Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 22

Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 22
22 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 2001 var ár hinna vestrænu stór- mynda. Það er alveg sama hvað gagnrýn- endur fussuðu og sveiuðu yfir Pearl Harbor og Lara Croft: Tomb Raider og fleiri slíkum: Al- menningur kom og sá bandarísku ofur- framleiðsluna, sem stundum var með besta móti á árinu og stundum því versta. Eina myndin á topp 20 hérlendis, sem gerð er utan enskumælandi framleiðslusvæða, er hin íslenska Mávahlátur og má vel við una. Harry Potter og viskusteinninn stóð undir væntingum flestra aðdá- enda sögunnar vinsælu. Einhverjir gagnrýnendur kvörtuðu yfir skorti á sönnum galdri í fagmannlegu hand- bragði Chris Columbus leikstjóra en myndin er, hvað sem því líður, prýði- leg og vönduð afþreying, sem yfir 56 þúsund Íslendinga sáu á árinu, í raun og veru á einum mánuði, því frum- sýningin var 30. nóv- ember. Hin vel kynnta og vinsæla skáldsaga Helen Fielding um dagbók Bridget Jones fékk frísklega meðferð í samnefndri frum- raun leikstjórans Sharon Maguire og naut ekki síst afbragðs frammistöðu banda- rísku leikkonunnar Renée Zellweger í hlutverki hinnar bresku Bridget. Rúmlega 50 þúsund Íslendingar sáu hana basla með sjálfa sig, karlamál og starfsumhverfið. Tölvuteiknimyndin Shrek var bráðskemmtileg og vel gerð ævin- týraskopstæling um tröll og asna sem hyggjast bjarga prinsessunni fögru, húmorinn ekki síður við hæfi fullorðinna en krakka. Hana sáu tæplega 44 þúsund bíógestir hér. Hormónaþrælarnir í American Pie sneru aftur í framhaldsmynd sem var töluvert betri en frummynd- in. American Pie 2 var unglingagrín- mynd af skástu sort og dró tæplega 33 manns í bíó. Önnur framhaldsmynd, Múmían snýr aftur, er í 5. sæti með tæplega 34 þúsund gesti, en rétt er að vekja athygli á því að listinn hér á síðunni er raðaður upp eftir innkomu eða tekjum af sýningum myndanna og því er Múmían á eftir Bökunni þótt fleiri hafi séð hana. Í 6. sæti er sú mikilfenglega Hringadróttinssaga 1. hluti með rúmlega 28 þúsund áhorfendur á að- eins örfáum dögum, því myndin var frumsýnd á annan í jólum. Sú mynd á áreiðanlega eftir langa lífdaga á þessu ári. Í Cats and Dogs börðust hundar hetjulegri baráttu gegn því að kett- irnir næðu yfirhöndinni á jörðinni og til björgunar aumu mannkyninu. Rúmlega 30 þúsund manns fylgdust með því. Hinn fyrirhugaði stórsmellur um árásina á Perluhöfn var ekki meiri skellur en svo að Pearl Harbor sáu rúmlega 27 þúsund manns. Í 9. sæti lendir gamanhasar- framhaldið Rush Hour 2 með hinum fótafima Jackie Chan sem skemmti tæplega 27 þúsund Íslendingum. Og kvikmyndun Ágústs Guð- mundssonar á skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur Mávahlátri nær svo í tíunda sætið. Tæplega 22 þúsund manns fylgdust með viður- eign Uglu Egilsdóttur og Margrétar Vilhjálmsdóttur í aðalhlutverkunum. Um 24 þúsund gestir mættu á gandreið Baz Luhrmann um afþrey- ingarheim 20. aldar þar sem er Rauða myllan eða Moulin Rouge. Tölvuleikjahetjan Lara Croft í líki hinnar kyssilegu Angelina Jolie seiddi rúmlega 26 þúsund manns í bíó og endurgerð Tims Burton á Apaplánetunni um 25 þúsund, en báðar þessar myndir stóðu tæplega undir væntingum. Tveir grínsmellir eru í 14. og 15. sæti; hin bráðsmellna Meet the Parents með Ben Stiller og Robert De Niro í hlutverkum sein- heppins vonbiðils og kröfuharðs til- vonandi tengdaföður, og dellugrín Mels Gibson, What Women Want. Traffic Stevens Soderbergh var sterkt og spennandi eiturlyfjadrama og er í 16. sæti með um 26.500 gesti. Í því 17. nagar Hannibal Lecter þau mannabein sem stóðu út af borðinu í Silence Of the Lambs; framhald Ridleys Scott, Hannibal, náði 25.500 skelfdum matargestum. John Trav- olta halaði inn tæplega 22 þúsund manns á spennutryllinn Swordfish og Tom Hanks á eyðieyju seldi tæp- lega 23 þúsund manns miða á Cast Away. Loks geltu 102 dalmatíu- hundar í kór og heyrðu og sáu tæp- lega 25 þúsund gestir. Ef við lítum á aðsókn annars stað- ar í Evrópu eru vinsælustu myndir í Þýskalandi Harry Potter, þýska myndin Schuhe des Manitu, What Women Want, Hringadróttinssaga og American Pie 2 og í Bretlandi Harry Potter, Bridget Jones’ Diary, Shrek, Hringadróttinssaga, Cats and Dogs, Hannibal, The Mummy Returns, American Pie 2, Jurassic Park 3 og Moulin Rouge. Topp 20 2001 í Bandaríkjunum er á þessa leið í vinsældaröð: Harry Potter, Shrek, Monsters Inc., Rush Hour 2, The Mummy Returns, Pearl Harbor, Jurassic Park 3, Planet Of the Apes, Hringadróttinssaga, Hannibal, American Pie 2, Fast and Furious, Ocean’s Eleven, Lara Croft: Tomb Raider, Dr. Dolittle 2, Spy Kids, Princess Diaries, The Oth- ers, Legally Blonde og America’s Sweethearts. Potter á toppnum 2001 Harry Potter og viskusteinninn var vinsælasta kvikmyndin sem sýnd var á Íslandi í fyrra, rétt eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska kvikmyndin Mávahlátur var sú tíunda vinsælasta hérlendis, eins og fram kemur í samantekt Árna Þórarinssonar.                              !   #$ !# !  " !  %   & & &    " '   ' () !                  !"#$ %&$       '()*+     '()*+ !"#$ %&$ #&( '()*+ #&( '()*+ #&(   !"#$ %&$   !"#$ %&$                                                   ,- . , *(+,-.+,)) ,/+-)/+(0, 0+01)+0-) ,+/.+*0- ,+*1+0(- (+(..+))) )+,,+-) )+(*/+/)- (0+/1.+(,) (0+/.+1)) (0+*0,+1- (1+.)+(,) (1+),-+1(- (.+10+-(- (.+/-*+.(( (/+1/1+0/) (/+/*0+(,- (-+/,-+)1- (*+.0)+0,- (*+.-+1)  Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 5628501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002 BIC Atlantis penni Verð 91 kr/stkk NOVUS MASTER gatar 25 blöð. Verð 382 kr Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum. Ljósritunarglærur. 100 stk í pakka. Verð 1.867kr/pk TRICOM reiknivél með strimli Verð 7.900 kr/stk Fuji disklingar 10 stk í pakka. Verð 399 kr/pk Njálsgötu 86 - sími 552 0978 hefjast þriðjudaginn 29. janúar 20-50% afsláttur af tilboðsvörum 10% afsláttur af allri annarri vöru Tilboðsdagar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.