Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lakari afkoma Búnaðar- bankans en áætlað var HAGNAÐUR Búnaðarbankans, móðurbanka, eftir fyrstu 11 mánuði ársins 2001, var 609 milljónir króna eftir reiknaða skatta og er þá tekið tillit til áhrifa lækkaðs tekjuskatts- hlutfalls á tekjuskattsskuldbindingu bankans. Er þessi niðurstaða held- ur undir áætlun, samkvæmt til- kynningu frá Búnaðarbankanum í gær. Í tilkynningu bankans segir að lakari afkoma en áætlað var skýrist alfarið af mjög erfiðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum og þeim áhrif- um sem sveiflur á fjármálamörk- uðum hafi á rekstrarafkomu bank- ans hverju sinni. Gengistap bankans á þessum tímapunkti hafi verið um 1.021 milljón króna frá áramótum. Þar af hafi gengistap vegna hlutabréfa vegið þyngst eða rétt um 800 milljónir. Greint var frá endurskoðuðu uppgjöri fyrir rekst- ur móðurfélags Búnaðarbankans eftir fyrstu 11 mánuði ársins 2001 í tengslum við fyrirhugaðan hluthafa- fund Búnaðarbankans 16. febrúar næstkomandi, vegna samruna bank- ans og Gildingar, sem miðast við 30. nóvember 2001. VINDKORT, skýjahulumælingar og rannsóknasetur smáríkja voru þær þrjár hugmyndir sem hlutu verðlaun í hugmyndasamkeppn- inni Uppúr skúffunum 2001, en verðlaunin voru afhent í gær. Alls bárust 18 hugmyndir í samkeppn- ina. Að þessu sinni voru veitt tvenn fyrstu verðlaun, að fjárhæð 500 þúsund krónur, og tengjast þau bæði veðurfræði. Þar er annars vegar um að ræða vindkortagerð, sem Haraldur Ólafsson veðurfræð- ingur stendur fyrir, og hins vegar skýjahulumælingar, sem Guð- mundur G. Bjarnason, doktor í efna- og eðlisfræði, er í forsvari fyrir. Rannsókna- og kennslusetur um smáríki, sem Baldur Þórhalls- son, doktor í stjórnmálaheimspeki, leiðir, fékk önnur verðlaun í sam- keppninni, 250 þúsund krónur. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaun eru veitt í hugmynda- samkeppninni Uppúr skúffunum, sem er samstarfsverkefni Rann- sóknaþjónustu Háskóla Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um nýtingu rannsóknaniðurstaðna. Í ár bættist sprotasjóðurinn Tækniþróun í hóp samstarfsaðila verkefnisins en hann styrkir sam- keppni um hagnýt lokaverkefni stúdenta við Háskóla Íslands. Verkefnið Uppúr skúffunum felst annars vegar í ráðgjöf og skipulagningu námskeiða til handa rannsóknafólki og hins vegar í hugmyndasamkeppni tengdri hag- nýtingu rannsóknaniðurstaðna. Stofnuð hafa verið fyrirtæki í tengslum við fimm af þeim níu hugmyndum sem unnið hafa til verðlauna í hugmyndasamkeppn- inni Uppúr skúffunni. Í umsögn dómnefndar segir að hagnýting hugmyndar Haraldar Ólafssonar, vindkortagerð, felist í sérfræðiráðgjöf fyrir fram- kvæmdaaðila og verkfræðinga í mannvirkjagerð. Hagnýting skýjahugumælinga Guðmundar G. Bjarnasonar felst í að sækja um einkaleyfi og hefja framleiðslu á sjálfvirkum geisla- mælitækjum sem ásamt sérsmíð- uðum hugbúnaði geta sagt til um skýjafar á rauntíma og er að sögn dómnefndar handhægt að setja upp í sjálfvirkum veðurstöðvum. Um hugmynd Baldurs Þórhalls- sonar segir dómnefndin að hag- nýtingarmöguleikar rannsókna- og kennsluseturs um smáríki felist í námskeiðahaldi, þjónustuverk- efnum og námsgagnagerð. Dómnefnd skipuðu Gísli Bene- diktsson, Nýsköpunarsjóði, Ásta Erlingsdóttir, Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, og Rögnvaldur Ólafsson, Háskóla Íslands. Hugmyndasamkeppnin Uppúr skúffunum 2001 Vindkort, skýjahulumælingar og rannsóknasetur smáríkja Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Magnús Jónsson veðurstofustjóri afhendir Haraldi Ólafssyni verðlaun. Að baki þeim standa verðlaunahafarnir Guðmundur G. Bjarnason og Hjalti Þór Vignisson, samstarfsmaður Baldurs Þórhallssonar, sem var fjarverandi. Húsasmiðjan í samstarf við Expert Eilag NORSKA raftækjaverslanarkeðjan Expert Eilag mun opna stórmarkað hér á landi í samstarfi við Húsasmiðj- una síðar á þessu ári. Frá þessu var greint á fréttavef Dagens Næringsliv í gær. Þar segir jafnframt að Expert Eil- ag stefni í að verða ein af stærstu verslunarkeðjunum á Norðurlöndum sem versla með raftæki og rafmagns- vörur. Fyrirtækið er sagt vera að auka hlutdeild sína í Danmörku og jafnframt að hefja starfsemi í balt- nesku löndunum og Póllandi. Sagt er að markmið fyrirtækisins sé að verða önnur af tveimur stærstu verslunar- keðjunum á Norðurlöndum á sínu sviði árið 2004. Kröfur á Stáltak um 200 milljónir SAMNINGSKRÖFUR á Stáltak hf. eru um 200 milljónir króna að sögn Ólafs Hilmars Sverrissonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð 11. janúar síðast- liðinn að Stáltaki skyldi veitt heimild til nauðasamningsumleitana. Var heimildin veitt í framhaldi af heimild til greiðslustöðvunar sem Héraðs- dómur veitti fyrirtækinu 17. október 2001. Ólafur Hilmar segir að miðað við þann feril sem nú fari í gang sé gert ráð fyrir að fundur verði haldinn í byrjun mars með kröfuhöfum þar sem afstaða verði tekin til nauða- samnings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.