Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 44
HESTAR 44 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HESTHÚSIÐ á Hvanneyri var upp- haflega byggt yfir dráttarhesta stað- arins sem notaðir voru við bústörfin. Þegar Gunnar Bjarnason kom að Hvanneyri og barðist fyrir kennslu í hrossarækt var hesthúsið tekið und- ir hross nemenda. Steyptu básarnir voru frá þeim tíma. Lengi hefur ver- ið rætt um þörfina á nýju hesthúsi og hafa líklega fáir getað hugsað sér að hægt væri að breyta gamla hest- húsinu á þann hátt að það svaraði kröfum nútímans. Ráðagóður ráðsmaður og sterkir vinnumenn En á Hvanneyri starfar ráðagóður ráðsmaður, Guðmundur Hallgríms- son, sem greinilega hefur haft áhuga á að nýta það sem til var á staðnum til að breyta mætti hesthúsinu á sem ódýrastan hátt. Verkið mæddi mest á honum ásamt vinnumanninum Þorkatli Þórðarsyni og skiptineman- um Dennis Onchari. Þeir hófu verkið 10. nóvember sl. og luku því á sex vikum. Byrjað var á því að brjóta niður steinsteypta bása og gólf. Allri steypunni og moldinni óku þeir út á hjólbörum, samtals um 300 tonnum. Nýr fóð- urgangur var síðan steyptur en í stí- urnar voru sett drenrör, að sjálf- sögðu rör sem til voru á staðnum, og drenmöl. Þar ofan á var sett perlu- möl og efst á skeljasandur frá Akra- nesi. Þeir þurftu því að aka aftur inn um það bil 140 tonnum af efni í hjól- börunum. Guðmundur sagði að ákveðið hefði verið að prófa að hafa skeljasand í stíunum m.a. til að athuga hvort hægt væri með því að spara spóna- kaup. Sandurinn er hvort sem er sóttur á Akranes því hann er einnig notaður m.a. til að kalka tún. Hug- myndin er að sjá hve lengi hann dug- ar án þess að mettast og skipta um sand eftir þörfum. Hann sagði að ef sandurinn reyndist ekki vel yrði skipt um efni. En þetta væri ódýr- asti kosturinn og ekki annað að sjá að hann væri góður. Efnið í stíurnar er danskt, litaður krossviður og heithúðað járn, og flutt inn af Kaupfélagi Skagfirðinga. Guðmundur sagði að eftir að ýmsar innréttingar hafi verið skoðaðar hafi verið hagstæðustu kaupin í þessum. Milligerðirnar eru úr krossviði og er hægt að opna þær allar til að moka út með vélum ef þarf. Guðmundur sagði að þar sem brynningartækin væru fest á þær hefði það valdið nokkrum heilabrotum. Að lokum sáu þeir að hægt væri að tengja vatnið með barka í leiðslurnar og þegar opna þarf milligerðirnar er barkinn einfaldlega losaður frá. Stíurnar ná alveg út í vegg að aft- anverðu, en áður var gangur fyrir aftan básana þar sem hestarnir voru teymdir út. Fóðurgangurinn er mun breiðari en áður og nú eru hestarnir teknir út um rennihurð sem er á framhliðinni. Sitthvoru megin við hana eru op sem hestarnir stinga hausnum í gegnum til að éta af fóð- urganginum. Ákveðið var að fórna einni tveggja hesta stíu til að hafa rýmra pláss við innganginn í hesthúsið, en þar er nú pláss fyrir 32 hesta. Hægt að nýta gamla húsið enn betur Hinum megin við fóðurganginn eru nokkrar gryfjur, allar um fjög- urra metra breiðar en mismunandi langar. Bæði Guðmundur og Jóhann Þorsteinsson tamningakennari sjá fyrir sér ýmsa notkunarmöguleika þeirra. Notaður var hluti af efninu sem mokað var upp úr gólfinu til að fylla upp í gryfjurnar og hugmyndir eru um að brjóta niður milliveggi og gera góða reiðtygjageymslu með skápum þar sem hægt væri að geyma reiðföt og fleira. Einnig væri hægt að útbúa graðhestastíu. Ysta gryfjan var fyllt fyrir nokkru og þar er aðstaða til að járna, leggja á o.fl. Hringgerði var byggt fyrir nokkr- um árum þegar Ingimar Sveinsson var kennari í hrossarækt og inn- leiddi nýjar tamningaaðferðir. Auk þess er stórt gerði við hesthúsið og nýlega var tekin í notkun gömul hlaða, 8x16 metrar að stærð, og hún notuð sem reiðskemma. Á sumrin er hún notuð til að þurrka korn og höfðu verið settar í hana grindur sem blásið er undir. Þessar grindur eru hífðar upp og lagðar upp við vegg á veturna sem gerir það að verkum að reiðskemman verður hlý- legri. Guðmundur sagði að auðvelt væri að útbúa gerði hinum megin við hesthúsið svo umferð annarra sem eru með hesta í húsinu truflaði ekki nemendurna við tamningarnar. Allir búnir að fara á bak Aðeins átta nemendur stunda nú nám í hrossarækt og tamningum á Hvanneyri. Tamningakennari er eins og áður sagði Jóhann Þorsteins- son á Miðsitju. Hann kemur akandi úr Skagafirðinum á mánudags- morgnum og er á Hvanneyri í tvo daga í viku. Hann sagði að hrossin hefðu komið 7. janúar sl. og tamn- ingarnar hefðu farið mjög vel af stað. Hinn 15. janúar, daginn sem haldið var upp á endurbæturnar, og eftir að hann hafði verið með nem- endunum í fjóra daga voru þeir allir búnir að fara á bak á trippunum. Miklar endurbætur gerðar á hesthús- inu á Hvanneyri Langþráðar endurbætur hafa nú verið gerð- ar á hesthúsinu á Hvanneyri. Steyptu bás- arnir sem voru þar fyrir voru orðnir hálfrar aldar gamlir og að flestra áliti löngu orðið tímabært að gera róttækar breytingar á að- stöðunni. Ásdís Haraldsdóttir kíkti í hest- húsið ásamt fjölda annarra sem gæddu sér á mysu og rúgbrauði með kæfu er Hvanneyr- ingar héldu upp á breytingarnar. Glódís frá Garði kíkir á mannskapinn. Guðmundur Hallgrímsson og Jóhann Þorsteinsson. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Hesthúsið á Hvanneyri hefur breyst mikið við endurbæturnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.