Morgunblaðið - 18.01.2002, Side 47

Morgunblaðið - 18.01.2002, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 47 Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Vantar bíla, fellihýsi, tjaldvagna og vélsleða á skrá. Amc Cherokee Laredo 4.0l árg. 99, ekinn 28, svartur, leður, ssk., sóll., álf. Verð 3.850.000. Áhv. 2.150.000. Gullmoli. M. Benz 190e sport árg. 92, ekinn 158 þ., v-rauður, ssk., álf. Verð 930.000 þ. Áhv. lán 300.000. Ath. skipti. Daewoo Musso tdi, nýsk. 8/2000, ekinn 38 þ., silfur, ssk., 33“dekk. Verð 2.950.000. Áhv. 2.350.000. Ath. skipti. VW Transporter westvalía húsbíll, árg. 85, ek- inn 118 þ., 5 g., v-rauður, mjög góðar innrétt- ingar, innfl. 99. Verð 1.290.000. ATH! HÖFUM KAUPANDA AÐ HÚSBÍLL Á VERÐINU 1.500 TIL 2.500. Lexus is 200 sport, nýsk. 6/2000, ekinn 29 þ., kóngablár, ssk., leður, sóll., spol. Tilboðsverð 2.690.000. Ath. skipti. ATH! Eigum líka 2001, ek- inn 12 þ. Verð 3.080.000 þ. MMC Pajero disel, nýsk. 6/1996, ekinn 118 þ., ssk., silfur/tvílitur, álf. Verð 1.950.000. ath. skipti. MMC Lancer stw glxi 4wd, nýsk. 9/99, ekinn 66 þ., 5 g., v-rauður, álfe. Verð 1.270.000, tilboð 940.000 þ. Nissan Terrano II LUXURY TDI NÝSK. 7/2000, EKINN 22 Þ. SVARTUR, SSK., 33“ O.FL. VERÐ 3.490.000. ATH. SKIPTI. Opel Zafira 1,8 comfortline, nýsk. 5/2001, ek- inn 5 þ., silfur, 5 g., 7 manna. Verð 2.090.000. Áhv. 1.390.000 þ. Ath. skipti. s e m e n d u r s p e g l a r þ i n n s m e k k ra ð e in in g a r Mán. - Fös. 10.00 - 18.00 • Laugard. 11.00 - 16.00 • Sunnud. 13.00 - 16.00 t m h u s g o g n . i s OPIÐ: Falleg stofa Úrval fallegra raðeininga úr kirsuberjavið á sérstöku tilboðsverði! Höfum opnað sýningarpláss fyrir stakar og útlitsgallaðar vörur á efri hæðinni. Allt vörur sem seljast með verulegum afslætti. Komið og gerið góð kaup! Tilboð 69.000kr. Verð áður: 95.200 kr. Tilboð 59.000kr. Verð áður: 77.400 kr. br. 250, h. 220 br. 190, h. 220 N O N N I O G M A N N I • N M 0 5 1 2 8 / si a. is HEILSUDAGAR Gauja litla í Vetr- argarði Smáralindar verða laugar- daginn 19. janúar kl. 10–18 og sunnu- daginn 20. janúar kl. 12–18. Gestir geta m.a. látið mæla blóð- þrýsting og fitu, fengið ráð um holl- ara mataræði og kynnt sér ýmsar heilsuvörur og þjónustu. Fyrirtæki sem kynna starfsemi sína eru m.a: Heilsugarður Gauja litla, World Class, Össur, Lýsi hf., Norðurmjólk, Osta- og smjörsalan og Vífilfell. Getspakir geta giskað á hve margir cheerios-pakkar eru í cheer- ios-bílnum og eru verðlaun í boði Nathan & Olsen. Á dagskrá á morgun er m.a. morg- unleikfimi, upphitun í umsjón Dísu í World Class kl. 10.30, danssýningar verða klukkan 14.30 og 15.30 í umsjón Yesmine, kl. 16.30 verður spinning í umsjón Sverris frá World Class. Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi mætir á svæði. Á sunnudag kl. 14 og 16 verður jógaspuni í umsjón Gauja litla og kl. 15 jóga og styrktaræfingar í umsjón Sirrýjar, segir í fréttatil- kynningu. Ráðstefna um offitu barna og unglinga Ráðstefna verður haldin í Smára- bíói, Smáralind, laugardaginn 19. jan- úar kl. 11–14. Á ráðstefnunni verður fjallað um heilsufar, hollustu og holdafar frá ýmsum sjónarhornum. Erindi flytja: Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Geir Gunnarsson læknir, Guð- mundur Björnsson endurhæfingar- læknir, Þorkell Guðbrandsson læknir, Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur, Teodóra Reynis- dóttir skólahjúkrunarfræðingur og Guðjón Sigmundsson (Gaui litli). Fundarstjóri verður Anna Björg Aradóttir, verkefnastjóri gæða- og lýðheilsusviðs hjá Landlæknisemb- ætti Íslands, segir í fréttatilkynn- ingu. Heilsudagar í Vetrar- garði Smáralindar Í TILEFNI af alþjóðadegi krabbameinssjúkra barna 15. janúar gaf Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) kennslu- og leikstofu Barnaspítala Hringsins þrjár tölvur, eina fullkomna heimilis- tölvu og tvær leikjatölvur ásamt tölvuleikjum. Í fréttatilkynn- ingu frá SKB segir að brýn þörf hafi verið á að endurnýja kennslutölvu barna á deildinni „og víst er að þessar gjafir munu nýtast krabbameinssjúkum börnum sem og öðrum börnum sjúkrahússins vel“. 