Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Axelssonhæstaréttarlög- maður fæddist í Reykjavík. 22. sept- ember 1946. Hann lést 14. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Axel Guð- mundsson, fulltrúi á Skattstofu Reykja- víkur, f. 14. apríl 1905, d. 6. ágúst 1971, og kona hans Ruth Guðmundsson, húsfreyja í Reykja- vík, f. 2. október 1914. Bróðir Ólafs er Guðmundur Jens, kvæntur Arn- dísi Axelsson. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Systir Ólafs er Dóra, gift Guðmundi Ragnari Jónssyni. Þau eiga þrjú börn. Ólafur kvæntist Þórunni Stef- ánsdóttur 3. febrúar 1973. Dætur þeirra eru: 1) Katrín, f. 17.3. 1970. Hún á tvö börn, Heklu og Flóka. 2) Hanna Ruth, f. 13.1. 1979. Þórunn og Ólafur slitu samvistir. Áður átti Ólafur Guðnýju Elínu, f. 19.4. 1969. Hún er í sambúð með Bjarna Jónssyni og eiga þau tvö börn, Ír- isi Ósk og Jónas Frey. Ólafur lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1965 og stúdentsprófi frá sama skóla 1967. Hann lauk lögfræðiprófi frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 1973. Hann varð héraðsdómslög- maður 25.9. 1975 og hæstaréttar- lögmaður 8.12. 1982. Ólafur réðst sem fulltrúi á lög- mannsstofu Vilhjálms Árnasonar, hrl., og Tómasar Árnasonar, hrl., í Lækjargötu 12 í Reykjavík í júlí 1973. Hann varð meðeigandi stof- unnar á árinu 1978 ásamt Vil- hjálmi. Síðar urðu meðeigendur stofunnar um lengri eða skemmri tíma Eiríkur Tómasson prófessor, Árni Vil- hjálmsson hrl., Hreinn Loftsson hrl., Þórður S. Gunnars- son hrl., Brynjólfur Kjartansson hrl., og Jóhannes R. Jó- hannsson hdl. Stofan var til húsa að Lág- múla 5 í Reykjavík frá 1980 til 1983 og Höfðabakka 9 í Reykjavík frá 1983 til ársloka 1999 und- ir heitinu Lögmenn Höfðabakka. Frá ársbyrjun 2000 rak Ólafur eigin lögmannsstofu í Húsi versl- unarinnar í samstarfi við Ólaf Gústafsson hrl. Ólafur var formaður úrskurð- arnefndar fjarskipta- og póstmála frá 20.5. 1999. Hann var í ritnefnd Úlfljóts, blaðs laganema, 1971– 1972, í stjórn knattspyrnudeildar Knattspyrnufélagsins Vals 1977– 1979, í varastjórn Lögmanna- félags Íslands (LMFÍ) 1977–1980 og gjaldkeri í aðalstjórn félagsins 1980–1982. Hann sat í laganefnd LMFÍ 1983–1990, þar af formaður 1989–1990, í bókasafnsnefnd fé- lagsins frá 1990 og í golfnefnd þess frá 1994. Hann sat í stjórn Björns Ólafssonar hf. 1983–1989 og í stjórnum Þórðar Sveinssonar hf. og Vífilfells hf. 1984–1989. Ólafur var í forsvari íslenskra laganema í árlegri málflutnings- keppni norrænna laganema 1990– 1995. Útför Ólafs fer fram frá Hall- grímskirkju á morgun, mánudag- inn 28. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég varðveiti minninguna um elsku þína eins og lítinn stein í lófa mínum. Í laumi sting ég hendinni í vasann og finn ávala mýkt steinsins. Fingurnir snerta steininn, hann liggur í lófa mér. Minningin um elsku þína gerir mig sterkari og harðari af mér, ég ætla ekki að detta, ekki að sýkjast. Í steininum er þyngdarpunktur minn, hann heldur mér í jafnvægi. Hlýjan og gleðin í augum þínum eru fágaður steinn í lófa mínum. Ég mun aldrei láta neinn taka steininn minn frá mér. (Caroline Krook, þýð. Jón Bjarman.) Guð blessi minningu pabba míns. Hanna Ruth. Heimurinn er orðinn svo háþróað- ur að við sem fæddumst á öldinni sem leið eigum fullt í fangi með að fylgjast með