Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 44
DAGBÓK
44 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
er Brúarfoss vænt-
anlegur og út fara
Vædderen og Venus
HF. Á mánudag er
Lundenes væntanlegt
og út fer Brúarfoss.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Arklow Dawn
væntanlegt til Straums-
víkur.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 9 vinnustofa og
leikfimi, kl. 13 vinnu-
stofa, kl. 14 félagsvist.
Þorrablót verður haldið
1. febrúar, húsið opnað
kl. 18 með fordrykk,
þorrahlaðborð, borðhald
hefst kl. 18.30. Skráning
í Aflagranda, s. 562-
2571, fyrir 30. janúar.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30–16.30 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30 félagsvist, kl. 16
myndlist. Allar uppl. í
síma 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10–17 fóta-
aðgerð, kl. 10
samverustund, kl. 13.30–
14.30 söngur við píanóið,
kl. 13–16 bútasaumur.
Eldri borgarar Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið Hlaðhömrum
er á þriðju- og fimmtu-
dögum kl. 13–16.30, spil
og föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 11.
Kóræfingar hjá Vorboð-
um, kór eldri borgara í
Mosfellsbæ á Hlaðhömr-
um, fimmtudaga kl. 17–
19. Uppl. hjá Svanhildi í
s. 586-8014 kl. 13–16.
Púttkennsla í íþrótta-
húsinu kl. 11 á sunnu-
dögum. Uppl. um fót-,
hand- og andlitssnyrt-
ingu, hárgreiðslu og fót-
anudd, s. 566-8060 kl. 8–
16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarfið Lönguhlíð
3. Á morgun kl. 8 böðun,
kl. 9 fótaaðgerð og
myndlist, kl. 9.30 hjúkr-
unarfræðingur á staðn-
um, kl. 10 verslunin op-
in, kl. 11.10 leikfimi, kl.
13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
framhald.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Á morg-
un kl. 9 böðun og hár-
greiðslustofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun, mánudag, pútt í
Bæjarútgerð kl. 10–
11.30 og félagsvist kl.
13.30. Á þriðjudag er
saumur og brids kl.
13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan op-
in virka daga frá kl. 10–
13. Kaffi – blöðin og mat-
ur í hádeginu. Sunnu-
dagur: Félagsvist kl.
13.30. Dansleikur kl. 20.
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur: Brids
kl. 13. Danskennsla Sig-
valda framhald kl. 19 og
byrjendur kl. 20.30.
Þriðjudagur: Skák kl. 13
og alkort spilað kl. 13.30.
Söngvaka verður mið-
vikudaginn 30. janúar kl.
20.45, stjórnandi Gróa
Salvarsdóttir, umsjón
Sigurbjörg Hólmgríms-
dóttir. Framsögn hefst
fimmtudaginn 31. janúar
kl. 16.15, skráning hafin
á skrifstofu FEB, leið-
beinandi Bjarni Ingvars-
son. Brids fyrir byrj-
endur hefst í febrúar.
Stjórn Ólafur Lárusson.
Aðalfundur Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni, verður haldinn
í Ásgarði, Glæsibæ,
sunnudaginn 24. febrúar
2002 kl. 13.30. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf.
Önnur mál. Tillögur
kjörnefndar til stjórn-
arkjörs Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni liggja frammi á
skrifstofu félagsins í
Faxafeni 12.
Tillögur félagsmanna
um einstaka menn til
stjórnarkjörs skulu ber-
ast skrifstofu eða kjör-
nefnd minnst hálfum
mánuði fyrir aðalfund,
sem haldinn verður í
Ásgarði, Glæsibæ 24.
febrúar kl. 13.30.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðvikudögum
kl. 10–12.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12 sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í Ás-
garði, Glæsibæ. Uppl. á
skrifstofu FEB.
kl. 10–16 s. 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi. Á morg-
un kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, handavinna
og föndur, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 14 fé-
lagsvist.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Frá
hádegi spilasalur opinn.
Kl. 15.30 almennur dans
hjá Sigvalda, allir vel-
komnir. Í hádeginu í
Veitingabúð er súpa og
salatbar. Kl. 15 kaffi. Á
þirðjudögum eftir há-
degi klippimyndir. Um-
sjón Kristín Hjaltadótt-
ir. Miðvikudaginn 6.
febrúar verður þorra-
hlaðborð í hádeginu í
Veitingabúð. Skráning á
þátttöku hafin. Allar
uppl. um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8. Á
morgun kl. 9–17 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum, kl.