250.000 börn greinast ár- lega með krabbamein Alþjóðasamtök krabbameins- sjúkra barna, ICCCPO, skipu- leggja alþjóðadaginn, en félög frá 43 löndum eiga aðild að sam- tökunum. Í fréttatilkynningunni kemur fram að markmiðið með alþjóðadeginum sé að hvert að- ildarfélag fái tækifæri til að kynna málstað krabbameins- sjúkra barna í heimalandi sínu. Þá er lögð áhersla á að vekja at- hygli heimsbyggðarinnar á þeirri staðreynd að árlega greinast 250.000 börn með krabbamein um allan heim. Að- eins 20% þeirra hafa aðgang að fullnægjandi læknismeðferð og lyfjum. Ef öll krabbameinssjúk börn í heiminum fengju sam- svarandi meðferð og í boði er í vestrænum þjóðfélögum væri hægt að bjarga lífi rúmlega 100.000 barna á hverju ári. Gáfu Barnaspít- ala Hrings- ins tölvur Alþjóðadagur krabba- meinssjúkra barna ALÞJÓÐAHREYFINGIN Save the Children Alliance hefur hrundið af stað fjársöfnun til handa nauðstödd- um börnum, í samstarfi við Radisson SAS hótelin í Evrópu. Söfnunarbaukum Save the Children Alliance hefur verið komið fyrir í gestamóttöku Radisson SAS Hótel Sögu og Radisson SAS Hótel Íslands og er þar tekið á móti öllum tegundum gjaldmiðla, einnig göml- um frá þeim ríkjum sem eiga aðild að myntbandalagi Evrópu. Fjársöfnun- inni lýkur 15. febrúar, segir í frétta- tilkynningu. Fjársöfnun Barnaheilla og Radisson SAS ELÍSABET Gunnarsdóttir arkitekt heldur fyrirlestur í Alliance Franç- aise í JL-húsinu við Hringbraut 121, 3. hæð, í dag, föstudaginn 18. janúar, kl. 20.30. Efni fyrirlestrarins er: Evrópsk áhrif í íslenskri byggingarlist og mótun bæja. Leitast verður við að varpa ljósi á þau áhrif sem mótað hafa íslenska byggingarlist í þéttbýli frá upphafi og til okkar daga. Elísabet lærði arkitektúr í Skot- landi og Frakklandi á árunum 1979– 88 og hefur rekið eigin teiknistofu á Ísafirði frá 1988. Að fyrirlestri loknum fara fram umræður og fyrirspurnir. Fyrirlest- urinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Hann verður fluttur á frönsku og þýddur jafnóðum á íslensku, segir í frétta- tilkynningu. Evrópsk áhrif í íslenskri byggingarlist SVÆÐISFÉLAG Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs Akra- nesi og nærsveitum efnir til fé- lagsfundar á Café 15, Akranesi, sunnudaginn 20. janúar kl. 10. Aðalefni fundarins er framboð á Akranesi í sveitarstjórnarkosning- um að vori, inntaka nýrra félaga, kosning uppstillingarnefndar og starfið framundan, segir í frétt frá stjórn VG Akranesi og nærsveit- um. Fundur um fram- boð VG á Akranesi LEIKSKÓLINN Arnarborg, Mar- íubakka 1, er fyrsti leikskólinn í Breiðholti, segir í fréttatilkynningu. Hann hóf starfsemi 20. janúar 1972. Í tilefni 30 ára afmælisins verður opið hús í Arnarborg laugardaginn 19. janúar kl. 13–15. Börn, starfs- fólk og foreldrar bjóða alla vel- komna. Opið hús í Arnarborg FJÖGURRA metra löngum álstiga, sem stóð við veðurskilti á norð- anverðri Vatnaleið, var stolið að- faranótt miðvikudags og lýsir lög- reglan á Stykkishólmi eftir upp- lýsingum um hvar hann er niður- kominn. Stiginn er í eigu Vegagerðarinn- ar en menn frá stofnuninni höfðu unnið að uppsetningu á veðurskilt- inu sem mun sýna hitastig og vind- styrk á Vatnaleiðinni. Stiga stolið frá Vegagerðinni MOGGABÚÐIN mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.