Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 11
hvernig ég ætlaði að leiða þetta til
lykta.“
Síðan hefur Mummi ekki notað
vímuefni og með þennan reynslu-
heim í farteskinu, auk margra ára
reynslu af störfum með ungu fólki,
hefur það reynst honum mjög auð-
velt að tengjast unglingum.
„Ég er hálfgerður unglingur, 43
ára með sítt hár, eyrnarlokka og
öll tattóin. Einhvers staðar fraus
ég í ferlinu en það má ég eiga að
ég tengist unglingum mjög vel.“
Handrukkanir alltaf viðgengist en
miklu meiri harka núna
Mummi segir að ofbeldi og hand-
rukkanir hafi alltaf viðgengist „en
það sem hefur gerst á síðastliðnum
tíu árum er að hópurinn er orðinn
fjölmennari, bæði í neyslunni og
sölunni. Ísland er að verða stærri
markaður fyrir dóp. Tískan er líka
tengd dópinu;
það er talið allt í
lagi að „droppa
e-inu“ [taka inn
e-töflu, innsk.
blm.] einu sinni
til tvisvar. Hass-
ið sé allt í lagi
og þar fram eft-
ir götunum.
Þegar ég hætti
fyrir tíu árum vissi ég nokkurn
veginn hverjir voru hvar og hve-
nær átti að flytja inn, hverjir not-
uðu og seldu og hverjir fjármögn-
uðu sig með fíkniefnasölu. Fjöldi
manns á Íslandi, og margir þekktir
borgarar þar á meðal, hafa komið
undir sig fótunum peningalega
með dópsölu en hafa aldrei notað
fíkniefni sjálfir. Þetta veit ég fyrir
víst því ég var sjálfur kaupandi.
En á síðustu árum hefur þessi
heimur orðið miklu harðari. Þegar
ég var þátttakandi í þessu var
þetta meira í anda ungmennafélag-
anna, ef svo má komast að orði.
Það tíðkaðist ekki að leggja hend-
ur á konur eða veitast að börnum
eða eignum manna. En í dag er
þetta þannig að ekkert skiptir
lengur máli. Þetta er komið út í
hreinar limlest-
ingar. Á síðustu
sjö árum hefur
komið til mín
fjöldi fólks með
brotnar tennur
eða fingur, brotið
nef eða andlits-
brot. Þetta er
grimmur heimur.
Það stuðlar líka
að aukinni grimmd að hörðu efnin
eru miklu algengari núna en áður,
aðallega amfetamín. Kókaín er líka
orðið algengt og heróíni heyrir
maður einstaka sinnum af, þá að-
allega um einhvern sem kemur
með einn til tvo skammta með sér
til landsins, en það er ekki verið að
selja það hérna. Firringin er orðin
svo miklu meiri sem sést bara best
á morðunum sem hafa verið framin
hér síðustu ár. Heimur amfetamín-
neytandans er svo sturlaður. Spítt-
istinn er svo reiður, og láttu mig
þekkja það því ég var spíttisti
sjálfur, að auðveldlega gæti soðið
upp úr svona samtali, [Mummi vís-
ar í samtal sitt við blaðamann,
innsk. blm.], þannig að spíttistinn
væri farinn að henda stólum bara
vegna vitlausrar setningar á röng-
um tíma. Svo er kannski búið að
setja saman heilt partí af mínum
líkum og þá þarf ekki nema lítinn
neista til að allt verði vitlaust.“
Hann segir að ástæðan fyrir því
að langflestar kærur vegna ofbeld-
is séu dregnar til baka sé hræðsla
við hefnd. „Við verðum að vernda
þann sem vill stíga fram og benda
á sökudólginn í ofbeldismálum. Það
er vel hægt með því að tryggja að
sá seki sé látinn sitja inni með því
að flýta fyrir afgreiðslu mála í
dómskerfinu, setja lögreglu á vakt
við heimili þess sem kærir eða hafa
lögreglubíl að staðaldri í hverfinu.
Það er líka hægt að vernda fólk
með því að flytja á annan stað
meðan málið er tekið fyrir. Með
þessu gefum við ofbeldisseggjun-
um þau skilaboð að við verndum
okkar fólk,“ segir Mummi.
Hassið hættulegasta efnið því það
breytir persónuleikanum
Hann uppgötvaði sjálfur spítt
1982 og segir að menn velji þau
efni sem henti sínum persónuleika.
