Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 50
FÓLK Í FRÉTTUM
50 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EN magadans tilheyrir nútímanum
og er hluti af íslenskri skemmtana-
flóru. Dansinn barst hingað til lands
með brasilísku magadansmeynni
Josy, þegar hún hóf að kenna listina í
Kramhúsinu fyrir rúmu ári. Nú hafa
margar dömur öðlast það gott vald á
dansinum að þær hafa stofnað dans-
hóp sem sýnir við öll tækifæri.
„Mér finnst svo gaman að kenna
hér, það er eitthvað svo frábær orka
hér,“ segir Josy og hælir íslenskum
nemendum sínum sem er ekki slæmt,
þar sem hún hefur farið út um allan
heim. „Þær eru svo fljótar að læra og
finnst svo gaman að klæða sig sig upp
í búningana.“
Og þegar blaðamann bar að garði
var fullur salur af stúlkum dansandi á
bak við slæðu.
Bara fyrir konur
– líka óléttar
Um allan heim koma konur saman
og dansa magadans með vinkonun-
um, ásamt því að spjalla og borða –
líkt og við þekkjum í saumaklúbbum.
Einnig koma þær saman þegar ein
þeirra á von á barni og dansa með
henni, þar sem það hefur góð áhrif á
hríðirnar.
„Magadans er bara fyrir konur.
Það hafa nokkrir karlar viljað reyna –
en því miður. Þetta er sérlega góð
leikfimi fyrir öll kvenlegu líffærin,“
segir Josy og strýkur brosandi yfir
stóran kviðinn, en hún er komin átta
mánuði á leið. „Enda er allt mjög
kvenlegt við þennan dans; hreyfing-
arnar, búningarnir og fylgihlutir, og
flestum finnst eitthvað töfrandi við
það að sjá konur dansa magadans.“
Sagan tengir dansinn við marga
menningarheima eins og Egypta,
Grikki, Tyrki og indverska tatara.
Hann er hægt að rekja aftur til 4000
fyrir Krist.
„Það er sagt að magadans sé elsti
dans í heimi. Konur hafi dansað í
kringum eldinn til að reyna að verða
óléttar. Ég vara alltaf nemendur
mína við þessari áhættu, þið sjáið
bara mig,“ segir hún og hlær. Einn
nemandi minn varð einmitt barnshaf-
andi nokkrum mánuðum eftir að hún
byrjaði hjá mér!“
Finnst þær
fallegar
Josy er í raun grafískur hönnuður,
en fyrst þegar hún sagði fólki á Ís-
landi frá að hún væri magadansari til
16 ára, leit það hana hornauga.
„Viðhorfið er allt annað núna. Ég
hef kennt lengi, myndböndin mín eru
til sölu í Skífunni og ég er í mörgum
sýningum með Helgu Braga, og fólk
ber virðinugu fyrir magadansi núna.
Helga Braga er einmitt varaforseti
magadansklúbbsins okkar.“
Einnig eiga margir erfitt með trúa
því, en það getur reynt mikið á að
dansa magadans – sérstaklega hand-
leggi og mjaðmir.
„Margir missa mörg kíló við að
byrja í magadansi. Allir spyrja hversu
langan tíma það tekur að verða góður
magadansari, en það er mjög einstak-
lingsbundið. Oft gengur það vel, því
konurnar sjá sig í speglinum og finnst
þær svo fallegar þegar þær dansa.
Sumar hreyfingarnar eru svo erfiðar,
en sumum tekst að gera þær fullkom-
lega strax. Hendurnar þurfa að vera
mjúkar og hægar en mjaðmirnar
hraðar. Þetta er eins og eldur og vatn
á sama tíma. Ef konur æfa sig þrisvar
í viku getur maður dansað vel eftir
þrjá mánuði, enþetta verður auðvitað
sífellt flóknara. Það þarf um sjö ár til
að læra allt.“
Að vera geislandi
Eins og í flamenco og austrænum
dönsum eru margir misjafnir maga-
dansar sem hafa ólíka merkingu og
skilaboð.
