Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 48

Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 48
KIRKJUSTARF 48 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTNIR menn biðja fyrir sam- vinnu kirkna og fyrir einingu kristninnar. Sunnudaginn 20. janúar hefst al- þjóðleg bænavika með guðsþjón- ustu í Grensáskirkju í Reykjavík kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir héraðs- prestur leiðir samveruna. Eric Guð- mundsson, forstöðumaður hjá Að- ventkirkjunni, predikar og fulltrúar Hvítusunnusafnaðarins, kaþólsku kirkjunnar og Hjálpræð- ishersins bera fram Guðs orð og bænir. Í vikunni á eftir verða bæna- stundir í kirkjunum kl. 20 og sem hér segir: Á miðvikudagskvöldinu í Landakotskirkju, á fimmtudeg- inum í Herkastalanum og á föstu- dagskvöldinu í Aðventkirkjunni eins og verið hefur mörg und- anfarin ár. Hápunktur bænavik- unnar verður hátíðarsamkoma í Fíladelfíu laugardagskvöldið 26. janúar kl. 20 en þar verður fjöl- breytt dagskrá með þátttöku margra kristinna trúfélaga. Sam- starfsnefnd kristinna trúfélaga, sem stýrir undirbúningi bænavik- unnar, býður öllum sem vilja leggja samvinnu kristinna kirkna lið að taka þátt samkomunum og bæn fyr- ir einingu kristninnar. Samstarfs- nefnd kristinna trúfélaga á Íslandi. Stofnun Bjöllukórs Fríkirkjunnar í Reykjavík EFTIR messu næstkomandi sunnu- dag mun Fríkirkjan í Reykjavík halda kynningarfund um nýjan Bjöllukór. Stjórnandi Bjöllukórs Fríkirkjunnar verður Carl Möller, einn af tónlistarstjórum kirkj- unnar. Bjöllukórinn verður einnig hluti af barna- og æskulýðsstarfi safnaðarins og mun hluti af starfi Bjöllukórsins taka mið af því. Um- sjón með þeim lið starfsins hafa þeir Hreiðar Örn Stefánsson æsku- lýðsfrömuður og Hjörtur Magni Jó- hannsson safnaðarprestur. Það er stefna Fríkirkjunnar að auka og efla tónlistar- og æskulýðsstarf inn- an safnaðarins og er stofnun Bjöllu- kórsins hluti af þessari stefnu. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á kynningarfundinn næstkomandi sunnudag. Samstarf safnaða UM nokkurra ára skeið hafa Víði- staðasókn og Garða- og Bessa- staðasókn haft með sér samstarf sem fólgið er í gagnkvæmum messuheimsóknum eldri borgara í þessum söfnuðum. Sunnudaginn 20. janúar kl. 14 munu prestur, kór og organisti Víðistaðakirkju, ásamt eldri borgurum þar heimsækja Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Bragi J. Ingibergsson prédik- ar og þjónar fyrir altari í guðsþjón- ustunni og Gaflarakórinn, kór Fé- lags eldri borgara í Hafnarfirði, syngur undir stjórn Úlriks Ólason- ar organista. Úr Víðistaðasókn fer rúta frá Víðistaðakirkju kl. 13.15, frá Hrafnistu kl. 13.25 og frá Hjallabraut 33 kl. 13.35. Þá fer rúta frá Hleinum kl. 13.40. Erlendur sér um akstur af Álftanesinu. Að guðsþjónustu lokinni bjóða Garða- og Bessastaðasókn upp á kaffi og stutta dagskrá í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli. Eldri borgarar í öllum þessum söfnuðum eru hvattir til að mæta, en samstarf þetta mælist vel fyrir og hefur auk- ið kynni fólks á þessu svæði. Prestarnir. 20 manna hópur Bandaríkjamanna í KFUM og KFUK GÓÐIR gestir verða í KFUM og KFUK í Reykjavík við Holtaveg á morgun, sunnudag. Um er að ræða 20 manna hóp frá Bandaríkjunum sem ferðast á milli herstöðva Bandaríkjahers til að uppörva og gleðja kristið fólk í starfsliði hers- ins. Hann er hér á landi í boði þeirra bandarísku presta sem starfa á herstöðinni í Keflavík. Hópurinn mun halda námskeið fyr- ir unga leiðtoga í KFUM og KFUK kl. 16–18, sex manna hljómsveit (band) mun leika á almennri sam- komu í húsinu kl. 17, auk þess sem félagi úr hópnum mun halda ræðu dagsins. Á sama tíma sjá aðrir úr hinum stóra hópi um barna- samkomu í kjallarasal hússins. Að samkomu lokinni er boðið upp á heitan mat á fjölskylduvænu verði. Á Vökunni um kvöldið kl. 20.30 mun hópurinn halda tónleika. Allir eru hjartanlega velkomnir og að- gangur er ókeypis. Námskeið um trúarbrögð BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg gengst fyrir námskeið um nokkur trúarbrögð mánudagskvöldin 21. og 28. janúar kl. 20–22. Námskeiðið kallast „Hverju trúa þau?