Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 28
28 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
26. janúar 1992: „Sá yfir-
þyrmandi hryllingur sem al-
þýða manna í komm-
únistaríkjunum sálugu í
Austur-Evrópu þurfti að lifa
við á degi hverjum er sífellt að
koma betur í ljós. Uppljóstr-
arar voru á hverju strái, sím-
ar manna hleraðir, póstur les-
inn, þeir sem grunaðir voru
um and-sósíalískar skoðanir
voru einangraðir og þess
freistað að gera þá óvirka
með ýmsum hætti. Margir
voru vistaðir á geðveikrahæl-
um vegna þess, að viðhorf
þeirra fóru ekki saman við
kennisetningar sósíalismans.
Hæfileikafólk var útskúfað,
andófsmenn og fjölskyldur
þeirra voru dæmdir úr leik í
samfélaginu. Hjón njósnuðu
hvort um annað, vinir voru
sviknir. Þau skemmdarverk
sem unnin voru á „þjóðarsál-
inni“ í Austur-Evrópu verða
seint bætt.“
. . . . . . . . . .
24. janúar 1982: „Engin þjóð
getur státað af hærri meðal-
aldri en Íslendingar. Þessu
veldur aukin menntun og
þekking þjóðarinnar og
breyttir lífshættir, sem rætur
eiga í aukinni velmegun, svo
sem breyttu fæðuvali, betra
húsnæði, betri fatnaði, betri
vinnuaðstöðu og síðast en
ekki sízt betri heilbrigð-
isþjónustu. Lengd meðalæv-
innar hefur leitt til breytts
aldurshlutfalls, þ.e. vaxandi
fjölda hinna öldruðu. Því mið-
ur hefur þjóðfélagið hvergi
nærri aðlagað sig þessari
breytingu, hvorki að því er
varðar vinnumöguleika og
tómstundir roskins fólks, sem
hefur getu og vilja til þátttöku
í önn dagsins, né í öldr-
unarþjónustu. Dekksti blett-
urinn á íslenzku velmeg-
unarsamfélagi líðandi stundar
er skortur á sjúkrarými fyrir
öldrunarsjúklinga, en hundr-
uð þeirra bíða í heimahúsum,
við mjög mismunandi og oft
ófullnægjandi aðstæður, eftir
sjúkrarými. Þessi vöntun hef-
ur komið harðast niður á höf-
uðborginni, þar sem vandinn
er mestur og þörfin brýnust.“
. . . . . . . . . .
30. janúar 1972: „Rík-
isstjórnin er komin í alvar-
legar ógöngur með skatta-
frumvörp sín. Þegar
frumvörpin voru lögð fram,
kepptust talsmenn stjórn-
arinnar um að lofa þær breyt-
ingar, sem í þeim felast. En
síðan hafa viðhorfin breytzt.
Sýnt hefur verið fram á, að
útreikningar fjármálaráð-
herra á skattbyrði skv. frum-
vörpunum standast ekki og
skattbyrðin þyngist stórlega,
ekki sízt á launafólki með
miðlungstekjur, ásamt ein-
stökum hópum öðrum, svo
sem öldruðum og einstæðum
foreldrum. Miðstjórn Alþýðu-
sambands Íslands hefur
gagnrýnt frumvörpin harð-
lega, enda þótt Björn Jóns-
son, forseti ASÍ, hafi verið
einn af helztu höfundum
þeirra. Samband íslenzkra
sveitarfélaga og fjölmargir
forsvarsmenn sveitarfélaga
hafa bent á alvarlegar afleið-
ingar þess fyrir fjárhag ým-
issa sveitarfélaga, verði tekju-
stofnafrumvarpið að lögum.