„Ég á vin sem er friðarsinni og
hann ánetjaðist kannabisefnum
vegna þess að það hentaði hans
persónuleika. Ég er hins vegar ör
persónuleiki og var alltaf í fram-
línusveitinni í götuslagsmálum og
með lögregluna á hælunum. Amfet-
amín hentaði mínum persónuleika.
Mér fannst hass bara rugl. Spítt-
fíklarnir eru mest áberandi en
hasshausarnir læðast með veggj-
um. Þeir eru þunglyndari og það
fer minna fyrir þeim. Þess vegna
segja margir að hassið sé bara
sniðugt því hassistarnir séu ekki
að berja fólk. En mitt mat er það
að hassið sé hættulegasta efnið af
þessu öllu því
það breytir per-
sónuleika fólks.
Ég þekki hass-
hausa sem hættu
fyrir 15–20 árum.
Þeir eru alveg
eins núna og
þegar þeir voru í
neyslu; tilfinn-
ingalega freðnir.
Hassið er lúmskasta efnið. Ég er
mikið á móti þeirri umræðu að
þetta sé létt efni og það eigi að lög-
leiða það,“ segir Mummi.
Mummi hefur ákveðnar skoðanir
á orsökum fíkniefnaneyslu. „Vímu-
efni næra okkur ekki nema ástæða
sé til. Margir prófa fíkniefni og líf
þeirra heldur áfram. En svo erum
það við hin, með brotnu sjálfs-
myndina, einskis virði og eigum
ekkert gott skilið. Fíkniefnin næra
okkur og henta okkur. Ég sá ljósið
þegar ég prófaði fíkniefni í fyrsta
sinn. Ég varð allt í einu stór og
sterkur, fór að reyna við kvenfólk,
senda foreldrunum og skólakerfinu
tóninn, fór að slást við lögguna, en
ég var einskis virði stuttu áður.
Við gerum ekkert annað en að
næra okkur, hvort sem það er mat-
ur, kynlíf eða vinna. Fíknin er
sprottin af sama grunni. Vanlíðan
kallar á vellíðan. Léleg sjálfsvirð-
ing leitar í aðra lélega sjálfsvirð-
ingu til þess að fá speglun á stöðu
sína í samfélaginu. Ef sjálfsvirðing
mín er á götunni fer ég þangað,“
segir Mummi.
Hann segir að margir hafi til-
einkað sér lífsstíl afbrota án þess
að vera fíkniefnaneytendur sjálfir.
Í þessum lífsstíl felast innbrot,
barsmíðar, handrukkanir og fleira.
Fíklarnir sjálfir
geri mönnum
hins vegar yfir-
leitt ekkert nema
þegar þeir eru í
neyslu.
„Ég veit ekki
hve mörg símtöl
ég hef fengið í
gegnum mitt
unglingastarf frá
grátandi mæðrum eða feðrum að
biðja um ráðleggingar. Þau eru bú-
in að borga jafnvel fleiri hundruð
þúsund krónur en skuldin hækkar
stöðugt. Ef það er ekki borgað fyr-
ir helgi þá hækkar skuldin um
helming. Það eina sem ég get ráð-
lagt fólki, og það er ömurlegt að
þurfa að segja það, er að borga svo
það þurfi ekki að óttast um öryggi
sitt.“
’ Við verðum aðvernda þann sem
vill stíga fram og
benda á sökudólginn
í ofbeldismálum. ‘
’ Það eina sem égget ráðlagt fólki…
er að borga svo það
þurfi ekki að óttast
um öryggi sitt. ‘
nafn, nýja kennitölu, flyst á annan
stað og hefur þar nýtt líf.
Lögreglan hefur í húsleitum gert
fjöldann allan af vopnum upptækan.
„Við höfum gert upptækar allar
gerðir af vopnum; hnífa, afsagaðar
haglabyssur, skammbyssur og fleira.
Vopnin eru ekki síður ætluð til varn-
ar en til árása því menn eru stöðugt
að berja hver á öðrum og viðbúnir
því nánast hvenær sem er að ráðist
sé inn á þá. Skemmst er að minnast
skotbardaga við ÍR-húsið í Selja-
hverfi. Sá sem hefur mikið magn
fíkniefna heima hjá sér má líka alltaf
búast við því að einhverjir séu til-
búnir að ráðast inn og stela því.“
Þora ekki að kveikja ljós heima hjá
sér eða svara í síma
Oft og tíðum sjá foreldrar ekki
önnur úrræði en að greiða fíkniefna-
skuldir barna sinna til þess að fá frið
fyrir ógnuninni.