„Mér finnst það sem skiptir máli
vera að hafa gaman af því að dansa,
vera brosandi þá geislar maður og
áhorfendur njóta þess virkilega að
horfa á magadansinn.
Ég var fyrst í ballett. Mér voru
kennd nokkur spor í magadansi og
þegar ég sá kennarana dansa fannst
mér þetta svo heillandi og ég vildi
strax fara yfir í magadans,“ segir
Josy og ljómar. „Þetta er bara svo
glæsilegur dans.“
Josy segir að fyrrverandi kennari
hennar í Brasilíu ætli að koma til Ís-
lands í júní, þótt hún kvíði fyrir kuld-
anum! Hún muni þá bæði kenna og
sýna Íslendingum magadans. Sjálf
kemur Josy aftur til kennslu í maí eft-
ir barnsburðinn en þangað til er hægt
að leita nánari upplýsinga um dans-
klúbbinn á heimasíðunni þeirra:
www.magadans.is
Morgunblaðið/Ásdís
Josy er hér fremst í fagra dansflokknum sínum.
Töfrandi
glæsileiki
Magadans kallar gjarna
upp í huga fólks fagrar
meyjar – oft í gamalli
Hollywood-mynd – sem
hnykkja til mjöðmum á
munúðarfullan hátt og
gapandi menn gónandi
á. Hildur Loftsdóttir
hitti magadansarann
Josy Zareen.
MAUS er með langlífari sveitum Ís-
lands og hefur starfað óslitið frá
1993. Umsvif og hljómleikahald hef-
ur verið í lágmarki undanfarið en í
ár er verið að gangsetja með krafti
og vélin vel smurð og bónuð að því
er virðist. Birgir Örn Steinarsson er
gítarleikari, söngvari og textasmið-
ur sveitarinnar og upplýsti hann
blaðamann um hvað væri í gangi hjá
piltum.
Þið eruð með nýtt lag í myndinni
Gemsum, „Nánast ólöglegt“, og það
verður á samnefndri plötu sem gefin
verður út í tengslum við myndina.
„Laukrétt. Við tókum upp lag fyr-
ir Gemsa því það er svo langt síðan
við höfum gert eitthvað. Við erum
með heila breiðskífu í maganum.
Lögin eru tilbúin og við höfum verið
að þreifa fyrir okkur með útgef-
endur síðan við hættum hjá Skíf-
unni. Þetta er elsta lagið í þessum
bing og tekur á þessum tilfinningum
sem voru í gangi er við vorum að
slíta okkur frá Skífunni. Það mætti
segja að þetta væri eins konar sjálf-
stæðisyfirlýsing sveitarinnar. Það
er áætlað að gefa lagið út á smá-
skífu í örfáum eintökum og kemur
hún út í byrjun febrúar. Hún er
svona hugsuð fyrir þessa allra hörð-
ustu og verður til sölu í völdum
plötubúðum. Lagið er ekkert sér-
staklega útvarpsvænt og því síður
aukalögin.“
Lagið er búið að vera ansi lengi á
tónleikadagskrá hjá ykkur.
„Já. Við sömdum það tveimur
mánuðum áður en við riftum samn-
ingi við Skífuna. Það gerðist í ágúst
2000. Við löbbuðum inn á fund til
þeirra og sögðum: „Takk fyrir allt
en ekki meir.“ Okkur langaði bara
til að losa þetta út. Hin lögin eru
meira stuð en þetta er alls ekki stuð-
lag.“
Hvenær er svo ný breiðskífa áætl-
uð?
„Á þessu ári. Það sem ég get sagt
núna er að við verðum búnir að taka
upp í lok júlí. Kannski fyrr en aldrei
seinna (hlær). Upptökur hefjast á
næstu mánuðum og við erum svona
að velta því fyrir okkur með hverj-
um við ætlum að vinna plötuna.“
Afslappaðri á því
Þið unnuð „Nánast ólöglegt“ með
Birgi Erni Thoroddsen, sem m.a.
hefur unnið með harðkjarnasveit-
inni Mínus. Hvernig gekk það sam-
starf?
