Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 37
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 37
OPIÐ HÚS í
JÖKLASELI 1,
Í DAG FRÁ KL. 14–16.
Í einkasölu afar falleg 94 fm íbúð í
litlu fjölbýli. Skálagt parket á gólfum
og flísar. Gott skipulag. Þvottahús
innaf eldhúsi. Góð sameign. Húsið er
allt ný yfirfarið að utan. Snyrtilegt og
rólegt umhverfi. Stutt í leikskóla,
Seljaskóla og aðra þjónustu. Jónína
og Sigurjón munu sýna íbúðina
milli kl. 14–16 á sunnudag, á bjöll-
unni stendur 1-3. Sjón er sögu ríkari.
Nýjar íbúðir á hagstæðu verði – Frábær greiðslukjör
KÓRSALIR 3 - SÖLUSÝNING Í DAG
Glæsilegt 7 hæða, 22 íbúða lyftuhús á einstökum útsýnisstað í Kópavogi
Sölumenn Valhallar verða á staðnum í dag,
sunnudag, milli kl. 13 og 16
og sýna tilbúnar íbúðir.
Sjá upplýsingar á www.nybyggingar.is
(undir lyftuhús)
Söluaðili:
Síðumúla 27, sími 588 4477.
Greiðslukjör 3ja herb.
Verð 12,9 m.
V. kaupsamn. 1,0 m.
eftir 3 mán. 500 þ.
Við lokafrág. úti* 500 þ.
Húsbréf 9,0 m.
Viðb.lán (10 ára) 1,9 m.
* Sumarið 2002
Íbúðirnar afhendast fljótlega fullbúnar án gólfefna með flísalögðu baðher-
bergi. Húsið, sameign, lóð og bílastæði afhendast fullfrág. Innangengt í upp-
hitað bílskýli þar sem stæði fylgir öllum íbúðum. Þvottaherbergi í hverri
íbúð. Vandaðar innréttingar frá HTH. Stórkostlegt útsýni til allra átta. Íbúð-
irnar eru flestar til afhendingar strax.
Verð 3ja herb. ca 100 fm m. bílsk. 12,9 millj.
Verð 4ra herb. ca 125 fm m. bílsk. 15,4 millj.
Lítið við og sjáið glæsilegar fullbúnar íbúðir á
einstöku verði og greiðslukjörum við allra hæfi.
Einnig eru í húsinu glæsilegar „penthouse“-út-
sýnisíbúðir. Tvær 145 fm íb. á aðeins 18,9 m.
með stæði í bílsk.
Tvær 180 fm íb. með tvennum svölum (40 fm
+ 10 fm) á 23,4 m. með stæði í bílskýli.
Hagstætt verð á nýjum 3ja og 4ra herbergja íbúðum með bílskýli.
Möguleiki á að byggingaraðili láni allt að 85% kaupverðs til viðbótar við húsbréfalán.
Byggingaraðili:
Kjarna Þverholti 2 270 Mosfellsbæ Sími 586 8080 Fax 586 8081 www.fastmos.is
Upplýsingar á Fasteignasölu
Mosfellsbæjar í síma 586 8080.
Skoðið myndir á netinu.
Um er að ræða fyrirtæki
sem er eina sinnar tegund-
ar í Mosfellsbæ og hefur
haft góða og mikla við-
skiptavild. 5 Ergoline ljósa-
bekkir, 4 ára gamlir, og
einn Ergoline ljósabekkur
sem staðsettur er í Íþrótta-
miðstöðinni á Varmá. Stof-
an er vel tækjum búin, inn-
réttingar og aðstaða til fyr-
irmyndar. Fyrirtækið er staðsett í 100 fm leiguhúsnæði í hjarta Mos-
fellsbæjar. Góður langleigusamningur er fyrir hendi. Gott fyrirtæki. Til-
valið fyrir hjón eða tvo einstaklinga.
Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar.
Sólbaðstofa
Til sölu Sólbaðstofa Mosfellsbæjar
TÓNLISTARSTUND verður í
Hjallakirkju í dag, sunnudag, kl.
17.
Þessar stundir eru haldnar einu
sinni í mánuði á sunnudegi kl.
17.00 og kallast orgelandakt og
eru hugsaðar sem viðbót við
guðsþjónustuflóru safnaðarins.
