Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 41
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 41
EKKI er nú öll vitleysaneins. Þau orð komu mérí hug, þegar ég las fréttí Morgunblaðinu 4. jan-úar síðastliðinn þess
efnis að kristnir menn væru farnir
að kasta Harry Potter á bál fyrir
þá sök að vera börnum og ungling-
um slæmt fordæmi með því að
hvetja til kukls. Orðrétt var fréttin
svona:
„Bókabrenna var haldin í
Alamogordo í Nýju-Mexíkó í
Bandaríkjunum í fyrradag eftir
stólræðu séra Jacks Brocks, en
hann hvatti til þess að bækur um
galdrastrákinn Harry Potter yrðu
brenndar þar sem þær væru Guði
ekki þóknanlegar. Boðaði prest-
urinn að hann myndi kveikja heil-
agan eld utan við kirkju sína til að
brenna bækurnar... Brock full-
yrðir að bækurnar um Harry
Potter hvetji börn og unglinga til
að fræðast um nornir og seiðkarla
og slíkt sé hvorki honum né Guði
þóknanlegt. „Bækurnar um Harry
Potter munu leggja líf fjölda ungs
fólks í rúst,“ sagði hann við Reut-
ers-fréttastofuna. Brock flutti pré-
dikun á jóladag undir yfirskrift-
inni: Jesúbarnið eða Harry Potter.
Hann sagði að bókabrennan væri
tilraun til að hvetja kristið fólk til
að fjarlægja af heimilum sínum
allt sem truflaði það við að tengj-
ast Guði.“
Ja, hérna.
Fyrir þann sem ekki veit er
Harry Potter aðalpersóna í bóka-
flokki eftir skoska rithöfundinn
Joanne Kathleen Rowling þar sem
fjallað er um baráttu góðs og ills í
tilverunni. Drengurinn er 10 ára
þegar sagan byrjar. Hann missir
foreldra sína nýfæddur og er
sendur til Dursley-hjónanna. Þau
eiga dreng á svipuðum aldri,
Dudley og vilja allt fyrir hann gera
en reynast fóstursyninum illa.
Þegar Harry býðst innganga í
Hogwarts-galdraskólann verður
hann mjög ánægður en vissi ekki
fram að því af duldum hæfileikum
sínum. Í skólanum líður honum vel
og eignast brátt vini, Ron Weasley
og Hermoine Grainger. Reyndar
kynnist hann líka Voldemort sem
ber ábyrgð á dauða foreldra Harr-
ys. Það sem einkennir Harry á
ytra borði er að á enninu ber hann
ör sem líkist eldingu.
Fyrsta bókin af sjö um Harry
Potter kom út í Englandi árið
1997. Hún var þýdd á íslensku og
kom út hér á landi árið 1999; titill-
inn er Harry Potter og visku-
steinninn. Bækurnar fjalla hver af
annarri um ár drengsins í galdra-
skólanum og lýsa reynslu hans í
þeim ævintýraheimi.
Samnefnd kvikmynd var frum-
sýnd á Íslandi hinn 30. október
2001 og hefur gengið þar síðan við
miklar vinsældir.
En aftur að bókabrennunni í
Nýju Mexíkó.
Það er ekkert launungarmál að
saga kirkjunnar er æði röndótt, ef
litið er til baka, slóð hennar því
miður oft á tíðum blóði drifin ein-
mitt vegna upphlaupa sem áttu
ekkert á bak við sig annað en
taugaveiklun heimskra manna.
Eitt lítið dæmi er galdrafárið svo-
kallað á 15., 16., 17. og 18. öld. Þau
illvirki, sem unnin voru í krafti
óskoraðs guðlegs valds, sitja enn í
mörgu fólki nútímans og koma í
veg fyrir að það geti treyst henni
og virt. Og eru þó hundruð ára lið-
in frá umræddum atburðum. Við
ættum að skammast okkar og
læra af þeim misgjörðum, sem og
öðrum, unnum í nafni Jesú Krists
og fara varlega. Það eru sálir í
húfi.
Í þessu sambandi var ánægju-
legt að lesa hvernig biskup Ís-
lands, Karl Sigurbjörnsson, tók á
Harry Potter í nýársprédikun
sinni 2002. Þar kvað við annan tón
og spaklegri. Orðrétt sagði hann.
„Sumir hafa varað við þessum
bókum og viljað banna þær og
brenna, telja þær leiða hina ungu
afvega og beina þeim á brautir
kukls. Kukl ber vissulega að var-
ast sem og alla dýrkun valdsins.
En það er ekki nóg að segja
„Hætt’ essu!“ Það er ekki nóg að
vara við hinu illa. Það þarf að laða
að hinu góða. Bækurnar og kvik-
myndin um Harry Potter geta gef-
ið foreldrum dýrmætt tækifæri til
að tala við börn sín um veruleika
hins illa í lífinu og sigur hins góða.
Og að minna þau á að Harry Pott-
er sigrar ekki fyrir mátt töfranna
heldur vegna þess að hann er hug-
rakkur og gæddur dómgreind,
mannúð og samhygð. Sagan legg-
ur áherslu á mikilvægi vinátt-
unnar, heiðarleika og tryggðar,
góðvildar og hugprýði til að takast
á við ranglætið og hinn illa.
