Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 16
Gemsar: Eins og gott partí í Breiðholtinu …
É
G HEITI Guðmunda. Ég
væri alveg til í að skipta
um nafn, sko,“ segir ein
persónan í Gemsum.
Önnur stúlka segir að
strákar eigi að missa
sveindóminn tólf ára; eft-
ir það eigi þeir að sænga eins oft og
hjá eins mörgum og þá lystir og eru
taldir „kúl“. En stelpur sem hegða
sér með samsvarandi hætti eru drusl-
ur. „Það er ósanngjarnt, held ég. Er
það ekki?“ Einn strákurinn segir að
eftir tólf ára aldur breytist stelpur í
mellur eða séu feitar og ljótar og
hangi á bókasöfnum. Stelpa: „Ég vildi
að það væru einhverjir almennilegir
strákar, einhverjir sem þora að gera
eitthvað annað en hanga í sjoppum
alla daga.“ Um foreldrakynslóðina er
sagt: „Fullorðið fólk er óþolandi.“
Faðir eins stráksins, sem er á báðum
áttum kynferðislega, er svo „óþol-
andi“ frjálslyndur að hann vill endi-
lega fá að kaupa handa honum áfengi
og segir: „Við tveir værum góðir ef
við færum á djammið saman.“
Krakkarnir í Gemsum glíma við
svokallaðan fullorðinsþroska, ekki
með uppeldislegri ráðgjöf misvelvilj-
aðra og misskilningsríkra foreldra,
heldur gegnum fyrirmyndir í kvik-
myndum og fjölmiðlum, eins og í
beinum útsendingum hjá Doktor
Love. Og innbyrðis samskiptanet
helgast af hinum ómissandi farsímum
sem myndin heitir eftir og engu skila
öðru en auknu kjaftæði. Niðurstaðan:
„Heimurinn er svo fucked up,“ segir
ein persónan.
Svona tjá Breiðholtskrakkarnir í
Gemsum sig við tökuvélina. Þess á
milli sjáum við atriði úr lífi þeirra að
degi og nóttu; ein selur sig sjóurum
fyrir vín, önnur fer til læknis og er
greind með sveppasýkingu á kynfær-
um, þeirri þriðju er nauðgað í enda-
þarm fyrir framan vini sína í partíi,
þeirri fjórðu er nauðgað „dauðri“,
einnig af „vini“, einn er lagður í einelti
af „vinum“ sínum af því grunur leikur
á að hann sé hommi, flestir hinir eru
upprennandi karlpungar og rasistar,
tvö verða fyrir kynferðisárásum full-
orðins perra úr stétt ökukennara.
Ofbeldi, fyllerí, dóp, kynlíf. Allt
þetta leikur ljósum logum í vægðar-
lausu úthverfaraunsæinu hjá Mikael
Torfasyni. Að ofan er óskemmtileg
upptalning á efnisatriðum, en vel að
merkja: Gemsar bjóða líka upp á
drjúgan skammt af kaldhæðnislegum
húmor og næman skilning á sögufólki
sínu.
Kynslóðir og þversagnir
„Allt sem þú vissir ekki um ung-
linga og vildir ekki vita,“ segir m.a. í
kynningu myndarinnar. Samt skal
það ofaní okkur, eða hvað, Mikael?
„Já, það skal kannski ofan í ’68-
kynslóðina með þessum hætti, rétt
eins og bækurnar mínar. Við hin horf-
um ekki svo neikvætt á þetta. Rétt
eins og bækurnar mínar hafa alltaf
stungið fyrrnefnda kynslóð þá kæmi
mér ekki að óvart ef hún teldi verið að
stinga einhverju ofan í sig með þess-
ari mynd. En fyrst og fremst er ég að
gera skemmtilega og fyndna mynd
sem lýgur ekki. Þess vegna er hún
svona hörð hvað raunsæi varðar. Hún
skefur ekki utan af hlutunum og er
ekkert að fegra þá með boði um frið
og hamingju á jörðinni. Og ég er ekki
að ljúga þegar ég læt krakkana vinna
úr sínum málum í gegnum Dr. Love.
Allir sem hafa heyrt í Dr. Love vita að
það er veruleikinn. Þú hringir til hans
frekar en að spjalla við mömmu þína
um það hvort þú sért hommi, lesbía
eða eigir þér draum um að sofa hjá
tveimur í einu. Það er enginn skáld-
skapur.“
Lítur þú á svokallaða ’68-kynslóð
sem einhvers konar andstæðing
þinna verka; er tilvitnuðum orðum úr
kynningu beint gegn henni?
„Skilji hver sem hann vill. Ég held
að flestir sem ekki tilheyra kynslóð-
inni eða horfa á hana í einhverjum
nostalgíubjarma sjái ’68-kynslóðina
sem leiðindaþversögn. Við erum auð-
vitað að ræða um foreldra mína og
alla vini þeirra. Fólk sem dró mann
niður á höfn til að mótmæla komu
herskipa í kringum 1980 en var svo á
brjáluðu góðærisfylliríi sex árum
seinna og hugsaði ekki um neitt ann-
að en veraldlega hluti. Ég er barn
þeirra og hef nær eingöngu fjallað um
fólk sem á að heita afkvæmi þessa
fólks. Og það breyttist ekki neitt. Í
raun hafa hlutirnir bara versnað.