9.30 gler og postulíns-
málun, kl. 13 lomber og
enska, kl. 13.30 skák, kl.
15.30 spænska, kl. 17.15
æfing hjá Söngvinum –
kór aldraðra. Hæg leik-
fimi hefst miðvikudag-
inn 30. jan. kl. 11. Uppl. í
síma 554-3400.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró-
leg stólaleikfimi, kl. 13
brids, kl. 20.30 fé-
lagsvist.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 perlusaumur,
postulínsmálun og
kortagerð, kl. 10 bæna-
stund, kl. 13 hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 10 boccia, kl.
13 frjáls spilamennska,
kl. 13.30 gönguferð, fóta-
aðgerð, hársnyrting.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10 ganga, kl. 9
fótaaðgerð. Myndlist-
arkennsla hefst föstu-
daginn 1. febrúar leið-
beinandi Hafdís
Benediktsdóttir. Uppl.
og skráning hjá Birnu og
ritara, s. 568-6960.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9–16 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13 kór-
æfing. Þorrablót verður
fimmtud. 7. febrúar.
Húsið opnað kl. 17. Upp-
lýsingar og skráning í
síma 562-7077.
Vitatorg. Á morgun kl. 9
smíði og hárgreiðsla, kl.
9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og sund, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla, leikfimi og spil-
að.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 alla mánu-
og fimmtudaga. Skrán-
ing kl. 12.45. Spil hefst
kl. 13. Bridsdeild FEBK
í Gullsmára.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15, kaffi.
Öldungaráð Hauka.
Fundur verður á Ásvöll-
um nk. miðvikudag 30.
jan. kl. 20.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ.
Námskeið á vorönn:
Tölvunámskeið, bæði
fyrir byrjendur og þá
sem eitthvað kunna. Út-
skurðarnámskeiðið byrj-
ar 12. mars. Bútasaums-
námskeiðið er ekki fullt,
hafið samband sem
fyrst. Myndmennt-
arnámskeið er í athug-
un. Skráningar í síma
861-2085.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Tölvu-
námskeið byrjar 28. jan
kl. 15.30. Tréskurður
byrjar þriðjud. 29. jan.
kl. 13.30. Trésmíði, not-
að og nýtt, byrjar mið-
vikud. 30. jan. kl. 16.
Spilað í Holtsbúð
þriðjud. 29. jan. kl. 13.30.
Föstud. 1. febr. í Kirkju-
hvoli kl. 14 koma gestir í
heimsókn frá Hrafnistu í
Hafnarfirði. Kórsöngur,
kínversk leikfimi, hring-
dansar og fleira. Kaffi-
veitingar.
Í dag er sunnudagur 27. janúar, 27.
dagur ársins 2002. Orð dagsins: En
Jesús sagði við þá: „Hvergi er spá-
maður minna metinn en í landi sínu
og með heimamönnum.“
(Matt. 13, 57.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 viðkvæmur, 8 lélaga
rúmið, 9 heitir, 10 drátt-
ardýrs, 11 lifir, 13 rekkj-
um, 15 grenja, 18 þoli, 21
sundfugl, 22 álítur, 23
slóra, 24 tarfur.
LÓÐRÉTT:
2 veður, 3 örlagagyðja, 4
blettir, 5 kjánum, 6 við-
auki, 7 botnfall, 12 reið,
14 rándýr, 15 pest, 16
hyggur, 17 ákveð, 18
ávöxtur, 19 hæðar, 20
sefar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 slægt, 4 fálma, 7 æptir, 8 múgur, 9 aum, 11
týna, 13 firð, 14 lamdi, 15 sumt, 17 snák, 20 ull, 22 örðug,
23 ormur, 24 garns, 25 kanna.
Lóðrétt: 1 slæpt, 2 ættin, 3 tíra, 4 fimm, 5 lagni, 6 afræð,
10 urmul, 12 alt, 13 fis, 15 stöng, 16 móður, 18 náman, 19
kerla, 20 uggs, 21 lokk
K r o s s g á t a
Vörumst hækkanir
VERUM á verði varðandi
hækkanir. Hættum að taka
hækkunum eins og sjálf-
sögðum hlut.
Ég fór í Hagkaup, hér í
Garðabæ, í dag til þess að
kaupa í matinn, að vísu
hefði ég frekar kosið að
fara í Fjarðarkaup, en þar
sem um lítilræði var að
ræða, sem ég ætlaði að
kaupa, fannst mér ekki
taka því að fara heldur
lengri leið og versla í Fjarð-
arkaupum, sem að mínum
dómi er einna hagkvæm-
asta matvöruverslunin.