„Það var frábært. Það er í raun-
inni fáránlegt að við höfum ekki
gert neitt saman fyrr. Hann hefur
verið tengdur hljómsveitinni mjög
lengi.“
Hann er gamall félagi ykkar
allra …
„Já já. Hann er sérvitur og geng-
ur ekki í samstarf við fólk nema
hann fái eitthvað að segja (kímir).
Og hann veit hversu þrjóskir við er-
um þannig að hingað til hefur hann
ekki þorað og við ekki viljað. En svo
fórum við að spjalla um þetta og
menn allir orðnir afslappaðri á því,
hættir að taka hlutina rosalega há-
tíðlega. Birgir er orðinn mjög klár
upptökumaður og það var alveg
augljóst að hann gæti gert eitthvað
sem við gætum ekki. Og það heyrist
alveg á laginu. Þarna er fullt af hlut-
um sem eru greinilega frá honum
komnir. Þess má geta að það verður
endurhljóðblöndun á smáskífunni
eftir hann.“
Segðu mér aðeins frá þessu Þeys-
aralagi sem verður á smáskífunni.
„Við erum að sýna Þey ákveðna
virðingu með þessu. Við tókum
þetta upp beint í hljóðverinu en smá-
skífur gefa manni tækifæri til þessa
– að henda svona löguðu út. Þetta er
lagið „Bás 12“ en þegar við vorum
að byrja vorum við undir miklum
Þeysaraáhrifum og þeir hafa alltaf
verið uppáhaldshljómsveitin okkar.
Enn þann dag í dag finnst mér þetta
merkilegasta sveit sem nokkru sinni
hefur komið fram hérlendis.“
Hvað heldur Maus gangandi?
„Nú höfum við ekki gefið út plötu
síðan ’99 og við vitum að alltaf þeg-
ar við drögum okkur út úr þessu
heldur fólk að við séum hættir og
fólk fer að gleyma okkur. Sem er
auðvitað eðlilegt og í rauninni hollt.
Það gefur okkur meira svigrúm til
að þróa tónlistina. Við erum búnir
að vera að vinna undanfarin tvö ár
og höfum dottið niður á um tuttugu
lagahugmyndir og fullunnið þrettán
þeirra. En það sem heldur okkur
gangandi er áhugi á að gera tónlist
og svo erum við auðvitað allir fé-
lagar. Við vorum allir félagar áður
en hljómsveitin var stofnuð.“
Það er hollt
að gleymast
stundum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mausfélagar í æfingahúsnæðinu sínu.Það stendur margt til
hjá hljómsveitinni geð-
þekku Maus. Arnar
Eggert Thoroddsen
þáði matarboð hjá
Birgi Erni Steinars-
syni og fræddist um
það sem framundan er.
Maus framundan hjá Maus
arnart@mbl.is
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isÍ I 564 0000 - .s ara i .is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 13
Magnaður og
blóðugur þriller frá
Hughes-bræðrum sem
fór beint á toppinn í USA
Þegar London
var heltekin
hræðslu þurfti
leynilögreglu-
mann sem var
á undan sinni
samtíð
til að leysa
dularfyllsta
morðmál
allra tíma.
Kvikmyndir.com
DV
Dúndrandi gott
snakk með
dúndrandi góðri
gamanmynd
Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni
Gwyneth Paltrow Jack Black
Frá höfundum
„There´s Something
About Mary“ og
„Me myself & Irene“
kemur Feitasta
gamanmynd
allra tíma
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán. 4, 6, 8 og 10. Sýnd í LÚXUS kl. 2, 6 og 10. Mán 6 og 10. B.i. 12 ára
Ævintýrið lifnar viði i li i
„Besta mynd ársins“
SV Mbl
„Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl
Mbll
ÓHT Rás 2
DV
Kvikmyndir.comi i .
Radio Xi
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Mán. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3, 5.30 8 og 10.30. Mán. 5.30, 8 og 10.30.B.I. 16.
SV Mbl