Að þessu sinni situr organisti
Hjallakirkju Jón Ólafur Sigurðs-
son við orgelið. Meginþema
stundarinnar er þrettándasálm-
urinn „Sjá morgunstjarnan blikar
blíð“. Séra Guðmundur Karl
Brynjarsson les sálminn og inn á
milli allra versanna verða leiknir
sálmforleikir út frá sálminum.
Einnig verða flutt önnur org-
elverk. Meðal höfunda má nefna
J.S. Bach, D. Buxtehude, J. Pach-
elbel, Max Reger, Ragnar Björns-
son o.fl. Andaktin tekur um 40
mínútur og allir eru hjartanlega
velkomnir.
Siðferðileg álitamál
samtímans í
ljósi siðfræðinnar
STÓRSTÍGUM framförum í vísind-
um fylgja oft áleitnar spurningar.
Vísindi gera fólki kleift að ein-
rækta dýr, greina litningagalla á
fósturstigi . Veitir guðfræðin okk-
ur veganesti til að takast á við
slíkar siðferðilegar spurningar?
Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir
guðfræðingur, ásamt þeim Gunn-
ari Rúnari Matthíassyni og Ingileif
Malmberg sjúkrahúsprestum, ætl-
ar að fjalla um þetta brennandi
efni á námskeiði í Leikmannaskóla
kirkjunnar. Námskeiðið hefst 30.
janúar og er sex skipti frá kl. 18
–20. Kennt verður í HÍ. Skráning
fer fram í síma 535 1500 eða á vef
Leikmannaskólans, www.kirkj-
an.is/leikmannaskóli <http://
www.kirkjan.is/leikmannaskóli>
Kópamessa
KÓPAMESSA verður í dag, sunnu-
dag, kl. 20.30. Í henni er lögð
áhersla á líflega tónlist og virka
þátttöku kirkjugesta. Væntanleg
fermingarbörn lesa ritning-
arlestra og leiða bænir og félagar
úr kór kirkjunnar leiða safn-
aðarsöng. Julian Hewlett leikur á
píanó og Kristmundur Guðmunds-
son á trommur. Kópamessur eru
viðbót við hefðbundið helgihald
kirkjunnar og þeim er ætlað að
auka fjölbreytni í helgihaldi Kópa-
vogskirkju.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Dómkirkjan
býður til barnaguðs-
þjónustu
BARNAGUÐSÞJÓNUSTA verður
í Dómkirkjunni í dag. Stundin
hefst með messunni kl. 11:00 í
kirkjunni og heldur svo áfram í
öðrum sal. Kirkjubókin mín verð-
ur afhent og dagskráin sniðin að
börnunum. Létt dagskrá með
söng, sögum og leikjum.
Allri fjölskyldunni er hjart-
anlega velkomið að taka þátt í
sunnudagastarfinu. Sunnudagar
eru dagar allrar fjölskyldunnar í
kirkjunni.
Með von um að ljósið lýsi ykkur
á lífsins vegi.
Dómkirkjan.
Áfangar á ferð
um siðfræðiboðskap
Biblíunnar
ÁFANGAR eru heiti á átta Biblíu-
lestrum sem haldnir verða í sam-
vinnu Leikmannaskóla þjóðkirkj-
unnar og Reykjavíkurprófasts-
dæmis eystra.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
héraðsprestur annast Biblíulestr-
ana og fjallar efni þeirra um
nokkra áhersluþætti í sið-
fræðiboðskap Jesú.
Biblíulestrarnir verða haldnir í
Breiðholtskirkju átta fimmtudaga
frá 31. janúar til 21. mars, kl. 20-
22. Skráning fer fram í síma 535
1500 eða á vef Leikmannaskólans,
www.kirkjan.is/leikmannaskoli
Tómasarmessa í
Breiðholtskirkju
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarmessur efnir til fyrstu
messunnar á þessu ári í Breið-
holtskirkju í Mjódd, í kvöld sunnu-
daginn 27. janúar, kl. 20.
Tómasarmessan hefur vakið
mikla ánægju þeirra sem þátt hafa
tekið í henni og virðist hafa unnið
sér fastan sess í kirkjulífi borgar-
innar, en slík messa hefur verið
haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd
síðasta sunnudag í mánuði, frá
hausti til vors, síðustu fjögur árin.
Framkvæmdaaðilar að þessu
messuhaldi eru Breiðholtskirkja,
Kristilega skólahreyfingin, Félag
guðfræðinema og hópur presta og
djákna.
Orgelandakt í
Hjallakirkju
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dómkirkjan í Reykjavík.
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is