Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hann er orðinn dýr, lífsgæðadropinn. Þessi aumingi getur ekki orðið lyft honum í svo mikið sem fluguhæð nema með rándýru Víagra, og svo á að meta þetta til tekna. Flækingsfuglanefnd situr að störfum Metur og dæm- ir athuganir HÉRLENDISstarfar nefndsem heitir flæk- ingsfuglanefnd og er hlutverk hennar að vinna úr upplýsingum um sjald- séða fugla sem áhuga- menn taka saman. Meiri umferð flækingsfugla er um landið heldur en al- menningur gerir sér grein fyrir og nokkur hópur manna er á stöð- ugri vakt. Ritari flæk- ingsfuglanefndar er Yann Kolbeinsson og svaraði hann nokkrum spurning- um Morgunblaðsins. Hvenær var flækings- fuglanefnd stofnuð og hverjir skipa hana? „Flækingsfuglanefnd- in, FFN, sem er ein af elstu slíkum nefndum í Evrópu, var stofnuð árið 1979, og hefur óslitið séð um að meta og dæma athuganir á sjaldgæfum fuglum sem finnast hér á landi og innan íslenskrar landhelgi frá því ári til dagsins í dag. Hana hafa allt- af skipað áhugamenn um flæk- ingsfugla og fuglafræðingar. Í upphafi skipuðu ellefu manns nefndina, svokallaðir dómendur, en þeim hefur fækkað jafnt og þétt niður í sjö sem er svipaður fjöldi og í öðrum evrópskum flækingsfuglanefndum. Í dag eru dómendur flækingsfugla- nefndarinnar Björn Arnarson, Gaukur Hjartarson, Gunnar Þór Hallgrímsson, Gunnlaugur Þrá- insson, Ólafur Einarsson, Yann Kolbeinsson og Örn Óskarsson. Gunnlaugur Pétursson er for- maður og eru ævinlega tveir rit- arar, en auk mín er Gunnlaugur Þráinsson ritari.“ Hvernig starfar nefndin? „Á hverju ári er nýr nefnd- armaður kosinn til sjö ára. Regl- urnar sem tengjast kosningun- um eru nokkuð flóknar. Ég fer því ekki nánar út í það hér, en tek það þó fram, að 40 „virk- ustu“ fuglaskoðarar landsins kjósa nýja nefndarmanninn. Að- alhlutverk FFN er að birta áreiðanlegar upplýsingar um flækingsfugla á Íslandi. Hún yf- irfer á hverju ári athuganir á sjaldséðum fuglum, og samþykk- ir eða hafnar eftir atvikum. Er- lendis eru athuganir aldrei tekn- ar til greina nema þær hafi farið í gegn um slíkar nefndir, en það er mikið spurt um íslenskar at- huganir sem hafa því þurft að ganga í gegnum þetta ferli. Auk þess að birta árlega upplýsingar um mjög sjaldgæfa fugla heldur FFN utan um og birtir upplýs- ingar um ýmsa reglulega vetr- argesti sem teljast vart flæking- ar, t.d. gráhegra, æðarkónga og hvinendur, reglulega umferðar- fugla, t.d. ískjóa og fjallkjóa, svo og sjaldgæfa íslenska varpfugla og nýja landnema t.d. brandönd, skeiðönd og glókoll.“ Eru þetta margar athuganir á hverju ári? „Það er mjög mis- jafnt eftir árum hversu margar athug- anir berast FFN, en að jafnaði eru þetta 600 til 800 athuganir. Af þeim gangast yfirleitt um 200 undir dóm á síðari árum og er um 70– 80% samþykkt af dómendum.“ Er þetta erfið vinna? „Já, þetta getur reynst svolít- ið erfið og mikil vinna á köflum. Langmesta vinnan hvílir á rit- urunum tveimur, sem sjá um að flokka athuganirnar, setja þær saman í skýrslu, undirbúa dóma og dreifa þeim til nefndarmanna, og að lokum ganga frá skýrslu fyrir birtingu í tímaritinu Blika. Síðan eru ljósmyndir valdar í skýrsluna fyrir birtingu.“ Hvað ræður því hvort fugl er samþykktur eða honum hafnað? „Nokkuð margt getur komið til greina varðandi samþykkt eða höfnun athugunar. Eins og áður hefur komið fram fara ekki allar athuganirnar í dóm heldur einungis sjaldgæfustu tegund- irnar. Þeim mun sjaldgæfari sem tegundin er, þeim mun meiri umfjöllun fær hún frá dómendum. Það gildir núorðið sú almenna regla að ef engin lýs- ing fylgir athugun á sjaldgæfri tegund er henni umsvifalaust hafnað. Það er því mikilvægt að athugendur lýsi fuglunum sem þeir sjá eins vel og auðið er, bæði til að auðvelda vinnu dóm- enda og til að auka líkurnar á að athugun verði samþykkt. Einnig er mælt með því að ljósmyndir séu teknar og senda ásamt upp- lýsingunum um viðkomandi teg- und.