Á sama tíma og „risarn-
ir“ sýndu 17–18% hækkun
á matarkörfu var hækkunin
aðeins 10% hjá Fjarðar-
kaupum.
Það er skemmst frá því
að segja að þegar ég ætlaði
að grípa ostinn, sem ég er
vanur að kaupa, fannst mér
verðið eitthvað í hærri
kantinum, kílóverðið komið
í 961 kr. Neðar í ostaskúff-
unni rakst ég á sama ost
með kílóverði 899 kr., sá
ódýrari var með dagsetn-
inguna 5/3 en sá dýrari
23/4. Þarna er um að ræða
um 7% hækkun. Ég minnist
þess ekki að hafa séð til-
kynningu um að landbún-
aðarafurðir væru að
hækka, um litlar 7%. Þegar
kom að kassanum var mér
gert að greiða 15 krónur
fyrir burðarpokann. Ég
man ekki betur en að hann
hafi rétt fyrir jólin kostað
10 kr. Mér reiknast til að
þarna sé um 50% hækkun
að ræða. Svona er á öllum
sviðum lætt inn þegjandi og
hljóðalaust hækkunum hér
og þar. Ekki kannski marg-
ar krónur eða há prósenta í
hvert sinn, en er það ekki
svo, að safnast þegar sam-
an kemur? Auðvitað er það
góðra gjalda vert þegar
ákveðin fyrirtæki boða
smálækkanir, en mér finnst
að „risarnir“ þurfi nú að
fara að taka sér tak. Hvern-
ig stendur á því að matar-
karfan hjá þeim stóru
hækkar um 17–18% á sama
tíma og hún hækkar „að-
eins“ um 10% hjá þeim sem
kunna sér hóf?
Garðbæingur.
Peningana
í eitthvað vitlegra
Í utandagskrárumræðum á
alþingi sl. fimmtudag var
fjallað um það hvort sjón-
varpið ætti að verja 40
milljónum til að sýna frá
heimsmeistarkeppninni í
fótbolta. Það munu vera 10-
15% þjóðarinnar sem hafa
áhuga á að fá að sjá þetta.
Finnst mér fáránlegt að
Alþingi skuli vera að eyða
tíma í þetta. Það er alltaf
verið að kvarta undan því
að erfitt sé að reka ríkisút-
varpið vegna fjárskorts –
væri ekki nær að nota pen-
ingana í eitthvað vitlegra.
Skúli Helgason,
prentari.
Blekking við
viðskiptavini
MIG langar að koma á
framfæri athugasemdum
vegna hækkana matvöru-
verslana en verð hefur
hækkað frá því fyrir jól um
10-15%. Nú er verið að
lækka verð hjá ýmsum
verslunum um 3%. Ég kalla
þetta blekkingu við við-
skiptavini og er mjög ósátt-
ur. Það ætti að lækka vöru-
verð mikið meira til að
mark sé tekið á þessu.
Ívar.
Þakklæti
ÉG vil koma á framfæri
þakklæti mínu til starfs-
fólks Vídeóljónsins á Dun-
haga. Þar starfar frábært
starfsfólk sem veit hvað
það er að gera og veitir frá-
bæra þjónustu.
Kristín og fjölskylda.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
REYKINGAR eru Víkverja ekkiað skapi, eins og margoft hefur
komið fram á þessum vettvangi.
Auglýsingar Tóbaksvarnarnefndar
sem sýndar eru í sjónvarpi um þess-
ar mundir eru heldur ógeðfelldar,
en Víkverji er engu að síður ánægð-
ur með þær því þær geta skilað ár-
angri. Skilaboðin eru á þá lund að
hver einasta sígaretta skaði.
x x x
TÓBAKSVARNARNEFNDheldur úti heimasíðunni reyk-
laus.is á Netinu. Víkverji rakst þar á
spurningu og fróðlegt svar um
munntóbak það sem kallað er
„snus“. Magnús Jóhannsson læknir
svarar og segir meðal annars að
reykingar og notkun neftóbaks og
munntóbaks séu verulegt og vax-
andi heilbrigðisvandamál sem kost-
ar samfélagið, um allan heim, stöð-
ugt meiri fjármuni vegna veikinda
og ótímabærs dauða neytendanna
og af þeim sökum reyni heilbrigð-
isyfirvöld að takmarka tóbaksnotk-
un þótt hvergi í heiminum hafi verið
stigið það skref að banna hana.
