Morgunblaðið - 18.01.2002, Side 18

Morgunblaðið - 18.01.2002, Side 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lakari afkoma Búnaðar- bankans en áætlað var HAGNAÐUR Búnaðarbankans, móðurbanka, eftir fyrstu 11 mánuði ársins 2001, var 609 milljónir króna eftir reiknaða skatta og er þá tekið tillit til áhrifa lækkaðs tekjuskatts- hlutfalls á tekjuskattsskuldbindingu bankans. Er þessi niðurstaða held- ur undir áætlun, samkvæmt til- kynningu frá Búnaðarbankanum í gær. Í tilkynningu bankans segir að lakari afkoma en áætlað var skýrist alfarið af mjög erfiðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum og þeim áhrif- um sem sveiflur á fjármálamörk- uðum hafi á rekstrarafkomu bank- ans hverju sinni. Gengistap bankans á þessum tímapunkti hafi verið um 1.021 milljón króna frá áramótum. Þar af hafi gengistap vegna hlutabréfa vegið þyngst eða rétt um 800 milljónir. Greint var frá endurskoðuðu uppgjöri fyrir rekst- ur móðurfélags Búnaðarbankans eftir fyrstu 11 mánuði ársins 2001 í tengslum við fyrirhugaðan hluthafa- fund Búnaðarbankans 16. febrúar næstkomandi, vegna samruna bank- ans og Gildingar, sem miðast við 30. nóvember 2001. VINDKORT, skýjahulumælingar og rannsóknasetur smáríkja voru þær þrjár hugmyndir sem hlutu verðlaun í hugmyndasamkeppn- inni Uppúr skúffunum 2001, en verðlaunin voru afhent í gær. Alls bárust 18 hugmyndir í samkeppn- ina. Að þessu sinni voru veitt tvenn fyrstu verðlaun, að fjárhæð 500 þúsund krónur, og tengjast þau bæði veðurfræði. Þar er annars vegar um að ræða vindkortagerð, sem Haraldur Ólafsson veðurfræð- ingur stendur fyrir, og hins vegar skýjahulumælingar, sem Guð- mundur G. Bjarnason, doktor í efna- og eðlisfræði, er í forsvari fyrir. Rannsókna- og kennslusetur um smáríki, sem Baldur Þórhalls- son, doktor í stjórnmálaheimspeki, leiðir, fékk önnur verðlaun í sam- keppninni, 250 þúsund krónur. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaun eru veitt í hugmynda- samkeppninni Uppúr skúffunum, sem er samstarfsverkefni Rann- sóknaþjónustu Háskóla Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um nýtingu rannsóknaniðurstaðna. Í ár bættist sprotasjóðurinn Tækniþróun í hóp samstarfsaðila verkefnisins en hann styrkir sam- keppni um hagnýt lokaverkefni stúdenta við Háskóla Íslands. Verkefnið Uppúr skúffunum felst annars vegar í ráðgjöf og skipulagningu námskeiða til handa rannsóknafólki og hins vegar í hugmyndasamkeppni tengdri hag- nýtingu rannsóknaniðurstaðna. Stofnuð hafa verið fyrirtæki í tengslum við fimm af þeim níu hugmyndum sem unnið hafa til verðlauna í hugmyndasamkeppn- inni Uppúr skúffunni. Í umsögn dómnefndar segir að hagnýting hugmyndar Haraldar Ólafssonar, vindkortagerð, felist í sérfræðiráðgjöf fyrir fram- kvæmdaaðila og verkfræðinga í mannvirkjagerð. Hagnýting skýjahugumælinga Guðmundar G. Bjarnasonar felst í að sækja um einkaleyfi og hefja framleiðslu á sjálfvirkum geisla- mælitækjum sem ásamt sérsmíð- uðum hugbúnaði geta sagt til um skýjafar á rauntíma og er að sögn dómnefndar handhægt að setja upp í sjálfvirkum veðurstöðvum. Um hugmynd Baldurs Þórhalls- sonar segir dómnefndin að hag- nýtingarmöguleikar rannsókna- og kennsluseturs um smáríki felist í námskeiðahaldi, þjónustuverk- efnum og námsgagnagerð. Dómnefnd skipuðu Gísli Bene- diktsson, Nýsköpunarsjóði, Ásta Erlingsdóttir, Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, og Rögnvaldur Ólafsson, Háskóla Íslands. Hugmyndasamkeppnin Uppúr skúffunum 2001 Vindkort, skýjahulumælingar og rannsóknasetur smáríkja Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Magnús Jónsson veðurstofustjóri afhendir Haraldi Ólafssyni verðlaun. Að baki þeim standa verðlaunahafarnir Guðmundur G. Bjarnason og Hjalti Þór Vignisson, samstarfsmaður Baldurs Þórhallssonar, sem var fjarverandi. Húsasmiðjan í samstarf við Expert Eilag NORSKA raftækjaverslanarkeðjan Expert Eilag mun opna stórmarkað hér á landi í samstarfi við Húsasmiðj- una síðar á þessu ári. Frá þessu var greint á fréttavef Dagens Næringsliv í gær. Þar segir jafnframt að Expert Eil- ag stefni í að verða ein af stærstu verslunarkeðjunum á Norðurlöndum sem versla með raftæki og rafmagns- vörur. Fyrirtækið er sagt vera að auka hlutdeild sína í Danmörku og jafnframt að hefja starfsemi í balt- nesku löndunum og Póllandi. Sagt er að markmið fyrirtækisins sé að verða önnur af tveimur stærstu verslunar- keðjunum á Norðurlöndum á sínu sviði árið 2004. Kröfur á Stáltak um 200 milljónir SAMNINGSKRÖFUR á Stáltak hf. eru um 200 milljónir króna að sögn Ólafs Hilmars Sverrissonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð 11. janúar síðast- liðinn að Stáltaki skyldi veitt heimild til nauðasamningsumleitana. Var heimildin veitt í framhaldi af heimild til greiðslustöðvunar sem Héraðs- dómur veitti fyrirtækinu 17. október 2001. Ólafur Hilmar segir að miðað við þann feril sem nú fari í gang sé gert ráð fyrir að fundur verði haldinn í byrjun mars með kröfuhöfum þar sem afstaða verði tekin til nauða- samnings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.