Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 21
tíska fanga, baráttuna gegn því að þeim sé haldið á bak við lás og slá víða um heim án dóms og laga – jafnt í Ísrael og Bandaríkjunum sem Kúbu og Írak svo dæmi séu tekin. Ég vænti þess að Hannes sé ódeigur liðsmaður Amnesty Int- ernational og bréfum frá honum rigni yfir harðstjóra heimsins. Ástæðulaust er að rjúka upp til handa og fóta þó að eitthvert fólk lýsi yfir óbeit sinni á Halldóri Lax- ness. Rithöfundar getur beðið verra hlutskipti en að rifist sé um verk hans – til dæmis að ekki sé rifist um þau. Afrek Halldórs á bókmenntasviðinu eru staðreynd, þýðing hans fyrir íslenskt samfélag á tuttugustu öld er staðreynd: allt eins mætti blása til vægðarlauss uppgjörs við Njálu. Halldór tók þátt í baráttunni fyrir bættum lífs- kjörum sem við njótum öll nú á dögum og honum skjátlaðist líka iðulega í pólitík þó að í mörgu hafi hann að vísu reynst býsna skarp- skyggn, svo sem í greiningu sinni á landbúnaðarmálum og baráttu sinni fyrir samfylkingu vinstri manna. Allt er það liðin tíð. En hann veitti íslensku mannlífi inn í íslenskar bókmenntir í ríkara mæli en áður hafði þekkst, alþýðufólk varð annað og meira en einskærir smælingjar í verkum hans – það óx þar og það óx í huga lesandans og það óx í samræðum fólks og það óx þetta skáldaða fólk uns það öðl- aðist líf og þegnrétt í íslensku sam- félagi. Þetta hefur enginn íslenskur höfundur leikið eftir honum. Hann gaf íslenskum bókmenntum keim af mannlífi og íslensku mannlífi keim af bókmenntum. Höfundur er rithöfundur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 21 ÁSTÆÐA er til að leiðrétta tvær algengar missagnir sem enn og aftur skjóta upp kollinum í um- ræðum um stjórnmálaskoðanir og afskipti Halldórs Laxness: 1. Halldór Laxness hlaut aldrei sovésk bókmenntaverðlaun kennd við Stalín eða Lenín. Hinn 27. nóv- ember 1953 veitti hann viðtöku í Vínarborg bókmenntaverðlaun- um samtaka sem kölluðu sig Heimsfriðarráðið. Ræða hans af því tilefni er birt í ritgerðasafninu „Dagur í senn“ (Helgafell, 1955). Eins og lesendur geta fullvissað sig um, er þar hvergi vikið að Sov- étríkjunum eða ráðamönnum þeirra, enda þótt Heimsfriðarráð- ið hafi verið hallt undir sovéska utanríkisstefnu. Sú villa rataði hins vegar inn í bandarískt upp- sláttarrit að hann hefði hlotið Stalín-verðlaunin, og hefur verið furðulífseig síðan. 2. Halldór Laxness hafði engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta í Sovétríkjunum á tímum Stalíns, þar sem engar bækur hans höfðu verið gefnar út þar meðan Stalín lifði, hvað sem stuðningi Halldórs við Sovétríkin leið; Stalín lést 1953. Fyrstu rússnesku þýðing- arnar á bókum Halldórs eru ekki gefnar út fyrr en 1954, samkvæmt ítarlegri skrá Haraldar Sigurðs- sonar og Sigríðar Helgadóttur yf- ir verk Halldórs á erlendum mál- um (Árbók Landsbókasafnsins 1993). Það getur stundum stuðlað að markvissari umræðu að fara rétt með staðreyndir, þótt mörgum kunni að þykja það heldur þung- lamaleg iðja. Halldór Guðmundsson Að gefnu tilefni Höfundur er útgáfustjóri Máls & menningar. Borgarnes Sími 437 1040 Ísafjörður Sími 456 5111 Akureyri Sími 585 4200 Selfoss Sími 482 1666 Vestmannaeyjar Sími 481 1450 Keflavík Sími 585 4250 Grindavík Sími 426 8060 Egilsstaðir Sími 471 2000 Hlí›asmára 15 • 200 Kópavogur Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • plusf@ plusferdir.is • www.plusferdir.is www.plusferdir.is H ö f u m f l u t t a l l a s t a r f s e m i P l ú s f e r › a a › Billund SumarPlús Danmörk 24.900kr. Flug til Billund í sumar. Flogið er frá 27. maí - 2. september í beinu leiguflugi með Flugleiðum alla mánudaga. Ver› fyrir flugsæti á mann. Barnaafsláttur 6.000 kr. fyrir 2ja-11 ára. Ekki innifalið: Flugvallagjöld 5.450 kr. fyrir fullorðinn og 4.675 kr. fyrir börn 2ja-11 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.