Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 30
SKOÐUN
30 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð
ER EKKI TÍMI FYRIR TÓMSTUNDANÁM?
Stutt tölvunámskeið fyrir eldri borgara
Um er að ræða hnitmiðað námskeið til að gera eldra fólki kleift að bjarga sér m.a. á veraldarvefnum. Kennt verður einu sinni í viku,
tvo klukkutíma í senn í sex vikur. Kennari Monika Baldursdóttir tölvukennari við MH.
Framburðarnámskeið í ensku
Námskeiðið er hentugt þeim sem telja mikilvægt að framburður þeirra sé sem áheyrilegastur og þeim sem þurfa að halda ræður
eða fyrirlestra t.d. á alþjóðlegum málþingum eða ráðstefnum. Takmarkaður nemendafjöldi.
Kennt verður tvisvar í viku, tvo klukkutíma í senn í tvær og hálfa viku. Kennari er Guðmundur Edgardsson enskukennari við MH.
Námskeið í stærðfræði fyrir foreldra grunnskólanema
Námskeiðið er ætlað foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk grunnskólans. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur.
Kennarinn Jóhann Ingólfsson, sem hefur bæði kennt í efstu bekkjum grunnskólans og m.a. byrjunaráfanga í stærðfræði við MH.
Er þetta stærðfræði?
Fjórir alþýðlegir fyrirlestrar um stærðfræðileg efni:
Endaleysan afhjúpuð, blóm og býflugur, ferðamenn og landkönnuðir, lyklar og leyndarmál.
Kennt verður einu sinni í viku í fjórar vikur. Kennari Lárus H. Bjarnason stærðfræðingur og rektor MH.
Gerð dramatískra verka
Rætt verður um gerð dramatískra leikverka fyrir svið eða kvikmynd.
Auk þekktra leikrita verður vísað til leikverka og kvikmynda sem verið er að sýna.
Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur. Kennari Þorvarður Helgason leikhúsfræðingur.
Esperanto
Kynningarnámskeið í þessu alþjóðlega máli sem er eina tungumálið sem tryggir jafnrétti viðmælenda sem eiga mismunandi móðurmál.
Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur. Kennari Baldur Ragnarsson sem hefur m.a. kennt esperanto við MH.
Stutt námskeið í japönsku og rússnesku
Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í fimm vikur.
Takmarkaður nemendafjöldi.
Innritað er í síma 595 5200 mánudaginn 28. janúar til fimmtudagsins 1. febrúar nk. kl. 9.00-18.00.
Kennsla hefst mánudaginn 4. febrúar. Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjald sé greitt við innritun.
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig?
Komdu þá í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þessi námskeið í
Fréttapésa öldunga. Slóðin er www. mh.is
Rektor
Hjartaverndarsam-
tökin voru stofnuð árið
1964 og í framhaldi af
því tók Rannsóknar-
stöð Hjartaverndar til
starfa 1967. Þá hófst
Hóprannsókn Hjarta-
verndar en henni var
ætlað að finna hvaða
þættir í fari einstak-
linganna eða líkams-
einkenni stuðluðu að
hjarta- og æðasjúk-
dómum sem þá voru
að rísa sem faraldur
hér á Íslandi. Hin eig-
inlega Hóprannsókn
Hjartaverndar var
framkvæmd í áföngum (I–VI) og
síðasta áfanga lauk 1997. Sumir
þátttakendur hafa komið einu sinni
en aðrir allt upp í fimm sinnum eftir
því hvernig þeir röðuðust í úrtaks-
hópinn. Alls tóku 19.300 einstak-
lingar þátt í þessari hóprannsókn.
Þessu fólki eigum við að þakka þær
miklu upplýsingar sem Hóprann-
sókn Hjartaverndar hefur gefið
okkur um áhættuþætti hjarta- og
æðasjúkdóma á Íslandi og hafa lagt
grunninn að forvörnum á þessu
sviði á Íslandi með frábærum ár-
angri.
Áhættuþættir
Hóprannsóknin hefur annars
vegar sýnt fram á fjölmarga þætti
sem auka verulega á hættuna að fá
kransæðasjúkdóm (áhættuþættir)
og hins vegar þætti sem minnka lík-
urnar á að fá þessa sjúkdóma, þ.e.
verndandi þættir. Taflan sýnir bæði
áhættuþætti og verndandi þætti
samkvæmt niðurstöðum úr Hóp-
rannsókn Hjartaverndar. Þessir
þættir tengjast lífsvenjum eins og
reykingum sem margfalda áhætt-
una á kransæðasjúkdómum. Hóp-
rannsóknin hefur sýnt fram á að
þriðja hvert dauðsfall á Íslandi í
aldurshópi 35–69 ára er tengt reyk-
ingum. Aðrir þættir tengjast erfð-
um og matarvenjum, t.d. offitu sem
eykur hættu á hækkuðum blóð-
þrýstingi, hærri blóð-
fitum og sykursýki.
