Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 42
FRÉTTIR 42 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓLAKORT Símans voru með breyttu móti fyrir nýliðin jól. Ákveðið var að láta gera sérstök kort fyrir Símann og styrkja í leiðinni valið mál- efni. Að þessu sinni varð Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna fyrir valinu. Ungur meðlimur félagsins, hin fimm ára gamla Rebekka Ingibjartsdóttir, teiknaði mynd sem sett var á jólakort- in sem Síminn sendi út. Myndin sýnir jólasveininn og eitt af hreindýrum hans gera sig tilbúin fyrir jólin. Af þessu tilefni afhenti Heiðrún Jónsdóttir, for- stöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans, Styrktarfélaginu styrk frá fyrirtækinu. Þá var lista- manninum einnig afhentur styrkur frá Símanum fyrir vel unnin störf, segir í frétta- tilkynningu. Morgunblaðið/Þorkell Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Síman- um, Hrefna Bachmann, markaðsstjóri hjá Símanum, Helga Þórsdóttir, móðir listamannsins (Rebekku), Rósa Guðbjartsdóttir, frkvstj. SKB, og Rebekka Ingi- bjartsdóttir, 5 ára, sem teiknaði myndina sem prýddi jólakort Símans. Styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna STRÍÐ og íhlutun heimsvaldasinna í Suður-Asíu er yfirskrift málfundar, sem haldinn verður í dag, föstudaginn 18. janúar kl.17.30 í Pathfinder-bók- sölunni, Skólavörðustíg 6 B (bakatil). Framsaga um framgöngu heims- valdastefnunnar í Indlandi og Pakist- an, og hvað býr að baki deilunni um Kasmír. Málfundinn halda aðstandendur vikublaðsins Militant og Ungir sósíal- istar. Frjálst framlag óskast við inn- gang, segir í fréttatilkynningu. Fundur um stríð í Suður-Asíu SEXTÁN nemendur voru útskrifað- ir úr Stóriðjuskólanum. Í þeirra hópi voru fyrstu konurnar sem hófu nám við skólann; tvær sem starfa í steypuskálanum og ein sem starfar í kerskálum. Skóladúx Stóriðjuskólans að þessu sinni var Sigríður Theódóra Eiríksdóttir, með aðaleinkunnina 9,1. Semi-dúx var Hilmar V. Guð- mundsson, með einkunnina 8,88 og þriðju hæstu aðaleinkunnina hlaut Tryggvi L. Skjaldarson, 8,85. Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, upplýsti við útskriftina að nám við Stóriðjuskólann hefði verið metið til eininga í almenna skóla- kerfinu (fjölbrautakerfinu) og það jafngilti 24 einingum. Þetta er í fimmta skipti sem stór- iðjugreinar eru útskrifaðir úr skól- anum og að athöfn lokinni munu 75 starfsmenn ISAL hafa lokið námi við skólann, segir í fréttatilkynningu. 16 útskrifaðir úr Stóriðjuskólanum ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Dansarar og borð- dömur óskast Starfsþjálfun í boði. Upplýsingar hjá: Club Vegas í síma 899 9777. Vélstjóra vantar Vélstjóra vantar á togara sem gerður er út á rækjuveiðar frá Siglufirði. Þarf að hafa 3.000 kw-réttindi (VFII). Upplýsingar gefur Þórður í síma 460 5560. Einnig má senda upplýsingar um nafn og fyrri störf á netfang: thordur@rammi.is . Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Lækjarskóli Skólaliða vantar sem fyrst við Lækjarskóla. Um er að ræða 100% starf en allar upplýsingar um starfið gefur Reynir Guðnason, skólastjóri, í síma 555 0585. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, en einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is . Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Ólafsvegi 1, Ólafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Aðalgata 32, Ólafsfirði, þingl. eig. Þrúður Marín Pálmadóttir og Bjarki Jónsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Kirkju- sandi, Lífeyrissjóður sjómanna og Sparisjóður Ólafsfjarðar, föstudag- inn 25. janúar 2002 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 16. janúar 2002. TILBOÐ / ÚTBOÐ Auglýsing um fyrirhugað útboð Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins, f.h. verk- fræðideildar Bandaríkjaflota, United States Naval Facilities Engineering Command, auglýs- ir hér með eftir umsóknum um þátttöku frá íslenskum lögaðilum í vali til fyrirhugaðs for- vals vegna tveggja þrepa útboðs á eftirfarandi verkframkvæmd: Malbikun flugbrautar 11—29 á Keflavíkurflugvelli. Áætlaður skilafrestur tilboða í forval er 22. mars 2002 og er áætlaður verktími eitt ár frá samþykki tilboðs. Nánari upplýsingar ásamt upplýsingum um kröfur forvalsnefndar til verktaka fást á varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins á Rauðar- árstíg 25, Reykjavík. Umsókn um þátttöku skal vera á ensku. Forvalsnefnd áskilur sér rétt til að hafna umsóknum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við viðbótarupplýsingum frá þátttakendum eftir að frestur til að skila inn umsókn rennur út. Ef þátttakendur áforma að ráða undirverktaka til verksins að hluta eða öllu leyti skal veita um þá sömu upplýsingar og krafist er af þátttakendum. Verkið verður boðið út á alþjóðlegum markaði samkvæmt reglum Atlantshafsbandalagsins um alþjóðleg samkeppnisútboð og verður því hagað í samræmi við reglur bandalagsins um slík útboð. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila en stjórnvöld aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins velja og tilnefna verk- taka hvert frá sínu landi. Umsóknum skal skilað til varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins á Rauðarárstíg 25, Reykjavík, eða ráðningardeildar varnarmála- skrifstofu á Brekkustíg 39, Njarðvík. Frestur til að skila inn tilkynningu um þátttöku í vali til forvals er til þriðjudags- ins 29. janúar 2002 16:00. Utanríkisráðuneytið. Forvalsnefnd. TILKYNNINGAR Snæfellsnesvegur um Kolgrafafjörð í Eyrarsveit og Helgafellssveit Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á, með skilyrði, lagningu Snæ- fellsnesvegar um Kolgrafafjörð samkvæmt leiðum 1, 2 og 3 eins og þeim er lýst í fram- lögðum gögnum framkvæmdaraðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is . Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 20. febrúar 2002. Skipulagsstofnun. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Norður Hvammur, Mýrdalshreppi, þingl. eig. Jónas Smári Hermanns- son, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf., Íbúðalánasjóður og Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 23. janúar 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Vík, 17. janúar 2002, Sigurður Gunnarsson. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Kínversk heilsulind Ármúla 17, s. 553 8282 ● Kennsla í kínversku nuddi. ● Kynning á kínverskum nálastungum. ● Kínversk leikfimi. ● Kennsla í sjálfsnuddi. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1821188  Ei. I.O.O.F. 12  1821188½  Ei. Í kvöld kl. 21 heldur Gunnar Kvaran erindi: „Um bænaiðkun“ og leikur nokkur smáverk eftir Bach í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Halldórs Har- aldssonar sem sýnir myndband með Krishnamurti. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guðspekifélagsins verður fram- haldið fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30 í umsjá Bjarna Björg- vinssonar: “Hin mildiríka ná- vist”. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. www.gudspekifelagid.is Nordjobb NORDJOBB er samnorrænt verk- efni ætlað 18–26 ára ungmennum. Það miðlar sumarvinnu og húsnæði á Norðurlöndum og býður auk þess upp á fjölbreytta menningar- og tómstundadagskrá. Ár hvert fer hátt á annað hundrað íslenskra ung- menna utan á vegum Nordjobb. Umsóknartímabil Nordjobb fyrir sumarið 2001 er hafið. Umsókn- areyðublöð og upplýsingar má finna á www.nordjobb.net en einnig hjá Norræna félaginu, Bröttugötu 3B, 101 Reykjavík, í síma og netfangi nordjobb@norden.is segir í fréttatil- kynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.