Dyggðir og skaphöfn sem við
þurfum að temja okkur sjálfum og
börnunum okkar... Ég hvet for-
eldra til að lesa Harry Potter með
börnum sínum og sjá myndina
með þeim og ræða við þau. Og
benda þeim á það sem er mik-
ilvægasta athvarf í öllum voða og
hættum og mátturinn í allri neyð,
það er ekki tæki og tækni, afl og
auður til að ráðskast með menn og
máttarvöld, heldur Guð, faðir vor
á himnum. Það sem mestu varðar
er að vera heill og sannur, góð
manneskja. Jesús sýnir það.“
Að sjálfsögðu.
Harry Potter er ekki óvinur
kristninnar og verður það aldrei.
Menn ættu því að láta af sleggju-
dómum og áhyggjum honum
tengdum og eyða tímanum í þarf-
ari hluti, einbeita sér t.d. frekar að
hinum raunverulegu mótstöðu- og
niðurrifsöflum trúarinnar og lífs-
ins alls. Þar eru verkefnin næg,
raunar óþrjótandi. Ofbeldi, barna-
klám, misrétti, fíkniefni. Ég kann
ekki einu sinni að nefna það allt.
En ég veit að ævintýri eiga ekki
heima á þeim lista.
Úlfur í
sauðargæru?
saeson@islandia.is
Harry Potter nýtur fá-
dæma vinsælda um
þessar mundir, hér á
landi sem erlendis, en
er þó ekki allra. Ekki al-
veg. Sigurður
Ægisson fjallar um
ólík viðbrögð kristinna
manna við þessum
skoskættaða munaðar-
leysingja.
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343
Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Heimisdóttir 465 1117
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
meistar inn. is
ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI
Bæjarhraun 22,
sími 565 8000,
fax 565 8013,
www.hofdi.is
Lyfta, stór bílskúr og ÚTSÝNI!
Kríuás 47, Hafnarfirði
Í dag milli kl. 14 og 16 verður opið hús
í Kríuási 47 í Áslandinu í Hf. Í þessu
fallega húsi, sem stendur efst í Kríu-
ásnum, eru eftir þrjár 3ja herb. og fjór-
ar 4ra herb. íbúðir ásamt bílskúrum.
Hér er til staðar það sem fólk sækist
helst eftir í þessu hverfi, þ.e. lyfta,
góðir bílskúrar og útsýni. Auk þess
eru íbúðirnar skemmtilega skipulagðar
og verðið er hagstætt. Eignirnar eru
tilbúnar til afhendingar í næsta mánuði og afhendast fullbúnar án gólfefna.
Guðjón (s. 899 2694) og Guðmundur (s. 822 0925), sölumenn á Höfða,
verða á staðnum. Kaffi á könnunni!
Eins og glænýtt! - Víðiberg 11,
Hafnarfirði
Í dag milli kl. 14 og 16 verður opið
hús í Víðibergi 11, Hf. Um er að ræða
STÓRGLÆSILEGT 194 fm (þar af 35
fm bílskúr) einbýlishús á fínum stað í
Hafnarfirði. Glæsilegar sérsmíðaðar
innréttingar, samfellt nýlegt parket á
gólfum, hitalögn undir steinflísum í
íbúð, 1. flokks tæki í eldhúsi, „alvöru“
(þ.e. stór) svefnherbergi, timburver-
önd til suðurs, glæsilegur arinn í
stofu, halogen lýsing í loftum, fallegur gróinn garður allt í kringum húsið,
stór og góður bílskúr .....
Óskar og Sigrún taka vel á móti ykkur.
HAFNARJÖRÐUR
FRÉTTIR
SIF Einarsdóttir lektor við Kenn-
araháskóla Íslands og Jóhanna Ein-
arsdóttir dósent við Kennaraháskóla
Íslands halda fyrirlestur á vegum
Rannsóknarstofnunar KHÍ nk. mið-
vikudag 30. janúar kl. 16.15. Fyrir-
lesturinn verður haldinn í sal Sjó-
mannaskóla Íslands við Háteigsveg
og er öllum opinn.
Í fyrirlestrinum verður lýst niður-
stöðum rannsóknar sem gerð var á
námsgengi ólíkra nemendahópa í
leikskólakennaranámi við Kennara-
háskóla Íslands.
Megintilgangur rannsóknarinnar
var að kanna námsgengi nemenda í
leikskólakennaranámi eftir fyrri
menntun, aldri og starfsreynslu í
leikskóla. Fjallað verður um niður-
stöður rannsóknarinnar og þær
ræddar í ljósi erlendra rannsókna á
eldri og yngri háskólanemum. Einn-
ig verður fjallað um áhrif þessara
niðurstaðna á stefnumótun á sviði
inntöku eldri nema og hvernig koma
má til móts við þarfir ólíkra nem-
endahópa í kennaranámi, segir í
fréttatilkynningu.
Fyrirlestur
um rannsókn
á námsgengi
MÁLSTOFA í lagadeild verður
haldin í tengslum við kennslu í
stjórnskipunarrétti í lagadeild Há-
skóla Íslands, í stofu 101 í Lögbergi,
miðvikudaginn 30. janúar kl. 12.15–
13.30.
Umræðuefnið verður: Ný kjör-
dæmaskipan og tilhögun á kosning-
um til Alþingis.
Málshefjendur verða: Eiríkur
Tómasson, prófessor við lagadeild,
og Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í
stjórnmálafræði við félagsvísinda-
deild. Tilhögun málstofunnar er í
grófum dráttum sú að málshefjend-
ur flytja 10-15 mínútna inngangser-
indi. Að þeim loknum verður orðið
gefið frjálst, þ. á m. fyrirspurnir til
málshefjenda. Málstofan er opin öllu
áhugafólki meðan húsrúm leyfir.
Málstofa í
lagadeild