„Ég veit að hótanir handrukkara í
garð saklausra fjölskyldna hafa þau
áhrif að fólk hræðist orðið allt. Það
þorir ekki að kveikja ljós í íbúðum
sínum, þorir ekki að svara í síma og
lætur líta út eins og það sé enginn
heima. Það situr tímunum saman í
myrkrinu heima hjá sér. Svona dæmi
höfum við heyrt um. Það er stöðugur
ótti við það hver sé að hringja eða
banka á dyrnar.“
Ásgeir segir að þekktir handrukk-
arar séu til og þetta sé tiltölulega lít-
ill kjarni. „En það er líka ýmislegt
annað ofbeldi tengt fíkniefnaheimin-
um. Menn eru svo tæpir á geði að það
má í raun ekkert koma upp á svo of-
beldi brjótist ekki út. Menn vantar
efni og það nægir oft og tíðum að við-
mælendur svara ekki spurningum á
þann hátt sem hinn árásargjarni vill
að þeim sé svarað,“ segir Ásgeir.
Lögreglan getur ekki gert sér
grein fyrir umfangi ofbeldis og ógn-
ana af þessu tagi. Þolendur veigra
sér almennt við að kæra til lögreglu
og þar stendur hnífurinn í kúnni.
En stafar hinum almenna borgara
hætta af þessari neðanjarðarstarf-
semi? Ásgeir segir að þegar ofbeldið
er orðið svona mikið sé alltaf ákveðin
hætta til staðar. Viðbrögð fíkniefna-
neytenda séu óútreiknanleg og í
rauninni geti allt gerst og menn átt
það á hættu að verða fyrir barðinu á
mönnum undir áhrifum fíkniefna. Of-
beldið í miðbæ Reykjavíkur sé mjög
alvarlegt. Það þurfi jafnvel ekki ann-
að en að rekast utan í annan mann til
þess að það geti leitt til stympinga og
ef maðurinn er vopnaður hnífi, sem
er afar algengt meðal fíkniefnaneyt-
enda, er voðinn vís. „Það er líka alltaf
matsatriði hvort borgarinn á að hafa
afskipti af ofbeldi eða skemmdar-
verkum sem hann verður vitni að. Ég
vil ráðleggja mönnum að fara var-
lega.
Menn þurfa að vera vissir í sinni
sök að þeir ráði við ástandið áður en
þeir fara að skipta sér af. Það hefur
margoft komið fyrir að þegar lög-
reglan ætlar að skakka leikinn í átök-
um að þeir sem hafa verið að slást
hafa snúist sameinaðir gegn lögregl-
unni. Þeir líta svo á að af tvennu illu
sé betra að berja lögregluna en að
verða handteknir.“
dirheimum
Morgunblaðið/Kristinn
Sterkari fíkniefni og fleiri neytendur hafa skapað meiri hörku innan fíkniefnaheimsins og virðast ofbeldi og barsmíðar vera orðið daglegt brauð.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 11
ERFITT er að henda reiður á
umfangi limlestinga vegna
hefndar- eða innheimtuaðgerða
í fíkniefnaheimum. Óhægt er
um vik að skrá sérstaklega slík
meiðsl enda ekki sjálfgefið að
menn gefi upp rétta ástæðu
fyrir meiðslum sínum. Jón
Baldursson yfirlæknir á Land-
spítalanum í Fossvogi kveðst
samt hafa tilfinningu fyrir því
að nokkuð sé um slík meiðsl.
Jón segir að alltaf komi fólk
af og til með brotna fingur á
spítalann og hann hefur hitt
fólk sem hefur hlotið fing-
urbrot af völdum ofbeldis.
Enginn gefur samt upp að það
tengist fíkniefnum. Hann
kveðst ekki hafa orðið mikið
var við að menn komi með
brotnar hnéskeljar, sem sagt
er að sé ein af þeim limlest-
ingum sem handrukkarar
standi fyrir. Engin leið sé að
gera sér grein fyrir umfangi
limlestinga af völdum fíkni-
efnaviðskipta og þar með ekki
tækifæri til að skrá þær sér-
staklega.
Engin sérstök skrán-
ing á limlestingum
vegna fíkniefna