Því tengt er kyrrset-
an. Hár blóðþrýsting-
ur (háþrýstingur) sem
tengist erfðum og um-
hverfisþáttum eykur
vissulega áhættuna
enda þótt háþrýsting-
ur tengist enn sterkar
heilablóðföllum.
Af þáttum sem
mældir voru í blóði eru
blóðfitan, kólesteról
og þríglyseríðar
áhættuþættir. Gildi
þeirra í blóði einstak-
linganna ákvarðast af
samspili erfða og líkamsþátta, t.d.
líkamsþyngdar, en sérstaklega
samsetningu fæðis. Hjartavernd-
arrannsóknin var ein sú fyrsta sem
sýndi fram á að fituprótínið lipo-
protein (a) er sjálfstæður áhættu-
þáttur fyrir kransæðasjúkdómi.
Þetta fituprótín ákvarðast aðallega
af erfðum en mataræði og lyf hafa
reynst hafa lítil áhrif þar á og því
hefur til þessa verið fátt til ráða til
að lækka það.
Sykursýki er greind með mæl-
ingu á blóðsykri og reyndist í hóp-
rannsókninni sterkur áhættuþáttur
fyrir kransæðasjúkdómum enda
þótt sykursýki í heild sinni skv.
rannsóknum Hjartaverndar sé
nokkru fátíðari hér á landi en í
mörgum öðrum löndum.
Komið hefur á óvart að sökk í
blóði reyndist hafa forspárgildi um
kransæðasjúkdóma í framtíðinni.
Það endurspeglar væntanlega þátt
bólgu í myndun æðakölkunar sem
nýlegar rannsóknir hafa bent til en
sá þáttur er nú mikið til rannsókn-
ar, m.a. í Hjartavernd.
Saga um kransæðasjúkdóm í
nánum ættingja (foreldri eða systk-
ini) nær tvöfaldar áhættuna á
kransæðasjúkdómi. Samkvæmt
gögnum Hjartaverndarrannsóknar-
innar skýrist þessi erfðafylgja ekki
nema að hluta til af erfðum á vel
þekktum áhættuþáttum svo sem
háþrýstingi og hárri blóðfitu. Þetta
bendir því sterklega til þess að aðr-
ir erfðaþættir sem ennþá eru
óþekktir skýri þessa auknu áhættu.
Afkomendarannsókn Hjartavernd-
ar, sem er beint framhald af Hóp-
rannsókn Hjartaverndar, er sér-
staklega ætlað að kanna mikilvægi
og leiða í ljós hvaða erfðaþættir
kunni að vera hér að verki.
Verndarþættir
Verndandi þættir gegn krans-
æðasjúkdómum eru þættir sem
voru til staðar í fari eða blóðmæl-
ingum einstaklinganna við upphaf
rannsóknartímabilsins og virðast
minnka líkurnar á kransæðasjúk-
dómum.
Frá Hóprannsókn Hjartaverndar
Kransæðasjúkdómar
Áhættuþættir
Reykingar
Offita
Kyrrseta
Hár blóðþrýstingur
Mælt í blóði:
Blóðfitur (kólesteról, þríglyseríð-
ar, lípoprótín (a))
Hár blóðsykur (sykursýki)
Sökk
Ættarsaga
Verndandi þættir
Líkamshreyfing
Menntun
Líkamshæð
Góða kólesterólið (HDL)
Sumir slíkir verndandi þættir
komu á óvart. Þannig reyndist
áhættan á kransæðasjúkdómi
minnka með meiri skólamenntun
þátttakenda, sem ekki hefur fengist
full skýring á. Einnig reyndist
áhættan minnka með vaxandi lík-
amshæð. Meðalhæð Íslendinga hef-
ur aukist um fjóra sentimetra frá
1967 og gæti endurspeglað betri
næringu síðustu kynslóðar á upp-
vaxtarárunum eða í móðurkviði sem
verndi einstaklingana gegn krans-
æðasjúkdómum síðar meir. Þetta
atriði þarfnast þó frekari rannsókn-
ar.
Líkamshreyfing utan vinnu á
miðjum aldri reyndist hafa veru-
lega verndandi áhrif bæði gegn
kransæðasjúkdómum og heilablóð-
föllum. Þessar niðurstöður ættu því
vissulega að hvetja til aukinnar lík-
amshreyfingar á öllum aldri.