„Vegna þess hve erfitt er að hætta
tóbaksnotkun er forvarnastarf mik-
ilvægt og sérstaklega það sem bein-
ist að börnum og unglingum.“
Um nefnda vöru segir læknirinn:
„Vegna þess að tóbakið er fínkorn-
ótt berst nikótínið hratt út í blóðið í
miklu magni og efnið er því mjög
ávanabindandi. Þetta tóbak hefur
verið kallað snus (skandinavíska)
eða snuff (enska), það inniheldur allt
að fjórum sinnum meira nikótín en
reyktóbak og er því mjög hættulegt.
Sums staðar var notkunin orðin
veruleg meðal grunnskólanema og
var því mikilvægt að berjast gegn
þessari þróun. Vitað er að notkun
munntóbaks meðal ungmenna leiðir
oft til reykinga síðar. Ástæður þessa
faraldurs voru ýmsar, þetta er reyk-
laust efni og þess vegna hægt að
neyta þess víða, auglýsingar fram-
leiðenda beindust að ungu fólki í
Evrópu (tóbaksauglýsingar hafa
lengi verið bannaðar hér á landi),
frægir íþróttamenn voru notaðir
sem fyrirmynd og breiddur var út sá
misskilningur að reyklaust tóbak sé
hættulaust eða a.m.k. hættuminna
en sígarettur. Staðreyndin er hins
vegar sú að reyklaust tóbak er álíka
hættulegt og sígarettur. Gamaldags
neftóbak höfðar ekki til ungmenna
en munntóbak gerir það ef áður-
nefndri sölumennsku er beitt. Ný
könnun hefur leitt í ljós að 8% fram-
haldsskólanema á Íslandi á aldrin-
um 18–19 ára hafa neytt munntób-
aks oftar en tuttugu sinnum og er
það áhyggjuefni. Afleiðingar munn-
tóbaksnotkunar eru að tennur gulna
og skemmast, tannhold bólgnar og
gómar rýrna en við það verður tann-
los og andfýla. Bragð- og lyktarskyn
minnka, slímhúð í munni þykknar
og þar getur myndast krabbamein.
Svipað gerist í nefi og nefkoki þeirra
sem taka í nefið.
Til að berjast gegn þessu var sett
reglugerð hjá Evrópusambandinu
árið 1992 sem takmarkaði sölu
munntóbaks og á Íslandi var sett ár-
ið 1997 reglugerð um bann við sölu á
munntóbaki og fínkornóttu neftób-
aki. Samkvæmt þessari reglugerð er
eina reyklausa tóbakið, sem heimilt
er að selja hér á landi, gamaldags,
grófkornótt neftóbak og skrotóbak
sem er tuggið í bitum eða laufum.
Allt fínkornótt tóbak er bannað og
einnig munntóbak í grisjum.“
HINN 24 þ.m. kynnti
dómsmálaráðherra mjög
athyglisvert átak sem
heitir „Öruggt spjall “ og
fjallar um öryggi barna á
netinu. Um kvöldið
horfði ég á þátt sem heit-
ir „48 hours“ á Skjá ein-
um. Þetta er alveg frá-
bær þáttur og vel unninn.
Í þessum þætti, var
fjallað um, hvernig kyn-
ferðisglæpamaður kemst
í náið samband við 14 ára
stúlku, sem býr í Flórída.
Honum tekst, að lokka
hana, með ýmsum ótrú-
legum ráðum, til sín alla
leið til Grikklands. Það
er hreint með ólíkingum,
hvaða blekkingum og og
lygum var beitt. Eins var
athyglisvert hvaða
blekkingum var beitt, til
að koma stúlkunni úr
landi þ.e. í gegnum vega-
bréfsskoðun í sjálfu
U.S.A. Sem betur fór gat
Alríkislögreglan í þetta
skipti rakið tölvu-
samskipti stúlkunnar til
Grikklands, og frelsað
hana, með hjálp þar-
lendrar lögreglu, og
sömu leiðis að koma við-
komandi þrjót undir lás
og slá, en þó aðeins í 6 ár.
Þessi stúlka var ekki eina
fórnarlambið, því þau
voru mun fleiri, og frá
fleiri löndum, allt ungar
og saklausar stúlkur.
Eftir að hafa séð þenn-
an þátt, sé ég enn betur,
fyrir hönd ungra barna á
netinu, hvað þetta er
þarft og mikilvægt fram-
tak.
Þökk sé þeim, sem að
því stóðu.
Virðingarfyllst,
Svanur Jóhannsson.
Öruggt spjall