“ og verð- ur leitast við að gefa nokkra innsýn í trúarkenningar og tilbeiðsluhætti helstu trúarbragða heims fyrir ut- an kristindóminn, þ.e. einkum gyð- ingdóms, islam, hindúasiðar og búddhadóms. Fyrirlesari verður Gunnar J. Gunnarsson, lektor við KHÍ. Námskeiðið verður haldið í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg og er námskeiðsgjald 1.800 kr. Skráning er í síma 588 8899 til kl. 13 mánudaginn 21. janúar. Prófastur í heimsókn í Háteigskirkju SR. JÓN Dalbú Hróbjartsson pre- dikar í messu í Háteigskirkju á morgun, sunnudag. Þátttaka hans í messunni er einn liður í vísitasíu hans en svo nefnist á kirkjumáli op- inber heimsókn prófasts til kirkna í prófastsdæmi hans. Háteigskirkja er næststærsta sóknin í Reykjavík- urprófastdæmi vestra en alls til- heyra níu kirkjur prófastsdæminu. Í vísitasíu felst að prófastur heim- sækir söfnuðinn til þess að kynnast starfsfólki og kynna sér starfsemi safnaðarins. Heimsókn prófasts hefst í barnaguðsþjónustu klukkan ellefu, en hún er í umsjón sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur og Guðrúnar Helgu Harðardóttur. Klukkan tvö tekur prófastur svo virkan þátt í messu safnaðarins, en það er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sem þjónar fyrir altari og kirkjukór Há- teigskirkju syngur undir stjórn Douglas A. Brotchie. Að lokinni messu heldur prófastur fund með sóknarnefnd og starfsfólki. Fund- urinn er opinn öllum safnaðar- meðlimum. Samvera á vegum fjölskyldufræðslu í Neskirkju FJÖLSKYLDUFRÆÐSLA Nes- kirkju býður til samveru í safn- aðarheimili kirkjunnar sunnudag- inn 20. janúar 2002 kl. 20. Þar mun Sæmundur Hafsteinsson, for- stöðumaður Félagsþjónustu Hafn- arfjarðarbæjar flytja erindi og svara fyrirspurnum. Erindi sitt nefnir hann: Sjálfstraust og uppeldi. Sæmund- ur er sálfræðingur og félagsráð- gjafi að mennt með réttindi í fjöl- skylduráðgjöf og hefur auk þess starfað um árabil við kennslu. Er- indið ætti að vekja sérstakan áhuga þeirra sem eru með börn á sínu framfæri en líka getur það höfðað til breiðari hóps enda er sjálfs- traust einstaklinga forsenda fyrir vellíðan og velgengni á mörgum sviðum lífsins. Að loknu erindinu verður gert kaffihlé og loks eru fyrirspurnir. Dagskránni lýkur með ritningarlestri og bæn í umsjá séra Arnar Bárðar Jónssonar. Dúkkur og bangsar í Laugarneskirkju NÚ á sunnudaginn eiga krakkarnir kirkjuna með okkur fullorðna fólk- inu því við messu í Laugarneskirkju kl. 11 kemur trúður í heimsókn, brúður spjalla og krakkarnir koma með bangsana eða dúkkurnar sínar í kirkjuna. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, mætum með börnunum okkar og eigum góða stund. Alþjóðleg bæna- vika og samvinna kirkna Morgunblaðið/Arnaldur Háteigskirkja í Reykjavík. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14:00. Sr. Tómas Guðmundsson, fyrrverandi pró- fastur, segir frá einu og öðru. Allir vel- komnir. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11, í dag. Allir hvattir til að mæta. Útskálakirkja Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl. 14, í dag. Allir hvattir til að mæta. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Í kvöld er brauðsbrotning. Reynir Valdimarsson, pre- dikar. Safnaðarstarf MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 15.30. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börn- um sínum. Organisti Pálmi Sigurhjart- arson. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Æðruleysismessa kl. 20.30. Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, prédikar. Sr. Anna S. Pálsdóttir leiðir stundina, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir fyrirbæn, sr. Jakob Ág. Hjálmarsson flytur lokaorð. Anna S. Helgadóttir og Bræðrabandið sjá um tón- list. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Samkirkjuleg guðsþjónusta kl. 11 við upp- haf bænaviku um einingu kristinna manna. Prestur sr. María Ágústsdóttir og ræðumaður Eric Guðmundsson frá Að- ventkirkjunni. Lesarar eru Guðný Gunn- arsdóttir, fulltrúi kaþólsku kirkjunnar, Ari Guðmundsson, fulltrúi hvítasunnumanna og Hilmar Símonarson frá Hjálpræð- ishernum. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir sönginn, en organisti er Árni Arinbjarn- arson. Allir velkomnir. Minnt er á bæna- stundir í vikunni framundan og samkomu í Fíladelfíu á laugardagskvöldið 26. jan. kl. 20 þar sem beðið verður fyrir einingu krist- inna manna. GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIM- ILI: Messa kl. 14. Sr. Halldór Gröndal messar. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Prófastur, sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son, vísiterar söfnuðinn og prédikar í messunni. Organisti Douglas A. Brotchie. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI HRINGBRAUT: Guðsþjón- usta kl. 10.30. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Jón Hjörleifur Jónsson flytur hugvekju á upp- hafsdegi bænaviku fyrir einingu kristinna. Kristbjörg Klausen og Einar Klausen syngja. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en börnin fara síðan í safnaðarheimilið ásamt Gunnari og Ágústu. Kaffisopi og djús eftir messu. Myndlistarsýning með verkum Ásgerðar Búadóttur og Kristjáns Davíðssonar verð- ur í kirkjunni frá 19. janúar. LAUGARNESKIRKJA: Kærleiksmessa kl. 11. Að þessu sinni messum við alfarið á forsendum barnanna. Kór Laugarnes- kirkju leiðir messusönginn undir stjórn Bjarna Jónatanssonar organista. Hrund Þórarinsdóttir, djákni, sr. Bjarni Karlsson og hópur sunnudagaskólakennara þjóna saman ásamt fulltrúum úr lesarahópi kirkjunnar og fermingarbörnum. Mikill söngur, trúður heimsækir og brúður spjalla og guðspjallið flutt með myndum. Fullorðnir hvattir til þátttöku ekki síður en börnin. Messukaffi. Guðsþjónusta kl. 13 í Dagvistarsalnum, Hátúni 12. Þorvaldur Halldórsson syngur, Bjarni Karlsson, Mar- grét Scheving sálgæsluþjónn og Guðrún K. Þórsdóttir þjóna ásamt hópi sjálf- boðaliða. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). NESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Örn Bárður ónsson. Organisti Reynir Jón- asson. Kór Neskirkju syngur. Molasopi eftir messu. Sunnudagaskólinn kl. 11. 8–9 ára starf á sama tíma. Alfa II kl. 12.30. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Hvetjum börnin til að koma og eiga ánægjulega stund. Umsjón Arna Grétarsdóttir. Sr. Sig- urður Grétar Helgason. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Sunnudagurinn 20. janúar 2002 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11. Að vanda verður farið að gefa önd- unum brauð eftir messu. Umsjón með tónlist hafa þau Anna Sigga og Carl Möller. Allir velkomnir. Eftir messuna verður kynningarfundur um Bjöllukór Fríkirkjunnar í Reykjavík. Stjórn- andi hins nýja Bjöllukórs er Carl Möller. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti: Pavel Manásek. Kirkjukórinn syngur. Prestur: Þór Hauksson. Sunnu- dagaskólinn á sama tíma í safnaðarheim- ilinu. Nýtt efni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa á sama tíma. Léttar veit- ingar í safnaðarheimilinu á eftir messu. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A- hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti: Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjón Elínar Elísabetar Jó- hannsdóttur. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Bjarna Þór Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Barna- og unglingakór kirkjunnar. Stjórnendur: Oddný Þorsteinsdóttir og Hörður Bragason organisti. Að lokinni guðsþjónustunni verður fundur með for- eldrum fermingarbarna í Engja- Folda-, Hamra- og Húsaskóla. Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón: Ása, Bryndís, Hlín og Jóhanna Ýr. Organisti: Guðlaugur Vikt- orsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í Engja- skóla. Sr. Vigfús Þór Árnason. Umsjón: Ása, Bryndís, Hlín og Jóhanna Ýr. Org- anisti: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Taize-messa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Sungnir verða Taize-sálmar að franskri fyr- irmynd. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti, Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta í Linda- skóla kl. 11. Barnaguðsþjónusta í Hjalla- kirkju kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudögum kl. 18. Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Kirkja heyrnarlausra kemur í heimsókn og tekur þátt í guðs- þjónustunni ásamt presti heyrnarlausra sr. Miyako Þórðarson. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Sögur, söngur og nýr límmiði. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Þorvaldur Hall- dórsson sér um tónlistina. Sr. Ágúst Ein- arsson flytur hugvekju. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgun- guðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram fjallar um „kenn- ingu Jesú um siðferðismál í Fjallræðunni“. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Gestir: Donald Stewart, banka- stjóri og fjármálaráðgjafi frá Bandaríkj- unum, og Carol kona hans. Friðrik Schram predikar. Allir hjartanlega velkomnir. Alfa kynning þriðjudagskvöldið 22. jan. kl. 20. Alfaskráning hafin í s. 567-8800. Nýj- ar greinar á heimasíðunni: www.kristur.is KLETTURINN: Kl. 11 almenn samkoma fyrir alla fjölskylduna. Mikil lofgjörð og til- beiðsla. Allir velkomir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11, ræðumaður Svan- ur Magnússon. Almenn samkoma kl. 16.30, lofgjörðarhópur Marita leiðir söng. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 sam- kirkjuleg Guðþjónusta í Grænsáskirkju. Kl. 19.30 bæn kl. 20 Hjálpræðissamkoma kafteinn Trond Are Schelander talar. Mánudagur: kl. 15 Heimilasamband Liv Krøte talar. Allir velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 16.30. Bænastund fyrir samkomu kl. 16. Ræðumaður: Björg R. Pálsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Sunnudagur 20. - 27. janúar 2002 Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Messa kl. 10.30 (hámessa). Messa á ensku kl. 18.00. Virka daga (mánud.-föstud.): Messa kl. 18.00. Miðvikudagur 23. janúar kl. 20.00: Bæna- stund í tilefni alþjóðlegrar bænaviku fyrir sameiningu kristinna manna. Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Sunnudaginn 20. jan.: Messa á pólsku kl. 15.00. Laugardaga: messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 17.00. Miðvikudaga: Messa kl. 20.00. Hafnarfjörður - St. Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. St. Barbörukapella, Keflavík: Sunnu- daga: Messa kl. 14.00. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnu- daga: Messa kl. 10.00. Grundarfjörður: Sunnudaginn 20. janúar: messa kl. 17.00. Ólafsvík: Sunnudagur 20. janúar: messa kl. 14.30. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa kl. 18.00. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. 20 manna hópur gesta frá Bandaríkjunum munu sjá að mestu um samkomuna. Einn úr þeirra hópi mun halda ræðu dagsins og sex manna hljómsveit mun leika nokkur lög fyrir samkomugesti. Hluti af hópnum fer í heimsókn á barnasamkomuna og býður upp á margt mjög athygilsvert. Boðið er Guðspjall dagsins: Er þér biðjist fyrir. (Matt. 6.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.