Góði hlutinn af kólesterólinu
(HDL) reyndist einnig verndandi
þáttur. Skýring á því er væntanlega
sú að þessi hluti er að flytja kólest-
eról frá vefjunum (þ.m.t. æðaveggj-
unum) með blóðinu til lifrarinnar til
útskilnaðar um gallið. Gott og virkt
slíkt flutningskerfi er því vernd-
andi. Talsverður hluti af skýring-
unni á því hvers vegna konur fá síð-
ur kransæðasjúkdóma en karlar er
einmitt að þær hafa að jafnaði veru-
lega hærra gott kólesteról í blóðinu
en karlar. Líkamshreyfing hækkar
þetta góða kólesteról (HDL) þar
sem reykingar og offita stuðla að
lækkun þess.
Samanlagt skýra þessir þættir,
sem ýmist auka áhættuna eða
draga úr áhættunni, verulegan
hluta af kransæðasjúkdómum á Ís-
landi. Unnið er að heildarútreikn-
ingum á vegum Hjartaverndar til
að skýra mikilvægi einstakra þátta
og breytinga á þeim þáttum á síð-
ustu árum. Jafnframt er vissulega
unnið að því að leita að öðrum
óþekktum þáttum sem ekki reynd-
ist unnt að framkvæma í upphaf-
legu hóprannsókninni.
Breytingar á tíðni
Frá árinu 1981 hefur Rannsókn-
arstöð Hjartaverndar safnað upp-
lýsingum um tíðni kransæðastíflu
meðal Íslendinga yngri en 75 ára.
Þetta verkefni er hluti af umfangs-
mikilli rannsókn Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar (WHO) sem var
ætlað að skýra ástæður fyrir mis-
mun á dánartíðni af völdum krans-
æðasjúkdóma milli ýmissa þjóða,
svokallaðri MONICA-rannsókn
(multinational monitoring of trends
and determinants in cardiovascular
disease). Þessari skráningu er nú
lokið fyrir árin 1981–1998. Nikulás
Sigfússon og samstarfsfólk í
Hjartavernd birti í nóvemberhefti
Læknablaðsins 2001 (87: 889–896)
ítarlega grein um helstu niðurstöð-
ur rannsóknarinnar. Þar kemur
fram að dauðsföll af völdum krans-
æðastíflu fóru mjög vaxandi frá ár-
unum eftir heimsstyrjöldina síðari
hjá báðum kynjum en þó mun
meira meðal karla. Þessi fjölgun
náði hámarki um 1970 en fór lækk-
andi eftir 1980 og hefur lækkað
stöðugt að minnsta kosti til ársins
1998. Dánartíðnin af völdum krans-
æðastíflu hefur lækkað mest í yngri
aldurshópunum, yngri en 60 ára,
um meira en 70% meðal karla og
50–60% meðal kvenna.
Fjöldi Íslendinga yngri en 75
ára sem lést úr kransæðastíflu
Ár 1981 1998
Heildarfjöldi 238 115
Í töflunni er borinn saman heild-
arfjöldi Íslendinga yngri en 75 ára
sem létust úr kransæðastíflu á
árinu 1981 og árinu 1998. Ef miðað
er við aldurssamsetningu þjóðar-
innar eins og hún var 1998 en tíðni-
tölur kransæðasjúkdóma eins og
þær voru 1981 hefði mátt búast við
að 284 einstaklingar hefðu látist á
árinu 1998 úr kransæðastíflu. Í stað
þess létust 115. Það þýðir að það
voru 169 færri einstaklingar (284 ÷
115 = 169) yngri en 75 ára sem lét-
ust úr kransæðastíflu 1998 en búast
hefði mátt við ef ástandið hefði
haldist óbreytt eins og það var
1981. Unnt er að reikna út frá
gögnum MONICA-rannsóknarinn-
ar að 69 færri einstaklingar fengu
sína fyrstu kransæðastíflu á árinu
1998, 67 færri einstaklingar fengu
endurtekna kransæðastíflu það ár
og 33 fleiri einstaklingar lifðu
kransæðastífluna af á árinu 1998 en
1981. Þessi frábæri árangur er
væntanlega afrakstur af betri for-
vörnum, minnkandi reykingum,
lækkandi blóðfitu, breyttu mat-
aræði og nýjum blóðfitulækkandi
lyfjum, betri meðferð við háþrýst-
ingi o.fl. Jafnframt hefur kransæða-
aðgerðum fjölgað mjög á síðustu
tveimur áratugum á Íslandi og
lyfjameðferð og gjörgæsla við
bráða kransæðastíflu batnað mjög.
