Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 27

Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 27 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl Vorið í Prag Ævintýri Heimsferða til Prag frá kr. 24.770* Verð kr. 29.970 Flug og hótel í 3 nætur, m.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 18. mars, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 24.770 Flugsæti til Prag, 18. mars, með 8.000 kr. afslætti ef bókað fyrir 10. febrúar. Það er engin tilviljun að þeir sem einu sinni fara til Prag, kjósa að fara þangað aftur og aftur, enda er borgin ógleymanleg þeim sem henni kynnast og engin borg Evrópu kemur ferðamanninum eins á óvart með fegurð sinni og einstöku andrúmlofti. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töf- ranna. Það er engin tilviljun að Prag hefur verið nefnd öllum þessum nöfnum Nú streyma milljónir ferðamanna á hverju ári til Prag, enda er borgin tvímælalaust ein fegursta borg heims. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsu- bæjar Karlovy Vary, með íslensk- um fararstjórum Heimsferða. 8.000 kr. afsláttur Ef þú bókar í ferð frá mánu- degi til fimmtudags fyrir 10. febrúar, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. Fyrstu ferðirnar uppseldar. Bókaðu meðan enn er laust. 7. mars – uppselt 10. mars – örfá sæti 14. mars – 38 sæti 18. mars – laus sæti 25. mars – laust sæti 28. mars – páskaferð TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Grand Cherokee Ltd. árgerð 1999 vél 4,0 l. (ekinn 11 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 29. janúar kl. 12-15. TJÓNABIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í B.M.W. tjónabifreið árgerð 1992. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA ÞAÐ er nú orðinn árlegur við- burður að tónleikar séu haldnir til heiðurs Mozart á afmælisdegi hans 27. janúar. Tónlistarmenn- irnir Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Richard Talkowsky sellóleikari og píanóleikarinn Anna Áslaug Ragnarsdóttir votta meistaranum virðingu sína með tónleikum í Gerðubergi í dag kl. 17.00. Verkin sem leikin verða eru Pí- anótríó í E-dúr, Píanósónata í B- dúr, Dúó í G-dúr fyrir fiðlu og víólu og annað Dúó fyrir fiðlu og selló, og öll eru þau eftir afmæl- isbarnið. Um verkin sem leikin verða í Gerðubergi segir Anna Áslaug að þau spanni vítt svið í ævi Mozarts. „Mozart var líklega barn þegar hann samdi dúóið fyr- ir fiðlu og selló, en tríóið aftur á móti samdi hann seint á ferlinum. Einleikssónatan sem ég leik er svo samin einhvern tíma um miðbik ævi hans.“ Anna Áslaug Ragnarsdóttir pí- anóleikari hefur búið í Þýskalandi um árabil, en tónleikarnir nú eru þeir fyrstu sem hún leikur á í Reykjavík um árabil. „Ég tók mér alveg frí frá píanóleik í rúm tíu ár, það voru aðstæður í einkalífi mínu sem ollu því. Það var svo ekki fyrr en í fyrra að Laufey Sig- urðardóttir hringdi í mig og bað mig að spila með þessum hópi á tónleikum í Mývatnssveit og á Ísa- firði. Ég var hikandi til að byrja með, en ákvað samt að slá til. Síð- an þá hef ég verið að spila meira, en það var nokkuð sem ég átti alls ekki von á að myndi gerast aftur. Það er mjög góð tilfinning að vera farin að spila á nýjan leik og upp úr þessu hef ég farið að spila meira úti líka þannig að ég vonast til að geta haldið áfram að spila meira.“ Það er ýmislegt í bígerð sem gefur vonir um að við fáum að heyra meira í Önnu Áslaugu hér heima, þótt ekki sé búið að hnýta alla lausa enda. „Það hefur komið til tals að við spilum hjá Kammermúsíkklúbbnum á næsta ári, og ég vona að það geti orðið úr því, og svo er hugsanlegt að ég taki þátt í söngtónleikum hér.“ Til heiðurs meistara Morgunblaðið/Ásdís Vinir Mozarts: Laufey Sigurðardóttir, Anna Áslaug Ragnarsdóttir og Richard Talkowsky. Á myndina vantar Þórunni Ósk Marinósdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.