Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 1
AFGÖNSK börn í þorpinu Kamari, sem er
austur af Kabúl, hlýða á einn starfsmann þró-
unarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segja frá
væntanlegri aðstoð við þau og fjölskyldur
þeirra. Hamid Karzai, leiðtogi bráðabirgða-
stjórnarinnar í Afganistan, mun einnig ræða
hana og endurreisnina í landinu á fundi sínum
með George W. Bush Bandaríkjaforseta í
Washington á mánudag.
AP
Hjálparstarfið rætt á fundi með börnunum
MORGUNBLAÐIÐ 27. JANÚAR 2002
22. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Sunnudagur
27. janúar 2002
Á hrein-
dýraveiðum
Axel Kristjánsson hæstaréttarlögmaður fór
fyrst til hreindýraveiða 1963 og hefur farið
að jafnaði annað hvert ár síðan. Guðni
Einarsson hitti Axel og fékk að heyra
veiðisögur og af gömlum og nýjum veiði-
félögum./8
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Daði Sigurðarson fékk að fara með Axel afa sínum á hreindýraveiðar
1997. Árið eftir felldi Axel „Keisarann“, tarf sem vó 115 kíló og var
glæsilega krýndur. Húðin var tekin að flagna af hornunum.
erðalögÖðruvísi ferðatöskurbílarHugmyndajeppibörnGaldurbíóFlýgur sam
Hrifist af iMakka
Á að líkjast blómi, sólblómi
M
B
Á hverju eigum við Íslend-
ingar að lifa í framtíðinni?
Eigum við að halda áfram
að lifa af því að nýta okkar
náttúruauðlindir eða get-
um við veðjað á fleiri kosti?
Ísland er að mörgu leyti
frábrugðið hinum Norður-
löndunum og löndum á meginlandi Evrópu sem
það er gjarnan borið saman við. Ísland hefur
ókosti sem þau hafa ekki, t.d. fjarlægð frá
mörkuðum og fámenni, auk þess sem það stend-
ur utan Evrópusambandsins, sem er ókostur í
ákveðnum tilvikum, en kostur í öðrum. En Ís-
land hefur líka kosti sem hin löndin hafa ekki.
Kosti sem ef til vill geyma tækifæri framtíð-
arinnar. Hverjir eru þeir og eru þeir aðrir í dag
en þeir voru fyrir fimmtíu árum?
Sjávarútvegur í aðalhlutverki
Eins og sjá má á könnun sem birt er á þess-
um síðum telja flestir Íslendingar að sjávarút-
vegur verði undirstöðuatvinnugrein landsins
árið 2030. Margir sérfræðingar úr háskóla-
samfélaginu og stjórnendur úr atvinnulífinu,
M bl ðið ddi ið ál þ í
tækja sem þróast munu áfram í kringum grein-
ina og verða vaxandi hluti útflutnings okkar,“
segir Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður.
Þótt sókn í fiskistofna hafi verið takmörkuð
víðs vegar um heiminn hin síðustu ár og heims-
afli á villtum fiski hafi staðið í stað eða minnkað,
hefur neysla á fiski aukist stöðugt, enda er fleiri
munna að fæða. Sérfræðingar telja nauðsynlegt
að brúa bilið á milli aukinnar neyslu og minnk-
andi heimsafla með eldisfiski. Landssamband
fiskeldis- og hafbeitarstöðva telur t.d. að fisk-
ldi i k t 25% hé l di á h j á i
fyrir stuttu. Á ráðstefnunni kom m.a. fram að
allar forsendur væru fyrir því að hefja stórfellt
þorskeldi við Ísland. Grundvallarþekking á eld-
inu væri fyrir hendi, en sýna þyrfti fram á arð-
semi þess.
Reynist þorskeldið arðsamt og uppfylli það
helstu umhverfiskröfur, er aldrei að vita nema
það bætist í flokk stærri atvinnugreina Íslend-
inga. Hins vegar þarf væntanlega að svara sið-
ferðilegum spurningum um mörk hins villta og
hins tamda og hvort eldið geti með einhverjum
h tti h ft ik ð áh if á illt t f ið Í
ingum frá Orkustofnun. Búið er að virkja um
23% af tæknilega nýtanlegri vatnsorku hér-
lendis og þegar búið er að taka tillit til umhverf-
issjónarmiða í grófum dráttum. Tæknilega er
því enn svigrúm til að auka orkuframleiðsluna.
Ekki hefur þó verið gerð forgangsröðun á virkj-
unarmöguleikum en sú vinna fer nú fram á veg-
um Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma, sem gerir ráð fyrir að skila fyrstu
niðurstöðum í febrúar nk. Hvað forgangsröðun
og friðun varðar er á það bent í nýrri skýrslu
vinnuhóps á vegum Norðurlandaráðs að Íslend-
ingar hafi friðað langsamlega minnst af vatns-
föllum og fossum í samanburði við önnur Norð-
urlönd. Niðurstaða Rammaáætlunar mun
líklega einnig varpa ljósi á hvað verður friðað til
viðbótar því sem nú þegar er friðað.
Allar líkur eru til að orkusala verði áfram ein
af grunnatvinnugreinum hérlendis. Þjóðin virð-
ist hins vegar klofin í afstöðu sinni til frekari
nýtingar eins og glögglega kom í ljós í niður-
stöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Morg-
unblaðið, þar sem helmingur segist telja fall-
vötnin hæfilega nýtt, 45% vannýtt og 5% ofnýtt.