Samtök atvinnuveganna hafa
vakið athygli á þeirri augljósu
staðreynd, að með skatta-
frumvörpum ríkisstjórn-
arinnar eru skattaálögur
auknar verulega á atvinnu-
vegina og samkeppnisaðstaða
þeirra gagnvart erlendum
keppinautum versnar.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TILLÖGUR ÚTGERÐAR-
MANNA OG SJÓMANNA
Útgerðarmenn og sjómenn hafasameinast um tillögur semmiðast að því að takmarka
mjög frelsi til framsals aflamarks til
og frá skipum. Segja þeir að mark-
miðið sé að fækka skipum, koma í veg
fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaup-
um og draga úr brottkasti.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
segir Friðrik Már Baldursson, rann-
sóknarprófessor við Háskóla Íslands,
sem var formaður endurskoðunar-
nefndar sjávarútvegsráðherra m.a.:
„Sveigjanleiki í framsali hefur fram
til þessa verið talinn ein af stoðum
kvótakerfisins og einn af meginþátt-
um aukinnar hagkvæmni...má ljóst
vera að staða kvótalítilla skipa þreng-
ist mjög með þessum tillögum. Í raun
eru því innherjar að styrkja stöðu
sína. Eins verður nánast útilokað fyr-
ir nýliða að koma inn í greinina.“
Ragnar Árnason, prófessor við Há-
skóla Íslands, hefur verið einn helzti
stuðningsmaður kvótakerfisins í hópi
fræðimanna. Hann segir í samtali við
Morgunblaðið í gær: „Takmarkanir á
framsali leigukvóta eru, eins og allar
aðrar takmarkanir á efnahagsstarf-
semi og viðskiptum, til þess fallnar að
draga úr hagkvæmni og þrengja þann
hóp sem getur tekið þátt. Þær fela
óhjákvæmilega og nánast alltaf í sér
skerðingu á hagkvæmni. Til þeirra
ætti því ekki að grípa nema í síðustu
lög.“
Morgunblaðið hefur í umræðum
um kvótakerfið lagt áherzlu á þrennt.
Í fyrsta lagi: kvótakerfið sem slíkt er
hagkvæmasta leið sem fundin hefur
verið til þess að nýta takmarkaða
auðlind. Í öðru lagi: þeir sem nýta
þessa takmörkuðu auðlind eiga að
greiða gjald fyrir þá nýtingu til eig-
anda auðlindarinnar sem er íslenzka
þjóðin lögum samkvæmt. Í þriðja
lagi: að þessu gjaldi greiddu er eðli-
legt að framsal sé frjálst til þess að
tryggja ýtrustu hagkvæmni og að
sjávarútvegurinn búi við sama at-
hafnafrelsi og aðrar atvinnugreinar
gera kröfu til.
Nú hafa allir helztu stjórnmála-
flokkar á Íslandi gert auðlindagjald
að grundvallaratriði í stefnu sinni.
Þeirri niðurstöðu hefur Morgunblað-
ið fagnað en hins vegar gert at-
hugasemdir við upphæðir sem fram
koma í tillögum endurskoðunar-
nefndar sjávarútvegsráðherra. Ætla
verður miðað við það sem fram er
komið að auðlindagjald í sjávarútvegi
verði að lögum á þessu þingi.
Frelsi til framsals hefur verið
grundvallaratriði í málflutningi LÍÚ
á undanförnum áratug og að mati
samtakanna forsenda fyrir því að
tryggja sem mesta hagkvæmni í sjáv-
arútvegi. Með því mundu veiðiheim-
ildir safnast til þeirra sem bezt kynnu
með þær að fara og fiskiskipum
fækka svo mestri hagkvæmni yrði
náð.
Með þeirri tillögugerð, sem nú
liggur fyrir, hafa útgerðarmenn al-
gerlega snúið við blaðinu og telja nú
að mestri hagkvæmni verði náð með
því að takmarka frelsi til framsals.
Þetta eru illskiljanleg umskipti svo
að ekki sé meira sagt.