öllum nýjungunum. Auðvitað er ýmislegt gott um nýjungar að segja en því miður höfum við mannfólkið þróast samtímis þeim með því að missa sjónar á því sem dýrmætast er; nálægðinni hvert við annað og vænt- umþykjunni. Hátækniheiminn skort- ir fólk sem gefur sér góðan tíma til þess að vera vinur vina sinna og muna eftir því að börn og vinátta eru dýrmætari en nýjasta tölvan og dýr- asti jeppinn á markaðnum. Óli missti aldrei sjónar á þessum einfalda sann- leika. Hann gaf sér tíma til þess að njóta og vera til. Nokkrum dögum áður en hann dó sagði hann eldri dóttur okkar að hann hlakkaði til þess þegar hann færi í háttinn að vakna á nýjum degi og að á hverjum nýjum degi hlakkaði hann til þess að fara í vinnuna. Hann hafði einfald- lega gaman af því að lifa og ekki síst af því að umgangast fólk. Óli sagði okkur mæðgunum oft frá því að sem ungur maður hefði hann verið ákveðinn í því að verða læknir. Honum hefði hins vegar orðið það á að hitta eldri kunningja sinn í strætó og sá hefði fullyrt að stúdent úr Verslunarskólanum ætti enga mögu- leika á því að komast í gegnum læknadeildina. Óli tók þessi orð góð og gild og ákvað því að fara í háskól- ann og lesa lög. Þegar hann hafði starfað sem lögmaður í nokkur ár sagði hann okkur að ef hann gæti orðið ungur í annað sinn myndi hann venda kvæði sínu í kross og læra arkitektúr. Það kom okkur ekki á óvart því Óli var mikill fagurkeri og vildi hafa fallegt í kringum sig. Við mæðgurnar sögðum nú gjarnan að hann hefði átt að verða prestur. Það var þegar enginn annar á heimilinu hafði getað notað símann kvöldum saman því þegar venjulegum vinnu- degi lauk voru þeir margir sem áttu um sárt að binda og tóku það til bragðs að hringja í Óla og ræða við hann um vandamál sín. Það fólk kom aldrei að tómum kofunum. Læknir, lögmaður, arkitekt eða prestur. Það er sama hvað Óli hefði tekið sér fyrir hendur, hann hefði leyst það allt af hendi með sóma. En ekkert starf eða hlutverk leysti hann betur af hendi en að vera faðir og afi. Á þessum löngu dögum meðan við höfum beðið eftir að fá jarðneskar leifar Óla fluttar til landsins hef ég reynt af veikum mætti að hugga dæt- ur mínar og dótturdóttur með því að segja þeim hvað þær eru lánsamar að hafa átt slíkan pabba og afa. Þeir gerast ekki margir slíkir. Sjálf var ég svo lánsöm að vera gift Óla í rúm tuttugu ár og þótt leiðir okkar hafi skilið slitnaði þráðurinn aldrei á milli okkar og með okkur hélst dýrmæt vinátta til hinsta dags. Maður eins og Óli ætti einfaldlega ekki að fá að deyja. Maður sem kunni ekki að hallmæla öðrum og kaus að sjá aðeins það besta í fólki. Heim- urinn verður svo miklu kaldari og fá- tækari á eftir. Ég er greinilega ekki ein um þá skoðun því það er sama hvar okkur mæðgurnar hefur borið niður síðustu dagana, það er eins og allir hafi þekkt Óla og allir hafa margt fallegt um hann að segja. Í því felst mikil huggun og fyrir það er þakkað. Nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka Óla ástina, vináttuna og góðsemina. Guð geymi þig, Óli minn. Þórunn Stefánsdóttir. Fyrir tæpum 25 árum kynntist ég stúlku sem síðar átti eftir að verða eiginkona mín. Þetta var Dóra, systir Ólafs og tíu árum yngri en hann. Eft- irminnilegt er fyrsta skiptið sem ég hitti Ólaf en þá hafði ég haft spurnir af því að sá sem ætti eftir að ná í Dóru yrði vandlega