Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                          !     "          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ HLJÓTA allir, sem lesa dag- blöð eða tímarit hér á landi, að hafa tekið eftir því að íslenskukunnáttu blaðamanna fer hnignandi með hverju árinu sem líður. Þó að ég sé bara treggáfaður 22ja ára ómennt- aður fjölbrautaskólanemi er þetta farið að angra mig svo mikið að ég hef ekki blaðað í gegnum DV í rúm- lega ár. Ég hef þagað þunnu hljóði yfir þessu og beðið með stóískri ró með þá von í hjarta að einhver sem meira mark væri á takandi mundi láta heyra í sér en enn sem komið er virðist enginn sjá ástæðu til að hefja upp raust sína. Ég sé mig því knúinn til að agnúast eilítið yfir þessu; ef ekki til að upplýsa þjóðina þá alla- vega til að reyna að losa aðeins um heiftina sem hefur verið að byggjast upp í brjósti mér síðustu árin og bjarga því litla sem eftir er af geð- heilsu minni. Mig rámar eitthvað í það að mál- verndarátak hafi verið fyrir nokkr- um árum þar sem ekki varð þverfót- að fyrir auglýsingum og sönglögum sem áttu að tyggja ofan í okkur, sauðsvartan almúgann, að íslenska væri fallegt og gott mál og að við ættum að vanda okkur bæði við að tala hana og skrifa. Það fannst mér að mestu leyti sniðugt enda virðist mér málfræðikennsla í grunnskólum hérlendis vera í besta falli grunsam- leg og ég er farinn að gruna ýmsa skóla á landsbyggðinni sterklega um að nota færeyska reyfara við að kenna blessuðum börnunum staf- setningu. Þó held ég að ég ætti frek- ar að kenna fjölmiðlum um því að ef krakkaskinnin slysast til að lesa dag- blað (tek DV aftur sem dæmi) er alls ólíklegt að þar sé farið rétt með stað- reyndir og því sem næst öruggt að málfræði og stafsetning í greinunum sé eins og hún gerist undarlegust í vestfirskum beitningaskúrum. Ég ætla ekki að fara að telja upp dæmi því þau eru líklega jafnmörg og tyggjóklessurnar á gangstéttum Reykjavíkur. Ef þið trúið mér ekki getið þið bara rennt í gegnum nokk- ur blöð og séð þetta sjálf, ég trúi ekki öðru en að allir sjái þetta. Ég heyrði einhvern tímann um stétt manna sem kölluðust prófarka- lesarar. Fyrst datt mér í hug að þeir hefðu farið í verkfall í fyrndinni en enginn hefði vitað af því og þeir hefðu orðið hungurmorða í Karphús- inu. Nýlega var mér hins vegar sagt að þeir þættu ekki móðins lengur, heldur bæru blaðamenn sjálfir ábyrgð á prófarkalestri greina sinna. Mér finnst miður ef svo er því að þó svo að margir blaðamenn séu með grunnskólapróf og sumir jafnvel með stúdentspróf er augljóst að mál- fræði- og stafsetningarkunnáttu nokkurra þeirra er stjarnfræðilega ábótavant. Ef blaðamönnum hér á Fróni er lífsins ómögulegt að skila greinum sínum skammarlaust á ást- kæra ylhýra býð ég mig hér með fram til að gerast prófarkalesari þeirra gegn vægu gjaldi enda gæti ég þegið smávasapening með skól- anum. Ég get því miður trauðla hætt þessu rausi fyrr en ég er búinn að minnast á eitt í viðbót en það eru blöðin og bæklingarnir sem kynna okkur nýja tónlist, sjónvarpsdag- skrána, bíómenninguna og matseðla allra austurlenskra veitingastaða Reykjavíkur. Undirtónar koma skemmtilega á óvart með því að vera með sáralítið af vitleysum og oftast nær skemmtilega skrifaðar greinar. Bæði sjónvarpsdagskrárblöðin vekja hins vegar furðu hjá mér þar sem dagskráin er oft ekki einu sinni rétt og það virðist vera tímasóun að skrifa niður uppfyllingarþvaðrið á milli dagskrárupplýsinga yfir höfuð, hvað þá að vanda sig við það. Svo las ég Extra bíó. Mér varð illt í heilanum við lestur þess snepils og eina ástæð- an fyrir því að ég klóraði ekki úr mér augun af viðbjóði var sú að ég vildi ekki að þessi smán mundi vera það síðasta sem ég sæi. Ég legg til að út- gefendur Extra bíós verði saksóttir fyrir hryðjuverk gegn íslensku rit- máli og glæpsamlega misnotkun á pappír og bleki. Svo finnst mér ráð- legt að láta menntamálaráðuneytið sjá um að áminna forsvarsmenn blaða og tímarita sem prenta slæma íslensku og eitra þannig huga æsk- unnar. Til að stytta fjasið eilítið í annan endann ætla ég að hætta þessu með því að hreyta í forsvars- menn þeirra blaða og tímarita sem við á (þið vitið upp á ykkur skömm- ina): Svei attan! Ætluðum við ekki að vernda tungu? Ætluðum við ekki að vanda mál? Ég get lofað ykkur því að Rasmus Kristján Rask snýr sér á alla kanta og fer hamförum í gröf- inni. GÍSLI BRYNJÓLFSSON, nemi, Ránargötu 33a, Reykjavík. Hvert fóru mál- verndarsinnarnir? Frá Gísla Brynjólfssyni: Morgunblaðið/Þorkell Greinarhöfundur telur að íslenskukunnáttu blaðamanna fari hnignandi með hverju árinu sem líður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.