Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðinu í dag fylgir
auglýsingablað frá Íþrótta- og
ólympíusambandi Íslands,
„Íþróttablaðið ÍSÍ 90 ára“.
Blaðinu verður dreift um
land allt.
OPIÐ þing um vistvæna byggð á
Kjalarnesi var haldið í félags-
miðstöðinni Fólkvangi á Kjalar-
nesi í gær. Öllum þeim sem hafa
áhuga á að taka þátt í mótun hug-
mynda um vistvæna byggð stóð til
boða að taka þátt í vinnuhópum
um hvernig hægt er að útfæra
hugmyndir um vistvæna byggð.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri setti þingið en að því
loknu hófst starf vinnuhópanna.
Boðið var upp á kaffiveitingar og
barnapössun og hádegisverður
var seldur á kostnaðarverði. Nið-
urstöður þingsins verða kynntar í
Fólkvangi þriðjudaginn 29. jan-
úar kl. 20.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þingað
um byggð
undir
EsjunniVIÐBÚNAÐUR var á Keflavíkur-flugvelli þegar Boeing 767-farþega-
þota frá SAS-flugfélaginu lenti þar
snemma á laugardagsmorgun vegna
vélarbilunar. Um borð voru um 150
farþegar og héldu þeir flestir för sinni
áfram með áætlunarvélum Flugleiða
austur um haf.
Tafir urðu á brottför vélanna, eink-
um vegna veikinda flugumferðar-
stjóra en yfirvinnubann er í gildi hjá
flugumferðarstjórum.
SAS-vélin var á leið frá Wash-
ington til Kaupmannahafnar og var
stödd um 400 kílómetra suður af
Keflavík þegar bilun varð í vinstri
hreyfli vélarinnar. Fyrsta tilkynning
frá vélinni barst klukkan 3.55 og ósk-
aði flugstjórinn þá eftir að fá að lenda
á Keflavíkurflugvelli. Um tuttugu
mínútum síðar slökkti flugstjórinn á
vinstri hreyflinum og lýsti yfir neyð-
arástandi. Í tilkynningu frá Almanna-
vörnum segir að viðbúnaðarstöðu hafi
verið lýst yfir og allir viðbragðsaðilar
boðaðir samkvæmt því.
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir
ekki alveg ljóst hvers vegna flugstjór-
inn hafi ákveðið að lýsa yfir neyðar-
ástandi því samkvæmt reglum Al-
þjóðaflugmálastjórnarinnar þarf ekki
að lýsa yfir neyðarástandi þótt annar
hreyfillinn bili ef svo stutt er í næsta
flugvöll sem raun bar vitni.
Flugvélin lenti á Keflavíkurflug-
velli klukkan 4.52 og var þá neyðar-
ástandi aflétt enda gekk lendingin
eins og í sögu.
Ómar Ingvarsson, staðgengill flug-
vallarstjóra á Keflavíkurflugvelli,
hafði ekki fengið upplýsingar um
hvað olli biluninni í hreyflinum.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir að farþegar
SAS-vélarinnar hafi óskað eftir því að
komast með fjórum flugvélum Flug-
leiða sem voru á leið í áætlunarflugi til
Kaupmannahafnar, Óslóar og Stokk-
hólms, Amsterdam og London. Flest-
ir hafi komist um borð en fjórir þó
orðið frá að hverfa.
Nokkrar tafir urðu á brottför vél-
anna, frá nokkrum mínútum upp í 1½
klukkustund og varð að sama skapi
seinkun á komu vélanna til landsins
síðdegis. Guðjón segir orsökina fyrir
töfunum einkum vera manneklu við
flugumferðarstjórn vegna yfirvinnu-
banns flugumferðarstjóra.
Flugstjórinn lýsti
yfir neyðarástandi
NEYTENDASAMTÖKIN fram-
kvæmdu skyndikönnun á hitastigi
matvara í fjórum verslunum í
Reykjavík dagana 15. og 16. janúar
sl. Í ljós kom að hitastig í þremur
verslunum var ofan leyfilegra
marka samkvæmt reglugerðum,
þ.e. meira en 4°C. Þetta var í versl-
unum 10–11 í Glæsibæ og 11–11 í
Hraunbæ, þar sem mældur var ríf-
lega 5 stiga hiti á celsíus á sviða-
sultu, og í Nóatúni í Austurveri
mældist hitastig á skinkubita
6,5°C.