skoðaður og met- inn af Ólafi. Í sjálfu sér man ég ekki nákvæmlega hvað fór okkur á milli en skemmst er frá því að segja að mér leið afskaplega vel á þessum fyrsta fundi okkar og einhvern veg- inn slapp ég í gegnum eftirlitið. Sagt er að nærvera fólks sé mismunandi og Óli mágur var einn af þeim sem hafa ákaflega góða nærveru. Já- kvæður, uppörvandi og forvitinn um hvernig gengi í hinu daglega lífi, vinnunni, uppeldi barnanna og áfram mætti telja. Þótt mjög góður vinskapur væri á milli okkar Ólafs gátu liðið mánuðir á milli þess sem við hittumst eða heyrðum hvor í öðrum. Það var því ávallt um margt að ræða milli himins og jarðar. Ég er verkfræðingur en Ólafur var lögfræðingur og þótti okk- ur oft gaman að ræða hvor um ann- ars svið og meðal annars menn sem störfuðu á báðum sviðum. Mér þykir eftirtektarvert að aldrei heyrði ég Ólaf hallmæla eða tala illa um nokkra manneskju þótt greinilegt væri að hann væri ekki alltaf sammála ýmsu sem viðkomandi hafði gert. Ólafur reyndist börnum okkar Dóru alla tíð afskaplega vel og hafði það meðal annars fyrir sið að kaupa knattspyrnuskó handa þeim á hverju ári. Ég er ekki viss um að önnum kafnir lögfræðingar væru reiðubúnir að stökkva fyrirvaralaust úr vinn- unni til að kaupa skó þegar tíu ára frændi hringir og tilkynnir að nú vanti skó fyrir fótboltaæfingu seinna um daginn. En það gerði Óli. Ég þóttist gera mér nokkuð góða grein fyrir því að Ólafur hefði verið vel liðinn af öllum sem honum kynnt- ust. Eftir þeim viðbrögðum sem að- standendur hafa fundið fyrir eftir andlátið er mér þó ljóst að það var aðeins toppurinn á ísjakanum sem ég sá. Í gegnum árin hefur hann hjálpað og aðstoðað ótrúlega marga sem hafa átt í erfiðleikum af ýmsum toga, hvort sem það var vegna fjárhags- örðugleika, skilnaðar eða annarra mála. Er ég þá ekki einungis að tala um lagalegu hliðina heldur flestar ef ekki allar hliðar málsins. Þegar veitt er slík aðstoð er stöðugt verið að gefa af sér og þótt þakklæti komi á móti finnst mér ótrúlegt að Ólafur skyldi ekki stundum vera beygður af þessu öllu saman. Það var hins vegar alls ekki hægt að merkja það í fari hans og ég man aldrei eftir að hafa hitt Ólaf öðru vísi en hressan í bragði og aldrei kvartandi yfir einu eða neinu. Stóra áhugamál Ólafs var að leika golf og um langt skeið fór hann ár- lega til útlanda með góðum vinum sínum til að stunda íþróttina. Um síð- ustu jól varð honum tíðrætt um þriggja vikna golfferð til Taílands sem átti að hefjast 13. janúar síðast- liðinn. Aldrei þessu vant ákvað hann að prófa að fara í ferð þar sem vina- hópurinn var ekki með. Þetta reynd- ist vera síðasta ferð Ólafs því að um kvöldið hinn 14., nýkominn til Taí- lands, verður Ólafur bráðkvaddur. Það er vart hægt að lýsa þeim tilfinn- ingum og viðbrögðum sem verða þegar tilkynnt er svona óvænt andlát ástvinar. Mörgum dögum seinna er viss afneitun enn fyrir hendi og mað- ur skilur ekki og vill ekki skilja að þetta hafi gerst. Með Ólafi Axelssyni er horfinn af sjónarsviðinu einhver besti maður sem ég hef kynnst um ævina. Guðmundur R. Jónsson. Gamall vinur minn hringdi í mig frá Taílandi 14. jan. sl. og hafði þá sorgarfrétt að færa að Ólafur Axels- son lögmaður væri látinn. Þeir voru þar staddir ásamt mörgum öðrum Ís- lendingum til þess að leika golf í veð- urblíðunni. Þessi tíðindi hryggðu