýri sínu. Samið í 35 ár „Ég ætla að hafa þá alla með tólf lögum á,“ tilkynnir Sigríður mér er við handfjötlum afurðirnar í samein- ingu. „Þá er svo auðvelt að reikna út hversu mörg lög eru komin,“ segir hún og hlær. Ég spyr Sigríði hvað hafi fengið hana til að gera þetta þar sem þetta er óneitanlega nokkuð óvenjulegt. Hún upplýsir mig þá um það að í fjölmörg ár hafi hún búið í Brasilíu. Þar hafi kunningjakona hennar, sem er mikil söngkona, haft mikinn áhuga á að gefa út diska með eigin söng og hún sé nú búin að gefa þá út tvo. „Einhvern tíma lánaði ég henni spólu með lögunum mínum og hún varð mjög hrifin af. Síðan skrifaði hún mér bréf og bað mig um leyfi til að fá að nota eitthvað af lögunum mínu. Hún vildi hafa þetta allt rétt þannig að ég fór niður í Stef og þeir föxuðu eitthvað til Brasilíu, leyfi og svona. En þetta svona vakti upp löngun hjá mér til að gefa sjálf út. Og í fyrra kom fyrsti diskurinn út; Sveitasæla.“ Sigríður segist hafa leitað til þeirra sem ódýrastir væru um fjölrit- un á diskum, „af nauðsynjum“, eins og hún orðar það brosandi. Vinnu- ferlið er á þá leið að Sigríður spilar á hljómborðið sitt og tekur upp á snældur. Myndbandavinnslan, afrit- unarfyrirtækið sem hún skiptir við, færir efnið svo yfir á geisladiska. Þar eru umslögin, sem eru teiknuð og hönnuð af Sigríði sjálfri, einnig lit- ljósrituð. Sigríður hefur samið tón- list í um 35 ár. Alla tíð hefur hún tek- ið upp lög eftir sig á snældur og gefið fjölskyldu og vinum, hér heima og er- lendis. Hver snælda hefur svo verið sniðin að tilefninu; lög nefnd eftir barnabörnum o.s.frv. Einskonar framþróuð jólakort mætti segja. Sigríður hafði ekki velt mikið fyrir sér þeim möguleika að tónlist hennar kynni að berast fleirum en fjölskyldu hennar til eyrna. „Það kemur eitthvað lag til mín og þá sest ég niður og spila það. Ég hugsa ekkert hvað eigi að gera við það,“ segir hún og er nánast hissa á svona spurningu. En hún þakkar Ölmu Ragnars- dóttur, fyrrum verslunarstjóra í Jap- is, Laugavegi 13, það skref sem hún tók með útgáfuna og einnig kann hún Þórdísi í Myndbandavinnslunni miklar þakkir. „Það er eiginlega Ölmu að þakka að ég fór að selja,“ segir hún. „Ég var búinn að kaupa dálítið mikið af kass- ettum hjá henni og hún var alltaf mjög vingjarnleg við mig. Þá var ég búin að gera fyrsta diskinn og ætlaði bara að gefa ættingjum og svona. En ég sýndi Ölmu einn disk og ætlaði að gefa henni eitt eintak í gamni. Þá spyr hún hvort ég vilji ekki bara koma með fleiri diska; þau geri nefni- lega svolítið af því að styðja fólk sem er að gefa út sjálft, svona öðruvísi diska. Þá fékk ég blóð á tönnina eins og villidýrin og fór að gera meira og meira (hlær).“ Fleiri plötur í bígerð Sigríður er alltaf að og er þegar farin að vinna í fleiri diskum. Páska- diskur er t.a.m. framundan og einnig plata sem hún ætlar að kalla Medita- tion. „Þá nota ég ekki sjálfvirka bass- ann heldur spila bara á píanóið“. Sig- ríður leyfir mér að heyra og þetta hljómar bara dável. Friðrik Karlsson má fara að vara sig! Sigríður fer með mér í gegnum diskana, útskýrir hugmyndirnar á bakvið hvern og einn og segir mér hvernig hafi gengið að koma þeim út. Í upphafi lætur hún pressa um 50 stk. af hverjum diski og þeir hreyfast misvel, eins og gengur og gerist. Sveitasælu er þó búið að pressa þrisvar; alls 110 eintök. „Við gamla fólkið höfum svo mik- inn tíma,“ segir Sigríður, aðspurð um hvað haldi henni að þessu. „Ég læt mér aldrei leiðast. Ég þarf aldrei að láta mér leiðast. Ég spila t.d. stund- um 5–6 tíma á dag til að ná tökum á einhverju laginu,“ segir Sigríður að lokum og brosir breitt. Geisladiskar Sigríðar fást í Japis, Laugavegi 13 og 12 Tónum, Skóla- vörðustíg. „Ég læt mér aldrei leiðast“ Það er ekki lítið afrek að gefa út tíu diska á innan við ári og verður nú að teljast stóraf- rek þegar það gerist á ævikvöldinu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Sigríði Níelsdóttur, einn iðnasta hljóm- listarmann landsins um þessar mundir. Morgunblaðið/ÁsdísSigríður Níelsdóttir með diskana góðu. Sigríður Níelsdóttir er afkastamikill tónlistarmaður arnart@mbl.is Tvær plötur Sigríðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.