Í einni verslun, Nýkaupi í
Kringlunni, var hitastig innan
hæfilegra marka en hiti á skinku-
áleggi var þar mældur 3,4°C.
Á vefsíðu Neytendasamtakanna
segir að til að geymsluþol á við-
kvæmri kælivöru standist verði
kælar að viðhalda hitastigi á bilinu
0° til 4°C. Til að ákvarða geymslu-
þol matvöru séu gerlamælingar
síðan framkvæmdar til að staðfesta
síðasta neysludag á vörunum eða
„best fyrir“. Búast megi við því að
kælivaran skemmist fljótt ef hún
sé geymd við meiri hita en 4°C í
einhvern tíma.
Fram kemur hjá Neytendasam-
tökunum að Nóatúnsverslunin í
Austurveri sé gömul og sú eina
sem eftir eigi að endurnýja. Það
verði gert fljótlega, samkvæmt
upplýsingum frá verslunarstjóra.
Vonast samtökin því til að um
tímabundinn vanda sé að ræða.
Sjúkdómahætta fyrir
ofan sjö gráða hita
Rögnvaldur Ingólfsson, sem er
yfir matvælasviði Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur, sagðist ekki vilja
tjá sig um könnun Neytendasam-
takanna þar sem hann hefði ekki
kynnt sér hana eða forsendur og
aðferðir sem lágu þar að baki. Al-
mennt séð sagði hann að hér á
landi væru gerðar miklar kröfur
um hitastig kælivara í verslunum,
miðað við önnur lönd. Þannig
leyfðu Svíar hitastig allt upp að
8°C. Rögnvaldur sagði að ekki væri
hætta á að sjúkdómsvaldandi ör-
verur fjölguðu sér í matvöru fyrr
en hitastigið færi upp fyrir 7 gráð-
ur. Hann sagði að kæling matvara
hefði á seinni árum farið batnandi í
verslunum og sömu sögu væri að
segja um mælingartækni heilbrigð-
iseftirlitsins.
Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðar-
maður vinnur hjá Matvælarann-
sóknum í Keldnaholti, sem RALA
og Iðntæknistofnun standa að.
Hann sagði við Morgunblaðið að
það gæti fljótt haft áhrif á gæði
kælivöru ef hún væri geymd um
nokkurn tíma í meiri hita en 4°C.
Æskilegast væri að hitastigið væri
sem næst núll gráðum, einkum á
ópökkuðum vörum. Óli Þór sagði
það ekki vera eins alvarlegt þegar
soðin pakkavara, líkt og í þeim til-
vikum sem Neytendasamtökin virt-
ust hafa kannað, væri geymd við
hærra hitastig en fjórar gráður.
Skyndikönnun Neytendasamtakanna á hitastigi
skinku og sviðasultu í fjórum verslunum í Reykjavík
Of hátt hitastig í
þremur verslunum
VERIÐ er að taka upp nám í forn-
leifafræði við heimspekideild Há-
skóla Íslands og mun það að sögn
Vilhjálms Árnasonar, deildarforseta
heimspekideildar, hefjast haustið
2002. Boðið verður upp á BA-nám í
fornleifafræði, þar sem sextíu ein-
ingar yrðu teknar í námskeiðum
tengdum fornleifafræði, en þrjátíu
einingar yrðu teknar í öðrum fögum.
Einnig verður boðið upp á MA-nám í
fornleifafræði. Fornleifafræðin verð-
ur „vistuð innan sagnfræðiskorar“
að sögn Vilhjálms og var staða kenn-
ara við námið auglýst um áramótin.
Umsóknarfrestur rennur út 1. febr-
úar nk.
Már Jónsson, formaður sagn-
fræðiskorar, segir að hugmyndin um
fornleifafræðinám við HÍ sé ekki ný
af nálinni en fyrir u.þ.b. tveimur ár-
um skipaði rektor vinnuhóp sem hef-
ur það að markmiði að vinna hug-
myndinni brautargengi. Már segir
að samkvæmt tillögum hópsins verði
námið sett saman í samvinnu heim-
spekideildar, félagsvísindadeildar og
raunvísindadeildar en nemendur í
fornleifafræði muni sækja námskeið
í „hreinni“ fornleifafræði auk nám-
skeiða í sagnfræði, þjóðfræði, líf-
fræði og mannfræði svo dæmi séu
nefnd.