Að því tilskildu að sjávarútvegur-
inn greiði eðlilegt gjald fyrir afnot af
auðlind, sem er sameign þjóðarinnar,
á atvinnugreinin að búa við fullt at-
hafnafrelsi. Að fenginni reynslu af
haftastefnu og sósíalisma á 20. öld-
inni er furðulegt að útgerðarmenn
skuli sjálfir leggja til í upphafi nýrrar
aldar að koma upp nýju haftakerfi í
sjávarútvegi.
P
AKISTAN hefur dottið inn á
heimskortið á nýjan leik eftir
hryðjuverkin í Bandaríkjun-
um 11. september og hefur
forseti landsins, hershöfð-
inginn Pervez Musharraf,
ekki síst verið í sviðljósinu.
Fyrir nokkrum mánuðum
átti Pakistan sér fáa stuðningsmenn og var litið
hornauga á Vesturlöndum, einkum vegna stuðn-
ings landsins við talibana í Afganistan. Nú hefur
dæmið snúist við. Forsetinn hefur lýst yfir því
skýrt og skorinort að Pakistan sé á bandi Vest-
urlanda í baráttunni við hryðjuverk, en hins veg-
ar skyggir á spenna í samskiptunum við Indland
vegna Kasmír. Musharraf fær jákvæða umfjöllun
í fjölmiðlum og nægir þar að nefna að andlit hans
var á forsíðu fréttablaðsins Newsweek í þessari
viku og inni í blaði var vingjarnlegt spjall við hann
og móður hans. Þegar George Bush, forseti
Bandaríkjanna, var spurður hver væri forseti
Pakistans í kosningabaráttunni árið 2000 stóð
hann á gati, en nú talar hann reglulega við
Musharraf og nafnið leikur á tungu hans.
Hyggst leiða
Pakistan inn
í „fínstillt
lýðræði“
Pervez Musharraf
hefur boðað gagnger-
ar breytingar í Pakist-
an og stefnuræðan,
sem hann flutti 12.
janúar, hefur vakið
mikla athygli. Hann
var í viðtali við breska dagblaðið Times í dag,
laugardag, og þar kveðst hann ætla að stjórna
landinu næstu fimm árin og leiða Pakistan inn í
„fínstillt lýðræði“.
Blaðið hafði einnig eftir Musharraf að hann
væri sannfærður um að þrátt fyrir að hætta væri
á að stríð brytist út milli Pakistans og Indlands
myndi ekki koma til átaka, sem gætu gert út um
áætlanir hans um að innleiða lýðræði að nýju og
kæfa íslamska öfgahyggju í Pakistan. Hann lítur
hins vegar á sjálfan sig sem lykilpersónu í að
móta framtíð landsins og lýðræði og stjórn hans
er að leita leiða til að útfæra valdasetu hans í sam-
ræmi við stjórnarskrá landsins. Halda á þing-
kosningar í október og íhugar Musharraf að leita
umboðs í þjóðaratkvæði sem þingið myndi síðan
staðfesta.
Í viðtalinu segir hann að ákvörðunin um að
ganga í lið með Bandaríkjamönnum og stuðnings-
mönnum þeirra eftir árásirnar á New York og
Washington hafi verið mikilvægt skref, en helsta
prófraunin hafi verið þegar hann lýsti yfir
ákvörðun sinni um að banna fimm íslamskar öfga-
hreyfingar, sem sakaðar eru um hryðjuverk í
Indlandi og Kasmír, og hét því að láta til skarar
skríða gegn trúarlegum öfgamönnum.
„Það var mun mikilvægara vegna þess að þar
var landinu mörkuð ný stefna,“ sagði Musharraf.
„Ég vil binda enda á öfgahyggjuna sem hefur
komið óorði á Pakistan.“
Í fréttaskýringu, sem birtist í Morgunblaðinu á
fimmtudag, var leitt getum að því að stefnuræða
Musharrafs gæti markað tímamót í sögu Pakist-
ans og „jafnvel leitt til straumhvarfa í músl-
ímaheiminum fari leiðtogar annarra múslíma-
ríkja að dæmi hans og skeri upp herör gegn
íslömsku trúarofstæki“.
