Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 20

Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 20
SVOKALLAÐ uppgjör viðHalldór Laxness helduráfram, nú síðast meðgrein eftir Hannes H.Gissurarson í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Þar víkur hann að grein sem ég skrifaði fyrir nokkru á Silfur Egils á Strik.is til þess að benda á að ýmsar skammir sem komið höfðu fram um Halldór áttu í raun við um Einar Jóhann Grímsson, aðalpersónuna í bók Hallgríms Helgasonar, Höfundur Ís- lands. Síðan hefur það gerst í umræðunni að menn eru hættir að rugla Hall- dóri saman við Einar Jóhann, hættir að gefa til kynna að skáldsaga Hall- gríms geymi afhjúpanir á fram- göngu og einhvers konar „sekt“ Halldórs í Moskvu í málefnum Veru Hertsch og – til allrar guðs- lukku – hættir að setja á langar tölur um lyndiseinkunn Halldórs en það tal sannaði hið fornkveðna að þeir segja mest af Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Umræðan um Halldór Laxness er sem sé farin að snúast um Hall- dór Laxness og Hannes Hólm- steinn hefur svo gott sem dregið til baka fyrri tilmæli sín um að okkur beri að lesa Höfund Íslands sem ævisögu Halldórs. En Halldór Laxness er samt enn þá „sekur“. Í sjónvarpsþætti sem við Hannes tókum þátt í á dög- unum hjá Agli Helgasyni var á Hannesi að skilja að Halldóri nægði engan veginn til yfirbótar fyrir villu sína í málefnum Sov- étríkjanna að skrifa Skáldatíma, Upphaf mannúðarstefnu, Gjörn- ingabók, Paradísarheimt og ekki einu sinni Gerplu, sem geymdi sársaukafullt uppgjör við Stalín eins og fræðast má um af sam- tölum Matthíasar Johannessen við Halldór – nei. Hannes þyrsti í meiri iðrun: Halldór hefði átt að ganga til liðs við borgaraleg öfl – sem sagt ganga í Sjálfstæðisflokk- inn – og gerast einarður stuðnings- maður Nató á Íslandi, gott ef ekki beinlínis talsmaður og nokkurs konar erindreki þess bandalags hér á landi. Hann hefði átt að játa sig sigraðan fyrir Kristjáni Alberts- syni. Viðurkenna að Ólafur Thors væri mikilmenni. Játa að Atóm- stöðin væri í öllum greinum röng bók, helst draga hana til baka… Það er auðvelt að spá – sér- staklega um fortíðina. Og Halldór Laxness skjátlaðist svo sannarlega um margt í afstöðu sinni til heims- málanna, vanmat til dæmis mögu- leika jafnaðarstefnunnar í norður- álfu til að koma á kapítalisma með mannlegri ásjónu – eða sósíalisma með einstaklingsframtaki, blönd- uðu hagkerfi, svo að tala má jafn- vel um sigur sósíalismans í Vestur- Evrópu og ósigur hans í Austur- Evrópu. Það er auðvelt að spá um fortíðina og auðvelt að dæma þá sem mátu aðstæður öðruvísi en þær urðu á endanum; auðvelt að dæma þá vinstri menn sem studdu Sovétríkin árið 1938 þegar nasistar bjuggust til að brenna Evrópu og Bandaríkjamenn höfðu lýst því yfir að þetta kæmi þeim ekki við: þótt Halldór hljóti að hafa gert sér grein fyrir því að ekki var allt með felldu í Sovétríkjunum, þessu síð- asta virki gegn nasismanum þá vissi hann ekki um gúlagið, frekar en aðrir vesturlandamenn. Hannes telur að sú reynsla Hall- dórs að horfa á kommúnistann Veru Hertsch leidda á brott af leynilögreglunni hljóti að hafa opn- að augu hans fyrir ógnareðli sov- étskipulagsins. Ég tel mig ekki í aðstöðu til að segja til um þanka Halldórs Laxness á þeirri stundu umfram það sem hann segir sjálfur frá í Skáldatíma, nema manni virð- ist augljóst að maðurinn hljóti að hafa verið skelfingu lostinn, enda leikurinn væntanlega til þess gerð- Það er auðvelt að vera spámaður Einar Olgeirsson, Halldór Laxness og Steingrímur Aðalsteinsson ræðast við á Akureyri. ur. Almennt talað held ég að á 4. áratugnum hafi Halldór talið sig vera að bregðast við augljósum af- leiðingum kapítalismans: fátækt, fáfræði, barnadauða, atvinnuleysi, kúgun, réttleysi, rangsleitni, nið- urlægingu og geðþóttamannúð. Við megum ekki gleyma því að á þess- um tíma gátu menn enn ímyndað sér annað líf – annað skipulag á mannlegu félagi en markaðssam- félagið sem var siðlaust að mati þessara kristnu manna. Ég held að Halldór hafi talið að tvö öfl berðust um völd í heiminum og í húfi kynni að vera framtíð mannkyns – að minnsta kosti mannleg reisn: fár- sjúkur og gerspilltur kapítalisminn í þann mund að falla á sínum ill- verkum og svo hins vegar nýtt afl á heimsvísu, kommúnisminn, þar sem reynt væri að framkvæma drauminn um að koma á réttlátu og skynsamlegu skipulagi. Nú er mjög tíðkað að draga saman í dilk áhangendur nasisma og kommún- isma, en við skulum ekki gleyma því að á meðan annar hópurinn að- hylltist þá hugmynd að verið væri – með miklum fórnum – að koma á jafnrétti allra manna, þá ræktaði hinn hópurinn kerfisbundið hatur á tilteknu