“ Hvað hafa sést margar teg- undir flækingsfugla á Íslandi? „Á Íslandi hafa fundist í það heila 351 villt fuglategund til dagsins í dag, auk fimm tegunda sem hafa mjög líklega sloppið úr haldi í Evrópu. Af þessari 351 tegund er almennt talið að 73 tegundir verpi hér reglulega. Svo koma hingað allmargar teg- undir sem vetrargestir eða um- ferðarfuglar vor og haust, en verpa ekki hér. Það reynist allt- af erfitt að setja mörk milli „ís- lenskra fugla“ og annarra! Hvað er íslenskur fugl?“ Hefur þeim Íslend- ingum fjölgað sem eru glöggir á flækings- fugla? „Já, það hefur tví- mælalaust orðið fjölgun, þó hæg, á undanförnum tveim áratugum, þó svo um leið detti nokkrir út reglulega eins og gengur og ger- ist. Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja fólk til að senda FFN reglulega upplýsingar um sjald- gæfa fugla sem það sér, þ.e. til Gunnlaugs Péturssonar for- manns, en netfang hans er gpe@vst.is.“ Yann Kolbeinsson  Yann Kolbeinsson er fæddur 4. september 1979 í Cannes í Suður-Frakklandi. Hann stundar nú nám í almennri líffræði við Háskóla Íslands, er á öðru ári. Undanfarin ár hefur hann starf- að við Náttúrurannsóknarstöð- ina við Mývatn. Hann er annar tveggja ritara Flækingsfugla- nefndar. Yann er ókvæntur og barnlaus. …er henni umsvifalaust hafnað ÖGMUNDUR Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segist ekki geta annað en undrast ummæli framkvæmda- stjóra Alþýðusambands Íslands í Morgunblaðinu á föstudag varðandi mismunandi launaþróun á almenn- um markaði og hjá hinu opinbera. „Hann vill taka sér refsivönd í hönd gagnvart starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga, því ég fæ ekki bet- ur séð en hann harmi það að innan þess geira kunni menn að hafa náð árangri í kjarabaráttunni,“ sagði Ögmundur. Hann sagðist hins vegar vara við þeim samanburði á launaþróun sem hér væri tilefni til umræðu, því það væru gömul sann- indi og ný að samanburður á launaþróun hjá ríki og sveitarfélög- um annars vegar og á almennum markaði hins vegar gæti verið mis- vísandi. Launaskrið á almennum markaði iðulega misreiknað Iðulega væri launaskrið á al- mennum markaði vanreiknað og í öðru lagi væri fráleitt að alhæfa um launaþróun samkvæmt útlínum heildarsamtaka, því innbyrðis gæti þar verið um mismunandi launaþró- un að ræða. „Ég held að staðreyndin sé sú að innan Alþýðusambandsins annars vegar og heildarsamtaka starfsfólks í opinberra geiranum hins vegar hafi síður en svo verið um nokkra einsleita þróun að ræða. Hins vegar er það staðreynd að ýmis félög sem semja við ríki og sveitarfélög sem hafa innanborðs láglauna- og milli- tekjuhópa hafa náð umtalsverðum árangri og mér finnst það vera mik- ið fagnaðarefni og síður en svo að það eigi að hneykslast yfir því,“ sagði Ögmundur. Varar við að fræjum úlfúðar sé sáð meðal launafólks Hann bætti því við að hann varaði við því að starfsmenn stéttarfélag- anna væru að sá fræjum úlfúðar innan hreyfingar launafólks. Hann benti jafnframt á að í síð- ustu kjarasamningum hefði ekki verið mótuð nein heildstæð lína í opinbera geiranum og að mjög tak- mörkuðu leyti á almennum vinnu- markaði. Um þetta bæri raun- veruleikinn líka vitni. Launaþróun hefði verið með mismunandi hætti hjá hinum ýmsu stéttarfélögum. „Til þess að menn geti tekið sér siðferðilegan refsivönd í hönd eins og framkvæmdastjóri ASÍ gerir þurfa menn að hafa komið sér sam- an um slíka stefnu og þá kann að vera ástæða til þess að hafa uppi yf- irlýsingar af þessu tagi.“ Vill taka sér refsivönd í hönd gagnvart BSRB Formaður BSRB um ummæli framkvæmdastjóra ASÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.