Musharraf hét því í ræðunni að handtaka ísl-
amska öfgamenn, sem framið hefðu hryðjuverk,
kvaðst ætla að skera upp herör gegn róttækum
klerkum, skólum og stofnunum sem kyntu undir
trúarofstæki, hatri og ofbeldi.
Forsetinn sagði að almenningur í landinu hefði
fengið sig fullsaddan á ofstækisöflunum, sem
hefðu valdið blóðsúthellingum og hindrað fram-
farir í landinu.
„Komið er að skuldadögunum,“ sagði Musharr-
af í ávarpinu. „Viljum við að Pakistan verði að
klerkaveldi? Teljum við að trúarlega menntunin
ein dugi, eða viljum við að Pakistan verði að kraft-
miklu íslömsku ríki? Niðurstaða fjöldans er að
hann aðhyllist framsækið íslamskt ríki.“
Efni ræðunnar var rakið í fréttaskýringu
Morgunblaðsins: „Musharraf bannaði tvær
hreyfingar, sem hafa barist gegn indverskum
yfirráðum í Kasmír, og þrenn íslömsk samtök
sem stjórnin segir að hafi kynt undir átökum milli
trúarhópa í Pakistan. Þessi átök kostuðu meira
en 400 manns lífið í fyrra og þurft hefur vopnaða
verði við moskurnar til að vernda þá sem sækja
þær.
Forsetinn sagði að Pakistanar hefðu fengið sig
fullsadda á „Kalishníkov-menningunni“ og að
þeim stafaði meiri hætta af ofstækisöflunum í
landinu en Indverjum. Hann hefur látið handtaka
hundruð róttækra klerka, sem eru sakaðir um að
hafa kynt undir hatri og ofbeldi. Hann hefur
einnig lofað að herða reglur um starfsemi svokall-
aðra madrassas, íslamskra trúarskóla sem lýst
hefur verið sem gróðrarstíum trúarofstækis.
Musharraf sagði að öllum erlendum nemend-
um trúarskólanna yrði vísað úr landi nema þeir
skráðu sig hjá yfirvöldum fyrir 23. mars og sönn-
uðu að þeir hefðu fengið dvalarleyfi í landinu og
heimild yfirvalda í heimalandinu til að stunda
trúarnám í Pakistan.
Forsetinn sagði að bannað yrði að opna nýja
trúarskóla nema þeir væru fyrst skráðir hjá yfir-
völdunum. Hið sama gildir um moskur og bannað
verður að nota hátalara í moskum í pólitísku
skyni eða til að hvetja til mótmæla.
Um 7.000 trúarskólar eru nú starfræktir í Pak-
istan og nemendurnir eru meira en 650.000. Nem-
endurnir fá þar enga kennslu í stærðfræði eða
öðrum greinum því skólarnir kenna aðeins Kór-
aninn.
Musharraf sagði að mikil áhrif öfgamannanna
hindruðu framfarir í landinu og Pakistanar
þyrftu að „heyja heilagt stríð gegn ólæsi, fátækt,
vanþróun og hungri“ fremur en gegn Ísrael eða
Vesturlöndum.
Áhrif róttækra íslamskra hreyfinga hafa aukist
jafnt og þétt á síðustu tveimur áratugum, eða frá
því að Zia ul-Haq einræðisherra myndaði banda-
lag með klerkunum snemma á níunda áratugnum
til að geta haldið völdunum. Musharraf, sem hef-
ur stjórnað landinu frá valdaráni hersins 1999,
ætlar nú að snúa þessari þróun við.