Því er spurning hversu mikið lengra verður
ið í ýti f ll t ði f Ká
Teikningar/Andrés
Eftir Rögnu Söru
Jónsdóttur
C
Ofbeldi í
undirheimum
10
Sönn saga frá
A–Ö
16
EVRAN var tekin upp í 12 Evrópu-
ríkjum um síðustu áramót og nú geta
neytendur séð það svart á hvítu hvað
verðlagningin á sömu vörutegund-
inni er ólík frá einu ríkinu til annars.
Sem dæmi má nefna að þrjátíu og
þriggja sentilítra kókdós kostar
29,70 ísl. kr. í stórmarkaði í Madríd á
Spáni, 45 kr. í Brussel, rúmar 50 kr. í
Dyflinni, rúmar 68 kr. í París og tæp-
lega 93 kr. í Helsinki. Volkswagen
Golf án aukabúnaðar kostar tæplega
1.100 þús. kr. í Belgíu en rúmlega
1.400 þús. í Finnlandi og er þá ekki
reiknað með virðisaukaskatti.
Þessi verðmunur vekur athygli og
frammámenn í Evrópusambandinu
hafa haldið því fram að tilkoma evr-
unnar muni verða til að auka sam-
keppni og lækka vöruverð þegar
fram í sækir. Það vill hins vegar
gleymast að mikill munur er á skött-
um og öðrum tilkostnaði frá einu rík-
inu til annars.
Finnar borga um 2,2 millj. kr. fyr-
ir VW Passat og rennur næstum
helmingur andvirðisins til ríkisins. Í
Portúgal, þar sem skattar eru lægri,
kostar þessi bíll rúmar tvær millj. kr.
Það er með öðrum orðum ólík skatt-
lagning, sem ræður mestu um verð-
muninn, og margir hagfræðingar
telja, að tilkoma evrunnar muni ekki
síst verða til að vekja athygli á henni.
Skatt-
lagning
ræður
mestu
Frankfurt. AP.
WOLFGANG Schüssel, kanslari
Austurríkis, kom til Moskvu í gær en
á morgun, mánudag, hefst tveggja
daga heimsókn
hans til Rúss-
lands. Talið er, að
eitt af helstu um-
ræðuefnunum í
viðræðum hans
við Vladímír Pút-
ín, forseta Rúss-
lands, verði hugs-
anleg aðild Aust-
urríkis að Atl-
antshafsbandalaginu, NATO.
Schüssel mun eiga fund með Pútín
á þriðjudag en auk þess mun hann
ræða við aðra rússneska ráðamenn
og frammámenn í viðskiptalífinu. Í
viðtali við rússnesku Interfax-frétta-
stofuna sagði hann, að samskipti
Rússa og Austurríkismanna færu
dagvaxandi enda hefði verið lagður
góður grunnur að þeim með heim-
sókn Thomas Klestils, forseta Aust-
urríkis, til Rússlands í júní í fyrra.
Pútín sótti Schüssel heim snemma
á síðasta ári og þá hvatti hann til, að
Austurríkismenn hyrfu ekki frá hlut-
leysisstefnunni, sem þeir hafa fylgt
frá 1955. Hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum 11. september sl. og þróun al-
þjóðamála síðan hafa hins vegar
valdið því, að nú eru margir Austur-
ríkismenn farnir að velta fyrir sér
NATO-aðild.
„Gömul samþykkt“
Schüssel, sem er leiðtogi Íhalds-
flokksins, sagði í október sl., að hlut-
leysið væri „gömul samþykkt“, sem
ætti ekki við frammi fyrir staðreynd-
um 21. aldar. Stjórnarandstaðan
gagnrýndi hann harðlega fyrir um-
mælin en umræðan um hugsanlega
NATO-aðild hefur haldið áfram.
Þótt afstaða Rússa hafi ekkert
breyst, þykir ekki líklegt, að þeir
muni beita sér mjög hart gegn því,
að Austurríki gangi í NATO, verði
það ofan á.
NATO-aðild Austur-
ríkis rædd við Pútín
Moskvu. AFP.
Schüssel
NORSKA ríkisstjórnin hefur nú til
athugunar að setja það sem skilyrði
fyrir ríkisborgararétti í Noregi, að
viðkomandi tali norsku. Kom þetta
fram í Aftenposten í gær.
Kristin Ørmen Johnsen ráðuneyt-
isstjóri sagði í viðtali við blaðið, að
þetta mál yrði tekið til gaumgæfi-
legrar athugunar. Skoðanir manna
hefðu breyst mikið að undanförnu og
þá aðallega vegna þess hve illa hefði
gengið að aðlaga marga innflytjend-
ur norsku samfélagi.
Kristin sagði, að þar fyrir utan
ættu innflytjendur ekki að fá styrk
frá sveitarfélögum, heldur ríkinu, og
yrðu þá skyldaðir til að fara í starfs-
þjálfun og sækja námskeið í máli og
menningu landsins.
Norsku-
kunnátta
skilyrði
PALESTÍNSKUR öryggisvörður
ber óbrotin egg upp úr neðanjarð-
arbílageymslu á Gaza, sem Ísraelar
gerðu harðar loftárásir á í fyrrinótt.
Var tilefnið að þessu sinni sjálfs-
morðsárás Palestínumanns í Tel
Aviv, sem særði 22 vegfarendur.
AP
Óbrotin
eftir árás