mengi manna, gyðingum, sígaunum, samkynhneigðum, kommúnistum… Hannesi verður tíðrætt um sam- úð sína með fórnarlömbum komm- únismans og vill að við höldum nafni Veru Hertsch á lofti. Það er full ástæða til að taka undir það með honum. Í þessu sambandi má benda á að ef ekki hefði verið fyrir Halldór Laxness hefðum við að lík- indum aldrei frétt af afdrifum þeirrar konu og ég er ósammála því þegar Hannes vill setja á svið nokkurs konar réttarhöld yfir Hall- dóri vegna Veru Hertsch. Ég lít ekki á Halldór sem einn af böðlum Stalíns – ég lít á hann sem eitt af fórnarlömbum Stalíns. Ég lít á her- leiðingu hans í þjónustu Stalíns sem harmleik, en ekki dómsmál. Ég lít á Halldór Laxness sem fórn- arlamb kænlegustu áróðursher- ferðar tuttugustu aldarinnar þar sem fjöldinn allur af vel meinandi mönnum flæktist í ótrúlegan vef af rökbrellum, lygum og nauðhyggju. Ég held að hið síðbúna uppgjör hans sjálfs hafi kostað mikið átak og mun meira hugrekki en að spretta fingri að honum í dag og útmála hann sem lygara. En Veru Hertsch vænti ég að Hannes minnist með því að styðja með ráðum og dáð núlifandi póli- Ég lít ekki á Halldór sem einn af böðlum Stalíns – ég lít á hann sem eitt af fórn- arlömbum Stalíns, skrifar Guðmundur Andri Thors- son. Ég lít á herleiðingu hans í þjónustu Stalíns sem harmleik, en ekki dómsmál. Guðmundur Andri Thorsson Ljósmynd/Ingibjörg Einarsdóttir 20 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MENNIRNIR erumisjafnir. Þeir fáekki aðeins mis-jafna eiginleika ívöggugjöf, hitt er líka misjafnt hvernig þeir ávaxta sitt pund. Sumir eru séní að upplagi en verður lítið úr því, sakir erfiðra ytri aðstæðna, hremminga í æsku, andlegrar vanheilsu, skorts á út- haldi, eða bara af hreinni leti. Aðrir eru fork- ar til vinnu og tekst með atorku sinni og afköstum að vinna upp það sem á vantar í meðfæddum hæfileikum og koma miklu og góðu verki frá sér. Mikilmenni köllum við þær mann- eskjur sem eru hvort tveggja. Fólk sem virðist fætt með sérstaka hæfi- leika, en ber einnig gæfu til að nýta þá til mikilla verka. Mikilmenni eru reyndar afar sjaldgæf, þótt annað mætti ætla af fjölmiðlum. Flest erum við þarna einhvers staðar á milli. Höfum mismikla hæfileika og verður mismikið úr þeim. En þar með er ekki öll sagan sögð. Menn eru líka missáttir við hlutskipti sitt og það er ólíkt frá ein- um til annars hve mikla þörf þeir hafa fyrir einhvers konar opinbera viðurkenningu á mikilvægi sínu. Leið margra að þessu marki snýst um að ná athygli. Ein árangursríkasta leiðin til þess að ná athygli án þess að þurfa að eiga allt undir eigin verðleikum er sú að reyna að tengja sig á ein- hvern hátt við raunveruleg mik- ilmenni. Heilladrýgst er þá að leit- ast við að gera þá tengingu á einhvern hátt ólíka því sem algeng- ast er. Til dæmis ekki með því að mæra viðkomandi, heldur með því að reyna að ata hann einhverjum auri og kalla það kannski nýjar upp- lýsingar eða nauðsyn á uppgjöri. Eitt hlálegasta dæmið um þetta á síðustu árum er regndans Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófess- ors kringum nýjustu bók Hallgríms Helgasonar, eða nánar tiltekið um Halldór Kiljan Laxness. Hannes Hólmsteinn er sem sé bú- inn að upppgötva það, nokkrum ára- tugum seinna en flestir aðrir, að Halldór heitinn hafi verið trúaður kommi um langa hríð líkt og margir aðrir og trúin blindað hann um skeið. Fylgir Hannes þessu eftir með allt að því hjartnæmu ákalli um uppgjör við hið látna skáld í nafni fórnarlamba Stalíns. Ég óska Hannesi til hamingju með uppgötvun sína og þar með þann áfanga að vera aðeins áratug- um á eftir tímanum. Jafnframt sam- gleðst ég honum yfir allri þeirri at- hygli sem hann hefur náð út á þessa uppgötvun. Að sama skapi samhryggist ég Hallgrími Helgasyni vegna þess, hve umfjöllun um nýjasta verk hans hefur tekið sérstæða stefnu. Það getur varla verið gaman fyrir höf- und að skáldverk hans sé einkum til umræðu vegna tiltekinnar persónu sem þar er vísað til, líkt og í því fel- ist helsta gildi þess. Það er vitaskuld full ástæða til þess að mannkynið minni sjálft sig stöðugt á það, hvernig trúgirni, draumórar og réttlætiskennd fólks hafa verið misnotuð í áranna rás til að skapa valdasjúkum mönnum skjól til voðaverka. Hitt tel ég lítilmannlegt að reyna að blása til einhvers konar ófriðar gegn látnu skáldi og heimilisföður, sem hvorki var heilagur maður né óskeikull, en horfðist sjálfur opin- berlega í augu við eigin verk og gjörðir meðan honum entist heilsa og aldur, en getur ekki varist nú, ekki einu sinni gjammi í æstum rökkum. Teikning/AndrésMiklir menn og aðrir minni HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.