Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 24
LISTIR
24 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
JÓÐARVITUND Íslendinga er í
ríkum mæli mótuð af þeim menn-
ingarlega og sögulega arfi sem
skráður er í fornbókmenntirnar.
Þegar tignir erlendir gestir
spyrja hvar okkar sögulegu
minnisvarða er að finna, bendum
við stolt í bragði á auðan mel og segjum, „hér
riðu hetjur!“.
Ef til vill er það ekki síst vegna þessa
óáþreifanleika menningararfsins að við leggj-
um okkur fram um að staðfesta og viðhalda
ímynd okkar sem bókaþjóðar. Um leið eru
bókmenntirnar nokkuð sem nálgast ber af var-
færinni virðingu og vitna í á hátíðisdögum.
Svonefndar geirabókmenntir hafa því aldrei
átt upp á pallborðið hér á landi. Afþreying-
argildi þeirra er of augljóst, bókmenntagildið
er of umdeilt. Meðan rithöfundar keppast um
að skrifa sitt næsta skáldverk, bæta enn einu
„bókmenntaverkinu“ við hefðina, hafa íslensk-
ir lesendur helst þurft að
svala þörfinni eftir hrein-
um og klárum frásögnum,
grípandi og skemmti-
legum bókum, með þýð-
ingum eða verkum á er-
lendum tungum.
Þessi ótti íslenskra rithöfunda við að
skemmta lesendum, að kitla hláturtaugarnar,
skapa hrollvekjandi spennu eða ískalda eft-
irvæntingu, án þess að blanda inn í frásögnina
kaldhæðnislegum athugasemdum, veikluleg-
um stílæfingum eða búa til einhvers konar frá-
sagnarlegt rof til að fullvissa lesendur um að
höfundur sé meðvitaður um leikinn og því ekki
um óbreyttan reyfara að ræða, hefur átt sinn
þátt í að gera íslenskt bókmenntaumhverfi
einsleitara en það þyrfti að vera.
V
iðhorfið gagnvart geirabókmenntum
einkennist öðru fremur af fordómum.
Sá sem vill telja sig bókmenntalega
sinnaðan léti sér e.t.v. ekki einu sinni
detta í hug að virða skáldsögu eftir Stephen
King viðlits. Vert er að hafa í huga að sömu
viðhorf voru ráðandi í garð skáldverka Charles
Dickens og Roberts Louis Stevenson á ofan-
verðri nítjándu öld.
Sama er að segja um Edgar Allan Poe og
ýmsa aðra höfunda sem í dag teljast sígildir.
Það með hvaða hætti skáldsaga er skrifuð,
umhverfi og efnisþættir hennar ættu aldrei
einir og sér að nægja til að afskrifa verk sem
lágkúru eða B-bókmenntir. Vinsældir þurfa
heldur ekki alltaf að vera ávísun á lélegt verk.
Það er því ánægjuleg þróun sem hefur gert
vart við sig hér á landi á síðustu misserum.
Uppgangur íslensku glæpasögunnar er ein-
hver stærsta breyting sem átt hefur sér stað í
íslensku bókalífi í langan tíma, ef litið er á flór-
una í almennum og víðum skilningi. Gæði nýj-
ustu glæpasagnanna eru nefnilega misjöfn og
byrjendabragur á þeim sumum, en það breytir
ekki því að um nýjan og ferskan straum í
menningunni er að ræða.
En þótt glæpasagnahöfundar haldi núinnreið sína inn í bókmenntalíflandans fer því fjarri að um alger-lega nýtt fyrirbæri sé að ræða. Í
nýlegu fræðiriti, Glæpurinn sem ekki fannst:
Saga og þróun íslenskra glæpasagna, sem gef-
ið er út af Bókmenntafræðistofnun Háskóla
Íslands, fjallar Katrín Jakobsdóttir um sögu
og þróun íslenskra glæpasagna á fróðlegan
hátt.