Ímynd ’68-kynslóðarinnar er oft á tíð-
um ungmenni að veltast um í lopa-
peysu úti í guðsgrænni náttúrunni
vitnandi í Megas, Káinn og Þórberg
Þórðarson á milli þess sem þau boða
frjálsar ástir eða eitthvað álíka fárán-
legt. En æskan sem býr í landinu er
bara í dúnúlpum og vitnar í Edward
Norton á grjótharðri steinsteypunni.
Svo hugmyndafræðilega er ég eins
langt frá ’68-kynslóðinni og hægt er.
Og ég hef því fengið verstu dómana á
mín verk frá því fólki. Vegna þess að
þetta eru í raun smáborgarar dagsins
í dag þótt einhvern tíma hafi þeim
tekist að ljúga því að sjálfum sér að
þau væru frjálslyndari en amma mín
og afi.“
Ertu með Gemsum að segja við
eldri kynslóðir: Svona eru krakkarnir
ykkar. Hvað ætlið þið að gera í því?
Eða: Svona eru krakkarnir ykkar. Og
það er ekkert sem þið getið gert við
því?
Kómedía eða heimsádeila?
„Bæði og. Ég er bara að lýsa veru-
leikanum og kem ekki með neinar
lausnir. Þetta er ekki pólitísk mynd
og hún er laus við alla testaments-
komplexa. Ég er samt frekar á seinni
valmöguleikanum: Svona geta þau
verið og það er ekkert sem þið getið
gert við því. En þessi brjálaða gelgja
sem lýst er í myndinni er auðvitað
tímabundin; ég er að reyna að fanga
þetta augnablik þegar maður sér
heiminn svona. Að það sé enginn
framtíð, engin fortíð, bara núið. Þú
ert ekki barn, þú ert varla unglingur
lengur og ekki ertu fullorðinn. Þetta
er tímabilið þegar þú veist ekkert og
ert ekkert en átt samt að gera alveg
fullt.“
Og ertu að segja við krakkana:
Svona eruð þið. Hvað ætlið þið að
gera í því? Eða: Svona eruð þið. Og
það er ekkert sem þið getið gert við
því?
„Ég hef enga Messíasarkomplexa
og er því alveg sama. Veit svona
nokkurn veginn að þótt unga fólkið í
Gemsum sé svona núna verður allt
annað upp á teningnum þegar það er
komið með vinnu í tískuvöruverslun í
Smáranum eða bifvélaverkstæði í
Dugguvogi. Þá verður þetta þeirra
nostalgía. Þess vegna verð ég að
segja að það sé ekkert hægt að gera
við þessu. Hver kynslóð hefur sína
vitleysu og þetta er okkar vitleysa.“
Þið kallið Gemsa kolsvarta kómed-
íu. En er ekki nöturleikinn of mikill til
að áhorfendum sé í rauninni skemmt?
Er myndin ekki frekar félagsleg
ádeila, þótt þú myndir kannski ekki
vilja nota það hugtak?
„Það er auðvitað mjög erfitt að
skilgreina eigin verk og ég verð eig-
inlega að grípa til örþrifaráða. Jón
Yngvi Jóhannsson skrifaði einhvern
tíma um bók eftir mig að það sem ég
gerði væri einhvers konar ný blanda
af amerísku sóðaraunsæi og skandin-
avískum sósíalrealisma. Mér þótti
sæmilega vænt um þessa lýsingu og
auðvitað má alveg líkja því sem ég
geri við einhvers konar heimsádeilu.
En Gemsar er, rétt eins og allar bæk-
urnar mínar, kolsvört kómedía. Þetta
er svartur heimur en bráðfyndinn. Og
ekki taka mín orð fyrir því að Gemsar
sé fyndin mynd. Ég er auðvitað alger-
lega dómgreindarlaus eftir að hafa
horft á þessa mynd mörg hundruð
sinnum. Eina ástæðan fyrir því að ég
veit að hún er fyndin er að við gerð
svona myndar er við og við valið fólk
af handahófi til að horfa á hana í
klippingu og svo hljóðvinnslu til að
leita að mistökum, sem þeir sem sam-
dauna eru myndinni, sjá ekki. Og það
kom mér þægilega á óvart þegar fólk
hló eins og vitleysingar og skemmti
sér konunglega.“
Fjölmiðlar gefa okkur
sjálfsmyndina
Það fer ekki mikið fyrir tilgangi í
Sönn saga frá A til Ö
Mikael Torfason: Sýni alltaf hræðilega ranga mynd af mér í svona viðtölum …
Mikael Torfason er þekktur
fyrir kaldhæðnar og vægð-
arlausar samtímalýsingar,
ekki síst á lífi ungs fólks,
í skáldsögum sínum. Fyrsta
kvikmynd hans, Gemsar,
sem hann bæði semur og
leikstýrir, hefur sömu
einkenni. Myndin verður
frumsýnd á föstudag og í
samtali við Árna
Þórarinsson segir
höfundurinn að ungu
leikararnir túlki að stórum
hluta eigið líf og lífsviðhorf.
’ Ég hef enga Mess-íasarkomplexa og er
því alveg sama. Veit
svona nokkurn
veginn að þótt unga
fólkið í Gemsum sé
svona núna verður
allt annað upp á
teningnum þegar
það er komið með
vinnu í tískuvöru-
verslun í Smáranum
eða bifvélaverkstæði
í Dugguvogi. ‘
’ Ég segi það semmér finnst og er
ekkert að ritskoða
sjálfan mig og því
kem ég út sem ótrú-
lega hrokafullur og
reiður ungur maður.
Í rauninni er ég
frekar íhaldssamur
tveggja barna faðir
og hef hefðbundn-
ustu gildi samfélags-
ins í hávegum. ‘
16 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