Einnig skiptir væntanlega máli að
fyrr er brugðist við, til dæmis með
þjónustu neyðarbílsins í þéttbýli.
Í MONICA-rannsókninni, sem
náði til 28 þjóðlanda, kemur ber-
lega í ljós að árangurinn varð einna
bestur á Íslandi, þ.e. tíðni krans-
æðastíflu lækkaði hér meira en víð-
ast hvar annars staðar og færri dóu
á spítulunum hér en í hinum lönd-
unum.
Hvar stöndum við í dag?
Nú er svo komið að Ísland hefur
lægsta tíðni kransæðasjúkdóma af
öllum Norðurlöndunum, verulega
lægri en Danir og helmingi lægri en
Glasgow-búar í Skotlandi. Þrátt
fyrir mikla lækkun á tíðni krans-
æðastíflu undanfarna tvo áratugi
var kransæðastífla önnur algeng-
asta dánarorsök Íslendinga 1996.
Það ár dóu alls 1.879 einstaklingar,
úr hjarta- og æðasjúkdómum alls
712 (heilablóðföll meðtalin), þar af
úr kransæðastíflu 436 en úr
krabbameinum alls 543. Nýjum
kransæðatilfellum hefur fækkað um
3% á ári meðal karla yngri en 75
ára og 2% meðal kvenna (sem byrj-
uðu mun lægra) síðastliðin 18 ár.
Tíðnitölur á Íslandi eru nú svipaðar
og þær voru 1965–1970 en þó veru-
lega hærri en þær voru um 1950.
Allt of margir falla enn í blóma lífs-
ins og kransæðasjúkdómar tak-
marka mjög lífsgæði fjölda einstak-
linga. Því er ennþá mikilvægt að
halda á lofti forvörnum kransæða-
sjúkdóma svo að tíðnin haldi áfram
að lækka. Ennþá reykir meira en
fjórðungur Íslendinga 18 ára og
eldri. Þar er því mikið verk að
vinna. Íslendingar hafa þyngst um
nær 5 kg að meðaltali, sérstaklega
síðastliðinn áratug. Haldi Íslend-
ingar áfram að fitna leiðir það
örugglega til aukinnar tíðni vissra
sjúkdóma sem tengjast offitu, svo
sem sykursýki, blóðfituröskunar og
háþrýstings. Þetta gæti því auð-
veldlega snúið við þeirri æskilegu
þróun sem hér hefur orðið síðustu
tvo áratugina með tilliti til krans-
æðasjúkdóma.
Mikilvægt er því að Hjartavernd
haldi áfram að fylgjast með þróun
áhættuþáttanna á Íslandi með
áframhaldandi rannsóknum.
Ný verkefni framundan
Á næstu mánuðum hefst nýtt
verkefni á vegum Hjartaverndar í
samvinnu við Öldrunarstofnun
Bandaríkjanna (National Institute
on Aging). Verkefnið er nefnt Öldr-
unarrannsókn Hjartaverndar. Meg-
intilgangur er að kanna heilbrigði
öldrunar, hvaða þættir það eru í
fari og venjum miðaldra fólks sem
leiði til heilbrigði á efri árum. Til
þessarar rannsóknar verður boðið
þátttakendum í hinni upphaflegu
Hóprannsókn Hjartaverndar, alls
um 10.000 einstaklingum sem fædd-
ir eru á tímabilinu 1907–1935, og er
því beint framhald af fyrri rann-
sókninni. Þessi hópur hefur því áð-
ur mætt í Hjartavernd og við von-
umst til að hann sjái sér fært að
koma að nýju til frekari gagnlegrar
upplýsingaöflunar. Til að fram-
kvæma þessa viðamiklu rannsókn
reynist nauðsynlegt fyrir Hjarta-
vernd að flytja starfsemi sína.
Starfsemi Hjartaverndar, sem ver-
ið hefur í Lágmúla 9 frá stofnun
Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar
árið 1967, mun flytja í sérhannað
húsnæði í Holtasmára 1 í Kópavogi.
Þessi rannsókn á vonandi eftir að
veita mikilvægar upplýsingar bæði
um heilbrigði og sjúkdóma á efri ár-
um og tengsl þeirra við heilsu á
miðjum aldri.
HJARTAVERND
Á TÍMAMÓTUM
Gunnar Sigurðsson
Þrátt fyrir mikla lækk-
un á tíðni kransæða-
stíflu undanfarna tvo
áratugi, segir Gunnar
Sigurðsson, var krans-
æðastífla önnur al-
gengasta dánarorsök
Íslendinga 1996.
Höfundur er prófessor og
formaður stjórnar Hjartaverndar.