Hún rekur upphaf íslenskrar glæpasagna-
gerðar aftur til smásögu frá árinu 1910, „Ís-
lenzkur Sherlock Holmes“ eftir Jóhann Magn-
ús Bjarnason, sem af lýsingum Katrínar að
dæma er ekki ýkja metnaðarfullur upphafs-
punktur íslensku glæpahefðarinnar. Sagan
einkennist af fordómafullum viðhorfum og að
lokum kemur í ljós að enginn glæpur var í raun
framinn. Enda lá ritun slíkra sagna niðri um
áratugaskeið er frá eru talin nokkur verk höf-
unda á borð við Val Vestan og Ólaf við Faxa-
fen. Sá fyrrnefndi virðist nokkuð áhugaverður
í bókmenntasögulegu ljósi þar sem um er að
ræða röð bóka sem eiga sér sameiginlega aðal-
hetju. Krummi, söguhetja bókanna, er alþjóð-
legur jarðfræðingur og lífskúnstner sem lend-
ir í stórræðum víða um heim áður en hann
kemur til Reykjavíkur í þriðju bókinni, Raf-
magnsmorðinu, til að leysa flókið og afar und-
arlegt morðmál.
En þótt sakamálasögur síðustu fimmtán ára
verði augljóslega til innan ákveðinnar hefðar
rís sú hefð ekki ýkja hátt né getur hún talist
mikilvægur áhrifavaldur á samtímahöfunda.
Löng tímabil líða án þess að íslenskir rithöf-
undar reyni sig við þessa tegund bókmennta,
og þau verk sem fram koma og hugsanlega má
flokka innan glæpageirans eru sjaldnast hrein-
ræktaðir krimmar heldur bera sum einkenni
bókaflokksins en eru frábrugðnar að öðru
leyti. Skemmtilegt er hins vegar hvernig Katr-
ín dustar rykið af gleymdum bókum sem reyn-
ast forvitnilegar einmitt vegna sérstöðu sinnar
og þess hversu á skjön þær reynast við þá
ímynd sem við jafnan höfum af íslenskum bók-
menntum.
Katrín reifar kenningar frönsku bók-
menntafræðinganna Boileau og Narcejac í riti
sínu en þær verða að teljast nokkuð frumlegar.
Tvímenningarnir staðsetja glæpasöguna í
mun víðara samhengi en tíðkast hefur. Í stað
þess að leita aftur til Poe til að finna uppruna
hefðarinnar reka þeir rætur hennar allt aftur í
fornöld og telja véfréttina vera hið forna
glæpasöguform. Þeir nefna sem dæmi söguna
um Ödipus en hann þarf að leysa gátu sem er
lögð fyrir hann ellegar láta lífið. Tengingin
liggur í formi nútímalegra glæpasagna sem
eins konar púsluspils sem þarf að leysa á rétt-
an hátt, líkt og gátuna í fyrra tilvikinu.
Þá telja þeir Bolieau og Narcejac rót glæpa-
sagnanna vera að finna í dýpstu innviðum
mannssálarinnar, þ.e. í hinum ómeðvitaða ótta
mannkyns við að tapa mennskunni. „Þannig sé
ofbeldisfullur dauðdagi besta táknið fyrir ferð-
ina frá meðvitund til meðvitundarleysis, frá
hinu mennska til þess ómennska. Þess vegna
sé glæpurinn hryllilegur en um leið heillandi,“
segir í ritgerð Katrínar. Í augum frönsku
fræðimannanna er ráðgátan og rannsóknin
tvær hliðar á sama teningi.
Uppruni þeirra er hinn sami og tengjast þau
því órjúfanlegum böndum.
V
iðhorf þetta nýtur þó ekki almennrar
viðurkenningar. Algengara er að
tengja fæðingu glæpasögunnar í nú-
tímalegri mynd við stórborg-
armyndun og iðnvæðingu þá sem átti sér stað
um miðja nítjándu öld og þá breytingu sem átti
sér stað í kjölfarið á vestrænum lifnaðarhátt-
um.