mig mjög og varð mér fyrst hugsað til fjölskyldu hans, barna, barnabarna og aldraðr- ar móður. Þeirra sorg verður ekki lýst með orðum. Öll biðjum við um líkn þeim til handa og megi minning- in um öðlinginn Ólaf Axelsson verða þeim styrkur í erfiðri raun. Nokkrum mánuðum eftir að ég lauk lögfræðiprófi var í heiminn bor- inn Ólafur Axelsson. Faðir Ólafs var þingeyskur en móðir hans dönsk að ætt. Þrátt fyrir svo mikinn aldurs- mun áttum við næstum þriggja ára- tuga samstarf, sem var með slíkum ágætum að aldrei bar skugga á. Hann gerðist starfsmaður skrifstofu minnar þegar að loknu lögfræðiprófi og meðeigandi nokkrum árum síðar. Hann var raunar um langa tíð kjöl- festa þessa fyrirtækis okkar vegna starfa, sem ég annaðist jafnframt hefðbundnum lögmannsstörfum. Ólafur Axelsson var gjörvulegur maður í sjón, kurteis og ljúfur í allri framkomu. Hann geislaði raunar af hreysti og atgervi enda iðkaði hann íþróttir og útiveru s.s. sund, göngur og golf. Hann var skemmtilegur ferðafélagi, glaðlyndur og fróðleiks- fús og man ég margar góðar stundir með Ólafi bæði hér heima og einnig á Skotlandi, þar sem við lékum golf og skoðuðum landið, lífshætti og sögu- staði. Ólafur var mjög fær lögmaður, traustur, heiðarlegur og velviljaður. Málatilbúnaður hans var vandaður í stóru og smáu, enda naut hann trausts og virðingar. Lögfræðileg álitaefni af ýmsum toga verða lög- menn að vega og meta, þar á meðal að leysa deilur milli aðila og ljúka málum einnig í samvinnu við dóm- stóla. Mannlegi þátturinn í þessum efnum er jafnan mikill og koma menn oft sárir frá þeim leik. Það er aðals- merki lögmannsins að reyna að leysa vandann af víðsýni og sanngirni eftir bestu getu. Þetta samrýmdist eðli og skaplyndi Ólafs Axelssonar og mætti tengja þeirri hugsjón lögfræðinnar að vera „list hins góða og sann- gjarna“. Það er sárt að kveðja þennan mann er féll frá í fullu fjöri í lífi og starfi. Fjölskylda mín öll saknar Ólafs Axelssonar og þakkar einlæga vináttu hans og ánægjuleg kynni um langan tíma. Við sendum öllu hans fólki innileg- ar samúðarkveðjur. Vilhjálmur Árnason. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Mánudaginn 14. janúar s.l. bárust mér þau skelfilegu tíðindi að minn kæri vinur, Ólafur Axelsson hæsta- réttarlögmaður, væri allur langt um aldur fram. Hann hafði þá andast skömmu áður í upphafi golfferðar til Thailands. Fréttin um andlát Ólafs kom öllum er hann þekktu í opna skjöldu. Ekki var annað vitað en að hann væri við hina bestu heilsu og þess vegna er áfallið fyrir hans nán- ustu og hans mörgu vini í raun enn þyngra en ella. Ólafi kynntist ég fyrst er við hóf- um nám saman í Verslunarskóla Ís- lands 15 ára gamlir. Fyrst vorum við kunningjar, síðan vinir og síðustu 30 árin eða svo nánir trúnaðarvinir. Tæpast leið sá dagur hin síðari ár að ekki værum við í sambandi með ein- um eða öðrum hætti. Oftar en ekki var ég þiggjandinn í okkar samskipt- um en til Ólafs leitaði ég jafnan fyrst af öllum ef ég þurfti á aðstoð eða ráð- leggingum að halda. Ráða- og raunbetri manni hef ég ekki kynnst. Það var eins og Ólafur gæti alltaf sett sig inn í aðstæður og spor annarra og átti þess vegna auð- velt með að gefa ríkulega af sjálfum sér. Ekki fór ég varhluta af hans góð- um gjöfum, sem fram komu í marg- víslegum myndum. Aldrei allan okk- ar vinskap varð okkur