Þetta er stefnubreyting af hálfu Musharrafs
því stjórn hans hefur hingað til leyft herskáu
hreyfingunum að starfa fyrir opnum tjöldum og
jafnvel hvatt þær til þess. Starfsemi þeirra hefur
verið mjög áberandi, þær hafa auglýst í dagblöð-
unum og safnað peningum í moskum og á göt-
unum. Lögreglumenn segja að embættismenn
stjórnarinnar hafi skipað þeim að leyfa herskáum
hreyfingum í borginni Karachi að fá til liðs við sig
unga menn, þjálfa þá í skæruhernaði og senda þá
til Kasmír og Afganistans.“
Gæti leitt til
mestu straum-
hvarfa í músl-
ímaheiminum
frá 1977
Vakið hefur athygli að
Thomas L. Friedman,
dálkahöfundur The
New York Times,
skrifar í dálki sínum
20. janúar að ræða
Musharrafs geti (með
áherslu á geti) leitt til
mestu straumhvarfa í múslímaheiminum frá
árinu 1977 þegar Anwar Sadat, þáverandi forseti
Egyptalands, fór í sögulega heimsókn til Ísraels.
Musharraf sé fyrsti þjóðarleiðtoginn í músl-
ímaheiminum sem viðurkenni að íslamskt trúar-
ofstæki hafi fest rætur í menntakerfi og stjórn-
skipulagi margra múslímaríkja og stuðlað að
vanþróun þeirra. Hann hyggist ekki láta nægja
að fangelsa öfgamenn, heldur berjast gegn hug-
myndum þeirra með nútímalegum skólum og
framsækinni íslamskri stefnu.
„Allt frá 11. september hefur verið augljóst að
við þurfum stríð innan íslams, ekki gegn íslam, og
nú hefur að minnsta kosti einn leiðtoganna loks-
ins lýst yfir slíku stríði. Það væri gott ef ein-
hverjir aðrir múslímaleiðtogar færu nú að dæmi
hans,“ skrifar Friedman.
Utanríkisstefna Pakistans hefur mótast mjög
af deilunni við Indverja um Kasmír. Þegar Bretar
lögðu nýlenduveldi sitt á Indlandi niður í ágúst
1947 og veittu því sjálfstæði var Indland stofnað á
grundvelli fjölmenningar, en Pakistan á grunni
trúar. Skiptingunni fylgdu mikil átök og blóðbað
og verst urðu Punjab og Bengal úti. Við skipt-
inguna fóru af stað tíu milljónir manna, múslímar,
hindúar og síkar, og hugðust leita öryggis þeim
megin hinna nýju landamæra, sem þeir hugðu að
sér yrði vært. Talið er að ein milljón manna hafi
látið lífið í fjöldamorðum, sem þarna voru framin.
Lítill hluti Kasmír heyrir undir Pakistan. Kasmír
varð hins vegar að langstærstum hluta hluti af
Indlandi, þótt tengsl þess við indverska ríkið séu
lausari í reipunum en annarra ríkja Indlands.
Pakistanar litu hins vegar svo á að í ljósi þess að
súnní múslímar eru í meirihluta þar eigi Kasmír
að vera hluti af Pakistan; voru í raun þeirrar
hyggju að það samræmdist forsendunni að baki
því að Pakistan var stofnað á sínum tíma. Við
skiptinguna 1947 voru nokkur héruð, sem héldu
sjálfstæði og áttu að ákveða sjálf hvort þau
myndu heyra undir Indland eða Pakistan og var
Kasmír þar á meðal. Þegar Kasmír skrifaði undir
samning um að lúta Indlandi í október 1947 blésu
Pakistanar þegar í herlúðra og stóðu átök til
1948. Síðan hefur tvisvar komið til átaka milli
Indverja og Pakistana, 1965 og aftur 1999. Iðu-
lega skiptast landamæraverðir, sem vakta línuna,
sem skiptir Kasmír, á skotum og er nú ein milljó́n
hermanna á landamærunum. Eftir að hryðju-
verkamenn réðust inn í indverska þingið í desem-
ber hefur mikil spenna ríkt við landamærin í
Kasmír og hefur umheimurinn haft af því áhyggj-