Má þá sjá veruleikasýn „Eyðilandsins“ eftir
T.S. Eliot þar sem nafnlaust fólkið streymir
um stórborgina sem ákveðna birtingarmynd á
hugmyndalegri formgerð glæpasögunnar, „í
borgum fullum af fólki sem þekkist ekki (er)
aldrei að vita hvað gerist“.
Höfundar á borð við Árna Þórarinsson,
Stellu Blómkvist og Arnald Indriðason hafa
náð að skapa slíka sýn á Reykjavík í bókum
sínum. Þar verður borgin marglaga umgjörð
utan um ólíka „veruleika“. Á yfirborðinu er þá
Reykjavík að finna sem við flest könnumst við,
en undir niðri kraumar annar og myrkari
veruleiki – vettvangur morða, spillingar, sam-
særa og óhugnanlegra kynferðisglæpa. Rann-
sókn lögreglumannsins (eða blaðamannsins
eða lögfræðingsins) leiðir í ljós að sá veruleiki
sem flestir telja sig lifa við hefur aldrei verið
til. Þröngsýni, kjarkleysi eða skortur á þekk-
ingu elur á þeirri saklausu sýn á umhverfið
sem einkennir líf hins almenna borgara.
Kortlagning ungs fræðimanns á ungri bók-
menntagrein er aðeins byrjunarreitur á bók-
menntaþróun sem áhugavert verður að fylgj-
ast með því þar fer í raun fram lestur á
alþjóðlegri hefð inn í íslenskt bókmennta og
þjóðfélagssamhengi. Eftir því sem Ísland
verður heimsborgaralegra og Reykjavík meiri
stórborg hefur ef til vill skapast nægilegt nafn-
leysi og rými fyrir glæpasöguna að nema hér
land.
LANDNÁM GEIRABÓKMENNTA
Arnaldur Indriðason
AF LISTUM
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
Árni Þórarinsson
VERKEFNINU um
stofnun Kjarvalsstofu,
minningarstofa um
listamanninn Jóhannes
S. Kjarval, á Borgar-
firði eystri verður
formlega ýtt úr vör á
morgun, mánudag, kl.
20, með almennum
undirbúnings- og kynn-
ingarfundi í félags-
heimilinu Fjarðarborg.
Undanfarna mánuði
hefur verið unnið að
uppbyggingu Kjarvals-
stofu, sem hefur það
hlutverk að heiðra
minningu listamanns-
ins og stefnt er að opn-
un Kjarvalsstofu í júní á þessu ári.
Jóhannes Sveinsson Kjarval
(1885–1972) var uppalinn frá 5 ára
aldri á Borgarfirði eystri. Hann hélt
alla tíð mikilli tryggð við staðinn og
þar málaði hann mörg af sínum
þekktustu verkum.
Í safninu verður, á lifandi og
myndrænan hátt, fjallað um ævi og
störf Kjarvals og haldin sýning þar
sem áhersla verður lögð á lífshlaup
hans og myndlist.
Áskell Heiðar Ásgeirsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Kjarvalsstofu, en Áskell Heiðar er
landfræðingur að mennt, ættaður
frá Borgarfirði eystri. Hann hefur
meðal annars unnið að kortagerð og
gert fjölda korta um gönguleiðir á
Austurlandi og víðar.
Í lok síðasta árs samþykkti Al-
þingi að veita fjögurra
milljóna króna styrk til
uppbyggingar Kjar-
valsstofu. Stofnun
sjálfseignarstofnunar
um Kjarvalsstofu er á
lokastigi og hafa
nokkrir aðilar þegar
lýst áhuga sínum á að
gerast stofnaðilar. Þar
á meðal eru afkomend-
ur Kjarvals, Borgar-
fjarðarhreppur, Borg-
firðingar heima og að
heiman og fleiri áhuga-
samir aðilar. Auk
þessa verður unnið að
stofnum styrktarsjóðs
um Kjarvalsstofu, þar
sem fyrirtækjum, stofnunum og ein-
staklingum gefst kostur á að styrkja
verkefnið með beinum hætti.