Ólafi sundur- orða. Vissulega vorum við ekki alltaf sammála en oftar en ekki höfðum við svipaða lífssýn og skoðanir á hlutun- um. Um ævina hef ég eins og gengur eignast vini og kunningja en aðeins tvo nána vini og nú hefur annar þeirra verið fyrirvaralaust burtkall- aður. Tómarúmið í hjarta mínu er mikið en góðar minningar um ein- stakan mannkostamann og allar okk- ar góðu stundir ylja á þessum erfiðu tímum. Iðulega er í minningargrein- um hlaðið lofi á hinn látna og það sjálfsagt oftast verðskuldað. Vafa- laust var Ólafur ekki gallalaus maður frekar en aðrar manneskjur. Það verður bara að segjast eins og er að ekki var auðvelt að sjá einhverja sér- staka bresti eða galla í skaphöfn vin- ar míns. Maðurinn var einfaldlega slíkum kostum búinn að þeir voru yf- irgnæfandi í fari hans. Hvers manns hugljúfi, jákvæður og einstaklega greiðvikinn. Alltaf reiðubúinn að hlusta á aðra og leggja gott til mál- anna. Það segir meira en mörg orð og er lýsandi fyrir jákvæðan og velvilj- aðan persónuleika Ólafs að aldrei heyrði ég hann hallmæla öðru fólki; í mesta lagi að hann talaði um að þessi eða hinn þyrfti e.t.v. að hugsa sinn gang og ekki minnist ég þess heldur að hafa heyrt aðra tala illa um minn kæra vin. Hann uppskar eins og hann sáði og hlaut að verðleikum lof og traust annarra. Einstakur fjöl- skyldufaðir, sem dætur hans og síðar barnabörn nutu ríkulega af. Þá reyndist hann aldraðri móður sinni sérstök hjálparhella og var henni mikil stoð og stytta alla tíð. Ég er ekki viss um að minn elsku- legi vinur hefði endilega viljað láta halda einhverja lofræðu um sig en um það fæst ég ekki á þessari stundu enda átti hann lofið svo sannarlega skilið. Eins og dóttir mín Eygerður Inga hafði á orði: „Pabbi, hann Óli hafði svo frábæra útgeislun.“ Vanda- og erilsamt starf sitt sem lögmaður rækti Ólafur af sérstakri alúð og ávann sér óskorað traust og virðingu starfssystkina, dómara og skjólstæðinga. Hann var sannarlega stétt sinni til sóma í einu og öllu. Ég átti síður von á því að til þess kæmi að ég skrifaði minningargrein um minn kæra vin, allra síst svo fljótt sem raun ber nú vitni. En enginn má sköpum renna og lífið heldur víst áfram þó í breyttri mynd sé og með öðrum og tómlegri hætti en áður fyr- ir hans nánustu og mörgu góðu vini. Ég er fullur trega en jafnframt þakk- látur fyrir að hafa eignast einlæga vináttu og trúnað Ólafs Axelssonar, sem mér þótti vænna um en flesta aðra og leit á hann í raun sem kær- leiksríkan bróður. Söknuður minn og annars vina- fólks er þó ekki nema hjóm eitt sam- anborið við það, sem nánustu að- standendur Ólafs þurfa nú að líða. Ég og fyrrverandi eiginkona mín Kristín Egilsdóttir ásamt dætrum Eygerði Ingu og Auði sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til móð- ur Ólafs, dætra hans, barnabarna, systkina og annars vandafólks. Einn- ig til Þórunnar fyrrverandi eigin- konu Ólafs, en þrátt fyrir skilnað þeirra í millum, héldu þau vinskap sínum allt til enda. Ég kveð nú Ólaf vin minn hinstu kveðju og bið al- mættið að styðja við og styrkja hans nánustu. Hafþór Ingi Jónsson. ÓLAFUR AXELSSON  Fleiri minningargreinar um Ólaf Axelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                         !"   #$ %& '%  ( )* +!%,#  ",' -% %& '%   "" %& # 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.