Morgunblaðið - 27.01.2002, Síða 9
Frá 39.000 kr.
10 ára afmælistilboð Heimsferða og MasterCard.
Glæsileg helgarrispa í tilefni af því að Heimsferðir fagna nú tíunda árinu sem fyrirtækið býður
beint flug til Barcelona, einnar helstu menningarborgar Spánar. Borgin er kjörinn vettvangur
fyrir lífsnautnafólk, því hér er ótrúlegur fjöldi listasafna, veitingastaða og fagurra garða, og
iðandi mannlíf jafnt að nóttu sem degi. Margir af frægustu veitinga- og skemmtistöðum Spánar
eru í Barcelona, tónlistarlíf stendur í blóma og veðurfarið er frábært. Tilvalið er að heimsækja
hin frægu listasöfn, sem helguð eru verkum Mirós og Picassos, eða skoða byggingarlist sem á
engan sinn líka í heiminum, m.a. frægar byggingar Gaudís. Gamli borgarhlutinn, Barrio Gotico,
frá 13. öld, hefur einstakt aðdráttarafl sem fólk upplifir á göngu um endalausa rangala þröngra
stræta, innan um ótal gallerí, veitingastaði, verslanir og söfn.
S k ó g a r h l í ð 1 8 • 1 0 5 R e y k j a v í k • S í m i 5 9 5 1 0 0 0 • F a x 5 9 5 1 0 0 1 • w w w . h e i m s f e r d i r . i s
Spennandi kynnisferðir
Fararstjórar Heimsferða bjóða spennandi kynnisferðir meðan
á dvölinni stendur:
Barcelona - bæjarferð
Stutt, fræðandi og skemmtileg ferð um borgina, þar sem þú sérð
helstu hluta hennar, hvar skemmtilegast er að vera og af hverju
má ekki missa. Bæjarferðin er besta leiðin til að kynnast
Barcelona í upphafi ferðar. Ferðin tekur aðeins 3 klst. og kostar
3.000 kr.
Montserrat
Eitt frægasta kennileiti Katalóníu er Montserrat, hæsta fjall
héraðsins, 1.200 metra hátt, með ótrúlegum klettamyndum og
stórfenglegri náttúrufegurð. Þar er eitt frægasta klaustur Spánar
og hjarta menningar Katalóníu. Vinsælasta ferð Heimferða-
farþega síðasta sumar. Verð 4.900 kr.
Girona - Figueras - Dalí-safnið
Borgin Girona er skoðuð, en hún er fræg fyrir gamla bæinn og
gyðingahverfið, sem er minnisvarði um forna menningu Spánar.
Hádegisverður er snæddur í Figueras og Dalí-safnið skoðað.
Ferðin tekur um 10 klst. og kostar 6.900 kr.
Verð fyrir MasterCard handhafa, miðað við að
Mastercard-ferðaávísun sé notuð.
5 dagar – 4 nætur
Brottför 23. mars Stgr.
Hotel Expo ***+
2 í herbergi, með morgunmat 39.000
1 í herbergi, með morgunmat 48.400
Hotel Barcelo Sants ****
2 í herbergi, með morgunmat 45.800
1 í herbergi, með morgunmat 60.300
Hotel Barcelona Plaza ****
2 í herbergi, með morgunmat 49.300
1 í herbergi, með morgunmat 61.400
Almennt verð Stgr.
Hotel Expo ***+
2 í herbergi, með morgunmat 47.000
1 í herbergi, með morgunmat 56.400
Hotel Barcelo Sants ****
2 í herbergi, með morgunmat 53.800
1 í herbergi, með morgunmat 68.300
Hotel Barcelona Plaza ****
2 í herbergi, með morgunmat 57.300
1 í herbergi, með morgunmat 69.400
Verslun
Hér er frábært að versla; hönnun, tískufatnaður, antík, list-
munir. Stórglæsilegar verslanir eru við Diagonal-breiðgötuna,
og spennandi er að rölta innan um litlu verslanirnar í Barrio
Gotico.
Veitingastaðir
Margir af framsæknustu veitingastöðum Evrópu eru í
Barcelona. Hvort sem þú kýst spennandi nútímastaði með
„nouvelle cusine“, eða gamla heillandi staði í Barrio Gotico,
þá þarf enginn dagur að vera eins. Einnig er einstakt úrval
veitingastaða við Ólympíuhöfnina.
Næturlíf
Feiknarlega skemmtilegt mannlíf er í kringum Ólympíu-
höfnina; veitingastaðir, barir og diskótek - og þar hefst
gjarnan gleðin á kvöldin. Einnig er fjöldi diskóteka og
skemmtistaða í nágrenni við La Rambla, Römbluna.
Listunnendur ættu að koma við á Paral.el, breiðgötunni þar
sem eru flest leikhús og tónleikasalir borgarinnar. Í Pueblo
Español á Montjuïc-fjalli eru flamenkósýningar og ýmsar
aðrar uppákomur.
Samgöngur
Neðanjarðarlestin er afar þægilegur ferðamáti, einfaldur og
ódýr. Aðrir kjósa leigubíla, sem eru ódýrir, og ekkert mál er
að nota strætó, sem gengur allan daginn eftir öllum
aðalgötum.
Ferðamannavagninn - Bus Turístic
Góður kostur fyrir sjálfstæða ferðalanga. Vagninn fer frá
Plaza Catalunya á 12 mínútna fresti, og ekur hring um
borgina og stoppar á 18 athyglisverðum stöðum. Þetta er
frábær leið til að kynnast borginni í rólegheitum.
Menningarlífið
Menningarlífið er með ólíkindum í þessari fögru borg, enda
fæddust hér, bjuggu og störfuðu margir af frægustu sonum
og dætrum Spánar. Tónleikar eru daglega í borginni, jafnt
klassík, djass, hefðbundið flamenkó, sem og alþjóðlegt popp.
Meðal áhugaverðra staða má nefna Liceu, óperuhöllina,
Palau de Musica, með klassík og óperur, listasöfn Picassos,
Mirós og Dalís, módernískar byggingar Gaudís og Þjóðlista-
safnið, Museu nacional d'art de Catalunya (MNAC), sem
hefur að geyma minjar Katalóníu. Þá er ónefnt Nýlistasafnið,
MACBA, nýjasta afrek hins heimsfræga arkitekts, Richard
Meyers, sem reist var í miðju Raval-hverfinu, undir sýningar
á nútímalist.
Fyrir handhafa MasterCard ferðaávísana
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
N
M
0
5
1
8
2
/
si
a.
is
23. mars
4 nætur
Innifalið í verði:
Flug, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.
Aukagjöld: Flugvallarskattar á Íslandi og Spáni og
tryggingargjald: 2.950 kr. fyrir fullorðna, 2.260 kr. fyrir börn.
Forfallagjöld (valfrjálst): 1.800 kr. fyrir fullorðna, 900 kr.
fyrir börn. Ferðir til og frá flugvelli: 1.800 kr.
Þjónusta Heimsferða
• Íslensk fararstjórn
• Úrval kynnisferða
• Viðtalstímar á gististöðum
Heimsferða
• Akstur til og frá flugvelli
www.europay.is