Fólk sem gegnir lykilhlutverki í
verkefninu hittast á stofnfundinum,
skoða aðstæður og hefur formlegt
samstarf. Fulltrúar frá Listasafni
Reykjavíkur-Kjarvalsstöðum koma
til Borgarfjarðar til þess að vinna
drög að væntanlegum samningi
Kjarvalsstofu við Reykjavíkurborg.
Kjarvalsstaðir hafa umsjón með
Kjarvalssafni og áhugi er á því að
settar verði upp sýningar á verkum
Kjarvals í Kjarvalsstofu á Borgar-
firði með reglulegu millibili.
Jón Þórisson, leikmyndahönnuð-
ur mun vinna að uppsetningu sýn-
ingar næsta sumar og hann mun
funda með heimamönnum á mánu-
dag.
Kjarvalsstofu
ýtt úr vör á Borg-
arfirði eystri
Jóhannes Sveinsson
Kjarval
NÆSTU tónleikar á tónlistarhátíð-
inni Myrkir músíkdagar verða í
Salnum annað kvöld kl. 20. Þar
verða fluttir fjórir strengjakvart-
ettar eftir jafnmarga höfunda.
Flytjendur eru Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari, Zbigniew Dubik
fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir
víóluleikari, Hávarður Tryggvason
kontrabassaleikari, Víkingur
Ólafsson píanóleikari og Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari.
Á efnisskránni eru Strengja-
kvartett 1 eftir Eirík Árna Sig-
tryggsson, þá Strengjakvartett
eftir Þórð Magnússon, Strengja-
kvartett nr. 2 eftir Snorra Sigfús
Birgisson og loks I broke off a
Golden branch eftir Judith Weir.
„Strengjakvartett 1 er saminn í
Keflavík sumarið 1999. Stefjaefnið
er fjölþætt og nokkuð skýr skil
milli stefjahugmynda. Í byrjun
verksins er aðaláhersla lögð á að
stefjaefnin fái að njóta sín með
skýrum og afgerandi hætti. Verk-
ið skiptist í þrjá hluta og mynda
jaðarhlutarnir ramma um miðj-
una, sem er ljóðræn og sjálfstæð,“
segir Eiríkur Árni um verk sitt.
„„Guðrúnarkviða in fyrsta“ er
upphaflega skrifuð fyrir strengja-
kvartett og altrödd og var samin
að beiðni Trondheim Kammermus-
ikk Festival 1998 með styrk frá
Nomus. Var verkið samið sumarið
þar á undan. Í janúar 2002 var
verkið umskrifað, röddin tekin í
burt en strengjakvartettinum
haldið óbreyttum að mestu,“ segir
Þórður Magnússon um sitt verk.
Snorri Sigfús Birgisson segir
m.a. um sinn strengjakvartett:
„Strengjakvartett nr. 2 var saminn
árið 1991 og frumfluttur árið
1995. Hann var lítillega endur-
skoðaður á síðastliðnu ári. Verkið
er í þremur þáttum sem leiknir
eru án hlés og tekur u.þ.b. ellefu
mínútur í flutningi. Fyrsti kaflinn
er lengstur, settur saman úr marg-
breytilegu efni, sem þó stefnir í
eina átt. Annar kaflinn er fábreyti-
legur í eðli sínu, en stefnir í marg-
ar áttir samtímis. Síðasti kaflinn
er örstuttur – nokkurs konar eft-
irmáli.“
Judith Weir samdi verk sitt fyrir
William Howard og félaga hans í
The Schubert ensemble of London.
Morgunblaðið/Ásdís
Þau eru gestir Myrkra músíkdaga á mánudag: Hávarður Tryggvason, Helga Þórarinsdóttir, Sigrún Eðvalds-
dóttir, Zbigniew Dubik, Bryndís Halla Gylfadóttir og Víkingur Ólafsson.
Strengjakvartettar í Salnum