Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 1
TALIÐ er að helmingur landa- mæraborgarinnar Goma í austur- hluta Kongó sé brunninn og allt að hálf milljón manna sé á flótta vegna eldgoss sem hófst á fimmtudag í fjallinu Nyiragongo en hraunelf- arnar runnu inn í borgina. „Það er varla hægt að segja að Goma sé til lengur,“ sagði kaupsýslumaðurinn Eloi Mboso Kiamfu er hann bjó sig undir að fara. Sums staðar tvístr- uðust fjölskyldur er fólk flýði í skelf- ingu undan svörtum hraunvegg er skreið í átt að húsunum. Fullyrt var að yfirvöld í Goma hefðu í upphafi sagt í útvarpstilkynningum að hraunið stefndi frá borginni og fólk ætti að halda kyrru fyrir. Um 80.000 manns komust á brott til Sake í Kongó og um 100.000 manns munu hafa flúið til borgarinnar Gisenye í grannríkinu Rúanda sem er rétt handan við landamærin en hætta var talin á að hraunstraumar næðu einnig þangað. Innviðir á borð við vatnsveitur í Goma hafa skemmst, brautir flug- vallarins fóru undir hraun. Óljóst var hvort manntjón hefði orðið og þá hve mikið en sérfræðingar töldu að ekki væri mikil hætta á frekara tjóni af völdum hraunsins, flóttamannavandinn yrði erfiðari. Nyiragongo er um tíu kílómetra frá Goma, það er tæplega 3.500 metra hátt og runnu úr því þrír miklir hraunstraumar yfir 14 þorp auk þess sem einn þeirra skar Goma í tvennt. Er fjallið gaus síðast árið 1977 fórust um 2.000 manns. Sameinuðu þjóðirnar eru með friðargæslulið og talsvert af búnaði á svæðinu vegna mannskæðrar borgarastyrjaldar sem geisað hefur í Kongó. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, hét í gær stuðningi við stjórnvöld í Kongó og Rúanda vegna hamfaranna og verður flogið með birgðir hjálpargagna til Kigali, höf- uðstaðar Rúanda, þegar í dag. Á myndinni er flóttafólk frá Goma á leið til borgarinnar Gysenye í Rúanda en eins og fyrr segir var óttast, að hraunflóðið gæti líka náð þangað. AP Á flótta undan eld- fl ðinu 15. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. JANÚAR 2002 VOPNAHLÉIÐ, sem Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, lýsti yfir í síð- asta mánuði var í gær að engu orðið og sjálfur var hann í eiginlegu stofufangelsi eftir að ísr- aelskir skriðdrekar umkringdu höfuðstöðvar hans. Gerðu Ísraelar harðar loftárásir á bæinn Tulkarem á Vesturbakkanum í hefndarskyni fyrir tilræði Palestínumanns er varð sex Ísr- aelum að bana í borginni Hadera í fyrrakvöld. Ásakanir um ábyrgð á átökunum gengu á milli Ísraela og heimastjórnar Palestínumanna í gær. Sögðu Palestínumenn að Ísraelar hefðu „unnið skemmdarverk á vopnahléinu“ með því að stilla upp skriðdrekum fyrir utan aðalstöðvar Arafats í Ramallah í gær. Harkaleg mótmæli brutust þar út, og ísr- aelskir hermenn hófu skothríð á palestínsk ung- menni sem höfðu kastað grjóti í skriðdrekana. Sex Palestínumenn særðust, þar af einn alvar- lega. Skriðdrekar Ísraela voru innan við 50 metra frá skrifstofum Arafats, þar sem hann hefur verið í herkví undanfarið. Ísraelar segjast ekki munu leyfa honum að fara fyrr en hann sjái til þess að Palestínumennirnir, er réðu ísraelsk- an ráðherra af dögunum í október, verði hand- teknir. Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og fleiri ríki hafa fordæmt hryðjuverkið í Hadera og það hefur palestínska heimastjórnin einnig gert. Hún skoraði hins vegar í gær á samfélag þjóðanna að koma í veg fyrir, að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tækist það ætlunar- verk sitt að uppræta heimastjórnina og gera vonir um frið að engu. Hvatti hún einnig önnur arabaríki til að koma Palestínumönnum til hjálpar. Ísraelsstjórn hefnir hryðjuverksins í Hadera með hörðum loftárásum Arafat í eiginlegu stofufangelsi Ramallah á Vesturbakkanum. AFP. PERVEZ Musharraf, forseti Pakist- ans, sagði í gær í viðtali við CNN- sjónvarpsstöðina, að Osama bin Lad- en væri líklega látinn vegna þess, að hann hefði ekki fengið meðhöndlun við alvarlegum nýrnasjúkdómi. Musharraf sagði, að í Pakistan væri vitað, að bin Laden hefði haft með sér til Afganistans tvær nýrna- vélar og hefði önnur verið sérstak- lega ætluð honum. „Mér finnst ekki líklegt, að hann hafi fengið að undanförnu þá með- höndlun, sem nauðsynleg er, og það leyndi sér ekki á síðasta myndband- inu frá honum, að þar fór mjög sjúk- ur maður. Þess vegna tel ég, að hann sé látinn en sé hann lifandi, þá er hann enn í Afganistan,“ sagði Mush- arraf. Bin Laden látinn úr nýrnasjúk- dómi? VERULEGAR efasemdir eru um, að aðgerðir dönsku stjórnarinnar til að draga úr flóttamannastraumi til Danmerkur muni hafa tilætluð áhrif en sjálf býst hún við, að flóttamönn- unum muni fækka mikið. Samkvæmt nýju reglunum, sem kynntar voru í fyrradag, fá ekki aðr- ir hæli í Danmörku en þeir, sem unnt er að skilgreina sem flótta- menn samkvæmt alþjóðasáttmálum. Þá verður þeim, sem fá landvist, gert erfiðara en áður að fá til sín ættingja eða væntanlegan maka. Fólk, sem starfað hefur að mál- efnum innflytjenda, telur, að nýju reglurnar muni litlu breyta. Sem dæmi nefnir það þá reglu, að inn- flytjendur og Danir almennt yngri en 24 ára megi ekki sækja sér brúði eða brúðguma til útlanda og bendir á, að eftir fá ár verði flestir innflytj- endur á algengum giftingaraldri danskfæddir og því útilokað að halda þessum reglum til streitu. Ekki muni heldur duga að neita fólki um flóttamannastimpilinn, því Sþá muni það vísa í sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um flóttafólk, í Mannréttindasáttmála Evrópu og aðra slíka sáttmála. Engin athugasemd frá ESB Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, sem hefur helst á sinni stefnuskrá að berjast gegn innflytjendastraumnum, er hins vegar hæstánægð með nýju regl- urnar. Það vekur líka athygli, að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur engar athugasemdir gert við aðgerðir dönsku stjórnar- innar eins og sumir bjuggust þó við. Er ástæðan sögð sú, að mörg önnur Evrópu- og ESB-ríki hyggist grípa til svipaðra ráðstafana hjá sér. Efast um árangur Ný innflytjendalög í Danmörku               ! #   $%    &           ' ( $ ) (  * $  + '  ( $ ) ( $"        (&,(          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.