Háskóli Íslands
Nám í forn-
leifafræði
hefst næsta
haust
KOLBEINN Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Myllunnar, mótmælir
niðurstöðu könnunar Neytendasam-
takanna á uppgefinni þyngd bökun-
arvöru í verslunum og segir vinnu-
brögðin óvísindaleg. Hann segir að
5% skekkjumörk séu eðlileg sam-
kvæmt reglugerð og í því ljósi sé það
rangt að umtalsverð undirvigt hafi
verið á fjölda vörutegunda frá Myll-
unni.
Fram kemur í könnuninni að hlut-
fallsleg frávik á uppgefinni þyngd og
raunþyngd rúgbrauðskubba og rab-
arbaratertu hafi verið -7,2% og
-7,8%. „Við verðum að gefa upp vigt
en það getur verið erfitt að hitta ná-
kvæmlega á rétta vigt og hún rokkar
til eða frá. Það er spurning hvort rétt
sé að gefa upp vigt,“ segir hann og
bendir á að erlendis séu kökur seldar
eftir vigt, sem geti haft sína kosti.
Mótmælir
könnun
Neytenda-
samtakanna
GUÐJÓN Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir að vegna
aukinna verkefna í leiguflugi verði
nokkrir þeirra 45 flugmanna sem
sagt var upp í haust endurráðnir.
Franz Ploder, formaður Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna, segir í
samtali við Morgunblaðið að um sé
að ræða fimmtán flugmenn en Guð-
jón vildi ekki staðfesta þá tölu. Að-
spurður hvort fleiri starfsmenn
Flugleiða sem fengu uppsagnir í
haust yrðu endurráðnir vegna auk-
inna verkefna vildi Guðjón ekki full-
yrða um það að svo stöddu.
Að sögn Franz er á fjórða tug flug-
manna, sem voru með atvinnu síð-
asta sumar, atvinnulaus um þessar
mundir.
Flugleiðir
Nokkrir
flugmenn
endurráðnir
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
BJARNI Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Ríkissjónvarpsins,
segir ekki útilokað að samstarfsflöt-
ur finnist á samvinnu RÚV og Stöðv-
ar 2 og Sýnar varðandi beinar út-
sendingar frá HM í fótbolta en Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
sagðist í utandagskrárumræðum á
Alþingi vilja að sjónvarpsstöðvarnar
tækju höndum saman um að ná
samningum við seljendur efnisins.
„Við höfum átt viðræður við for-
ráðamenn Stöðvar 2 og Sýnar, en að
svo komnu máli hefur ekki enn fund-
ist samstarfsflötur,“ segir Bjarni.
Hann segir stöðvarnar áður hafa
staðið saman að útsendingum frá
íþróttaviðburðum. „Við höfum t.d.
skipt útsendingum frá leikjum í ís-
lensku knattspyrnunni á milli okkar
og Sýnar, svo þetta er ekkert nýtt
fyrirkomulag. Eins og stendur eru
litlar líkur á því að við sýnum frá
HM, en það er enn verið að skoða
alla fleti málsins.“
Árni Þór Vigfússon, sjónvarps-
stjóri SkjásEins, segir stöðina ekki
koma til með að skoða þann mögu-
leika að semja um útsendingarrétt
frá HM. „SkjárEinn hefur einbeitt
sér að sýningum almenns afþreying-
arefnis. Við hyggjumst ekki fara inn
á íþróttasviðið enda hafa bæði RÚV
og Sýn sinnt því mjög vel. Ég er mik-
ill fótboltaáhugamaður sjálfur og
mun horfa á HM hvort sem það verð-
ur á erlendum sjónvarpsstöðvum eða
innlendum,“ sagði Árni Þór.
Ekki náðist í Hreggvið Jónsson,
forstjóra Norðurljósa, vegna máls-
ins.
Samvinna
um sýningar
frá HM ekki
útilokuð